Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 06.07.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN rúst nokkur hundruð metrum fyrir ofan skautasvellið. Það voru mörg elskandi pör, sem röltu iþangað neðan af tjörninni. Þau trítluðu þangað á skautanefjunum og opnuðu gömlu, þungu hallarhurðirnar. Og þegar inn var komið á hellugólfið gátu þau fundið sér eitthvert hornið til að setj- ast í og láta sér líða vel. Við Pista settum alltaf vörð við innganginn, og hann gaf ákveðið merki ef óvinir — foreldrar eða aðrir yfirhoðarar — nálguðust Paradís. Þarna inni i rústunum fundum við Pista horn, sem varð okkar besta at- hvarf. í því horni kyssti Pista mig í fyrsta sinn. Það var varfærinn, snöggur, kaldur og hræddur ... sann- kallaður íshockey-koss. En mér fannst hann góður — ég hafði ekkert til samanburðar þá. Skömmu siðar barði sorgin að dyr- um. Á einni einustu mínútu varð ég kaldlynd, tortryggin og — veraldar- vön kona. Við vorum í feluleik. Pista og ég og Kitty, besta vinstúlka mín. Þegar ég átti að „standa" fór ég að leita að Pista og Kitty. Ég fann þau. Samkvæmt leikreglunum áttu þau að fela sig hvort á sinum stað. En ég fann þau saman, i felum bak við limgerðið, skammt þaðan sem við Pista höfðum haft stefnumót. Hann stóð og faðmaði hana að sér. Það var hræðilegur fundur. Pista hvarf úr tilveru minni þá um vorið. Ég barðist eins og ljón og reyndi að halda í hann, en það dugði ekkert. Pista hvarf og ég helgaði mig blóð- sugu-hlulverkinu. Ég sá í anda unga örvæntandi pilta, sem frömdu sjálfs- morð út af mér, en fólkið var að furða sig á hvers vegna ég væri svo köld og hjartalaus. Enginn skyldi fá að vita að bak við mína isköldu feg- urð barðist sviðandi hjarta, en á það var um aldur og ævi greypt með eld- letri: „Pista"! Adieu, Pista! UNNIN í EINVIGI. Ég yarð seytján ára áður en ég upp- lifði næsta ástarævintýrið, ¦— nú var það liðsforingi, sem ég ætla að kalla Ference. Kynni okkar Ferencs voru svo lík óperettu, að enginn mundi dirfast að sýna þau á leiksviði i dag. Ference var jafn vel vaxinn og fal- legur og hesturinn, sem 'hann sat á. Blaeygur með svart hár, ofurlítið gránað. Og einkennisbúningurinn hans var undraverður! Medaliur, axtadjásn, rendur á brókunum, gljáandi reið- stígvél, sporar, skraddarasaumaður frakki og strútsfjaðrir. Ég elskaði Ference og ég held að hann hafi elskað mig. Okkur kom saman um að giftast, og ég hafði ein- sett mér að eignast sex börn, sveita- setur og stórhýsi i Budapest. Þegar ég hugsa til baka til þessa, dettur mér í hug að þcssi áform mín hafi hrætt af honum að minnsta kosti tvær medalíur, en hann var hraustur mað- ur og lét sér hvergi bregða. Eiginlega hafði ég ekki leyfi til að vera með Ference. Hann var létt- úðugur, sagði fjölskyldan. En einu sinni var mér leyft að bjóða honum í samkvæmi á sveita- setrinu okkar. Þar var lika ósvikinn greifi, kunnur maður í ungv^ersku samkvæmislífi. Hann hét Joska. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá Joska greifa, og hann var eins og hjól kring- um mig, upp á ósvikna greifavísu. Hann sló mér líka óspart gullhamra og sýndi mér aðdáun sína í ótal myndum. Ég hafði gaman af þessu og mér datt ekki í hug að ég brygðist á nokk- urn hátt tilfinningum þeim, sem ég bar í brjósti til Ference. En hins vegar leit Ference á málið frá geróliku sjónarmiði. Hann skildi astma- kennda mæði og titr- andi nasir hans sem girndarvott, og demdi á hann litt hæverskri áminningu, sem greif- inn auðvitað borg- aði með vöxtum og vaxtavöxtum. Rimm- an harðnaði fljótt og nú fuku ókvæðisorð- in eins og skæðadrifa og báðir voru orðn- ir sótrauðir í fram- an. Loks tók Fer- ence skál með súrum rjóma og grýtti henni framan í greifann. Greifinn rétt úr sér, tók viðstadda til vitn- is um að hann hefði orðið fyrir grófri vandsæmd og heimt- aði uppreist. Einvígið var ákveðið í dögum þrem dögum síðar, með sverði eða korða — ekki veit ég hver munurinn er. Ég gat ekki á heilli mér tekið i þessa þrjá daga. Hvernig gat ég vitað hvernig þetta mundi fara- Kannske mundi greifinn höggva eyrun eða fal- lega nefið af Ference? Og kannske höggva hann í tvennt? Ég sá Ference i anda með sverð á kafi í maganum og heyrði hann hrópa: — Eva! Eva! um teið og hann hneig niður stein- dauður i sólarupprásinni. Ég var sjúk af angist er ég háttaði kvöldið fyrir einvígið. Ég var ekki viðstödd hólmgönguna, en fréttin var þannig, að Ference vann mig algerlega, en jafnframt bjargaði Joska greifi æru sinni. Þetta kostaði Iiann ekki nema fáeina dropa af bláu blóði. Ference rispaði hann í kinnina með sverðsoddinum, og ]iieð því lauk leiknum um leið og hann byrjaði. Nú var ég enn fastar tengd Ference. Hafði hann ekki barist og unnið mig með sverðinu sinu? Ference virtist vera margra pen- inga virði þegar hann var i einkennis- búningnum sínum. En hann var alls ekki ríkur. Einu sinni þegar ég lá yeik, sendi hann mér blómakörfu, sem var svo umfangsmikil að taka varð úr henni innihaldið til þess að koma henni inn um dyrnar. Það var ekki fyrr en seinna að ég komst að því, að Ference hafði ekki borgað blóm- in. Pabbi varð að sjá um það fyrir hann. Svo kom hann einn daginn með trúlofunarhring. Það var ljómandi fallegur hringur og ég fann lil mín. En pabbi var ekki eins upprifinn. Það kom á daginn að Fercnce hafði fengið hringinn til láns og pabbi varð að borga hann. Og Ference hafði ekki einu sinni fengið hringinn i gullsmíða- búðinni, sem hann pabbi átti — ekki var nú svo vel. Pabbi hasaðist von bráðar upp á því að borga ástargjafir Ferencs, og loks bannaði hann mér að sjá hann. Nú er langt síðan þetta var, en Fer- Systurnar þrjár (frá v.): Eva, Zsa Zsa og' Magda Gabor sjást oft saman í sjónvarpi, glamr- andi á slaghörpu og gaulandi með. ence skrifar mér bréf ennþá, og ég svara bréfunum. Eflaust kemur það stundum fyrir okkur bæði að við segj- um: „Hugsum okkur að ..." ÞAR FÓR BRÚÐURIN. Ég er tvískilin. Gamla reiptogið milli heimilisins og framans á mesta sökina á þvi að bæði hjónaböndin min fóru út um þúfur. Fólk hefir skrifað mikla lönguvitleysu um þetta reiptog, en það er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt. Mörgum konum tekst að sameina þetta tvennt, og tekst það vel, en það er erfiðara fyrir leikhúss-, kvikmynda- og sjónvarps- konur að gera það, en fyrir fiestar aðrar. Það sem kallað er „eðlilegt heimilislíf" er í raun og veru ógern- ingur fyrir þann, sem verður að vinna hér og hvar og alltaf í annríki. Hjónabönd mín fóru ekki í hundana af því að ég væri lcikkona. Langt i frá. Þau fóru i hundana af þvi, að mér tókst ekki að sameina starfið og Iijónabandið þannig, að það fullnægði bæði manninum mínum og mér. Eg hitti þann, sem varð fyrri mað- urinn minn, þegar ég var seytján og hálfs árs. Magda hafði samkvæmi í Budapest, en ég var ekki boðin. í staðinn var mér sagt að fara heim til hennar ömmu minnar, þar sem ég álti að vera tryggð gegn öllum hætt- um af ástleitni og kampavini. Ég var í hvítum silkikjól, uppháum í háls- málið. Ég var orðin skrambi tagleg, og vissi vel af því sjálf. En annars var ég fremur ógreind, feimin og fram úr. hófi tiifinninganæm, hugsandi um sorg og sút aðra stundina en full af gáska og giensi hina — í stuttu mali: þroskuð og vanþroska í senn. Svona var ég þegar ég fór frá ömmu um kvöldið. Ég hafði einsett mér að gerast boðflenna i samkvæm- inu hennar Mögdu. Það gerði ég og þar sat Maðurinn, hæglátur og hlé- drægur úti í horni. Eitthvað fleira fólks mun hafa verið þarna viðstatt, en ég fór þvert í gegnum það. Ein- hver kynnti mig, og undir eins og hann sagði „gott kvöld!" var úti um mig. Þetta var ljóshærður Svii með blá augu, yfir sex feta hár. Ef hann hefði spurt mig strax: — Viltu giftast mcr? er ég viss um að ég hefði sagt já. Það er sannanlegt. Því að hann bað mín sama kvöldið, og ég sagði JÁ. Þá loksins að ég komst heim vakti ég hana mömmu, og sagði henni að cg ætlaði að giftast. Hún muldraði: — Farðu að hátta, Eva! Unnustinn minn var dr. Eric Drimmer, læknir i þriggja daga heim- sókn í Budapest. Þaðan ætlaði hann til Hollywood, því að þar starfaði hann. Hann hafði verið skilinn að borði og sæng lengi og var að bíða eftir að fá lagaskilnað. Þegar hann fór frá Budapest vorum við eins og við hefðum verið trúlofuð lengi. Framháld í næsia blaSi. Bóndi nokkur á Li'meborgarheiði kom i lyfjabúðina þar, og vildi fá blóðsugur. Þær voru ekki til i lyfja- búðinni, og lyfsveinninn sagði bónd anum, að hann skyldi reyna að fara til bæjargjaldkerans. Það gerði bónd- inn, og spurði í mesta meinleysi hvort hann gæti fengið blóðsugur þarna. En gjaldkerinn á Liineborgarhciði hefir auðsjáanlega verið álika geð- góður og einn alræmdur gjaldkeri var í Beykjavik, einu sinni i fyrnd- inni, þvi að hann kærði bóndagarm- inn fyrir móðgun, svo að hann varð að greiða háa upphæð í sekt. Læknirinn í sveitinni var hringdur upp síðla um kvöld og beðinn um að koma sem fljótast á tiltekinn bæ. Hann brá við skjótt, en þegar hann kom á bæinn varð hann forviða, er'hann sá þar þrjá kunningja sína. Þá hafði vantað fjórða mann í spil og þess vegna var símað til læknisins. Lækn- irinn tók gabbinu vel og spilaði við þá nokkurn tíma og græddi 75 krónur. Daginn eftir sendi hann reikning fyrir læknisvitjun. Það var nætur- taxti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.