Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 13.07.1956, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Undrnlnndið KONCJO — heimltgnni svnrtrn dvergn 09 risn ítalski blaðamaðurinn Felice Bellotti hefir fyrir nokkru skrifað bók um hið mikía land Kongo og íbúa þess. Mestur hluti þessa lands er belgisk nýlenda, en hinir hvítu drottnarar þess hirða lítið um velferð landsbúa. Kongo er ríkt land og Belgar græða of fjár á úran-grýti þaðan. LAND ANDSTÆÐNANNA. Belgiska Kongo liggur undir niið- jarðarbaug, frá Atlantshafi og austur að fjallgarðimun, sem skilur það frá Nílarláglendinu. Nú liggja járnbrautir og akvegir um þetta mikla land. Og hundruð af flatbytnum haldi uppi samgöngum á Kongofljóti og þverám þess. Og flugvélar fara yfir landið út og suður. En samt eru þarna óravíð landflæmi, sem menningin hefir ekki náð til. Hviti maðurinn hefir gengið á snæ- þakta fjaliatindana. Hann hefir brot- ist gegnum savannagróður og fen, gegnum ský af moskitoflugum og öðr- um skordýrum. Hann hefir komist gegnum þétta frumskóga fram lijá eiturnöðrum og öðrum hættulegum dýrum, án þess að sjá þau. Lémagna af hitasvækju hefir hann höggvið sig gegnum hundrað ára gamlar liane- flækjur, nötrandi af hræðslu við tse- tse-fluguna — svefnsýklaberann. Allt þetta hefir hann gert af forvitni og ævintýralöngun, eða af nauðsvn og ást tii vísindanna, eða blátt áfram til þess að verða ríkur. Og samt er Kongo enn iand hinna mörgu gáta. Hann hefir byggt glæsilegar nýtísku- borgir á sléttunum, uppi í fjöllunum, við strendur stöðuvatnanna og í jöðr- um skóganna miklu. Hahn hefir grafið sig ofan í jörðina með stórvirkum vélum og sótt þangað fjársjóði: málma og gimsteina. Og samt er mest ófundið enn og ævintýrið bíður þeirra, sem nenna að vikja út af troðnu slóðunum. í marga tugi ára hafa mannfræð- ingar og þjóðlífsfræðingar rannsakað frumbyggjana í Ivongo, en niðurstöður þeirra eru enn á reiki. Ýmsir þéirra hyggja, að fólkið, sem nú býr í Kongo og Ruanda-Urundi, sé komið af sama stofni, en að munurinn sem á því er orðinn, stafi af ólíkum lífs- kjörum. Fjallabúarnir eru mjög ólíkir þeim, sem eiga heima á sléttunum og í skóg- unum, og það er engum vafa bundið að loftslagið og aðbúnaðurinn hefir haft áhrif á útlit þeirra. En það virð- ist samt fjarstæða, að halda því fram að pygmæarnir, eða dvergarnir á iág- lendinu, geti verið af sama stofni og risarnir i fjöllunum i Ruanda-Urandi. Það virðist miklu sennilegra að fóikið í Kongo sé-af þrenns konar bergi brot- ið: frá pygmæum, negrum og hamít- um. Pygmæarnir eru ýmist óblandaðir cða kynblendingar. Negrarnir skiptást í þrjá flokka: bantu-, súdan- og nílóti- negra. Hamítarnir eru af hreinum uppruna og mesta menningarfólkið í Mið-Afriku. Súdan-negrar eru í norðurhluta Kongo, nílóti-negrar hafa líka haldið sig norðan miðjarðarbaugs en þjapj)- ast saman austast í landinu. En allir hamítar halda sig í Ruanda-Urandi- fjöllunum og ráða þar lögum og lofum. T. v.: Watussi-konungurinn er með lægstu mönnum þjóðarinnar, en gnæfir þó hátt yfir batwa-pygmæann, sem hann er að tala við. — T. h.: Þetta er móðir konungsins. Hún leyfði ekki ljósmyndaranum að taka mynd af sér að framanvcrðu. PYGMÆAR. Það er enginn vafi á því að Mið- Afríka var byggð áður en nokkrar sögur hófust og í frumskógunum má finna margvíslegar steinaldarmenjar. Ekki er vitað hvaða þjóðflokkur hefir búið til steintækin, sem fundist hafa, en líklegast þykir að pygmæar séu frumþjóðin í Kongo. Orðið „pygmæ“ er af grískum upp- runa, og sýnir að þessi þjóð hefir verið til í fornöld. Griski sagnarit- arinn Heródót, sem dó 400 árum f. Kr., nefnir pygmæa, þjóð sem eigi heima langt suður í Libyu-eyðimörk- inni og hafi rekið verslun við svert- ingja, á bökkum ár, sem var morandi af krókódílum. Eygptar hljóta líka að 'hafa þekkt pygmæa til forna, því að á steinmynd fornegyptskri er mynd af dverg, sem Akka liét. í dag er Akka nafn á pygmæaflokki sem heldur sig í Uele i norðaustur-Kongo. Pygmæar eru á við og dreif um allt Kongoland en liafast einkum við í skógunum, því að þar er hægast að fela sig. Það er ógerningur að segja um hve margir þeir eru, en giskað er á að þeir séu um 80.000 í Kongo. Þetta fólk liefir verið drepið og hrakið inn í skógana er bantú- og súdan- negrar settust þarna að, en sums stað- ar lifa pygnæar þó í friði innan um stærri svertingjana. Við þetta kom kynblendingastofn, sem er talsvert hærri en hreinir pygmæar. Meðalhæð kynblendihgahna er 150 cm. á körl- um og 125 cm. á kvenfólki, en hreina kynið er miklu lægra. Fyrrum var pygmæum lýst sem verstu óargadýrum, sem drápu allt er þeir náðu til, með eitruðum örvum eða leynigryfjum. Það er ennþá erfitt að kynnast hreinum pygmæum, því að þeir lifa í felum og forðast allt samneyti við aðra, bæði svarta menn og hvita. En kynblendingarnir hafa lagt niður flökkulífið og eru greiðir viðskipta. Oftasl nær lifa þeir undir vernd bantúnegranna, sem eins konar þjónar l)eirra. Þeir fá korn og salt hjá bantúnegrum, en borga með veiði- föngum, einkum fílabeini. Bantúnegr- ar hafa fyrirlitning á pygmæum, en eru þó hræddir við þá um leið. Þeir fyrirlita þá fyrir væskilmennsku, en óttast þá vegna þess að þeir eru dug- legir veiðimenn og frábærir bogmenn. Óblandaðir pygmæar eru afar var- kárir og tortryggnir, þeir sjást sjald- Þetta er Emma Bakayishonga, dóttir Watussikonungsins. Svipurinn er ó- neitanlega egyptskur. an og það er erfitt að vingast við þá. Þeir halda sig langt inni í frumskóg- imurn og eru ótrúlega ratvísir, og komast Ieiðar sinnar um skógana þar sem engum öðrum væri fært. Þeir búa ekki í þorpum en flytja stað úr stað úti á víðavangi. Kofana sína gera þeir þannig: Stinga sveigjanlegum stöfum í hring niður i mohlina, beygja þá saman í topp og reyra þá saman með liane- tágum. Svo er hálmur lagður ofan á. Þeir sofa á jörðinni og ganga oft- ast naktir, að öðru Ieyti en því að þeir hafa lendaskýlu úr basti. Það er jafnan drjúgur spölur á milli kofanna en inni i þeirn er ekkert nema skrautlegir bogar, örvar og spjót. Bogastrengirnir eru vafðir sam-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.