Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 13.07.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Vitið þér...? að eftir stríðið hafa tekjur milli- stéttanna stóraukist í U.S.A.? Þetta stafar m. a. af því að fram- leiðsla og viðskipti liafa stóraukist síðustu 15 árin og kaup verkamanna hefir þrefaldast og kaup skrifstofu- fólks tvöfa'ldast. Og eigi síst af því að hátekjur eru skattaðar niikiu hærra en lágtekjur og miðlungstekjur. — Millistéttirnar hafa samtals 120 mill- jard dollara árstekjur, og í þeim flokki eru lægstu tekjur 5.000 dollarar. Það er kaupgeta fólks, sem greiðir fyrir því að framleiðslan komist í peninga. -— Millistéttafólkið býr nú ekki leng- ur i borgunum heldur í einbýlishúsum utan borgar. Og vitanlega verður það að eiga bil. vo^9-l að tunglin, sem á að senda upp í háloftin, fara kringum jörðina með 28.000 kílómetra hraða á klukkustund? Tunglin svífa í nálægt 400 kiló- metra hæð, og með þvi að braut þeirra kringum jörðina verður 2500 kíló- metrum lengri en miðjarðarlínan, eða 42.500 km. verða tunglin aðeins 90 mínútur að bregða sér kringum jörð- ina. — Á tveimur vikum til tveimur mánuðum lækkar tunglið svo í lofti, að aðeins verða 50 km. milli þess og jarðarinnar, en þar verður núnings- mótstaða loftsins svo mikil, að tungl- ið brennur upp til agna. Eiríkur gleraugnasali var lengi að brjóta heilann um auglýsinguna, sem hann setti við búðardyrnar lijá sér. Loks varð hún til og hljóðaði svo: „Sá sem ekki getur lesið þetta, ætti sem allra fyrst að fá sér gleraugu hjá mér!“ LITLA SAGAN a tvik Konurnar þrjár, sem streittust móti veðrinu voru á leiðinni að húsi Bertini Murray, og á leiðinni létu þær dæluna ganga. Þær höfðu komist yfir efni í nýja kjaftasögu. Nettie Ne'wman var hæst þessara þriggja. Hún var kunnug þessu atviki og gat fullyrt, að það væri móðir Berthu, sem ætti sökina á öllu saman, því að hún liafði boðið Jim Hawks i skógarferðina. Neltie liafði sjálf verið í skógarferðinni, svo að liún vissi deili á öllum saman. „f fyrsta lagi,“ sagði Nettie, „vissi gamla frú Murray að Jim Hawks var giftur. Og þó að konan hans vreri rúmföst og kæmist aldrei á fætur aft- ur, var alveg ástæðulaust að bjóða honum i skógarferðina og beinlinis gefa Berthu undir fótinn, að verða skotin i honum. Bertha var svo ung og Jim Hawks svo töfrandi ... við hverju gat eiginlega búist, nema ... ? „Ja, svona byrjaði það nú,“ hélt Nettie áfram. „Áður en litið var við voru Hawks og Bertha komin eitt- hvað út i buskann, og þegar þau skil- uðu sér aftur, gengu þau arm í arm.“ „Þetta var nú hneyksli sem um munaði,“ sagði Nettie og smjattaði. „Á heimleiðinni var gamla frúin kafrjóð í framan og setti skæting í Berthu. En það var tilgangslaust að sakast um orðinn hlut. Foy-fjölskyldan, Sear- hjónin og Lessermann töiuðu öll um skógarför Berthu og gifta mannsins. Og allir höfðu áhyggjur af að aum- inginn hún frú Hawks frétti þetta. Hún sem var svo veik. Ja, fyrr má nú vera!“ Frú Brown, vinkona Nettie dirfðist að skjóta fram spurningu: „Jim og Bertha iiafa þá elskast upp- frá þeim degi?“ Nettie yppti öxlum. „Það gerðu þau,“ svaraði hún. „En hvað kemur það eiginlega málinu við? Jim var giftur maður, svo að þetta var sið- leysi.“ Þær þrjár — Nettie Newman, frú Bröwn og frú Higgins flýttu sér áfram og stefndu beint á hús frú Murrays. Það var húsið sem Bertha hafði erft þegar móðir hennar varð snöggdauð úr botnlangabólgu. Þegar þær stóðu við dyrnar og hringdu, var hrollur i þeim, þvi að rokið var nístandi kalt. En Bertha kom fljótt til dyra. Hún var i rósóttum innikjól, ökkla- síðum. Hún tók brosandi á móti gest- unum og hjálpaði þeim úr. Þær gerðu að gamni sínu á leiðinni inn i stofuna, og frú Higgins sagðist verða kulvísari með hverju árinu, og að það mundi konia að þvi, af blóðið í sér væri of þunnt. Þær töluðu nokkra stund um veðrið og kjóla og síðustu andlitssmyrslin og hækkandi vöruverð ... en svo fór Bertha fram í eldhús til að hita te. Heimabökuðu kökurnar hennar Berthu hlutu mikið iof. Allt í einu benti frú Higgins á mynd af Jim Hawks, sem stóð á arin- hillunni. „Þetta er góð mynd af Jim,“ sagði hún. Þær litu allar við og horfðu á myndina — nema Bertha. Því að hún þurfti þess ekki, hún sat þannig að hún þurfti þess ekki, og hún hafði oft litið á hana. Myndin var í silfur- umgerð og af manni með dökk augu ogð votlaði fyrir brosi i munnvikun- um. Hann var á að giska um þrítugt. „Já, það er falleg mynd,“ sagði Bertha lágt. Jim lét taka hana sum- arið sem við fórum i skógarferðina, og ég bað hann um það. Ég varð að fela hana lengi, vegna hennar mömmu, en nú stendur liún þar sem hún á heima — á arinhillunni.“ „Frú Brown, sem aldrei liafði séð Jim Hawks, fannst hún verða að segja eittlivað. „Hann er myndarlegur," sagði hún. Nettie Newman leyfði sér að and- varpa. „Já, þér mundi lítast á hann,“ sagði lnin. „Enginn getur neitað því að hann er heillandi. Hann kann að umgangast fólk.“ Bertlia liorfði á myndina. „Frá fyrstu stundu vissi ég að það var Jim og enginn annar, sem ég vildi giftast. Ég var ekki í vafa um það undir eins og ég sá hann, að hann vildi ég eiga. Það skipti engu máli frá minu sjónar- •miði livort hann var giftur eða ógift- ur ... Annars er þetta einkennilegt — ég hafði þekkt frú Hawks lengi, en Jim hafði ég aldrei séð fyrr en þennan dag í skógarferðinni ...“ Nú talaði Bertha svo lágt að bað heyrðist varla ... „Það var hörmung að hún skyldi verða öryrktja á unga aldri.“ Svo kom löng, óviðfelldin þögn. Loks sagði Nettie: „Hvenær ætlið þið eiginlega að giftast. Er það á- kveðið?" Bertlia kinkaði kolli. „Ja, í júnilok. Vildi láta liða hæfilegan tíma eftir að konan lians dó. Það fer betur á þvi. Nettie var á sanía máli. Og hinar lika. Svo Jtöluðu þær um dauðann og jarðarfarir, og hve lengi maður ætti að ganga sorgarklæddur. Og Bertha liellti aftur i tebollana. „Þetta er einkennilegt," sagði hún. „Við elskumst svo heitt, að Jim vildi sækja um skilnað við konuna sina. En ég sagði nei. Guð er góður, sagði ég, og lætur ekki tvær manneskjur kveljast of lengi. Hann hagar öllu þannig, að við getum gifst án þess að þörf verði á að fá hjónaskilnað. Og nú sjáið þið að ég hafði á réttu að standaJ' „Móðir þin var ekki hrifin af Jim,“ sagði Néttie. „Jú, henni féll vel við hann, en frá hennar sjónum skipti það öllu að liann var giftur. Hún sagði að fólk mundi nota þctta i kjaftasögur, og að ég mundi kólna. En ég vissi að ég mundi aldrei geta gleymt honum.“ Aftur varð leiðindaþögn. Þær smá- dreyptu á teinu, allar fjórar. „Jæja, svo að það á að verða í júní,“ sagði Nettie. „Gaman að heyra það.“ „Já,“ sagði Bertlia. „Þá á Jim sum- arleyfi, svo að við getum farið í brúð- kaupsferð.“ Hún hló lágt. „Iíannske við förum bíiferð — til Niagara — það kvað vera svo fallegt þar.“ Hinar brostu, og enn fannst frú Brown hún verða að segja eittlivað. „Þetta er verulega falleg inynd af honum,“ sagði hún. Bertha horfði á myndina í silfur- umgerðinni. „Já,“ sagði liún stolt, .,og nú skal ég segja ykkur nokkuð. Jim lítur hér ■um bil alveg eins út i dag — og þó eru þrjátíu og brjú ár síðan niyndin var tekin.“ * COLA Vpy/LKUR [s7u"r T LskumyndLr Fyrir nokkrum árum var jabot mest í tísku og nú hefir Fath endurvakið það og sýnir hér hið gamla góða fellingaverk. Dragtin er oranserauð með gylltum hnöppum. Hvítar líning- ar eru á ermum. Mjó eins og strá er þessi ameríska stúlka í stokkþröngum marenbláum kjól. Boleróin er rúðótt og hneppt að aftan. Undir lítinn drengjakraga er bundinn silkiborði í bláum lit. Strá- hattur er notaður við kjólinn. — Er ég ekki fín, segir Kata litla og sýnir nýju perlufestina sína. •— Ég bjó hana til sjálf, úr tönnunum hans pabba.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.