Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1956, Blaðsíða 10

Fálkinn - 13.07.1956, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN BTkNQI5I KLUMPUR og vinir hans * MYNDASAGA FYRIR BÖRN * 19. — Heyrðu nú Klumpur. Ertu alveg viss um — Það er hægt að sjá það. Ég hefi áttavita, — Jú, þarna stendur NORÐUR, og það er að við siglum í norður eins og gíraffinn sagði sem sýnir norður, jafnvel þó að versta veður í áttinni, sem við siglum í. Látið þið mig um að við ættum að gera? sé á sunnan. að finna norðurpólinn. —• Land fyrir stafni, skipstjóri! Það er ekk- — Nei, við vörpum ekki akkeri, við sveigjum — Þetta er góður áttaviti, þvi að hvernig ert norðurpólslegt. Náðu í akkerið, Peli! bara fyrir landið. Við megum ekki tefja okkur sem við beygjum er NORÐUR alltaf beint á að koma í land. framundan. Áttavitinn er þarfaþing. — Þökk fyrir — eitthvað með beini í! ★ jSkrítlur * Nonni litli er uppi i sveit hjá lang- ömmu sinni í sumarvist. Hann er mesti óþekktarormur og jirakkari — klípur hundinn, dregur köttinn á róf- unni, reytir fjaðrir af hænunum. Lang- amma er orðin gáttuð á stráknum og segir: — Þú ert aumi skrattinn, drengur. — Já, svarar Nonni. — Og þú ert langamma skrattans. Presturinn í Drekavík komst stund- um einkennilega að orði og auk þess var hann viðutan. Einu sinni átti hann að jarða mann og kom másandi inn í búðina skannnt frá kirkjunni — hann var orðinn of seinn — og spurði kaup- manninn: — Heyrið þér — liafið þér tekið eftir hvort nokkurt lík hefir gengið hérna framhjá nýiega? Maður nokkur, sem hafði rakað af sér yfirskeggið, trúði kunningja sín- um fyrir því að nú væri konan hans skilin við hann: — Þegar hún sá mig skegglausan sagði luin: Nú skil ég hvers vegna mér hefir aldrei litist á þig- Tveir enskir leikarar voru í ferð nieð þriðja flokks leikarahóp. Á gisti- húsinu hittu þeir einn daginn síðdegis gestrisinn borgara, sem veitti þeim vel. Þegar komið var að sýninartíma voru þeir báðir leikararnir orðnir þéttfullir. Og þegar sá fyrri kom inn á leiksviðið, sem jarlinn af Essex, var hann talsvert valtur á fótunum. Einn áhorfandinn á svölunum kall- ar: — Skelfing er að sjá hvað þú ert fullur, maður! Þá svarar leikarinn: — Það getur vel verið, maður minn. En híddu þang- að til hertoginn af Buckingham kem- ur inn! — Mér cr sagt að Berta sé gift göml- um manni, með annan fótinn á grafar- bakkanum. — Já, en hún varð fyrir vonbrigð- um. Hann keypti sér nýja skó í gær. — Börnin erfa gáfur foreldra sinna, þú veist það, sagði hann. — Já, ég veit það. Og gáfur foreldra þinna skiptust á ykkur, ellefu syst- kinin, svo að það er ekki von á þér betri en þetta. Draumur cða veruleiki. — fsak, lofaðu mér nú að láta hann ekki sjá að þér finnist gaman að þessu!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.