Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 13.07.1956, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN •á? 4 4 4 Hfe» *5?e* 4 4*4*4*4*4*4*4*4*4*4444444444$c Sva Qabor: 2 ORKIDEUR OG SALANI ‘Jramkaldssaga 444444444444444444444444444 Svo koniu nokkur bréf, sem voru svo glóandi að ég varð a'ð geyma þau í eldtryggum skáp. Þessi bréf •héldu í mér líftórunni í þrjá mánuði. Þá var áformað að hann kæmi aftur til Budapest og við giftumst, en það áform fórst fyrir þvi að enn var skilnaðurinn ekki kominn í lag. Gabor-fjölskyldan var ekki sérlega ginkeypt fyrir þessum ráðahag, og mamma afréð að reyna „ferðast-til- aS-gleyma“-aðferðina við mig. Sá sem fyrstur fann upp þessa að- ferð ætti að læsast inni í myrkra- stofu. Ég ferðaðist en ég hafði allar minar hugsanir með mér. Mamma komst að þeirri niðurstöðu, að Sviss mundi vera mjög hentugt land til að gleyma í. Hún sendi mig í svissnesku Alpana, en þar heyrði ég nafn Erics i hverju einasta lagi, sem jóðlað var, og sá andlitið á honum gægjast yfir hvern einasta tind. Mamrna sá fram á að landslagið mundi ekki vera hyggilega valið. Hún sendi mig á franska Rivierann, þvi að þar mundi fleira verða til að dreifa liuganum. Þarna bjó ég hjá gömlu vinafólki mömmu, Seymour kapteini og konu hans, sem áttu hús í Monaco. Frú Seymour var góður vinur Mary ekkjudrotningar. Þetta var elskuleg gráhærð kerling, sem iiijóp við fót lieim á leið klukkan fjögur til að kom- ast í teið, hvar svo sem hún var stödd. Ég tregaði Eric i heilan mánuð. Þeg- ar ég sat í fjörunni og starði á öld- urnar sá ég Eric koma brunandi til min á öldufaldinum. Þegar ég opnaði sardínudós sá ég Iiann þar líka, sex feta langan, baðaðan í viðsmjöri eða tómatsósu. Hann var pósturinn, liorg- arstjórinn og bílstjórinn. Ég þurfti engan Freud til að túlka draumana mína. IJeir voru svo tvímælalausir. En svo kom Eric sjálfur til Monaco! Og þá hringdu brúðkaupsklukkurnar svo svikalaust, að mamma lieyrði í þeim alla leið til Budapest. Hún þeysti af stað til Monaco og sópaSi mér með sér heim. Þá lék ég sterkasta leikinn á ævi minni. Eg fór til Englands með Zsa Zsa. Þangað fékk ég símskeyti frá Eric um að hann kæmi til mín á vængjum þrárinnar. Og hann kom eins og nor- rænn guð og fór með mig til fóget- ans i London og þar vorum við gefin saman í hvellinum. Gabor-fjölskyldan leit hornauga á þetta hjónaband. Það var almanna- rómur, að Eric hefði ekki gifst mér fyrst og fremst vegna minnar innri fegurðar, heldur af jivi að fjölskyldan mín væri loðin um lófana. Ég er orðin eldri og reyndari núna, og ég er sannfærður um að þetta var fjarri öllum sanni. Ég segi það ekki af for- ílild, en samlíf okkar var sönnun fyrir því. Ég sendi fjölskyldunni til baka alla fjármuni, sem ég hafði fengið úr þeirri átt, og það eina sem ég átti þegar ég giftist var minkaloðkápa, sem manmia liafði gefið mér, og fáeinir skartgripir. Ferðin til Ameríku var erfið. Klef- inn okkar var svo lítill, að hann hefði verið of þröngur fyrir manninn minn þó að liann liefði verið þar einn. Ef hann hefði getað stungið löppunum út um vindaugað, hefði farið betur um okkur. En vindaugað var rétt að segja niðri við sjávarborð og flíric var dauðhræddur við hákarla. Við vöktum mikla athygli, fyrst og fremst af því að við liöfum sjálfsagt verið skrítin saman — liann eins og stórt vatnsglas en ég eins og ofurlitil lögg við hliðina á lionum. Auk þess var orðið „Nýgift“ ietrað utan á okk- ur og þess vegna horfðu allra augu á okkur og allir vildu sýna okkur alúð. Við komumst til New York og vorum þar í óðagoti í þrjá daga. Fyrsta kvöldið í gistihúsinu setti ég skóna mína fyrir utan dyrnar, eins og mað- ur gerir á gistihúsum í Evrópu, svo að þeir yrðu burstaðir. Daginn eftir barði gangsveinninn á dyrnar, rétti mér skóna óburstaða og spurði hvort ég væri múhameðstrúar. Eftir fjögra daga járnbrautarferð, svefnvagnslaust, komum við loks á leiSarenda — til Hollywood. Ég reyndi að segja sjálfri mér að iíf mitt þarna ætti aðeins að snúast um tvennt — hjónabandið og heimilið. En ég vissi með sjálfri mér, að þetta var aðeins fróm sjálfsblekking. Ég gat eklci orðið i Hollywood án þess að reyna að verða kvikmyndadís. Fyrstu þrír mánuðirnir eru fyrir mér eins og ég sjái þá i táraglýju. Mér var innanbrjósts eins og barna- brúði úr sveit, sem þráir að komast Það vakti hrifningu hjá Evu Gabor er hún fékk að kynnast leikstjóranum Ernest Lubitsch. heim til sín á hverju kvöldi. Þegar á að fara að mjólka. Ég var svo ringl- uð þarna í Hollywood, i því nýja háttalagi sem þar var á öllu, að mér var liraut að því að fara út, jió ekki væri nema að skreppa í búð. I hvert skipti sem ég kom út á götuna fannst mér ég vera á verði i óvinalandi. Meðan ég var heima í Ungverja- iandi var liað sannfæring mín að ég talaði reiprennandi og rétta ensku. Ég vissi ekki að framburður minn var eins og hrognamál i Hollywood, því að þar er málið ekki viðurkennt nema „baby“ eSa „darling“ komi fyrir í liverri setningu. Mér leið illa og ég var vön að leggj- ast fyrir aftur á hverjum morgni eftir að Eric var farinn á stofuna. Ég skrifaði tárvot bréf heim til mömmu, og lýsti fyrir henni hve ömurleg til- vera min væri. Ég gat ekki einu sinni komist í gott skap í jólaboðinu hjá Myrnu Loy. Allir í samkvæminu voru alúðlegir við mig, en ég var svo hrædd og óframfærin að ég þorði ekki að segja eitt einasta orð allt kvöldið. Ég þekkti enga í Hoilywood, en mamma var gamalkunnug ungversku leikkonunni Ilonu Massey. Ég gerði margar tilraunir til að ná tali af henni, en árangurslaust. Eg skildi Hollywood ekki þá. Ég skildi ekki að fólk reyndi — í nijög svo vafasömum tilgangi — að komast í samband við frægt kvik- myndafólk, með því að benda á ein- hvern sameiginlegan vin. Ég liitti Ilonu Massey mörgum áruni síðar, undir allt öðrum kringumstæSum, og komst að raun um að hún var bæði viðfelldin og IijartagóS. Einn morguninn hafði ég svo mikla tannpínu að ég varð að fara upp úr rúminu og til næsta tannlæknis. Ég sat í lækningastólnum og gapti eins og ég gat, meðan kvenlæknirinn var að troða bómull innan við varirnar á mér, opnaði skúffu og tók skrúfbor, sem hún rak ofan í einn jaxlinn á mér svo að ekki stóð uppúr annað en handfangið. Ég lagði augun aftur, tók í bríkurnar á stólnum og hafði allan hugann við að láta hausinn ekki detta af mér. Þegar ég opnaði augun aftur stóð karlmaður fyrir framan mig og var að dást að hálskirtlunum i mér. Loksins þegar ég sá mér fært að samkjafta aftur spurði hann: — Lang- ar yður til að verða leikkona? Ég sagði já og tannlæknirinn kynnti okkur. Ókunni maðurinn var „leikgáfnasnuðrari" og nú færðust allir straumar mínir um leikstarf i auka. Maðurinn bað mig um að standa upp úr stólnum. Hann starði á mig í margar mínútur, og loks kvað hann upp dóminn. — Ungfrú Gabor, sagði bann. — Þér verðið að léttast um fimm kíló! Hann spurði ekkert um hvort ég hefði nokkra leikhæfileika eða nokkra æfingu í leik. Og einn daginn fékk ég skilaboð um að koma í Paramount Studios til reynslu. Ég var komin út á stjörnubrautina! „MÁ ÉG SJÁ PEItSÓNULEIKANN?“ Einu sinni sá ég mynd með Joan Crawford heima í Budapest. Hún lék leikkonu, sem „lék lausum liala“ — 1>. e. a. s. var atvinnulaus. Það var raunalegt. Joan þurfti atvinnu, henni bráðlá á atvinnu. Svo frétti hún um tækifæri og flýtti sér á vettvang. ÞaS sem ég mundi best var, að hún fór á stúfana í ljómandi fallegri minnka- skinnskápu. Jæja, ég vildi fá starf og ég átti minkakápu, kápuna sem hún mamma liafði gefið mér. Ég fór í kápuna, þó að þetta væri um hásumar, löngu eftir að hégómlegustu minkaeigendur hafa stungið kápunni sinni í kæliskápinn. Það kom á daginn, að þetta með minkákápuna liafði verið iieppileg hugdetta. Ég fór inn i stóra verslun til að kaupa mér kjól, sem ég gæti verið í er ég færi að prófa hjá Para- inount. Ég var peningalaus og reyndi að fá kjölinn til láns. Enginn varð meira liissa en ég, þegar verslunin reyndist fús til að lána mér kjólinn, án þess að spyrja mig iiver ég væri. Ég hafði gustað allri tortryggni á burt með minkakápunni. Ég á enn myndir af sjálfri mér í búningnum sem ég keypti þá. „Bún- ingur“ var rétta nafnið, en þá imynd- aði ég mér að ég sýndist spillingin uppmáluð og fær i flestan sjó i þess- um kjól. Þetta var eins konar Mata Hari-kjóll, svartur, nærskorinn og með alls konar dinglumdangli, gull- hringum og paljettum. Undir eins og ég var komin í hann tók ég mér vagg- andi göngulag, iikt og sjómaður sem •hefir stigið báruna lengi. Þetta átti að verka eggjandi og ögrandi. Ég lét hárið vera laust og leggjast niður á herðar og leit út alveg eins og ég væri átján ára. En það var vitanlega fjarstæða, úr þvi að ég var átján ára. Þess vegna vafði ég hárinu um hausinn, og nú sýndist ég vera fjórtán dögum eldri. í þessu gervi þrammaði ég svo í Paramount Studios, reiðubúin til að spyrna Marienu Dietrich hálfa ieið út í Kyrrahaf. Þegar ég lcom inn i kvikmyndasalinn lagði ég minkakápuna í fellingar yfir stólbak, krosslagði skankana og reyndi að lita út eins og ég væri að drepast úr leiðindum. Einhver maSur, sem auðsjáanlega hafði verið settur til þess að komast að raun um hvort ég hefði ieikgáfu, starði á mig og sam- kjaftaði aldrei. Ég veit ekkert iivað iiann var að þvogla, en man eina spurninguna, sem hann hreytti i mig. — Ungfrú Gabor, sagði hann. — Má ég fá að sjá persónuleika yðar? Ég varð hissa. Var þetta einhver dónaskapur? Ætlaðist liann til að ég dansaði stripidans? Átti ég að standa á liöfði. Eða spila á sög? Ég gerði það eina, sem hægt var að gera undir þessum kringumstæðum. Ég fór að tala. Og líklega hefir jier- sónuleikinn komið í Ijós raeðan ég talaði, því að nú bað hann mig um að koma og hitta einhverja herra inni í skrifstofunni. Um leið og ég fór inn tók ég eftir einhverjum liáum og stór- skornum náunga. Ég var sett við lilið- ina á þessum langa raum, til þess að hægara væri að sjá hvort ég væri hæfilega stór. Þetta var Gary Cooper, sem tók því með þögn og þolinmæði að vera kvarði. Mér fannst ég vera eins og Alice i Undralandi og varð minni og minni, en um leið stækkaði Cooper. Þegar mælingunni var lokið var far- ið meS mig inn í stofu og þar sátu sex—sjö karlmenn undir ákaflega sterkum lampa. Ég fór að líta kringum mig, hvort ég sæi ekki spennitreyju og önnur pyntingatæki. En þessir karl- menn átlu ekki annað erindi við mig en að ég sýndi þeim persónuleikann, svo að ég þóttist vita, að þetta væri eins konar einkunnarorð. Þegar ég liafði laiað við þá góða stund, sögðust þeir ætla að taka þögla mynd af mér

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.