Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 14.09.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Prú Clare Boothe Luce (t. v.) óskar amerísku söngkonunni Graciela Rivera til hamingju eftir að hún hafði verið ráðin til að syngja aðalhlutverkið í nýrri ítalskri óperu. ráðsins og verður að geta skorið úr öllu. Heima bíður hennar opinber iiá- degisverður. Undir borðum reynir luin ef til vill að fá ráðandi italskan ráðherra til að gefa ívilnanir á inn- flutningshömlum, eða hún ræðir við stéttarbróður frá öðru landi eða talar máli ítala sem vilja flytjast til Banda- ríkjanna, við einhvern öldunga- deildarmanninn sem er í heimsókn. Klukkan 15 er hún komin að skrif- borðinu sínu aftur. Síðar dagsins tek- ur hún sér frí dálitla stund til að tala við það úrval skemmtiferðafólks frá USA, sem hefir hlotið það hnoss að fá að taka i höndina á sendiherranum. Hún fer af skrifstofunni kl. 19 og verður þá að hafa fataskipti í snatri, því að annað livort á hún að halda gestaboð sjálf eða hún á að fara í samsæti hjá öðrum, scm fulltrúi þjóð- ar sinnar. I-Iún er ólík fyrirrrennurum sinum í því, að hún telcur sjaldan á móti heimboðum frá einkafólki og forðast lielst að umgangast hina ríku yfirstétt í Rómaborg. Fólkinu með „Bláa blóð- ið“ gremst þetta, en öllu hinu er skemmt. Um miðnætti fer sendiherrann heim og þar bíður hrúga af skjölum hennar á náttborðinu, og les hún þessi erindi ])angað til klukkan er orðin tvö eða hálfþrjú. Þá slekkur hún ljós- ið og reynir að sofna. Það gengur sjálfsagt stundum illa. Hún reynir að spara sem flestar mínúturnar á hverjum lið dagskrár sinnar. Hárgreiðslukonan, sem kem- ur heim til hennar einu sinni i viku verður að Ijúka sínu verki á 45 mín- útum og frú Luce hefir sína eigin bárþurrku til að spara sér tíma. Fjór- um eða fimm sinnum á ári leyfir hún sér að eyða einum siðdegi til að velja sér föt. Henni fer allt vel, svo að licnni er vandalitið að velja. En lnin er talin ein af þeim tíu konum í lieimi, sem best eru til fara. Hún fær 25.000 dollara árskaup fyrir starf sitt en verður að greiða skatt af þessari uppliæð. Það kostar hana sjálfa kringum 100.000 dollara á ári að fá að vinna 18 tima á dag fyrir ameríska ríkið. Tvö hálfsamin leikrit geymir hún í skrifborðsskúffunni. Hún hefir eng- an tíma til að Ijúka við þau. Það væri ekki ólíklegt að jafn önn- um kafin manneskja hlakkaði til þess dags er hún fær lausn frá störfum og getur fengið næði. Enginn veit enn hve lengi hún ætlar að verða í Róm, en það liefir flogið fyrir að hún muni segja af sér bráðlega svo að hún geti komist heim og starfað í kosn- 'ingabaráttunni fyrir republikana- flokkinn. „Öðlast reynslu og halda áfram — upp á við!“ er kjörorðið sem þessi kvenforkur hefir valið sér. Frd goldrabrennuöldinni Stúlkan sem var handtekin fyrir galdra þegar bún var að giftast fógetanum. í MARS 1650 var kerling í Kristjáns- sandi tekin föst fyrir að hafa stolið nokkrum silfurkrúsum. Þetta leit út sem algengt þjófnaðarmál þangað til lögreglan komst að raun um að kerl- ingin „ráðfærði sig við Lucifer“. Þá var presturinn kvaddur til, og nú hófst nýtt mál, sem endaði mcð galdrabrennu. Hún játaði að hafa gert samning við Satan nokkrum árum áður, um það að engin norn cða galdramaður skyldi geta gert kúnum hennar mein. Djöfullinn hafði lofað henni að kýrn- ar hennar skyldu mjólka sex lítra á dag og jafnvel meira. Hins vegar lofaði liún að tilbiðjá Satan. Konan, sem hét Karen Þórisdóttir var svo brennd á báli fyrir þetta athæfi. Karen gamla var bæði ljót og vond svo að flestir töldu hana vel að þessu komna. En nú leysti hún frá skjóð- unni og nefndi ýmsar grannkonur sínar, sem ekki væru betri en lnin sjálf. Eli Bosvatten, Mörtu Hustad, Ivaren Möglestue, Gunnhildi Nordby og Eli dóttur hennar, og siðast en ekki sist Sidsel, fallega og káta ekkju eftir mætan mann, sem hét Jakob Mortensen. Allar þessar konur gátu mjólkað annarra kýr með því að stinga hníf i þilið. Þegar Karen var spurð hvernig hún vissi þetta, sagði hún að hún hefði hitt þær á seiðhjalli i sveit. Lucifer hefði lcvatt þær allar þangað, og komu sumar ríðandi kálf- um, aðrar köttum, hundum og skör- ungmn. Meðan á samkomunni stóð hafði ein af þessum fimm stungið upp á að þær skyldu drepa Níls Nílsson fó- geta, sem j)á var á leið frá Kaup- mannahöfn með skipi. Þær höfðu beð- ið Lucifer að hjálpa sér, en hann gat það ekki, því að Níls var mjög guð- hræddur maður. Um sama leyti var konan Bóthild- ur Krams handtekin fyrir galdra. Skýrsla hennar var lesin fyrir liana og hún staðfesti að hvert orð í henni væri satt. Ilún hafði ekki verið á þess- um nornafundi sjálf, en vitað um hann. Nú voru handteknar, allar sem Kar- en hafði nefnt. Fyrst kom Karen Möglestue fyrir réttinn. Hún neitaði eindregið að hafa nokkurn tíma fengist við kulcl, en við prófun sannaðist að hún hafði ekki lifað flekklausu lífi. Hún sagð- ist heita réttu nafni Siri Sívertsdótt- ir, en hafði breytt um nafn vegna þess að hún hafði strokið frá mann- irium sínum. Nú bjó hún með öðrum, sem hét Gunnar Þrándarson. Daginn eftir að Möglestue hafði verið yfirheyrð ætlaði Sidsel hin fagra, ekkja Jalcobs Mortensens að giftast Níls Jenssyni. Og nú var brúðkaupið byrjað og dansinn stóð sem hæst þegar lögregluþjónarnir komu og tóku brúðina fasta fyrir galdra. Níls Jensson fógeti mótmælti þessu en það hreif ekki. Urðu áflog og rysk- ingar út af handtökunni. En livorlci tókst presti eða dómara að fá hana til að játa á sig galdra. Hvort fríð- leikur hennar hefir hjálpað henni, liermir sagan ekki, en sagt var að hún hefði haft þjóna réttvísinnar í vas- anum. Og svo mikið var víst að hún var ekki dæmd fyrir galdra. Síðan voru þær handteknar Eli Bosvatten, Marta Hustad, Gunnhildur Nordby og Eli dóttir hennar. En ekki sést í réttarbókunum hvernig málum þeirra hefir reitt af. Fleiri konur í sveitinni, sem þær Karen Þórisdóttir og Bótliildur Ivrams höfðu sakað um galdra „neit- uðu þeim áburði eindregið og hlupu á milli bæja sem vitlausar manneskj- ur og kváðust vera álognar". En Kar- en og Bóthildur héldu þessu fram eigi að síður. Eftir langar yfirheyrslur komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að Karen og Bóthildur væru báðar sek- ar um galdra og voru dæmdar til að brennast á báli. Voru þær brenndar í Kristjánssandi að viðstöddu miklu fjölmenni. Þær voru báðar bundnar við staur, og svo forhertar að þær kveinkuðu sér ekki og heyrðist ekki stuna frá þeim meðan þær brunnu, stendur í lýsingunni á þessari af- töku. * Clark Omstead, dómari i Kala- mazzo, Michigan, dæmdi fyrir nokkru 35 umferðarlögreglubrjóta til að biðja þakkarbæn fyrir að þeir hefðu sloppið lífs frá umferðabrotum sinum. Auk þess urðu þeir að biðja fyrir 700 ætt- ingjum fólks, sem hafði beðið bana við umferðaslys um jólin. Frú Patzy Glassman í Los Angeles gerði sér ferð í skólann, sem 14 ára dóttir liennar var í, til að hella úr skálum reiði sinnar yfir kennarann. Dóttir hennar liafði sem sé orðin yfir sig ástfangin af honum. — Nú er frú Glassmann að fá skilnað við manninn sinn — til að geta gifst kennaranum. SÖNGFUGLAR. — Wiener Sanger- knaben er tvímælalaust frægasti drengjakór í heimi, og hefir ferðast til allra helstu borga Evrópu og hald- ið hljómleika. Núna nýlega voru þeir í söngferð um England. — Hér sjást drengirnir fyrir utan gistihúsið þeirra í London, að leggja upp í kynnisferð um borgina. MYND AF HERTOGANUM. — Anna Zinkeison heitir málarinn, sem hefir gert þessa mynd af Philip prins, her- toga af Edinburgh. Enska flugstjórn- in hefir látið mála hana og hún á að vera í aðalstöðvum flughersins. A myndinni sést hertoginn í fl'ugbúningi, og bak við hann Meteor vél, jetflug- vélin, sem Philip notaði er hann var að læra. HAUSLAUS virðist hún vera, í fljótu bragði, þessi unga stúlka, en þó er ekki svo. Þetta er bara einn af þátt- takendunum í meistarakeppni Breta í badminton, sem snýr svona á sig þegar hún er að reyna að koma höggi á erfiðan bolta.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.