Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 14.09.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 sem ekki væri gáfaðri en hún sjálf og kynni tökin á kvenfólkinu, sagði faðir hennar bros- andi. — Ég vona að þið fáið góða giftingu, en þér liggur ekkert á ennþá. Hún er tuttugu og sjö og verður vandlátari og vandlátari. — Það stafar eflaust af því að hún er svo sjálfstæð. Það er skrítið að hún skuli hafa gaman af að ferðast svona um og selja ilm- vatnabúðum og snyrtistofum fegrunarlyf. Hún gæti tekið sér eitthvað þarfara fyrir hendur. — Ég vona að hún verði ekki það flón að reyna að halda áfram að vinna eftir að hún giftist. Starfið sem hún hefir nú, getur illa samrýmst heimilisstörfum. Lesley hristi höfuðið. — Við þurfum sjálf- sagt ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Virgina hefir verið heppin, hvað sem hún hefir tekið sér fyrir hendur. Henni mistekst áreiðanlega ekki í hjónabandinu heldur. 1 sömu svifum heyrðist í bíl, sem nam staðar fyrir neðan garðshliðið. Edward Norton barði öskuna úr pípunni og stóð upp. Þau mættu Fernando við hliðið. Lesley greip sig í að stara á hann. Hann var allur orðinn skýrari en hún mundi hann. — Komið þið sæl, sagði Fernando. — Við þurfum ekki að flýta okkur. — Hann hjálp- aði Lesley upp í aftursætið og fékk föður hennar til að setjast fram í. Þegar hann hafði sest við stýrið og sett bílinn í gang, spurði hann: — Þið hafið þá ekkert við þetta að athuga — hvorki senor né senorita? — Ekki ég fyrir mitt leyti, sagði Edward Norton. — Og dóttir yðar? Hefir hún fyrirgefið mér að ég hróflaði við fögru sveitasæluhug- sjónunum hennar? — Hugsjónirnar styrkjast ef þær verða fyrir mótspyrnu, sagði Lesley. — Þó að við værum öll af vilja gerð að bjarga jörðinni frá eyðileggingu, höfum við ekki efni á því. Þér hafið ráð okkar í hendi yðar, því miður. — Þetta verður ekki eins afleitt og þér haldið, sagði hann og brosti um öxl hennar. Þér hafið garðinn og blómin yðar. Og þér munuð bráðlega sannfærast um að það borg- ar sig betur að treysta því, sem rigning og skorkvikindi geta ekki eyðilagt. Þau óku breiða götu inn í bæinn, og var breið reim af grasi og blómum eftir miðju strætinu endilöngu. Þetta var nýr bær, tandurhreinn og alveg afríkanskur, með hvit- um húsum og pálmalundum í kring. Það mikilverðasta í öllum Afríkubæjum er að fá skugga við búðargluggana, og í Buenda voru súlnagöng meðfram öllum götum. Fernando lagði bílnum og fór inn í skrif- stofubyggingu. Lesley og faðir hennar voru kynnt fyrir málaflutningsmanninum, sem var ungur maður. Hann hafði auðheyrilega mik- inn áhuga á beryllium og möguleikunum, sem því voru samfara. Eftir hálftíma var samningurinn undirskrifaður og stimplaður, og nú voru eigendurnir að Amanzi orðnir tveir: Fernando Cureo og Edward Norton. — Þegar þau voru sest í bílinn aftur sagði Fernando: — Við ættum eiginlega að gera okkur dagmun í tilefni af þessu, er það ekki? Neville Madison frændi minn kemur í bæ- inn síðdegis í dag og verður hjá mér yfir helgina. Viljið þið, dóttir yðar og þér, borða með okkur miðdegisverð, herra Norton? — Það væri gaman að því, en við höfum engan bíl. — Ekki það ? Þá verðið þið að kaupa hann. Við skulum koma og kaupa bíl strax. — Góði, þetta óðagot dugir ekki. Hálf ánægjan við að kaupa bíl er að tala um það fyrst, sagði Lesiey. — Jæja, ég vil ekki hafa þá ánægju af yður. Ég kem og sæki ykkur kringum klukk- an sjö í kvöld. — Það væri miklu einfaldara að þið kæm- uð og borðuðuð hjá okkur, sagði Norton. Fernando leit á Lesley. Kannske bjóst hann við að hún endurtæki boð föður síns. En í augnabiikinu var hún að hugsa um hve lítið væri í búrinu, og þögn hennar var auð- sjáanlega misskilin, því að Fernando settist við stýrið og setti hreyfilinn í gang. — Þegar að er gáð er eiginlega ekki mikið til að gera sér dagamun út af ennþá, sagði hann. — Við skulum bíða þangað til við finn- um fyrsta stóra beryllium-hnullunginn. Lesley horfði á breiðar axlirnar og gljá- andi dökka hárið og var gröm undir niðri. Hefði hann verið Englendingur þá hefði hún getað sagt eins og var: — Afsakið að ég gat ekki verið gestrisin, en þér skiljið hvernig ástatt er. Það er laugardagur og við erum tvö ein í húsinu, og ég var að hugsa um hvað til væri í kæliskápnum. En ef þér viljið vera svo lítillátur að þiggja það sem við höfum að bjóða, þá komið þér í miðdegisverð. — En svona var ekki hægt að tala við Fern- anda Cuero. Hann var auðsjáanlega vanur góðu. Hann ók með þau til baka til Amanzi. Þeg- ar bíllinn nam staðar stigu þau út, öll þrjú, og Fernando opnaði garðshliðið fyrir þeim. Edward Norton veifaði umslaginu sem hann hélt í hendinni og hafði haldið á síðan þau komu af málaflutningsskrifstofunni. — Mér hættir við að vera viðutan, svo að það er ráðlegast að ég iæsi þetta niðri undir eins, sagði hann brosandi. — Verið þér sælir og þakka yður fyrir. Fernando hneigði sig brosandi. Lesley stóð kyrr en faðir hennar gekk upp að húsinu. Hún óskaði þess heitt, að hún hefði ekki lof- að önnu að koma boðunum til Fernando. — Ég er með skilaboð til yðar, sagði hún. — Frú Pemberton, sem er næsti granni okk- ar, hefir útiskemmtun á þriðjudaginn. Hana langar til að þér komið þangað. Ég sagði að þér munduð afþakka boðið, en hún vildi samt láta mig skila þessu. — Hvers vegna hélduð þér að ég mundi afþakka, spurði hann kuldalega. — Hvaða ástæðu ætti ég að hafa til þess? — Þér hafið aldrei séð þetta fólk, sagði hún vandræðaleg. — Þér hafið verið hér heilt ár og aldrei hitt þau. Ég hélt ... — Ég veit hvað þér hélduð, en þér héld- uð rangt. Gerið svo vel að segja frú Pembert- ton að ég hlakki til að koma og kynnast henni og vinafóiki hennar á þriðjudaginn. Ef þér viljið getið þér sagt henni að mér finnist það hressandi að njóta gestrisni fólks, sem aldrei hefir séð mig. Verið þér sælar, ungfrú Norton. ÓVÆNTUR FUNDUR. Morguninn eftir fóru þau feðginin niður að ánni í veiði. Forsjáll landnemi hafði einhvern tíma sett seyði í þennan hluta Kalindiárinnar og það vildi til einstöku sinnum, að vænn urriði beit á. Lesley hlakkaði til að geta gef- ið föður sínum eitthvað gott í kvöldmatinn. Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv,- stjóri: Svavar Hjaltested. — Póstbox 1411. HERBERTSprent. ADAMSON Eilífi skjórinn hans Adamsons.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.