Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1956, Page 6

Fálkinn - 16.11.1956, Page 6
6 FÁLKINN FRAMHALDSGREIN. 3. Hítjdn dr með Ali Khon feðgarnir eiga í félagi. Hann kemur ÉG SÁ PRINSINN GRÁTA. Ég mun vera eini maðurinn í heimi, sem liefi séð Ali prins gráta, þegar faðir lians tilnefndi hann ekki eftir- mann sinn á hátíðinni í KaraClii í febrúar 1953. Húsbóndi minn var ó- þuggandi. Það er ekki svo, sem flestir iialda, að Ali væri sjálfkjörinn eftir- maður föður síns, þó að hann sé elsti sonur lians. Aga Khan hefir óskor- aðan rétt til að velja þann sem lion- um þóknast úr sonahópnum, til að \erða andlegan leiðtoga hinna átta milljóna, sem eru í söfnuði hans. Hann hefir ekki ennþá ákveðið eftirmanninn, — það getur orðið Ali Khan og það getur líka orðið Sadruddin, yngri sonur hans, eða þá annarhvor sonarsonur hans, Kerim prins, sem er 19 ára eða Amyn, sem er sextán. Ég hefi oft heyrt fólk segja, að Aga Klian muni ekki láta tilfinningar sin- ar ráða valinu, heldur velji hann þann, sem hann telur „hyggnastan og hent- ugastan" af þessum fjórum. Þó að Aga Khan hafi oftar en einu sinni sett ofan í við Ali son sinn, veit ég að honum þykir afar vænt um liann. En upp á síðkastið finnst mér Sadruddin, sem er svo likur föður: sínum í útliti og skapi, sé orðinn augasteinninn hans. Það er engum vafa bundið, að Ali hefir alltaf þótt rnjög vænt um föður sinn. Þegar Aga Khan var hættulega veikur í París fyrir þremur árum, gerði Ali allt sem hann gat til að flýta batanum. Ilaglega sagði hann við tamningamennina: — Við verðum að vinna núna til iþess að gleðja pabba! Síðan þá liefir Ali annast um eftirlit þeirra tuttugu hesthúsa, sem þeir lika oft fram opinberlega í Indlandi fyrir hönd föður síns. Oft ekur hann óravegalengdir um eyðimörkina og vinnur oft tuttugu tíma í lotu. Oftast kemur hann þvi af á fimm vikum, sem talið var tveggja mánaða verk. Þegar Ali er lieima í sínu eigin landi má liann aldrei snerta á neinu, því að hann er eins konar guð, en á heimilum sínum í Evrópu vill hann heist hjálpa sér sjálfur. VITLAUSI PRINSINN. Þegnar prinsins umgangast liann með lotningu. Oft hefi ég orðið fyrir þeirri meðferð, því að fólkið hefir villst á mér og Ali prins. Einu sinni er ég ók um eyðimörk með hinn græna fána prinsins framan á bílnum, tók ég eftir að ég var að verða bensínlaus. Þegar eigandi næstu bensínstöðvar tólc á móti mér, fleygði hann sér flötum og kyssti fætur mina. Á besta hindustan-máli, sem ég kunni, fór ég að gera honum grein fyrir að ég væri enginn prins, og þó að ég reyndi að toga hann á fætur vildi hvorki liann né aðrir nærstadd- ir trúa, að ég væri ekki Ali prins. Og maðurinn vildi ekki taka við pening- um fyrir bensínið. Ég varð eiginiega fegnn að sleppa burt. Þó að lygilcgt sé villtist Aga Khan einu sinni á mér og prinsinum. Við vorum í París þá, og Ali hað mig um að fara með nokkur símskeyti tii föður síns. Þegar ég kom inn í stof- una leit Aga Khan snöggt til mín og sagði: — Hvenær ætlarðu að læra að varast svona skyssur framvegis? Ég get ekki lýst hve gramur ég er þér fyrir að hafa selt þennan hest! I ÍT Hann rausaði yfir mér í nærri því fimm mínútur og ég sagði aðeins „já“ og „nei“ á réttum stöðum. Aga Khan vissi ekki betur en að það væri prinsinn, sem hann var að tala við. Þegar ég sagði Ali prins þetta, sið- ar um daginn, var honum skemmt: — Ég vildi óska að þú gætir hlaupið í skarðið fyrir mig dálítið oftar, þeg- ar faðir minn þarf að skamma mig, sagði hann. Eitt kvöld þegar við vorum i Bagnor i Suður-Englandi lýsti Aga Khan ó- ánægju sinni yfir bílnum, sem ég ók honum í. Klukkan niu um kvöldið sagði hann mér að sækja sig morg- uninn eftir kl. átta — en þá yrði ég að vera í Rolls Iloyce. Ég vissi að næsti Rolls Royce sem þeir feðgarnir áttu, var í Deauville í Frakklandi, svo að ég símaði til bílstjórans þar og bað hann um að senda hann með næturferjunni til Newhaven. Ég sótti svo bílinn — það var ekki viðlit að fá að sofa dúr um nóttina — og kom til Bagnor með bilinn rykugan og skítugan kortéri áður en ég átti að sækja Aga Khan. Hvernig mundi þetta fara? Þá datt mér ráð í hug: — Þvo bílinn þeim megin sem að Aga Khan sæi liann þegar hann færi inn! Aga Khan kom út og sá gljáandi vagninn — en í stað þess að fara inn þeim megin, gekk hann i kring og sá nú allan skítinn. En hann sagði ekki orð, heldur leit bara á mig, og mér sýndist hann depla augunum. UPP MEÐ SÉR AF SYNINUM. Aga Khan er mjög hreykinn af starfinu, sem AIi hefir unnið í Ind- landi. Á hverju ári gefur hann saman mörg hundruð lijón, heila hópa í einu. Ég liefi oft verið á þessnm gift- ingasamkomum, sem eru venjulega haldnar í stórum tjöldum. í einni ferðinni, sem ég var í, gaf 'hann sam- an 2000 brúðhjón. Ég var lika með honum þegar hann var að kynna sér hin bágu kjör, sem þegnar hans iifðu við. Hann kcypti land handa fjölda manns, sem ekki höfðu neitt jarð- næði. Það getur verið erfitt að vera með prinsinum á ferðalagi í Indlandi. í Bombay, til dæmis, er hitinn ó])ol- andi, en liann bítur ekkert á liúsbónd- ann. Þegar allir skynsamir menn héldu kyrru fyrir um miðjan daginn, lét prinsinn mig og Nasrullah kaptein, sem var aðjútant lians, þreyta kap])- hlaup við sig í fjörunni, eða þá há- stökk eða gríska glímu. Aga Khan hefir gaman af að heyra þess konar sögur um son sinn. Þegar slríðið 1939 var í aðsigi lét hann mig senda símskeyti til breska hersins og bauð fram son sinn i herinn. Skömmu eftir að stríðið var byrjað ók ég frá Suður-Frakklandi með full- an farm af demöntum og gömlum ofnum veggmyndum, sem voru margra milljón króna virði. Ali prins var í bílnum. Ég óskaði að ég væri kominn til Deauville sem fyrst, því að þar ætlaði Aga Khan að taka við fjár- sjóðnum, en þá sagði Ali allt i einu: — Við skulum skreppa til Parísar i leiðinni — mig langar í rjómaís! Hann heimtaði að ég færi 400 kíló- metra krók til þess að hann gæti feng- ið rjómaís sem honum líkaði — cn Þjóðverjar voru á næstu grösum og við höfðum þessa fjársjóði i bílnum. Húshóndi minn, sem fór i lierinn sem lautinant i franska útlendinga- 'hernum undi'r forustu Weygands hershöfðingja, varð að lokum oberst- lautinant í ensku fréttaþjónustunni. Mussolini hafði lagt fé til höfuðs hon- um, eftir að Ali hafði í útvarpsræðu hvatt Albáni til að berjast gegn Þjóð- verjum. Siðar vann prinsinn sem túlk- ur hjá æðstu herstjórn bandamanna. Hann talar tólf mál. Frakkar sæmdu hann krossi heið- ursfylkingarinnar og stríðskrossinum, og frá Bandaríkjunum fékk hann brons-stjörnuna. En Bretar gáfu hon- um ekkert, nema föt til að fara i, er hann færi úr einkennisbúningnum. Hann lét klæðskera sinn í Bond Street breyta þeim og notaði þau svo. SYNIR ALIS. Þrátt fyrir öll auðævin liefir Ali prins ekki skemmt strákana sína tvo með of miklu dekri. Mér fannst jafn- vel að þeir fengju of strangt uppeldi að ýmsu leyti. Og Ali var mjög iheld- inn á vasapeninga lianda þeim. Ég man að þegar þeir voru á La Rosy-skólanum í Sviss, þar sem meðal anars núverandi hertogi af Kent og ungi Winston Churchill voru nem- cndur, bannaði AIi að láta þá fá mcira en 5 krónur á viku í vasapeninga. Stundum þegar ég fór með þá í bílferð voru skórnir þeirra hælskakk- ir og jakkaermarnar slitnar. Ég man eftir að Rita var að dytta að fötunum Jieirra, einu sinni þegar ]ieir voru heima í fríi. Einu si'nni sagði húsbóndinn við mig: — Ég vil að drengirnir læri að komast af sjálfir, liver veit nema þeir þurfi þess með einhvern tíma. Þess vegna vildi 'hann að þeir veldu sér lífsstöðu þegar þeir yrðu 14 ára. Kerim prins, sem er lifandi eftirmynd föður síns, er nú á Harvard-háskól- anum í Bandaríkjunum og lærir véla- verkfræði, og yngri bróðirinn ætlar að leggja lögfræði fyrir sig. Ali hefir alltaf varið fristundum sinum til að sinna börnunum, og oft hefi ég séð hann skríða um gólfið og leika sér við þau. Á jóladagsmorgun flýtti ég mér alltaf niður í þorpið til að fá léðan liest og sleða. Síðan læsti ég mig inni Rita og Ali á einum „sáttafundinum“, sem haldinn var í París í september 1952. En það varð engin sætt milli þeirra.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.