Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 16.11.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Ali prins og ameríska kvikmyndadísin Gene Tierney, sem hafa verið mik ið saman undanfarin ár. í bílskúr og þar færði lafði Metcalfe, sem var gift aðjútant hertogans af Windsor, mig í hárauða kápu og hettu með 'hvítum bryddingum. Og svo sctt- ist ég upp í sleðann, sem var fuflur af jólagjöfum. Öll fjölskytdan og heimafólkið þyrptist út þegar ég ók að dyrunum með klingjandi bjöllum. Og prinsinn kallaði alltaf: — Hvað kemurðu með núna, jólasveinn? Og ég svaraði alltaf: — Ég liefi ekkert handa þér, þvi að þú hefir ekki verið góður drengur. En ef þú lofar að vera góður næsta ár, skal ég koma með eitthvað lianda þér næst. Þetta vakti alltaf ósvikinn hlátur lijá börnunum. Einu sinni hefir verið gerð tilraun til að stela öðrum syni Alis prins. f>að var árið 1938 i Hyde Park i Lon- don. Tveir menn komu akandi i bil og reyndu að kippa barninu tipp úr vagninum, en barnfóstran hljóðaði svo hátt að ræningjarnir urðu hrædd- ir og lögðu á flótta. YASMIN. Ali prins hefir alltaf óskað sér að eignast dóttur, frá því að hann gift- ist fyrst. Og honum er mikil raun að því að fá ekki að hafa einu dótt- urina sem hann á, 'hjá sér. Yasmin sem liann eignaðist með Ritu Hay- ■worth. Hún cr hjá rnóður sinni i Ameríku. Það var minnisverð stund er Ali prins sá Yasmin í fyrsta skipti eftir að Rita var farin frá honum. Við höfð- um aftalað að hitta Ritu og mála- flutningsmann hennar i New York City. Ali var allur á iði af eftirvænt- ingu. Hann spurði i sífellu: — Daffy, heldurðu að Yasmin þekki mig aftur? Hún var hvítvoðungur þegar hún fór. Ég verð að játa að ég fékk tár i augun þegar Yasmin kom hlaupandi inn i stofuna, kom auga á prinsinn og kallaði: Pabbi, pabbi, pabl)i, og fleygði sér um hálsinn á honum. Ali símaði samstundis til föður síns í Cannes, og Yasmin talaði við afa sinn í fyrsta skipti á ævinni. Þegar þau áttu sem erfiðast, er þau voru að reyna að komast að sam- komulagi um Yasmin, tókst telpunni að láta þau hittast eitt kortér. Það gerðist i Hollywood. Yasmin hafði náð í svefntöflur og gleypt þær, og foreldrar hennar komu bæði samtímis á sjúkrahúsið. Þau stóðu við rúm Yasmin og héldust í liendur, þangað til tetpan rankaði við sér. Rita giftist aftur haustið 1953, Dick Haymes, sem þannig varð stjúpi tveggja dætra hennar, Yasmin, sem þá var fjögurra ára og Rebeccu, 9 ára, sem Rita átti með Orson Wélles. DÝR FORRÉTTINDI. Ali prins liefii^ það sér til dundurs að athuga fjárhag sinn meðan hann liggur í baðkerinu. Oft hefir hann kallað til mín innan úr marmarabað- inu sínu: — Komdu með blað og blý- ant. Þú verður að reikna dálítið fyrir mig! Ég hetd að merkilegasta reiknings- dæmið sem ég skrifaði upp fyrir prins- inn, hafi numið yfir 18 milljón krónum. Meðan hann var að sprikla i bað- kerinu las hann upp úr sér skrá yfir hesta, sem hann hafði liugsað sér að selja, og nefndi um leið verðið á þeim, svona hér um bil. Húsbóndinn hefir aldrei verið duglegur að leggja sam- an tölur, og sagði mér að gera það. Þegar ég sagði honum að upphæðin væri samtals tæpar 19 milljón krón- ur, sagði hann: — Þakka þér fyrir, Daffy, og gleymdu ekki að leggja listann undir koddann minn, ég þarf að lita á hann seinna. Ég liefi líka oft vitað prinsinn gera út um mikilsverð viðskipti meðan liann lá í baðkerinu. Það er alls ekki sjaldgæft að hann liafi langar sam- ræður við miðtara sina í London, úr baðherberginu í Cannes. Ali prins veit, eins og allir rikir menn, að oft verður að borga þessi forréttindi dýru verði. Að því er sjálfan hann snertir fær hann oft að heyra, að liann sé „snikjudýr". Einstaka bófar hafa reynt að þvinga af honum fé, en aldrei tekist það. Ég man eflir því, að einhver bófi í Eng- landi heimtaði 100.000 pund fyrir að ])egja yfir ákveðnu máli, sem prinsinn var riðinn við, að sögn. Bæði prins- ir.n og ég vissum manna best að sagan var lygi frá rótum, og hann gerði það eina rétta: að fara til lögreglunnar. Eftir það lét bófinn ekki lieyra í sér. Önnur plágan, sem auðurinn hefir i för með sér er kvenfólkið sem er að reyna að láta hann taka eftir sér í þeirri von að hann gefi því eyrna- liringi mcð demöntum, eða kannske minkakápu. Ég hefi séð sumar af þessum konum koma vaðandi að prinsinum og kannske taka í höndina á lionum, í von uni að ljósmyndari sé viðstaddur til að taka mynd á réttu augnabliki. Það var mitt verk að hindra þess konar, og i flestum tilfellum tókst það. ALI PRINS OG FRAMTÍÐIN. Ég á aðeins eina ósk prinsinum til handa: að liann giftist aftur og fái réttu konuna. — Hann er ekki nema 43 ára og enn er sama ferða- töngunin í honum, og ég held að það sé ekki hollt fyrir mann á lians aldri. Hann lifir enn sama órólega lífinu og hann gerði þegar liann var á þrí- tugsaldri. Ég þykist sjálfur vera hraustmenni, en þessi 19 ár hafa samt gert mig hjartabilaðan. Ég cr hræddur um, að það sama geti komið fyrir prinsinn, ef hánn fer ekki að lifa rólegra lífi úr þessu. Það sem hann þarf með núna er hyggin og virkilega nærgætin kona, sem getur gefið honum heilræði og gert liann rólegri. Fyrri konan hans, frú Loel Guinness gat þetta ekki, og Ritu Hayworth mistókst það atgcr- lega. Siðustu árin hefir mikið verið talað nm að Ali prins ætli að giftast ann- arri frá Hollywood, Gene Tierney, cn ég hefi aldrei haft trú á að neitt verði úr því. Ali prins hefir trúað mér fyrir því, að það kæmi ekki til mála að þau giftust. í fyrra var ég i eins mánaðar fríi með húsbóndanum og Gene í Rosarita Beach i Mexico. Nokkuð af þessum tíma var Gene að leika í myndinni „The Egyptia.n“ og prinsinn hagaði þannig til, að hún flaug til Rosarita Beact) með einkaflugvél, þegar hún t)afði lokið dagsverkinu í Kaliforniu, 000 kítómétra í burtu. Þó voru þau alltaf að rífast. Móðir Gene, sem var hjá okkur þá, sagði við mig: — Það getur vel verið að Ali prins geti orðið fyrirmyndar eig- inmaður, en ég veit að hann er ekki rétti maðurinn handa dóttur minni. Þau eiga ekki .1 und saman. En það sem einkum spitlti sam- komulaginu mitti ])eirra var, að Aga Klian var ekki um þessa vináttu. Ég man eftir atviki í París. Gene ætlaði að sleppa sér, þvi að liún taldi að frú Aga Klian liefði móðgað sig a dansleik. Hún sagði að frúin liefði látið sem hún sæi hana ekki á dans- lciknum og ekki boðið góða nótt þeg- ar honum sleit. Við prins Ali gerðum sem við gát- uin til að sefa hana, en þegar ég stöðvaði bílinn og við fórum út, liljóp 'hún inn í stýrissætið og ók af stað i skyndi. Það datt ofan yfir húsbóndann og liann kallaði: — Daffy, náðu í annan l)íl lianda mér. Hún er viti sínu fjær og ég verð að reyna að ná í hana. Þau háðu kappakstur í heilan klukkutíma um göturnar í París, en loksins náði liann i hana. Morgun- inn eftir, þegar hann var að raka sig, sagði hann: — Daffy, eins og þú kannske skitur, mundi ég aldrei eiga friðstund, ef ég giftist þessari stúlku. Ali prins hefir verið með fleiri kvikmyndadisum. En ég liéid áreiðan- lega að honum væri betur l)orgið með konu, sem ekki hefir séð kast- ljósin i Hotlywood. Þegar ég sit hérna í herbergjunum minum i Paddington óska ég oft, að ég væri kominn til prinsins aftur. Og ég vitdi gefa mikið til að heyra röddina hans segja: — Settu dótið i FRAMANDI MINJAGRIPUR. — Þýska leikkonan Marianne Koch er nýkom- in úr ferðalagi til New Mexico í Bandaríkjunum, og meðal minjagrip- anna er hún hafði heim með sér var þessi tréskurðarmynd, sem sýnir kvenhöfuð og er komin frá Cuba. FJÖLSKÁK. — Fússneski stórmeist- arinn I’aul Keres tefldi nýlega fjöl- skák við 24 þýska skákmenn, í Ilam- borg. Vann hann 17 skákirnar, gerði 4 jafntefli og tapaði 3 skákum. Hér sést Keres ganga milli borðanna og leika — með aðra höndina í buxna- vasanum. EKIÍERT SLYS. — Hjólið ungu stútk- unnar hefir alls ekki orðið undir bíl heldur hefir hún blátt áfram lagt það saman. Þessi nýja reiðhjólagerð hefir það til síns ágætis að auðvelt er að taka hjólið með sér í strætisvagni eða bíl. töskurnar, Daffy! Við förum til Suður-Ameriku eftir ktukkutíma! * E n d i r .

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.