Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 16.11.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 — En kann liann að búa til mat, þessi kokkur þinn? — Hvað œtli ég viti xim það? — Hér stendur líka að gestirnir geti valið um ágætustu rétti, sem gerð- ir eru undir eftirliti frægustu matar- bæfisfræðinga í Evrópu! Þú ert þorp- ari, Horace minn! — Ekki vil ég segja það, tók Júlía frarn i. — En mér finnst þetta ekki fyllilega heiðarlegt. Og svo á prenti, lika. — Mundu að gestirnir koma ekki til mín til að borða. Þeir koma til að drekka undravatnið. Hér undirstrika ég líka — það er að vísu með mjög smáum stöfum — að þeir verði að vera viðbúnir því að fá mjög ein- faldan mat. — Horace, sagði lafði Júlía, — þú nefndir í einu bréfinu þínu, að hluta- bréfin hefðu tvofaldast i verði. Þá ætla ég að biðja þig um að selja hluta- bréfin min núna. — Eftirspurnin er dálítið treg núna, Júlía mín, sagði bróðir hennar. Þegar Lind eilífrar æsku er orðin fræg, niuntu þakka fyrir að þú lést þér nægja liundrað prósent gróða. Lafði Júlía beit á vörina. Það væri ekki rétt gagnvart Horace að segja meira núna. — Til hvers ætlarðu að nota þennan 'auða dálk? spurði hershöfðinginn. HORACE var ekki af baki dottinn. — Það var gott að þú minntist á það, mágur. Þar á að koma efnagreiningin á vatninu. Gestirnir eiga kröfu á að fá að vita hvað er í vatninu, finnst þér það ekki. Efnagreiningin verður prentuð á miðana lika. — Hvaða miða? — Flöskumiðana, náttúrulega. — Á hvaða flöskur? — Flöskurnar með ölkelduvatninu, auðvitað. Ifefi ég ekki sagt þér að ég er að setja upp ölgerð, sem framleiðir þrjátíu þúsund flöskur á dag? — Hvað segirðu, Horace? Það er varla nóg ölkelduvatn í lindinni til daglegra þarfa handa gestunum. Hún gefur ekki nema fjóra lítra á mínútu, eða 5—6 þúsund lítra á dag! — Góði Daddles, sagði Horace um- burðarlindur. — Heldurðu að ég sé flón, Flöskugerðin er i Paris, því að þar er bestur markaðurinn. Það spar- ara flutningskostnað. Vinur minn — hann er heimsfrægur efnafræðingur — sér um að það verði gos i Parisar- vatninu. Það verður nleð öðrum orð- um radiumvirkt! Horace ók með systur sína og mág upp í gistihúsið. Staðurinn var varla þekkjanlegur aftur: Lind eilífrar æsku var undrahöll úr gervi-alabasti og nikkelhúðuðu stáli. — Hvaða dónar eru þarna í humátt á eftir okkur? spurði hersliöfðinginn. — Láttu eins og þú sjáir þá ekki, svaraði Iforace. — Ég vil ekki tala við þá núna. — Hverjir eru þaðí — Ég man það ekki. Hitti þá i París. Þeir cru ekki nýtingssamir. Keyptu mörg hlutabréf, en lásu ekki það sem er prentað með smálelrinu. — Er svoleiðis smáletur á hluta- hréfunum mínum lika? spurði lafði Júlía. Horace heyrði það ekki. — Komið þið hérna — ég ætla að sýna ykkur eldhúsið og matsalinn, sagði hann. Lafði Ridway reyndi af öllum mætti að vera stöðug i þeim ásctningi að teija bróður sinn heiðarlegan mann og óskeikulan. Það hefði kannske mátt takast, en allt í einu sá iiún giottið á manninum sinum. Og nú fór hryllingur mn hana, er hún hugsaði til þess að allir maurarnir hennar voru komnir í Lind eilífrar æsku. ALLT fór fram með prýði og sóma við vigsluna. Aðeins ofurlitið óhapp kom fyrir: Prúðbúinn herra með keis- ara-yfirskegg og i svörtum lafafrakka iirapaði niður af pallinum er hann var að halda ræðuna, og braut í fail- inu brennivínsflösku, sem hann hafði í rassvasanum. — Hver er þetta? hvíslaði lafði Ridway. — Það er yfirlæknirinn, dr. Kneclit — afreksmaður i sinni grein, hvíslaði Horace á móti. — Ég vona að hann kunni það sem hann á að gera, sagði hershöfðinginn. — Hann á að sjá um að sem allra mest radiumvirkt vatn gutli á gest- unum. Ifeyrðu, Júlía, nú hefi ég nokk- ur hlutabréf laus. Það er meira áríð- andi að styðja markaðinn núna en að selja i uppnámi — þvi að það mundi hafa alll af öllum, nema þeim sem eiga skuldabréfin, vitanlega. — Hverjir eru það? spurði systirin. -— Þarna kemur þá Castel gamli! kallaði Horace. — Mér sýnist hann ekki vera burðugur núna. — Hefirðu féflett hann lika? spurði hershöfðinginn. — Veistu hvað ég borgaði Castel? •—- Haltu þér við málelnið, Horace! Kún Júlía var að spyrja hver ætti skuldabréfin. Og mig langaði til að vita það Hka, sagði hershöfðinginn. — Augnablik, sagði Horace. — Ég verð að tala við manninn þarna! Og svo hvarf hann inn í þrengslin. Hershöfðinginn hugsaði margt með- an setið var yfir borðum. — Heyrðu, Júlía, sagði hann. — Hve mikið hefir þú lagt í þetta glæfrafyrirtæki? Lafði Ridway ætlaði að fara að mótmæla, en þorði þttð ekki. — Fimm hundruð pund, sagði hún mæðilega. Allt sem var í sparisjóðs- bókinni. Ég skil ekki að ég hafi verið flön ... — Ekki er allt tapað ennþá, sagði hershöfðinginn — hann eygði hálm- strá i syndaflóðinu. — Treystu mér! — Hvað ætlarðu að gera, Daddles? — í fyrsta lagi setjumst við upp hérna þangað til Horace hefir innleyst hlutabréfin! Horace fór að skjálfa þegar hann heyrði þetta. — Það er ekki Jjægt, Daddles. Hvert einasta hcrbergi er leigt. — Borgaðu þá henni Júliu. Við verð- um hérna þangað til. Þú getur valið um. Ridwayhjónunum tókst sá mikli vandi að borða hina svokölluðu til- breytingarrétti Sokoloffs i hálfan mánuð. Það var þraut að koma þeim niður, þó að þeir væru ókeypis. Það var hershöfðinginn sem áður en lauk átti uppástunguna að því að þau fengju sér að borða i Restaurant des Alpes í þorpinu spölkorn frá gisti- húsinu. Maturinn var góður en dýr. í samanburði við Sokoloffsmatinn var liann beinlínis bimneskur. — Við höfum líklega ekki efni á þessu, sagði lafði Ridway hikandi. — Ég hafði ekki hugmynd um, að mat- ur gæti verið svona góður. Heldurðu ekki að við gætum koinið hingað oftar? — Við borðum hérna á hverjum einasta degi liéðan í frá, sagði hers- höfðinginn. — Hvern varðar um livað það kostar? ÞESS varð ekki langt að bíða, að Restaurant des Alnes varð fyrir beinni innrás af flóttafólki frá eldhúsi Sokoloffs. Eitt kvöldið kom Horace þjótandi, þungbúinn eins og þrumuský. — Ifvað gengur að þér? spurði hershöfðinginn. — Það cr þessi veitingastaður. Ein- Iiverjir þorparar eru að eýðileggja mig. Allir gestirnir minir borða i Restaurant des Alpes. — Hver á þennan veitingastað? spurði systir Iians. — Doktor Castel á helminginn, svaraði Horace. Og svo er það einhver Calcul Biliaire, sem ég hefi aklrei séð eða heyrt. Það eina sem ég veit um liann er það, að hann er alltaf að hækka verðlagið. — Það vill svo til að ég þekki herra Biliaire mjög vel, sagði hershöfðing- inn rólega. — Ég sá hann seinast í niorgun. — Minntist hann nokkuð á mig? — Ekki einu orði. — Heyrðu. Daddles. Nú getur þú gert mér mikinn greiða. Þú veist að bióðið er alltaí þykkara en vatn. Lofðu mér að kynnast þessum Bili- aire. Hver veit nema ég geti samið við hann — bak við Castel. — Horace, sagði liershöfðinginn al- varlegur. — Áður en ég hreyfi litla- fingurinn til að hjálpa þér, verður þú að innleysa þessi verðlausu hlutabréf, sem þú prangaðir upp á hana Júlíu. Skilurðu það? HORACE var nauðugur einn kostur að skrifa ávísun lianda systur sinni Framhald á bls. 14. tjf 8 Ofát getnr verið liæittiilcgrra eu liungfnr. Ýmsir frægustu hjartasjúkdóma- sérfræðingar heimsrns sátu á þingi i Stokkhólmi i sumar og höfðu frá mörgu merkilegu að segja. Hjartasjúkdómar liafa á- gerst afar mikið siðustu tólf árin og er fullyrt að þessi vöxtur stafi af ofáti. Sérstaklega er feitmetið talið hættulegt hjartanu, og ])á einkum sú feiti, sem gengur undir nafninu kolesterin. Það veldur æðakölkun, en hún veldur fleiri dauðsföllum en noklcur annar sjúkdómur. Æðakölkunin er, eins og allir vita, sjúkdómur sem lýsir sér í því að skorpur og þrengsli myndast í blóðkörunum. Þess má geta að þessi sjúkdómur gerir stundum vart við sig hjá fólki, þó að það sé ungt að árum. Það kemur fyrir að fólk fær stundum æðakölkun um tvítugt. „Arlerios- clerosis" kalla læknarnir þennan sjúkdóm, og af lionum leiðir fyrst og fremst „angina pectoris“ eða blóðstíflun í hjartanu, sem getur valdið hjartaslagi, heilablæðing eða stíflun í heilanum, og lífs- hættulegar skemmdir í nýrum eða kolbrandur í fótum. Dr. Poul White, sá sem sóttur var til Eiscnhowers þegar hann veiktist í vor, og sagt faefir verið frá hér í blaðinu, var meðal þátt- takenda á þessu þingi. Hann sagði meðal annars, að ofátið gæti ver- ið jafn hættulegt og lmngrið, og að milljónir manna í Bandarikj- unum dæu árlega fyrir aldur fram af of ríkulegu mataræði. Þar gæti „venjulegt fólk“, svo sem starfs- menn í verksmiðjum og skógar- liöggsfólk veitt sér að borða svo mikið, að æðakölkunin elti það eins og ógnandi skuggi. Enski visindamaðurinn dr. .1. B. Duguid spurði: Hvað er æða- köilkun? en takli líkleát, að vís- indin mundu aldrei getað svarað spurningunni. Liklega kæmi hún af mörgum sjúkdómum i blóð- körunum. Sænski efnafræðipró- fcssorinn Sune Bergström frá Lundi hafið rannsakað ýms ein- kenni kolesterin-fitunnar en komst að þeirri niðurstöðu, að mest af hinni hættulegu fitu myndaðist af likamanum sjálfum, en aðeins að litlu leyti af þeirri fitu sem maðurinn æti. A. Keys prófessor frá Minneapolis gerði samanburð á mataræði ýmissa þjóða sem hann hefir rannsakað og útbreiðslu æðakölkunarinnar, og nefndi tölur frá Japan, Hawii og Suður-Afríku, en um þessar mundir er hann að rannsaka mataræði Finna. í vislndaheimin- um gengur hann undir nafninu „banamaður fitunnar", Hann hef- ir m. a. gert samanburð á slökkvi- liðsmönnum í Minnesota, sem borða 40% feitmeti og japönskum námumönnum, sem fá aðeins 12% fitu. I Japan er hjartabilun mjög fátitt banamcin, en þar sem fitu- átið er mikið fjölgar hjartasjúkl- ingum. Efst á listanum komu slökkviliðsmennirnir i Minnesota, en nokkru neðar komu vcrka- menn i Málmey, og borða þeir ])ó ekki meira feitmeti en annað fólk i Suður-Svíþjóð. En hjá japönskum verkamönnum var talan lægst. Ilins vegar hafði Keys gert rannsókn á læknum í Japan og þar var engu minna um lijartasjúkdóma og æðakölk- un en hjá verkamönnunum í Málmey. Keys telur það skipta miklu af hvaða mat fólk fitni. Það er hættulaust að verða feitur af kolvetnum — brauði og kart- öflum. En hitt er hættulegra að fitna af mjólk, smjöri, feitu kjöti, osti og þvi um liku. Það veldur æðakölkun. Malmros prófessor fró Lundi benti á að sumum fjölskyldum væri meiri liætta á æðakölkun en öðrum, m. ö. o. að þetta gæti verið arfgengt. Hann vildi þó ekki fullyrða það, en sagði að sama mataræðið gæti valdið þessu. Hann eyddi kolesterininni- ‘haldi fólksins mcð því að gefa þvi fitulitinn mat. Dr. Poul White telur, að lækn- arnir viti svo mikið um þessa fitusjúkdóma nú orðið, að gera megi ráð fyrir að þeir réni á næstu árum í stað þess að vaxa. Einkanlega ef fólk vilji nota sér ráð læknanna og varast ofát fitu- gefandi matvæla. 8 % % 3 % % í í

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.