Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1957, Síða 4

Fálkinn - 11.01.1957, Síða 4
4 FÁLKINN Mary Pickford III. taldflrár með Douglns DOUG ER AFBRÝÐISAMUR. — Mary. í Þýskalandi er víst eng- inn lirifinn af okkur. Þar fáum viö liklega aö vera i friði. Og svo leigði hann sér bifreið og við lögðum upp þangað, sem til skamms tíma hafði verið óvinaland. Þegar við komum til Wiesbaden höfð- um við skipt um skoðun. Þó að fólkið væri kröfuhart og stundum þreytandi, fannst okkur það samt miklu hetra en að enginn liti við manni. Eftir að við höfðum gengið um göt- urnar og í búðirnar heilan dag án þess að nokkur léti á sér sjá að hann þekkti okkur, spurði Douglas: <— Mary, segðu mér í hreinskilni — finnst þér þetta gaman? — Ég kann alls ekki við það, sagði ég. — Við skulum fara eitthvað þang- að, sem fólk veit hver við erum. Ég var farin að finna til mín. Svo fórum við upp Rin til Koblenz, en þar var þá amerískt setulið. Hers- höfðinginn útvegaði okkur gistingu í gömlu, fallegu húsi. Þar vorum við 4. júlí, þjóðardag Bandaríkjanna. En auðvitað varð ég að eyðileggja þenn- an fræga og yndislega dag með þvi að dansa við setuliðsforingjann. Til þess að gera lesandanum ljóst hve mér varð alvarlega á, verð ég að fara aftur í tímann. Á brúðkaupsdaginn okkar sagði Douglas alvarlegur við mig: — Nú er ég maðurinn þinn, Mary, og ég treysti ])ví að þú gefir ekki öðrum undir fótinn, hvorki í veislum, leikhúsi né á dansgólfinu. Þú mátt aldrei dansa við aðra en mig. Ætl- arðu að tofa mér því? Ég svaraði jafn alvarlega: — Eg strengi þess heit! Ég vissi að Douglas var afbrýði- samur, en ég vissi ekki hve afbrýði- samur hann var, fyrr en þennan 4. júlí í Koblenz. Setuliðsstjórinn sýndi mér þann heiður að bjóða mér upp í fyrsta dans. Ég hikaði í svipinn, en fannst svo óviðfelldið að segja honum frá loforðinu, að ég þakkaði fyrir og sagði já. Douglas lét ekkert á sér sjá allt kvöldið, en það sauð í honum undir niðri. Á teiðinni 'heim sagði hann ekki orð. Ég fann hvernig vonskan sauð í 'honum, og vissi að bráðum mundi sjóða upp úr. Þegar við komum að húsinu sem við dvöldum í, sneri hann við og hvarf niður götuna. Þarna stóð ég alein í þýsku húsi um miðja nótt og var að velta því fyrir mér, hve langt mundi verða þangað til Douglas kólnaði svo að hann sneri við — eða hvort hann kæmi yfirleitt nokkurn tima aftur. Mér fannst heil eilífð þangað til ég heyrði fótatakið hans, þó að hann mwmmmmmmmmmmmíwmm hefði ekki verið burtu nema klukku- tíma. — Fyrirgefðu, Mary, sagði hann, — ég játa að þú hefir ekki gefið mér neina átyllu til að haga mér svona. Ég lofaði að ég skyldi aldrei svíkja loforð mitt framar. Og það hélt ég, þó að stundum kæmi sér það baga- lega. Nokkrum árum siðar vorum við til dæmis í náttkiúbb með fáeinum ensk- um kunningjum, þar á meðal prins George, síðar hertoga af Kent. Prins- inn bað mig um dans, en ég neitaði hiklaust. Hann varð óneitanlega tals- vert langleitur. Ég varð að skýra honum frá hvernig í öllu lá. Hann tók þessu einstaklega vel, en ég skannnaðist min svo mikið, að ef jörð- in hefði opnast og gleypt mig hefði ég þakkað fyrir ef einliver hefði mok- að ofan í holuna. Frá Þýskalandi fórum við tii Ítalíu. Þar fengtnn við ágætar viðtökur líka. Nú voru fjórar vikurnar bróðum á enda og á þessum tíma höfðum við ferðast leið, sem mátuleg iiefði verið að fara á fjórum mánuðum. Við vor- um svo uppgefin, að við vorum svo að segja borin um borð í skipið. Blöðin heima höfðu birt fréttir af ferðalaginu á hverjmn degi. Okktir hafði verið mikil hressing að viðtök- unutn, sem við fengum eriendis. En þó urðum við enn glaðari yfir hinum hjartanlegu móttökum, sem við feng- um hjá blaðamönnmn og ljósmynd- urum á bryggjunni í New York. Hafi nokkurn tíma verið vafi um kvik- myndaframtíð okkar hafði hann horf- ið þcssa fjóra mánuði, sem við vorum í brúðkaupsferðinni. Þrátt fyrir vinsældir og veigengni hafði ég alltaf verið fremur einmana. Það sem ég þurfti öllu fremur var viðurkenning fyrir öðrum. Douglas veitti mér hana. Hann elskaði lífið og jressi iífsgleði smitaði alla, sem höfðu samband við bann. Hann þoldi ekki depurð eða svartsýnt fólk. Þegar hann var við- staddur forðaðist maður að tala um slys, veikindi eða dauða. Ekki svo að skilja að hann væri ekki tryggur þeim vinum sínum, sem ekki liöfðu notið sömu heppni í lífinu og hann. Ég man eftir leikara, sem Douglas hafði þekkt vel, þegar 'hann lék í leikhúsum. Þessi maður féklc berkla- veiki og í 25 ár var Douglas eini mað- urinn, sem veitti honum fjárhagsleg- an stuðning. Hann sendi þennan vin sinn oft á heilsuhæli í Sviss og fleiri löndum. Maðurinn var eldri en Dou- glas, og það ma heita kaldhæðni ör- laganna að liann lifði lengur en hann. VINURINN CHARLIE. Ein besti vinur Douglas fyrstu ár- in, sem ég þekkti hann, var Charlie Chaplin. Hann var líka einn af fjór- um frumstofnendum United Artists, ásamt David. W. Griffith, Douglas og mér. Samskipti okkar Ghaplins hafa ver- ið mjög einkennileg. Stundum inni- legasta alúð og aðdáun, en hitl veifið andúð og fjandskapur. Ég vil gera mitt ítrasta til þess að leggja rétt mat á hann, bæði sem listamann og persónu. Sú endurminning sem hrífur mig mest hjá persónunni Chaplin er hin sára sorg hans, er Douglas dó, í desember 1939. — Mér er ómögulegt að starfa, sagði hann, — ég hefi misst bæði hugkvæmnina og framtakið ... Svo var eins og röddin brysti: — Ég þoldi ekki að sjá þá leggja þennan þunga stein ofan á hann ... Ég hafði heyrt minnst á Cliaplin árið 1912, en aldrei séð hann né myndirnar hans. Ég vissi að hann var óhemju vinsæll, en hélt að þetta væri ekki nerna lélegur skopleikari, sem henti rjómakökum. Mörg ár liðu þangað til ég hilti Charlie. Og það var ekki fyrr en eftir að ég giftist Douglas að við urðum óaðskiljanlegir vinir. Charlie var alltaf um lielgar heima hjá okkur, við vorum í sannleika sagt eins og ein fjölskylda. Hann þurfti ekki að gera boð á undan sér. Hann var alltaf velkominn — við vorum jafn ánægð að hafa hann hjá okkur eins og hann var að vera hjá okkur. Ilvaða strákapör og ærsl, sem Chaplin hafði i frammi — allt fannst Douglas l)að afbragð. Þeir hlupu um og ólátuðust ó landareigninni eins og tíu ára strókar. Ég hefi ekki tölu ó öllum þeim skiptum, sem ég sat yfir einhverri af konum Chaplins henni til skemmtunar, meðan þeir voru að leika sér uppi í holtinu. Það var ekki alltaf að ég hafði ánægju af konunni, sem Chaplin átti i það og það skiptið, Mary Pickford með frú Smith, móður sinni, sem hún var mjög hænd að. Frú Smith dó í árslokin 1927.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.