Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1957, Page 14

Fálkinn - 11.01.1957, Page 14
14 FÁLKINN Mýs og menn: Einar Þ. Einarsson, Brynjólfur Jóhannesson og Þorsteinn Ö. Stephensen. Skóli fyrir skattgreiðendur: Alfreð Andrésson og Einar Þ. Einarsson. ar félagsihs losað 900 eða verið 90 til jafnaðar á ári. Það leiðir af stækk- un bæjarins, að sýningarfjöldinn vex, en með sýningarfjöldanum vaxa um- svif félagsins og krefjast stóraukinna átaka af hálfu leikara og starfsfólks. Þrátt fyrir þrengsli og ófullnægjandi vjnnuskilyrði í leiguhúsnæði félags- ins, er hægt að fullyrða, að sýningar- fjöldinn liefði orðið mun liærri á undanförnum árum, ef félagið hefði haft aðgang að fleiri hentugum sýn- MARY PICKPORD. Frh. af bls. 5. deginum hjá hárskeranum í New York. — Eruð þér viss um að þér iðrist ekki eftir þetta, frú Pickford? spurði hárskerinn. — Handviss! svaraði ég. — Ég hefi þrauthugsað málið. Þessar krullur eru í rauninni Þrándur i Götu minni. Ég lokaði augunum þegar hann byrjaði að klippa. Þetta var i fyrsta skipti siðan ég var smákrakki, sem skæri höfðu komið nálægt hárinu á mér. Ég hirti sex af lokkunum og stakk þeim i töskuna mína og fór til Douglas heim á gistihúsið. Þegar ég tók af mér hattinn og sýndi honum hausinn á mér fölnaði hann, hörfaði skref aftur á bak og hlammaðist ofan i stól. — Ænei, nei! kveinaði hann með tárin í augunum. Ég mun hafa orðið talsvert lúðu- lakaleg við þetta, því að nú söðlaði hann um: — Ef þú verður sælli með stutt hár, er allt í lagi, væna mín. Þegar á allt er litið, þá er þetta þitt hár. Hvorug okkar sagði eitt orð er ég tók alla lokkana upp úr töskunni minni og lagði þá varlega á borðið, hlið við hlið. Tveir þeirra eru á safn- inu í Los Angeles núna, tveir á kvik- myndasafninu í San Diego og tveir i „Pickfair“. Ég hafði haft grun og jafnvel líka leynda von um, að Douglas mundi bregðast við alvcg eins og hann gerði. En ég hafði ekki verið viðbúin þeirri heiftarlegu opinberu gagnrýni, sem ég varð fyrir. Það var iíkast og ég hefði drepið mann — og kannske gerði ég það líka, en aðeins til þess að gefa nýrri Mary Pickford mögu- leika á að njóta sín. Fyrsta myndin sem ég lék cftir þetta var „A Coquette“. Og hún var jafnframt fyrsta talmyndin mín, og mér hlotnaðist sá mikli heiður að fá verðlaun filmakademíunnar fyrir ingarkvöldum. Þarf ekki nema minna á, að laugardagskvöld, sem eru jafn góð sunnudagskvöldum til sýninga, hafa verið lokuð félaginu í núverandi húsnæði þess. Eitt með öðru bendir þetta til þess, að félaginu sé nú lífs- nauðsynlegt, ef það á ekki að draga lir störfum sínum, að eignast hús sjálft fyrir starfsemi sína. Að þvi hefir lika verið stefnt á undanförnum árum, þó að hægt fari, en félagið á í húsbygg- ingarsjóði um 100 þús. krónur. hana. Og „Oscar“ fékk ég fyrir sömu mynd árið 1929. Haustið 1927 hætti ég öllu kvik- myndastarfi um sinn og fór heim til mömmu, sem var orðin veik. Douglas kom með mér. Og þar var ég í 18 vikur. Ég var yfir henni á hverjum degi, frá því í býtið á morgnana og fram á nótt. — Þú mátt ekki biðja mig um að lifa lengur, sagði hún. — Leyfðu mér að fá að deyja. Ég veit — og þú líka -— að lífið er eilíft. Ég get ekki lifað lengur og dauðinn er mér góð gjöf. En því aðeins dey ég í friði, að þú lofir mér bví að syrgja mig ekki eða gráta. Og mundu, Mary, að þú ert nú fjölskyldufaðmnn. Ég vonaði til siðustu stundar, að kraftaverk mundi bjarga mömmu. Og þess vegna var ég óviðbúin þegar liöggið reið ... Eina huggun mín var vonin um, að nú gæti ckkert illt sært hana eða gert henni tjón framar. Niðurlag næst. STJÖRNULESTUR. Frh. af bls. 9. og fjárhagslegum áhrifum og við- skiptalegum. Mun þar úr ýmsu vöndu að ráða. 11. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Umræður verða miklar í þinginu og stjórnin er undir stöðugri gagnrýni frá þeim sem tylla sér hátt, þv íMerkúr er í Steingeit. 12. hús. — Úran i 12. húsi. — Und- angröftur og svik gætu komið í Ijós í rekstri góðgerðastofnana, vinnuhæla og sjúkrahúsa. Ritað 26. des. 1956. Yfirsetukonan: — Ég skal gleðja yður með því prófessor, að tiér er kominn lítill sonur. Prófessor (viðutan): — Nú já? Ég hefi mikið að gera, viljið þér spyrja hann um erindið. Þá er að líta sem snöggvast á leik- ritin, sem Leikfélagið hefir sýnt síð- asta áratuginn. Það eru 35 ný við- fangsefni og G eldri eða lcikrit, sem félagið hafði sýnt áður, þar af eilt, Galdra-Loftur, sýnt tvisvar á tíma- bilinu samtals 31 sinni. Leikfarir voru farnar fjórar, þrjár til Akur- eyrar með leikritin Volpone, Elsku Rut og Systur Maríu, en Gullna hliðið var sýnt í Sænska leikhúsinu í Hels- ingfors fjórum sinnum í september 1948. Þá um vorið hafði leikflokkur frá Nationalteatret í Osló sýnt Ros- niersholm eftir Ibsen á vegum félags- ins en vorið þar eftir, 1949, réðist félagið í fjórðu Shakespeare-sýningu sina og sýndi nú Hamlet í þýðingu Matthíasar Jochumssonar en með leikstjórn Edv. Timroths, danska leik- arans og leikstjórans. Síðasta sýning Leikfélagsins áður en Þjóðleikhúsið tók til starfa var á óperettunni Bláa kápan vorið 1950. Fyrsta leikrit félagsins eftir endur- skipulagningu þess haustið 1950 var gamanleikurinn Elsku Rut, og hlaut hann þegar i stað feikna vinsældir, var sýndur 73 sinnum. Svo heppið hafði félagið verið, að góðvinur þess og leikstjóri frá fyrri tíð, Gunnar R. Hansen, hafði tekist á hendur leik- stjórastörf fyrir félagið strax þá um haustið, og hefir félagið notið starfs- krafta hans síðan, þó að aðrir hafi einnig haft á hendi leikstjórn fyrir félagið og þá fyrst og fremst Einar Pálsson leikari, sem líka var fyrsti formaður félagsins að breyltum starfs- aðstæðum. Einkum ber að nefna þrjú leikrit, sem varla hefðu komist upp á leiksviði hér, ef ekki hefði notið leikstjórnar Gunnars R. Hansens, það eru leikritin Marmari eftir Guðmund Kamban, kinverska leikritið Pi-pa-ki og leikgcrð hans sjálfs upp úr skáld- sögu Hugos, Vesalingunum. Af öðrum vinsælum leikritum félagsins á þessu tímabili er fyrst að nefna Frænku Charleys (leikstjóri: Einar Pálsson), scm náði metsýningarfjölda eða 85 sýningum. Annað gamalkunnugt leik- rii brást heldur ekki, Ævintýri á gönguför náði 50 sýningum veturinn 1952—’53 og hafði félagið þá sýnt þetta vinsæla leikrit samtals 103 sinnum. Nýtt leikrit eftir Agnar Þórð- arson, Kjarnorka og kvenhylli, náði á þessum vetri 71. sýningu sinni hjá félaginu og tók með prýði sæti hjá hinum vinsælustu viðfangsefnum fé- lagsins. Annars er það ekki ætlunin að telja upp viðfangsefni félagsins þessi árin. Þetta nægir til þess að sýna, að fé- lagið hefir haldið áfram á sömu braut og áður, þrátt fyrir margvíslega og vaxandi örðugleika. Þó að fullt tilefni sé til, er heldur ekki unnt að telja hér upp þá leikendur, unga og gamla, scm hafa haldið uppi merki hins aldna félags á liðnum áriim. Það verða að vera hér lokaorð, að ungt áhugasamt hæfileikafólk hefir ekki látið á sér standa að fylla í skörðin — og þökk sé því. Þess er framtiðin. Lárus Sigurbjörnsson. Kínverska leikritið Pi-pa-kí: Guðjón Einarsson, Erna Sigurleifsdóttir og Guð- laugur Guðmundsson.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.