Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1957, Side 13

Fálkinn - 10.05.1957, Side 13
FÁLKINN 13 „Og ekki margar sem geta borið hana uppi, svo vel sé,“ sagði Fiörian, um leið og feld- urinn var lagður á axlir Agnetu og hún hall- aði undir flatt til þess að finna hve mjúkt skinnið var við kinnina. „Líklega lendir hún nú hjá einhverjum rík- um velunnara samt,“ sagði Charlotte beisk. „Það væri synd!“ sagði Agneta. „Getið þér ekki neitað að selja hana, herra Florian, ef svo bæri undir?“ „Vitanlega gæti ég það, en ég mundi ekki vera í þeim uppgangi sem ég er, ef ég setti mér þess konar reglur,“ sagði Florian og brosti, en Charlotte var hneyksluð á að Agneta skyldi láta sér detta annað eins í hug. „En á föstudaginn nýtur kápan sín vel,“ sagði hann og skoðaði Agnetu í krók og kring. „Það verður að nægja." Hún vissi ekki hvort hann meinti að káp- an þyrfti ekki breytinga við, eða hvort hann meinti að hvít minkakápa yrði að gera sig ánægða með að vera á réttum stað eitt ein- asta kvöld. En hún brosti til hans um öxl sér og fann á sér um leið, að föstudagskvöld- ið mundi verða ánægjulegt kvöld fyrir hana sjálfa. Hún þurfti margt að segja við Roger þeg- ar hún hitti hann, þó ekki væri nema vika liðin síðan þau sáust síðast. Hann vissi auð- vitað um að Eva hafði heimsótt Florian — en á þann hátt sem hún hafði sagt frá sjálf. Agneta gat fyllt í eyðurnar og sagði honum hvernig Florian hefði bjargað henni frá nið- urlægingu með því að bjóða henni í leikhúsið. „Og þú hafðir enga hugmynd um það áð- ur? Hann hefir víst gaman af að vera for- sjón annarra,“ sagði Roger og virtist miður ánægður. „Nei-nei! Hann 'hélt að Eva væri að hreykja sér — sem hún líka gerði — með því að segja frá að þú hefðir boðið henni í leik- húsið, og stinga svo upp á að ég kæmi með ykkur, eins og fimmta hjól á vagni. Og hann hélt að það væri verra en það var, því að honum hafði skilist að það væri Mikael en ekki þú, sem hefðir boðið í leikhúsið," sagði Agneta. „Hvað segirðu?“ Nú virtist Roger alvar- lega reiður. Það var í fyrsta skipti sem Agn- eta hafði séð hann í svona skapi og hún flýtti sér að skýra málið betur. „Á tískusýningunni forðum sagði ég hon- um, að maðurinn, sem ég hefði verið trúlof- uð, væri meðal gestanna, skilurðu. Og þá datt honum. í hug að Mikael hefði iðrast eftir allt ...“ „Það er svo að sjá sem húsbóndinn sé trún- aðarmaður þinn,“ sagði Roger. „Já, það er orðið svo. En honum skildist Fyrst stúlka er í skáginum, lilýtur veiðimað- ur að vera á næstu grösum. Sjáið þið hann? að minnsta kosti að við Mikael hittumst við og við, og þegar hann sá þig og mig saman á dansleiknum, hélt hann að þú værir Mikael.“ „En tók þá ekki þessi skarpskyggni maður, sem allt sér, ekki eftir því að þú kallaðir mig Roger?“ spurði hann og virtist ergilegur ennþá. „Jú, auðvitað, en hann vissi ekki hvað Mikael hét. Þetta er allt í flækju, en þú verð- ur að fyrirgefa mér.“ „Nei, en úr því að þú trúir honum fyrir svona miklu, þá hefirðu líka getað látið hann skilja, að ég er ekki svo mikið flón að ég mundi vilja missa af þér vegna Evu.“ „Hann veit það núna,“ sagði Eva. „Og það eina sem hann svaraði var, að það væri ó- gerningur að átta sig á þessum Norðurlanda- búum.“ Þá hló Roger og varð sjálfum sér líkur aft- ur og Agnetu létti. Þau fóru í gott kvikmyndahús er þau höfðu matast. Myndin var ekki nema eins og gerist og gengur, en er þau sátu saman í myrkrinu greip heimþráin þau bæði. Agneta stakk hendinni í lófa Rogers og þótti vænt um að hún hafði þó að minnsta kosti hann í þessari fögru, dásamlegu en ókunnu borg. Þau gengu hægt heimleiðis í rökkrinu, fram hjá Eiffeltuminum, sem virtist ná alla leið upp í stjörnurnar, og eftir Marsvöllunum heim að götunni, sem Agneta bjó í. Þau héld- ust enn í hendur og heimþráin nálægði þau hvort öðru. Henni fannst unun að því að finna sterka fingur hans við hörundið á sér. Og svo sagði hún glensfull: „Nú ertu víst ekki reiður mér lengur?“ „Reiður þér, Agneta? Það hefi ég aldrei verið,“ sagði hann. „Jú, þú varst það! Ég tók eftir því, vegna þess að ég hefi aldrei séð þig reiðan fyrr. Þú varst svartur í augunum, af því að ég hafði látið Florian villast á þér og Mikael.“ „Jæja ...“ Nú mundi hann það, en nú hefði hann getað hlegið að því. „Það mundu allir hafa orðið.“ Hún leit útundan sér til hans. „Hvers vegna?“ „Hver heldur þú að vilji láta villast á sér og sjálfbirgingslegum metnaðarmanni eins og Mikael? Já, afsakaðu hreinskilnina, Agneta.“ Hann tók höndunum um axlir henni og varð alvarlegur. „Og hver heldurðu að vilji láta villast á sér og manni, sem tekur Evu fram yfir þig? Sá sem hefir fundið stúlku eins og þig, Agneta . ..“ Hún horfði stórum augum á andlitið á hon- um, sem færðist nær henni. Hún opnaði munninn til að andmæla, en það var of seint. Varir þeirra mættust í stuttum en ástríðu- fullum kossi. Hann sleppti henni aftur áður en hún hafði áttað sig. „Góða nótt, Agneta ... og fyrirgefðu!" Hún svaraði ekki en hallaðist upp að dyra- stafnum og horfði á hann fara. Sjálfbirgings- legur metnaðarmaður, hugsaði hún með sér, og nú fann hún allt i einu að Roger hafði rétt fyrir sér. Hún vissi ekki hvenær hún hafði hætt að elska Mikael. Það hlaut að hafa orðið smátt og smátt, svo hægt að hún haf ði ekki tekið eftir því sjálf. En nú sá hún hann með Rogers augum, og henni fannst það eins og lausn frá þjáningu. Þú hefðir ekki þurft að segja „fyrirgefðu" hugsaði hún angurblíð með sér. Agneta opnaði augun og fékk ofbirtu í þau af sólinni, sem flæddi irm um gluggann. Það var einhver óráðin löngun í henni, gleði sem var í felum og var að brjótast fram. Svona tilfinningar 'hafði hún haft fyrir jólin og af- mælisdaginn sinn þegar hún var barn. Og nú mundi hún að það var föstudagur í dag og hjartað hoppaði af fögnuði. I dag — eða réttara sagt í kvöld — átti Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavik. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.' Svavar Hjaltested. — HERBERTSprent. HERBERTSprent.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.