Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1957, Page 4

Fálkinn - 21.06.1957, Page 4
4 FÁLKINN SVÍÞJÓÐ SEM FERÐAMANNALAND SVÍÞJÓÐ er ferðamannaland og Svíar ferðast sjálfir mikið, bæði 'heima og erlendis. Engir hleypa gesta- tölunni í Noregi og Danmörku jafn- mikið fram og þeir þessi árin, enda eiga þeir hægara um vik að fá gjald- eyri til utanfara en aðrar Norður- landaþjóðir. En sagan af Svíþjóð sem ferða- mannalandi er eiginlega ekki göniul, þvi að segja má að 'hún 'hefjist ekki fyrr en með stofnun sænska ferða- félagsins — Svenska Turistförening- en — 27. febr. 1885. Að vísu slæddust útlendingar þangað áður, og það voru Bretar ,sem „uppgötvuðu“ iandið, al- veg eins og Noreg. Fyrsti Englending- urinn, sem getið er uin að hafi farið i skemmtiferð til Svíþjóðar, George North, segir árið 1561, að íbúar Sví- þjóðar séu kurteisir og skemmtilegir menn, en Bulstrade "Whitelocke, sem var sendiherra Cromwells í Svíþjóð, kvartar undan að „vegirnir séu óslétt- ir og mjóir, maturinn einhæfur og gistihúsin léleg“. Svenska Turistföreningen taldi 74 meðlimi í árslok 1885, en þegar fimm- tugsafmælið var haldið voru 125.339 meðlimir í félaginu og það hafði 3.243 umboðsmenn um land allt og rak þrjár skrifstofur og 13 upplýsinga- stofur. Þá átti það 12 „'turiststati- oner“ —gisti'hús — 38 sæluhús og 24 fjallakofa og komu 31.000 gestir þang- að árið fyrir afmælið. Og frá stofnun sinni ihafði félagið gefið út 586 rit í meira en 9 milljón eintökum, þar af 49 árbækur. Og i safni félagsins voru yfir 70 þúsund myndir frá Sviþjóð. Starf þessa félags beindist einkum að þvi að kynna fólki sitt eigið land, þó vitanlega hafi það átt mikinn þátt i vexti útlendrar gestakomu líka, bæði beinlínis og óbeinlínis. 1 ræðunni, sem þáverandi krónprins Svía og nú- verandi konungur hélt í afmælisveisl- unni í Uppsölum, talaði hann um, að „i sin gröna ungdom“ hefði það þótt fásinna að verða „turist i sitt áget land“ — fólk varð að kom- ast suður yfir Eystrasalt til þess að geta kallað sig „túrista“. En þetta hefir breyst síðan um aldamót og nú á dögum „kunna“ fáar þjóðir landið sitt betur „utanað“ en Svíar gera. En það voru Englendingar og Skot- ar, sem ruddu hreyfingunni braut og ferðuðust um Svíþjóð alia 18. og 19. öldina, þótt erfitt væri, — engar ferðaskrifstofur, lélegar samgöngur, fátt um gististaði og greiðasölur og engin leiðbeiningastarfsemi. Nú er þetta gerbreytt. Árið 1902 var stofnað „Svenska Turisttrafikförbundet" — Ferðamála- samband Svía, í þeim tilgangi að draga útlent skemmtiferðafólk að landinu. Gistihús, skipafélög, ferða- skrifstofur og aðrir, sem atvinnu hafa af ferðalögum, eru aðilar að þessu sambandi, en mest munar þó um rík- isjárnbrautirnar sænsku, enda haf.a þær drjúgar tekjur af skemmtiferðum útlendinga. Járnbrautirnar og rífleg- ur styrkur frá ríkinu gerðu ferða- málasambandinu fært að stofna skrif- stofur i stórborgum annarra landa og það 'hefir hrifið. Um aldamótin var sjaldgæft að Amerikumenn legðu leið sína til Sviþjóðar, en árið 1926 voru gestir frá Bandaríkjunum orðnir 9 þúsund og 1955 voru þeir 85 þúsund, eða miklu fleiri en til Noregs. Það eru ekki síst „Hólmarnir“, hin ágætu skip Sænsku Ameríkulínunnar, sem hafa átt þátt í þessum mikla vexti. Línan hefir haldið uppi beinum sam- göngum milli New York og Gauta- borgar síðan 1915. Eftir siðari heims- styrjöldina hóf sænska flugfélagið SILA ferðir yfir Atlantshaf, en það rann inn í S.A.S., sem hefir aukið ferðamannastrauminn vestan um haf stórkostlega. Samgöngurnar innanlands hafa batnað stórkostlega. Nær 90% af öll- um sænskum járnbrautum ganga fyr- ir rafmagni og ökuhraðinn á aðal- leiðunum, svo sem milli Stokkhólms og Gautaborgar liefir verið aukinn um 50% á fáum síðastliðnum árum. Áætlunarflug er milli allra stærri bæja í landinu. Og sænsku vegirnir eru fyrirmynd. Ferðaskrifstofurnar hafa allt að bjóða, frá klukkutíma hringferð um bæinn til 8 daga lúxusferðar um „land miðnætursólarinnar". Þvi mið- nætursól er í Svíþjóð, eins og í Nor- egi, en talsverður kurr hefir verið i Noregi út af miðnætursólinni og þykjast Norðmenn eiga meiri rétt á þessari sól en Svíar. Þó fer sú deila varla fyrir gerðardóminn í Haag! —• Gistihús og veitingastaðir fylgjast vel með kröfum útlendinga og geta boðið þeim það, sem þeir vilja. Tómatsafi og appelsínusafi með morgunmatnum var óþekkt fyrirbæri 1 Svíþjóð fyrr en Ameríkumenn fóru að venja kom- ur sínar þangað, en nú er þetta á hvers manns borði. Og „cocktailinn“ hefir stórlega rænt áhangendum liins gamla þjóðardrykks, „Svensk Punsch“ og frá koníakinu. — Skemmtistaðirn- ir, sem áður sýndu dægurleiki og skopuðust af stjórnmálamönnum og spaugilegum atburðum, bjóða nú upp á glysmikil „show“ í „american style“, að minnsta kosti yfir sum- arið. Þó að mikið sé til af gistihúsum í Svíþjóð getur oft verið erfitt að fá herbergi, nema það sé tryggt nokkru fyrirfram. Ferðastraumurinn til landsins vex svo hratt, að Svíar hafa ekki við að byggja. Fyrir stríð komu rúmlega 100 þúsund gestir til Sví- þjóðar á ári, auk Norðurlandabúa, en nú kemur liálf milljón — miklu meira en til Noregs. Síðustu árin liefir mik- ið verið byggt af svokölluðum „mot- els“ víðsvegar um landið, þau eru einkum ætluð fólki sem ferðast um í sínum eigin bílum, og hafa talsvert bætt úr vandræðunum, en þó 'hvergi nægilega. Mest er gistihúsaleysið í Stokkhólmi. Þar bætast við þrjú ný gistihús i sumar. Eitt þeirra er Foresta á Lindingö og rúmar 300 gesti, og hefir jarðhús fyrir 120 bíla, annað heitir Apollonia og hefir 80 herbergi og þriðja Bromma, með 200 'herbergjum, það tók til starfa í þess- um mánuði. Fjórða gistihúsið bætist við í árslokin og heitir Palace og er með 225 'herbergi og liefir stæði fyrir 400 bíla. Það er talandi tákn bílaald- arinnar, að nú þykir ekki viðlit að byggja gisti'hús án þess að bila- geymslur fylgi. En þrátt fyrir þessa aukningu er ekki að fullu bætt úr gistihúsaleysi höfuðborgarinnar. Fjögur ný gistiliús bætast við eða verða stækkuð næstu árin: Anglais með 100—-150 herbergj- um og viðbót Continental, fyrir 200 gesti, bætast við 1959, Carlton bætir við sig 100 'herbergjum 1960 og loks tekur nýtt gistihús til starfa 1961, það verður 18 hæðir og með 380 'herbergj- um, en er óskírt ennþá. HVAÐ DREGUR? Sviþjóð er miklu fjölbreytiiegra land en þeir halda, sem aðeins hafa farið leiðina milli Stokkhólms og Gautaborgar eða Málmeyjar í járn- braut. Þeir kynnast að vísu skánsku flatneskjunni og fögru landi skóga og vatna, en fyrir útlendinga liefir nátt- úrufegurðin meira aðdráttarafl þegar norður kemur í landið og því meira sem norðar dregur. Hárjedalir og Jemtaland, sem einu sinni voru norsk, eru paradís fjallamanna, með imdra- mikilli náttúrufegurð, en aðal ferða- straumurinn gengur þó miklu lengra norður, nefnilega til Lappmerkur alla leið norður fyrir 68. breiddarstig. Þar er ferðamiðstöðin Abisko, Mekka flestra Svíþjóðarfara, við hið fræga vatn Tornetrásk, og frá Abisko er ckki langt að fara ef menn vilja ganga á hæsta tind Svíþjóðar, Kebnekaise, sem er viðlíka hár og Hvannadals'hnúkur. Og síðast en ekki sist: þar fær maður tækifæri til að sjá Lappa í sinum heimahögum, heirn- sækja þá í „gömmunum" sinum og éta hjá þeim hreindýramerg og drekka kjötsoð með! Og mikinn 'hluta úr árinu er tækifæri til að prófa sam- göngutæki þeirra, hreininn og sleð- ann, eða „púlkinn“. Það eru ekki fá- „Við heiðavötnin blá“. Myndin er frá Grasvattnet í Tárna, nokkru fyrir sunnan heimskautsbaug. Fjöllin, sem sjást fyrir handan vatnið, er Uxatindar í Noregi. Úr Váversunda-sveit í Austur-Gotlandi, fvrir austan Yáttern.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.