Fálkinn - 21.06.1957, Síða 7
FÁLKINN
7
Tino og Mike tókust í hendur. — Tino gerði mér þetta svo auðvelt, sagði
Mike við Ringling Nort'h.
hrópaði hann til Tinos, sem dinglaði
í höndunum á ihonum.
— Tino, þú ert sá sjöundi!
Nú var þögnin niðri rofin af ærandi
lófaklappi og hrópum. Ringling North
spratt upp úr sæti sínu og ruddi sér
brauí gegnum mannfjöldann, sem
var óður af fögnuði. Þetta var mikill
atburður.
LOLA YELUR.
Það lá við að þremenningarnir
træðust undir á leiðinni út i fata-
kelfana. Alls staðar voru blaðamenn
og ljósmyndarar. Og við dyrnar lijá
Tino stóð Ringling North.
— í kvöld gerðuð þér virkilega sýn-
ingu fyrir mig, sagði hann brosandi.
— Að hugsa sér þetta, að fá að sjá
þrefalt lieljarstökk aftur. — Hvernig
er þér innanbrjósts eftir að hafa gert
þetta, Tino. Og hvað segir þú, Mike?
Tino og Mike tókust fast í hendur.
— Hann Tino gerði þetta svo auð-
velt fyrir mig, sagði Mike. — Það er
enginn vandi að taka á móti manni,
sem svífur svona. Og svo haltraði
hann inn i klefann sinn. En Tino var
orðinn hávær, svo að Mike heyrði
til hans inn um hálfopnar dyrnar.
— í hverju er gaidurinn fólginn?
spurði einn blaðamaðurinn.
— Hann er fólginn í því að vita,
hvneær maður á að hætta þriðja
hringsnúningnum. Það verður maður
að reikna upp á hár. Það verður að
vera eins og iítil kiukka sé innan í
manni. Og hún verður að ganga ná-
kvæmlega eins og griparans.
— Hvenær funduð þér að þér gát-
uð þetta?
—■ Það var Mike, sem fann það
fyrst. Ég hélt ekki að ég gæti það.
— Voruð þér ekki hræddur?
— Ég liefði hætt við það, ef ekki
hefði verið Mike. Fyrst varð ég
hræddur. En hann píndi mig til að
reyna aftur. Og svo skildi ég, að ef
mér tækist þetta, stæði öll veröldin
mér opin. Svona hugsar maður um
þetta.
Mike gægðist út um dyrnar og benti
Otto, sem stóð þarna hálfvegis við-
utan. Hann dró Olto inn í klefann
og tók fast i handlegginn á honum.
— Þú mátt ekki verða of vinnuharð-
ur við hann þegar þið komið til Ne'w
York. Láttu hann þreifa sig áfram.
Dragðu ekki af þér en sveiflaðu þér
langt á móti honum.
— Það ert þú sem átt númerið,
Mike, sagði Otto alvarlegur. —
Ribble og Orzini, mundu það!
Mike hristi höfuðið — Það er of
mikið milli mín og Tino, Otto. Nú
hefir hann fengið samning við
Ringling North, og þú mátt ekki láta
hann missa af honurn.
Mike var kominn spölkorn frá
sirkusbyggingunni. Hann ætlaði aldrei
að fara þangað aftur. Engin ástæða
tii þess, eftir það sem gerst hafði i
kvöld. Tino mundi áreiðanlega bjarga
sér.
Mike gekk niður dimma götuna og
studdist þungt við stafinn. Hann var
svo einmana — eins og i eyðimörku.
Það leið nokkur stund þangað til
hann tók eftir að hrynjandi bergmáls-
ins af fótataki hans var svo einkenni-
leg. Hann nam staðar og hlustaði -—
þetta var ekki bergmál. Þetta var frá
kvenskóm með háum hælum . ..
Mike stóð eins og stytta og beið.
Og þarna kom Lola. Hún greip um
höndina á lionum ...
Dvergurinn Max stóð lengi og
horfði á eftir þeim. Og svo hurfu
þau út í myrkrið.
E n d i r .
MINNING PIRANDELLOS. — í ár
eru 90 ár síðan ítalska leikritaskáld-
ið Luigi Pirande'llo fæddist. í ættlandi
sínu er hann orðinn sígilt skáld og
rit hans eru leikin um allt landið. I
tilefni af afmælinu verða viðhafnar-
sýningar á leikjum hans í flestum
borgum. Vinsælasta leikrit hans er
„Sex verur leita höfundar", og var
það leikið hér í Reýkjavík á árunum.
Úr
aififflluit)
Séra Oddur í Tröllatungu
og ætt hans
Fyrrum voru strangar refsingar
lagðar við sifjaspellum og lauslæti, og
jafnvel fjórmenningar máttu ekki
giftast. Þá lá t. d. dauðarefsing við
að taka framhjá með mágkonu sinni
og mörg konan lenti í Drekkingarhyl
fyrir barneignir.
Það var bæði kirkju- og konungs-
valdið, sem átti hlut að hinum fárán-
legu ströngu fyrirmælum um skyld-
leika hjóna, og var tilgangurinn auð-
sær. Brot gegn þessum settu reglum
urðu biskupum og æðsta valdsmanni
konungs hin mesta féþúfa, þvi að
eignir þess, sem sekur varð féllu til
biskups og konungs. Alkunnust dæmi
af því tagi er meðferð Gottskálks
biskups á Jóni Sigmundssyni. En
þrátt fyrir þetta var lauslæti eigi
minna en nú og prestarnir voru ekki
barnanna bestir. Frásögn Fitja-ann-
áls 1610 af síra Oddi Þorsteinssyni
í Tröllatungu og sonum lians bregð-
ur upp skýrri mynd af ástandinu:
„Þorsteinn, sonur Guðmundar And-
réssonar og Jarþrúðar Þorleifsdóttur,
þriðji og siðasti maður Þórunnar á
Grund, dóttur Jóns biskups Arasonar,
átti 5 eða 6 launbörn. Eitt þeirra var
séra Oddur Þorsteinsson, sem átti
Geirdísi, dóttur séra Torfa Jónssonar
í Saurbæ norður, systur Málfriðar
Torfadóttur, konu séra Björns Gísla-
sonar. Hann (þ. e. séra Oddur) féll
með systur liennar, Arnfriði, sem þá
var barn að aldri. Var sagt að hann
hefði komist yfir hana með konstum
og nauðgað henni. Hér fyrir var séra
Oddur dæmdur af Oddi lögmanni
Gottskálkssyni Anno 1554 á Spjald-
haga í Eyjafirði, nálægt Laurentii-
messu, útlægur af Norðlendingafjórð-
ungi alla sína ævi og af honum hægri
höndin, nema valdsmaður vildi meiri
miskunn á gera, og skera af honum
bæði eyrun, ef hann gyldi ekki ráð-
spjöllin fyrir þessa stúlku. Hún gipt-
ist siðar Halli Magnússyni. En höf-
uðsmaðurinn, Páll Stígsson, náðaði
séra Odd, svo hann hélt lífinu, og
fékk seinna aptur prestsskapinn. Hélt
hann þá Tungu í Steingrimsfirði og
dó þar. Segja sumir að hann hafi
eignast aftur Sigþrúði Magnúsdóttur,
og við henni átt séra Þorstein, Niku-
lás og Jón, Sigríði og Guðrúnu. Séra
Þorsteinn hélt Tungustað eptir föður
sinn, féll og svo með ungri stúlku,
ómaga, i liórdóm, og missti prestinn;
veiktist hún af þeirra viðskiptum.
Hann sigldi og var náðaður af kongi,
hélt þar eptir Skarðsþing vestur.
Hann féll þrisvar i hórdóm. — Niku-
lás Oddsson, bróðir hans, var lög-
réttumaður, giptist Guðrúnu laun-
dóttur Bjarna Oddssonar á Skarði.
Þeirra dætur: Guðrún móðir Hákonar
Árnasonar i Görðum og Halldóra
kona séra Vigfúsar Helgasonar við
Hellna. Nikulás átti og 4 launbörn.
Eitt þeirra var Barbara, móðir Magn-
úsar Hrómundssonar sýslumanns í
Hnappadalssýslu. Þriðji bróðirinn var
Jón Oddsson, sem féll i óbótamál með
Sigríði, systur konu sinnar, Stein-
unnar, dætrum Halldórs Jónssonar á
Fróðá og Ragnliildar Egilsdóttur.
Þriðja systir þeirra hét og svo Stein-
unn og var fyrri kona séra Þorsteins
Oddssonar, bróður Jóns.
Sagt er að þessir 3 bræður hafi
lekið sig til með fieirum öðrum, að
brjóta upp Mókollshaug vestra. Og
þegar þeir höfðu fundið kistuna í
hauginum, með stórum hring í lokinu,
og undið hana upp með böndum, svo
hún var á loft komin, hafi sagt einn
af þeim: „Nú tekst ef guð vill,“ þar
til hafi annar svarað: „Nú tekst
hvort guð vill eður ei.“ En strax
slapp hringurinn af kistulokinu. Litu
þeir þá heim til bæjarins, og sýndist
þeim hann allur i einum loga. Hlupu
þeir þá allir heim nieð skyndi og
vildu hjálpa bænum, og var ekki, sem
þeim sýndist. Samstundis vitjuðu þeir
aptur haugsins og var hann aptur
sem áður. Eptir það vildu þeim
bræðrum til svoddan slys, að þeir
féllu í kvennamál. Mælt er og, að
öðrum fylgjurum þeirra hafi sitt vilj-
að til hverjum fyrir sig.“
Það virðist auðsætt að þeir feðgar
hafi verið innundir lijá yfirvöldun-
um, að þeir skyldu lialda prestskáp.
jafn miklar og sakir þeirra voru. Aðr-
ir mundu hafa misst bæði lifið og
prestinn fyrir minni sakir.
Peter Townsend fékk jólagjöf frá
Margaret sinni prinsessu, dagbók með
fangamarkinu sínu í gulli, og synir
haris fengu líka gjafir frá prinsess-
unni. Margaret og Peter skrxfast á að
jafnaði, en hann er nú i ferðalagi
kringum jörðina.
Svissneskur vísindamaður kemst
að þeirri niðurstöðu, að samband sé
milli nærsýni og gáfna. Gáfað fólk
er miklu nærsýnna en annað fólk
segir hann, og nærsýni kemur ekki
af þvi að fólk rýni of mikið i bækur,
heldur er hún arfgeng og stafar af
þvi að heilinn er betur þroskaður en
almennt gerist.