Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1957, Qupperneq 8

Fálkinn - 21.06.1957, Qupperneq 8
8 FÁLKINN PÁTINN BOB HOLDEN ráfaði um brosandi sveit- ina ensku og barðist við heimþrána, sem var að bera hann ofurliði. Hann hafði fengið sím- skeyti kvöldið áður, sem hafði haft endaskipti á allri tilverunni. Orðin sungu enn sigursöng í höfð- inu á honiim: Höfum eignast dóttur, sem er fjórtán merkur. Láður vél. Við köllum hana Mary, eins og við komum okkur saman um. Bestu kveðjur. Sue. Hann hafði æpt af gleði og dansað um gólfið eins og vitlaus maður. Og á eftir hafði veisla verið haldin í herskálanum, og of- urstinn hafði skálað við hann! Gleymið því ekki, Bob, að þvi fleiri sem börnin verða, því meiri er frádrátturinn í skattinum! Hann reyndi að komast í hrifn- ingarskapið, sem hann hafði ver- ið í kvöldið áður, en það tókst ekki. I morgun hafði hann vakn- að við þrána eftir Sue og Cali- fornu eins og svíðandi sár í brjóstinu. Það hafði verið stök óheppni að hann skyldi vera send- ur til Englands áður en Sue vissi að hún átti barn í vonum. Hann horfði á sólglitað landið kringum sig, en það gerði heim- þrána enn sterkari. Þetta var snemma hausts, og grænu, gulu og brúnu akrarnir minntu hann á tígladúkinn hennar Sue. Hann hafði alltaf kimnað vel við sig í Englandi þangað til núna. Það hafði verið spennandi og gaman að kynnast nýju landi. Hann hafði skoðað höllina Wind- sor, róið á Thames og hafði brugðið sér til Oxford og Canter- bury og skoðað gömlu háskólana og dómkirkjurnar. Hann hafði farið í könnunarferð til London og séð allt, sem vert var að sjá. En núna — einmitt þegar mest lá á — hafði hann sér ekkert til dægrastyttingar. Hann beygði inn á hliðarstíg — kannske gæti hann fundið nýja leið til herbúðanna. Á morgun ætlaði hann að fara inn í borgina og kaupa kjól handa Mary litlu. Hann hafði skrifað Sue og sagt að hann ætlaði að kaupa handa henni fyrsta kjólinn. En nú datt honum nokkuð í hug. Hann hafði aldrei séð ný- fætt bam. Það lá við að hann yrði hræddur er hann hugsaði til þessa. Hann reyndi að minnast barnanna, sem hann haf ði séð um ævina, en hafði ekki hugmynd um hve gömul þau hefðu verið — hvort þau hefðu verið tveggja mánaða eða ellefu. Og nú datt honum annað í hug, sem olli hon- um skelfingar: — Hugsum okkur nú að Sue eignaðist ekki fleiri börn? Þá mundi hann aldrei fá Nýbakaður pabbi! — Forstöðukonan sagði mér frá yður, sagði frú Melville loksins. — Hún hélt að við hefðum gaman af að hittast ... að vita hvernig Mary leit út fyrstu vikur ævinnar ... ! Hann varð allt í einu hamslaus af reiði. Faðir átti heimtingu á að fá að sjá barnið sitt — heimt- ingu á að fá að sjá hvernig ný- fætt barn — hans eigið barn — liti út. Það var þáttur úr ævi mannsins — nei, það var meira — það var sjálft lífið. Hann hafði greikkað sporið eftir að hann æstist. Nú nam hann staðar og leit kringum sig. Beggja megin við veginn vom falleg, vel hirt sumarhús. Hann kom auga á hvítt spjald, sem hékk á girðingunni fyrir framan eitt húsið. Hann las og það var eins og honum væri gefið utanundir: , ,Fæðingarstof nun.“ Hann stóð lengi og horfði á spjaldið. Svo gekk hann hvatlega gegnum hliðið og upp að húsinu, cg hringdi dyrabjöllunni, hik- laust. Ung stúlka með hvita svuntu kom til dyra og opnaði. — Mig langar til að tala við forstöðukonuna, sagði hann stutt- ur í spuna. Það var ekki fyrr en stúlkan hafði fylgt honum inn í biðstof- una, sem hann fór að hugsa um, að kannske kæmi þetta háttalag hans einkennilega fyrir sjónir. Heima i Ameríku hefði fólk skil- ið hann og gert allt sem unnt var til þess að verða við óskum hans. En það var ekki gott að vita hvernig þessu yrði tekið hérna í Englandi. Forstöðukonan var ef til vill gömul og geðvond skrukka, og mundi líklega þverneita bón hans, með þeim forsendum að þetta væri ekki nefnt í reglugerð stofnunarinnar. Þegar hún ‘kom loksins, sá hann að hún var nákvæmlega eins og hann hafði hugsað sér hana. Hvöss augu bak við gleraugun og brakhljóð í steindum einkennis- búningnum hennar þegar hún kom á móti honum. Líklega var hjartað í henni jafn beinhart og flibbinn um hálsinn á henni, hugs- aði hann með sér. — Ég veit að yður þykir erindi mitt einkennilegt, byrjaði hann hikandi. — En í gær fékk ég skeyti frá konunni minni í Ame- ríku um að við hefðum eignast dóttur. Og þá datt mér í hug að ég hefi aldrei ... skiljið þér — ég hefi aldrei séð nýfætt bam ... Og svo datt mér í hug ... eh ... hvort ég mundi ekki geta fengið að sjá svoleiðis barn hérna ... Hann þagnaði. Hann hafði sjálfsagt borið upp erindið eins og kjáni og hagað sér eins og kjáni. Það var iíkast eins og barnið væri eitthvað svipað nýrri bílategund, sem hann langaði til að líta á áður en hann keypti hana. Jæja, það þýddi ekki að sakast um orðinn hlut. Annað hvort skildi hún hvað fyrir hon- um vakti — eða hún skildi það ekki. — Eruð þér úr herbúðunum í Baybrook? spurði hún, og hon- um kom mjög á óvart hve röddin var mjúk og þægileg. — Viljið þér bíða ofurlitla stund ... Hún fór út og skildi hann eftir i biðstofunni. Hún var svo lengi burtu, að hann fór að láta sér detta í hug hvort hún hefði sím- að í herbúðirnar. Hvað skyldi of- urstinn hugsa þegar hann heyrði að forstöðukonan á fæðingar- stofnuninni hringdi og bæði um að láta hirða Ameríkumann, sem auðsjáanlega hefði misst vitglór- una? *1QILJIÐ þér koma þessa leið- V' ina? Þarna var hún þá kom- in aftur og hélt upp hurðinni fyr- ir honum. — Því miður getum við ekki sýnt yður alveg nýfætt barn, en frú Melville eignaðist barn fyrir fimm dögum. Ég skal fylgja yður upp í herbergið hennar. — Þér megið ekki gera yður svona mikið ónæði ... eh ... ég meina ... Hann kingdi munn- vatninu og reyndi að byrja aftur. — Það var bara barnið, sem mig langaði til að sjá, forstöðukona. — Já, ég skil það. En nú stend- ur svo á, að ég hugsa að þér hafið gaman af að sjá móður barnsins líka. Hún gekk á undan honum inn í bjart og stórt herbergi. Ung kona með Ijóst hár sat uppi í rúminu í blárri treyju, sem var fest saman í hálsinn með stórrí silkislaufu. Augu hennar voru spyrjandi og þráandi í senn. Forstöðukonan fór út, og Bob settist feiminn við rúmstokkinn. Þau þögðu bæði drykklanga stimd. — Forstöðukonan sagði mér frá yður, byrjaði frú Melville loksins. — Hún hélt að við hefð- um gaman af að hittast. Sjáið þér, hann Alan — maðurinn minn — er í sjóhernum og getur ekki kom- ið og heimsótt mig ... — Það var leiðinlegt, svaraði hann og mjakaði sér til á stólnum. — Það er álíka leiðinlegt og fyrir konuna yðar, sagði hún og það var líkast og þau væru orð- in kunnugri, eftir að þau vissu að líkt var ástatt hjá báðum.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.