Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1957, Síða 12

Fálkinn - 21.06.1957, Síða 12
12 FÁLKINN 16 Undir sfjörnum Parísar Odette kom til þeirra og eftir dálitla stund varð einhverjum hugsað til þessa að Agneta og Claudine þekktust ekki. Eftir að þær höfðu verið kynntar sagði Claudine allra mildilegast: „Hún hefir alveg sömu liti og ég. Og hún er laglegri!" „Nei,“ Florian horfði íhugandi á þær á víxl. „Þér eruð mun laglegri, Claudine. En Gabri- elle er sjaldgæfari.“ „Þarna heyrið þið! Svona getur hann kom- ið orðum að því að ég sé hversdagsleg," sagði Claudine og brosti til Agnetu. „Ó, herra Flori- an ,ef yður grunaði hve ég þrái að komast til yðar aftur. Henri vill að við giftumst, úr því að hann hefir fótbrotið mig,“ bætti hún við, eins og fótbrot væri fyrsta skrefið inn í hjónabandið, en mér finnst hann vera orð- inn svo skelfing leiðinlegur. Það er kannske eðlilegt að manni finnist eiginmaðurinn leið- inlegur, en þegar hann er svo ieiðinlegur að maður getur æpt hástöfum, finnst mér það ekki heppileg byrjun.“ „Kannske ekki,“ sagði Florian þurrlega. „En ég er hræddur um að yður finnist allt hjónaband leiðinlegt, veslings Claudine. Þér hafið ekki geðslag fyrir úthald og tryggð.“ „En hvað þér skiljið mig vel, herra!“ muldraði Claudine. „Það eina staðfasta hjá mér er ást mín á fallegum fötum.“ „Af því að fötin eru alltaf að breytast," sagði Florian og brosti. „Manni getur þótt vænt um eina kjólagerð, en samt verður mað- ur leiður á henni og má til að búa til aðra nýja. Það er ást, sem gerir mann að þræl.“ „Herra Florian, en hvað það er dásamlegt að heyra yður tala aftur!“ andvarpaði Claud- ine. „Aldrei mundi Henri geta sagt neitt þessu líkt, þó að hann hugsaði sig um í hundrað ár.“ „En ef ég man rétt þá elskar Henri mest að aka í bíl,“ svaraði Florian. „Alveg rétt.“ Það kom þykkjusvipur á Claudine. En svo brosti hún. „En hann er voðalega ríkur,“ bætti hún við, eins og krakki hefði sagt það. Florian hló. „Það er alls ekki lítilsvert at- riði,“ sagði hann. Og svo hneigði hann sig til þeirra allra þriggja og fór frá þeim og byrjaði að tala mjög alúðlega við einn keppi- nautinn, sem hefði ekki harmað þó að hann hefði dottið dauður niður af hjartaslagi. „Enginn er á við Florian,“ sagði Claudine um leið og hún tók midir handlegginn á Od- ette og fór. Agneta stóð ein eftir og var skelf- ing einmana. Orð Claudine hljómuðu í eyr- um hennar. „Enginn er á við Florian." En hún skildi ekki hvernig á því stóð að henni fannst öll veröldin vera að hrynja í rúst. Hún hefði alls ekki átt að minnast á mis- klíð sína og Rogers — aldrei átt að minnast á, að til mála gæti komið að hún hætti. En hún hafði alls ekki sagt upp starfinu! Hún skildi svo vel hvers virði hún var fyrir tísku- húsið, að henni datt ekki í hug að hún ætti uppsögn á hættu, hversu gjarna sem Claud- ne vildi komast til Florians aftur. En að Florian sjálfur skyldi getá ráöið henni til að hætta — rólega og æðrulaust og án þess að bregða svip! Það var það, sem særði hana og æsti geð hennar. Honum var alveg sama hvort hún færi eða yrði kyrr. Honum var alveg sama, ef aðeins Claudine eða einhver önnur gæti fyllt skarð hennar. Og það var einmitt þetta, sem hún hafði reynt að telja Roger trú um í gærkvöldi, mundi hún núna. Og við Mildred hafði hún sagt að hún væri ekki nema hæfilega dugleg sýnistúlka fyrir Florian. En nú fann hún að inn við beinið hafði hún verið þeirrar trúar, að persónulegar tilfinningar tengdu þau sam- an. Tískukónginn mikla og ungu stúlkuna, sem hann hafði treyst til þess að bjarga tísku- sýningunni. Hví skyldi hann annars hafa fyr- irgefið henni tvívegis glapræði, sem aðrar hefðu verið reknar fyrir? Agneta gekk út í djúpt gluggaskot og horfði á ysinn á götunni fyrir neðan. Hún hafði gleymt að hún var komin þarna til þess að sýna 'kjól og átti þess vegna að láta sér hug- að um að vekja athygli fólks og láta það góna á sig. En það eina sem hún gat hugsað núna, var að Florian gilti einu hvort hún yrði áfram í vistinni eða ekki. Kannske hann vildi helst fá Claudine aft- ur, úr því að hún var orðin vinnufær? Þá mundi aldan í tískuheimi Parísar lokast yfir höfði Agnetu, og Florian mundi líta — ef hann liti yfirleit aftur — á hið stutta skeið Gabrielle, sem ekkert annað en heppilegt úr- ræði, sem hann hafði tekið út úr neyð. Hún fékk kökk í hálsinn við þessa tilhugs- un og gleymdi alveg skyldum sínum þarna og sneri frá glugganum og ætlaði að flýja þessa samkundu, sem henni fannst óþolandi núna. En í sömu svifum skaut upp háum, óendan- lega hughreystandi manni fyrir framan hana. Roger kom á móti heni og virtist alls ekki erfa það, sem farið hafði á milli þeirra kvöldið áður, en brosti útundir eyru. „0, Roger!“ Agneta tók báðum höndum um höndina á honum. „Ef þú vissir hve glöð ... hve glöð .. .“ Hún gat ekki sagt meira, en horfði á hann með angurblíðri gleði. „Fyrir- gefðu mér það sem ég sagði í gærkvöldi. Ég skil ekki hvað að mér gekk. Þú veist svo ofur vel, að mér er ekki sama um hvert þú ferð eða hvað þú gerir.“ „Góða Agneta!“ Roger hló og þrýsti hönd hennar.^Mér datt ekki í hug að halda, að þér væri alveg sama um mig. En þú reiddist mér bara vegna þess að ég var taktlaus. Ég hefði ekki átt að vera svona fljótur á mér, en ég var alveg nýbúinn að frétta að það ætti að flytja mig um set, og mér var illa við að mörg hundruð mílur ættu að skilja okkur að.“ „Ég skil það.“ Hún brosti en hana sveið í hjartað þegar hún hugsaði til þess, að kannske ættu mörg hundruð mílur að skilja hana frá Florian. „Þú þarft ekki að afráða neitt strax,“ sagði Roger, sem auðsjáanlega var viss um, að hún mundi gera eins og hann vildi, að lokum. „Það getur margt gerst á nokkrum mánuðum." „Já, vitanlega.“ Hún brosti aftur en bros- ið var þvingað. „Nú skulum við bara skemmta okkur sam- an hérna í Paris,“ sagði hann og hló. „Og þá dettur mér í hug faðir þinn og Mildred — hef- urðu hitt þau hérna?“ „Já, en eiginlega ætti ég að ná í þau aftur.“ Agneta herti upp hugann og kingdi angur- blíðulöngun til að gráta. „Þau þekkja enga hérna, og mér er illa við að þeim finnist þau vera eins og hornrekur.“ Hún 'hélt enn í höndina á Roger — vildi ekki missa það öryggi, sem henni fannst vera í handabandi hans — en fikraði sér áfram gegnum mannfjöldann. En þegar hún kom auga á föður sinn og Mildred sá hún fljótt að þau voru ekki utangarna þarna, en skemmtu sér prýðilega með Florian. Þegar þau Roger komu nær, sagði Mild- red eitthvað og Florian Ieit upp. Hann var glöggskyggn og fljótur að taka eftir, enda kom hann undir eins auga á að þau héldust fast í hendur. Og meðan Roger var að heilsa Malmfeldtshjónunum, sagði Florian lágt við Agnetu: „Svo það varð úr að þið sættust!“ „Já, herra Florian.“ Rödd hennar var ekki nema hvísl, en hún horfði niður fyrir sig og í svari hennar var hvorki bros né innileiki. Henni fanbst sem hún mundi aldrei verða vör persónulegra tengsla við Florian framar. Þrátt fyrir ýmsa vingirni hafði hann sýnt henni harðneskju- legt kæruleysi einmitt þegar hún þóttist vera sem allra hollust honum. Hann horfði svo fast og gagnrýnandi á hana, að hún fann það glöggt þó að hún liti ekki upp. Eftir dálitla stund sneri hann sér að föður hennar og sagði: „Dóttir yðar hefir sagt mér, að hún muni kannske sækja um stöðu hjá öðrum á næsta ári. Það verður tómlegt hjá mér á eftir, en ykkur verð ég að óska til hamingju.“ „Er það yirkilega?“ Mildred varð hugsað til þeirra hagnýtu þæginda, sem hún gæti haft af því að eiga stjúpdóttur í einhverri tískuversluninni heima, en jafnframt hins raunalega í því, að þá væri öllu sambandi slitið við hinn fræga Florian. „Agneta!“ sagði Rogers hátt og vongleðin skein úr augunum. „Gaman að heyra það.“ Faðir Agnetu tók hendinni um öxlina á henni, en tók svo óvar- lega á fallega silkikjólnum að Florian blöskr- aði. „Þú hefir ekki minnst á þetta við okkur!“ „Ég hefi ekkert ákveðið um það ennþá,“ svaraði Agneta fljót. „Ég . .. ég vil ekki flana að neinu.“ „Við viljum ekki að þér gerið það,“ sagði Florian hæversklega. „En eftir sex vikur för- um við að undirbúa jólasýningarnar. Það væri hentugast bæði fyrir yður og mig, að þér létuð mig vita innan þess tíma.“ „Ég skal vera búin að ákveða mig þá,“ sagði Agneta stutt. Loks var samkomunni Slitið. Þetta hafði

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.