Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1957, Page 16

Fálkinn - 13.12.1957, Page 16
10 ^*^*^*^*^*^*^*^*^*^*^*^*}*^*^* JÓLABLAÐ FÁLKANS 1957 SKÚLI SKÚLASON! KONUNGSHEIMSÓKN fyrír 50 áram Á síðastliðnu sumri liefir ísland fengið heimsókn tveggja erlendra þjóðhöfðingja, Gustafs VI. Adolfs Svíakonungs og Urho Kaleva Kekk- onens Finnlandsforseta. Og fyrir hálfu öðru ári heimsótti Danakon- ungur í fyrsta sinn íslenskt lýðveldi. Slikar heimsóknir má telja til góðra viðburða, og vafalaust geta þær átt drjúgan þátt í þvi að efla kynni, skipti og samhug þeirra þjóða sem hlut eiga að máli. Þessar hcimsóknir stóðu þrjá daga hver, en eftir opinbera heim- sókn Finnlandsforseta var honum boðið norður í land. Hann hafði aldrei komið ’hingað áður, en það höfðu bæði Dana- og Svíakonungar gert, annar nokkrum sinnum, en hinn árið 1920. Það var þvi vel til fallið að lofa Ivekkonen að koma norður í land, svo að hann fengi að sjá ofurlítið meira af landinu en aðalgöturnar í Reykja- vik og Þingvöll, Sog, Ölfusið og Hell- isheiði. Menningarstarf þjóðarinnar er reynt að sýna eftir föngum í opin- berum heimsóknum sem þessum: Há- skólann, Þjóðminjasafnið, Þjóðleikhús og þcss háttar, en það sem útlending- um þykir þó mest til koma, hvort þeir eru háir eða lágir, er þó og verður: landið sjálft. 1 sambandi við þessar lieimsóknir verður manni ósjálfrátt að minnast konungsheimsóknar, er gerð var hing- að fyrir fimmtíu árum, sumarið 1907, og enn er í minnum höfð af þeim, sem þá voru vaxnir úr grasi. Og það er fróðlegt að rifja upp aðstæður þær er þá voru til þess- að taka á móti fjölmenni, og bera saman við það sem nú er. í einu tilliti hefir ástandið ekkert batnað: gistihúsaleysið í Reykjavík er meira nú en þá. En í öðru tilliti hefir orðið gerbreyting. Árið 1907 var aðeins ein bifreið til í Reykjavík, og hún hafði getið sér litinn orðstír og var hætt að hreyfa sig út úr Thomsenspakkhúsi þegar þetta gerðist. Vegirnir voru að miklu leyli ekki færir nema kerrum. Og hvað veisluhöld snerti, þótti ekki annað fært en fá veitingahússtjóra ásamt yfirþjóni og kokki frá Dan- mörku, til að hafa yfirumsjón mcð innlenda mats-eldar- og jijónustu- liðinu. Það má segja að það hafi nálgast kraftaverk að fara i sjö daga ferðalag austur í sveitir með konung og um 200 gesti, og láta allt ganga jafnt slyðrulaust og raun varð á. Til þess þurfti mikla fyrirhyggju og góða sljórn. En allt fór þetta mjög sæmi- lega, engin nefnandi óhöpp urðu og Itlagskráin — eða fararskráin var lialdin út i æsar. En mestu máli skipti, að veðrið var gott, að undanteknum þjóðhátíðardeginum (2. ágúst) á Þing- völlum. Þá rigndi. AÐDRAGANDI OG UNDIR- BÚNINGUR. Tilefnið til íslandsfarar Friðriks VIII. var það, að á fyrsta ríkisstjórn- arári sinu, 1906, hafði hann boðið ráð- herra íslands og öllum alþingismönn- um í heimsókn til Danmerkur. Þá var aðeins hálft þriðja ár liðið síðan stjórnin fluttist inn i landið, en sú „stjórnarbót“ hafði síður en svo þaggað niður sjálfstæðiskröfur ís- lendinga. Landvarnarmenn höfðu haf- ið baráttu sína undir forustu Jóns Jenssonar, Einars Benediktssonar, Bjarna frá Vogi og Benedikts Sveins- sonar, einkum til að andmæla þvi að ísl. lög og stjórnarráðstafanir skyldu borin upp fyrir konungi í danska rík- isráðinu. Og krafan um íslenskan fána var komin fram — bláhvíta fán- ann. Þessi mál urðu ekki þögguð nið- ur. Frá sjónarmiði Hannesar Hafstein var sú leið beinust í sjálfstæðisbar- áttina, að vinna að auknum kynnum ráðandi manna í Danmörku af íslandi og íslenskum málum, og þess vegna varð það að ráði i þingmannaförinni 1906, að konungur heimsækti ísland á næsta ári og ennfremur 40 menn úr ríkisþinginu danska. — Undir eins og vitað var um þessa ráðstöfun hertu andstæðingar Hannesar Hafstein sókn- ina. í blaðamannaávarpinu frá nóv- ember 1906 kemur fram krafan um að ísland verði frjálst sambandsland Danmerkur, og vorið 1907 ítrekar fjölmennur Þingvallafundur þessa kröfu. Björn Jónsson var aðalforingi stjórnarandstæðinga og það kom á dsginn að blað hans, ísafokl, var á- hrifamesta blað landsins. Stjórnar- andstæðingar vildu láta konung og sambandsþjóð sína sjá, að þeir gerðu sig ekki ánægða með stjórnarskrár- breytinguna frá 1903. Það var afráðið fyrirfram, að kon- ungur skyldi láta það verða fyrsta verk sitt er hann kæmi til íslands, að gefa út auglýsingu um skipun millilandanefndar til að fjalla um „stöðu Islands i veldi Danakonungs“. Og dönsku þingmennirnir áttu að sjá með eigin augum, að islenskir lands- hættir eru svo ólíkir dönskum, að engin von væri til að aðrir en íslend- ingar gætu stjórnað íslandi. En hér var í mikið ráðist. Þetta var engin þriggja daga heimsókn, þvi að gestirnir komu til Reykjavíkur 30. júlí og fóru þaðan aftur 9. ágúst, og síðan var haldið til ísafjarðar, Akur- Skothríð á Reykjavíkurhöfn er konungur stígur á land. Hátíðarbogi við Steinbryggjuna í Iteykjavík. Pósthússtræti fánum skreytt 1907.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.