Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1957, Síða 32

Fálkinn - 13.12.1957, Síða 32
26 ^*^*^*^*^#^^)4#^*^*^*^*^*^*^* JÓLABLAÐ FÁLKANS 1957 JÓLALEIKIR. Fyrst skulum við fara í BRUNN- LEIK. (mynd a). Og þá verðum við að byrja með því að gera uppdrátt á stórt pappírsblað. Þar verður að vera gott rúm fyrir teikninguna og allar tölurnar. Og svo þurfum við tvo teninga og einn hnefa af hnetum handa hverjum. Fyrsti leikmaður kastar teningun- um. Reitinn með tölunni, sem upp kemur, fyllir hann með piparhnetum. Fái hann t. d. 6 augu á öðrum ten- ingnum og 2 á hinum, setur hann átta piparhnetur á reitinn með tölunni 8. Ef annar leikmaður fær sömu tölu, hefir hann unnið það sem á reitnum stendur og auk þess fær hann að kasta tengingunum í annað sinn. Þannig getur hann haldið áfram þang- að til hann fær tölu, sem ekkert er á. En talan & heitir „brunnurinn“ og sá sem hana fær verður að borga öll- um hinum leikmönnunum eina hnetu hverjum. (mynd b). Og nú skulum við hreyfa okkur svolítið. Við höfum KAPP- HLAUP kringum stofuborðið. Aðeins tveir í einu. Þeir snúa bökum saman áður en þeir taka sprettinn. Hvor þeirra fær epli, sem bann stingur milli hnjánna og jólakort, sem hann leggur á hausinn og þrjá vanilíukransa ofan á. Hendurnar eru krosslagðar á brjóst- inu. Og nú er vandinn að verða fyrri kringum borðið og á þann blett, sem lagt var upp frá, án þess að missa eplið, jólakortið eða kökurnar. Sá sem vinnur fær eplið og kökurnar. Eftir þessa miklu þrekraun er best að fara i orðaleik, sem 'heitir „Þrír eins“. Allir setjast i hring. Númer eitt segir til dæmis: „eitt einasta eikartré. Sá næsti endurtekur það sem sagt var en bætir við, svo að setningin lijá honum verður: „eitt einasta eikartré, tvær toppfullar teskeiðar." Sá þriðji segir t. d.: „eitt einasta eikartré, tvær toppfullar teskeiðar og þrír þrýstnir þöngulhausar“ og svo kemur sá næsti og bætir við „fjórir fimlegir Frakkar" eftir að liafa þulið setninguna sem á undan kom. Þannig er haldið áfram þangað til komið er í þrot. Sá sem gleymir úr sethingunni eða segir skakkt orð, er úr leik. HVAÐ ER í KÖRFUNNI MINNI? (mynd c) heitir næsti leikur. Þar hefir hver þátttakandi blýant og blað. Húsbónd- inn gengur á milli með körfu, með 10—12 mismunandi hlutum, sem klút- ur er breiddur yfir. Til dæmis, kart- öflu, svamp, nálhús, vettling og þess konar. Þarna má ekkert vera sem maður stingur sig á, því að þátttak- endur eiga hver eftir annan að stinga hendinni undir klútinn og þukla á þvi sem í körfunni er. Hver um sig fær eina minútu til að þukla i körf- unni og síðan skrifar hann á blaðið hvað þarna sé samankomið. Sá sem skrifar flest rétt hefir unnið leikinn. SPILKAST. (mynd d). Hattur er settur út í horn. með opið upp. Þátttakendur standa i hæfilegri fjarlægð frá og svo fær hann tuttugu spil, sem hann á að reyna að kasta. Spilin eru stokkuð og svo er byrjað að kasta. Vinningurinn er reiknaður eftir því hve há spilin eru, sem lenda i hattinum, og við útreikninginn telst gosi 5, drottning 10 og kóngur 15 stig, en ásinn 1. Loks er „Tíeyringurinn á nefinu". Þátttakendur leggjast endilangir á gólfið og svo er lagður tíeyringur eða einseyringur á hvers nef. Svo er talið Ýmislegt á jólatréö (mynd a). í dag skulum við athuga livað við þurfum að 'hafa, til þess að skreyta jólatréð með, og byrjum á því auð- veldasta: 1. Jólahjörtu búum við til úr tveim- ur hringmynduðum, jafnstórum gljápappírsblöðum, eða úr þunnum pappa. Brjóttu þau i miðju og settu annað blað utan yfir hitt og lím þau saman. Og settu svo hanka á. Það er allur galdurinn! 2. Furðufuglar. Þeir eru gerðir úr bláum eða rauðum pappa, þunnum, og'hann verður að vera samlitur báðum megin. Iiaus, búkur og lapp- ir er klippt úr sama spjaldinu. Vængirnir eru úr pappa með öðr- um lit, og eru límdir á kroppinn. í stélið er notaður silkipappir og upp að þremur, og þá eiga allir að reyna að láta tíeyringinn detta með þvi að lireyfa andlitið. En ekki má maður hreyfa höfuðið frá gólfinu. silfurpappír, sem er klipptur i ræmúr, og gerður úr þeim skúfur, sem er notaður fyrir stél og festur við búkinn með tvinna. Þú býrð til augu, nef og stél á fuglinn, úr pappír með öðrum lit, og festir hann á jólatréð með títuprjóni. 3. Hvítir svanir eru til prýði á jóla- trénu, og auðvelt að búa þá til. Teiknaðu myndina af svaninum hérna, með kalkipappír á pappa, klipptu 'hann svo út og gerðu rifu á búkinn til að festa vængina í. Á mynd G sérðu hvernig vængirnir eru búnir til úr fellingapappír, sem þú skástýfir endana á, þegar búið er að fella hann. Svo stingur þú vængjunum gegnum rifuna á búkn- um og límir innstu fellinguna við búkinn. Og svo málar þú augun og nefið og hengir meistaraverkið á jólatréð. Jólasveinn og stjarna um leið. (mynd b). Þessi mynd þarf lítilla skýringa. Þú klippir jólasveininn eins og stjörnu, úr Ijósrauðum pappa. Skeggið er svolítill vatt-lagður, liúfan úr há- rauðum gljápappir, vettlingarnir rauð- ir líka og skórnir svartir. Ef þið eigið tvö smá pappírsflögg getið þið límt þau á handleggina á honum.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.