Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1957, Qupperneq 42

Fálkinn - 13.12.1957, Qupperneq 42
36 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1957 •vis&i ekki inokkurn skapaöan iilu!. Hann hafði ekki verið annað en ein- faldur flakkari á öræfunum í herrans mörg ár. Hann hafði heyrt svanina leika hæði í suðri og norðri á vorin, og honum þótti svo vænt um þessa fuglá, sem sungu svona fallega fyrir mannfólkið á öræfunum. Ekki liafði hann hugmynd um livaðan svanirnir komu. Hann tiafði heyrt að þeir ættu heima í framandi fjarlægu landi en vieru aðeins sumargestir á Finnmerk- uröræfunum. Þetta gat vel verið rétt. Honum var alveg sama um hvaðan þessir fallegu fuglar komu. En söng- urinn þeirra var honum fyrir öllu. Hann var unun bæði eyra hans og hjarta. Söngurinn var honum fagnað- arboðskapur. Það fallegasta sem hann vissi. Þegar hann var unglingur hafði hann heyrt gamla sama segja, að söngsvanirnir væru menn í álögum, sem drottinn hefði dæmt til að syngja á Finnmerkuröræfunum til að afplána syndir sínar. En aldrei hafði hann trúað þeim sögum. Hins vegar vildi hann trúa því, að söngsvanirnir væru guðs útvöldu fuglar. Engir fugl- ar á öræfunum sungu á við þá. Það var líkast og loftið titraði undir þeim söng, og hjartað fylltist sætleik og gieði. Oft hafði hann séð svanina synda eins og tignarleg smáskip á vötnun- um stóru, það var svo tignarleg sjón, að hjarta hans hafði fyllst háleitri, hreinni gleði. Hann hafði kallað þá paradísarfugla, því að söngur þeirra oili paradísargleði á öræfunum. Án svananna hefðu öræfin orðið ófrjó eyðimörk í huga mannsins. !Síðasta ósk konunnar hans áður en hún dó, hafði verið sú, að fá að heyra svanina syngja í suðri, einu sinni enn. Sii ósk hennar hafði gengið eftir. Síðasta daginn sem liún lifði höfðu svanirnir sungið marga klukku- tíma fyrir iiana við Stipanautsivatnið, þar sem þau höfðu verið með lirein- dýrin sín. Þetta var merkið um, að nú mætti halda til strandar, en fyrir hana hafði það orðið merkið um inn- ganginn til eilífðarinnar. Þess vegna voru þau svo sterk, böndin sem tengdu hann við Stipa- nautsi, og þess vegna varð hann alltaf að fara þangað með hreindýrin sín á vorin. Sitpanautsi var orðinn lionum heilagur staður, því að þar hafði hann hitt konuna sína fyrst og skilið við 'hana síðast. Ferðir hans þangað voru pítagrimsferðir hans. Og þeim ferð- Um átti ekki að ijúka fyrr en hann fór á eftir konunni sinni inn á þess- ar ókunnu slóðir, sem kallaðar eru eilífðarlandið. Hann strýkur burt nokkur tár, sem hafa runnið niður á kinnina. Honum var svo hætt við að tárast þegar hann stóð við Stipanautsi og gaf endur- minningunum lausan tauminn. En hann mátti ekki lifa i endurminning- unum einum. Hann hafði líka hlut- verki að gegna, sem snerti lífið sjálft. Hann varð að koma hreinahópnum sínum yfir Stipanautisvatnið. Þegar þvi væri lokið, en ekki fyrr, gæti hann tekið náttstað í sæluhúsinu, sofið þungum, værum svefni. Hreindýrin standa i hnapp við vatn- ið. Það er eins og þau séu að bíða eftir því að hundarnir fari að gjamma. En Per Balto getur ekki enn ráðið við sig hvort hann eigi að þora að reka yfir ísinn. Hann verður að minnsta kosti að reyna ísinn fyrst, prófa hvort hann sé nógu sterkur handa hundrað hreina hóp. Hann fer út á ísinn og pjakkar með stafnum. Það urgar í ísnum við iivert högg, eins og hann sé að mótmæla því að hann verði reyndur. ísinn er svo þykkur að Per getur ekki rekið gat á 'hann. Kannske ber hann Iiópinn uppi, kannske ekki. Það er vandráðið úr þessu. Hann gengur lengra út á ísinn og reynir. Kemst að þeirri niðurstöðu að hann sé nógu sterkur. Hann snýr við að hópnum, tekur ökulireininn og teymir hann eftir sér út á ísinn. Hreintarfurinn spyrnir á móti eftir mætti, en saminn er sterkari, svo að lireinninn verður að láta undan. Og svo reka hundarnir hópiiin á eftir. Það er líkast og lifandi skógur fari yfir ísinn. En þegar hópurinn er kominn út á mitt vatnið brestur ísinn. Dýrin berjast fyrir lífi sínu í grængolandi vatninu. Þau komast ekki upp á vak- arbarminn og ekki geta þau snúið við. Þarna drukknar allur hópurinn fyrir augunum á Per Balto. Aðeins öku- hreinninn er eftir af allri hjörðinni. Samanum hefir tekist að koma hon- um yfir. Þegar Per Balto sér hvað orðið er með hreindýrin hans er eins og vitið i lionum bili. Hann stendur þarna með ökuhreininn og starir út á vatnið, þar sem dauð hreindýr skrolla uppi milli jakanna. Það sem skeð hcfir er svo óskiljanlegt að liann getur ekki gert sér grein fyrir því strax. Hann stend- ur þarna eftir með aðeins einn 'hrein. En þegar hann gerir sér ljóst hví- lík ógæfa hefir steðjað að krýpur hann á kné í snjónum og segir: Herr- ann gaf, herrann tók, vegsamið veri nafn drottins. Per Balto er auðmjúk- ur í fátækt sinni. Hann er enn á hnjánum, og nú heyrist allt i einu svanasöngur úr suðri. Það er líkast og vohlug hljóifa- sveit svífi yfir heiðarnar. Saminn stendur lipp húgfanginn og starir mót suðri. Svanasöngurinn er svo tignar- legur og dásamlegur, að Per Balto titrar eins og tryllingur liafi gripið hann. Hann hefir alveg gleymt áfall- inu mikla, sem hann varð fyrir áðan. Hann sér sýnir: Niður brekkuna fyrir handan vatnið kemur stór lirein- dýraliópur, heil skriða af hreindýrum niður fellið. Og fyrir hópnum geng- ur ung smalastúlka og teymir hvítan ökuhrein. Sólin glitrar í stóru sylgj- unni á brjóstinu á henni og rauða húfan er eins og logi ofan á hrafn- svörtu hárinu. Þessi samastúlka er dásemd fegurðarinnar. Jú. þetta er Aino frá Suomi-landi, sem kemur er svanirnir syngja í suðri. Aino! hrópar hann, og svo hnígur hann niður á fönnina. En svanirnir 'halda áfram að syngja i suðri. En hjá liðnum samanum sitja hund- arnir hans tveir og sleikja hendurnar á honum. Þeir skilja ekki hvers vegna hann vaknar ekki. Og svo fara þeir að spangóla móti svanasöngnum. * „Það er ótryggt að hafa ekki vátryggt“: Félagið tekur að sér m. a. eftir- farandi vátryggingar með bestu fáanlegum kjörum: — IIEIMILISTRYGGINGAR * BRUNATOYGGINGAR ÁBYRGÐARTRYGGINGAR BIFREIÐATRYGGINGAR it FERÐATRYGGINGAR ic FARANGURSTRYGGINGAR ÍC J ARÐSK J ÁLFTATR. ÍC REKSTURSSTÖÐVUNARTR. ÍC FLU G VÉL ATRY GGIN GAR ÍC STRÍÐSITIYGGINGAR ÍC GLERTRYGGINGAR VÁTRTCGINCAFÉIACID HJ. KLAPPARSTÍG 26 — REYKJAVÍK — SÍMAR: 1730 & 5872.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.