Fálkinn - 07.03.1958, Qupperneq 4
4
FÁLKINN
Sprengingin varð í aftanverðu loftfarinu og skipið varð alelda á svipstundu.
Risaloftfarið „Hindenburg“ sveif
yfir New York að kvöldi 6. maí 1937.
Bílarnir á Broadway námu staðar,
farþegarnir sneru sig nærri því úr
hálsliðnum til aS 'horfa á þetta fljúg-
andi hótel, sem var aS ijúka ferSinni
yfir Atlantshaf.
FólkiS í New York liafði margsinn-
is séð „Hindenhurg“ í þeim tíu ferð-
um, sem hann hafði fariS áriS áður,
en alltaf vakti hann jafn mikla að-
dáun, þessi risi — 29 metrum lengri
en stærsta herskip veraldar.
Klukkan 15.32 sveigði hann yfir
Empire State Building, en sólin gægð-
ist gegnum skýin. Svo stefndi hann
með 97 farþegana. sína á lendingar-
mastrið i Lakehurst í New Jersey.
I'ólkið í New York hélt að það hefði
séð endirinn á vel heppnuðu flugi
með „öruggasta loftfarinu í heimi“.
„Hindenburg“ var talinn svo örugg-
ur, að Lloyds í London tók aðeins
5% iðgjald af tryggingu hans, sem var
500.000 pund.
Á stjórnpallinum — 5G metra frá
nefinu á loftskipinu — stóð bláeygur
og ljóshærður kapteinninn, Max Pre-
uss og skipaði fyrir. Við hliðarstýrið
stóð Kurt Schönherr og starði fram-
undan sér eins og stýrimaður á skipi.
Eduard Boelhius var við hæðarstýrið
og sneri hægri öxlinni fram.
Ernst Lehmann, sem stýrði skipinu
i óvcðursferðinni árið áður, hafði
gætur á Preuss. Þá hafði Lehmann
stýrt svo vel, að farþegarnir vissu
ekkert þegar þeir voru í versta rok-
inu, sem komið hafði yfir Nýja Eng-
land það árið.
Fimleikamaðurinn Josept Spah var
á gönguþilfarinu á bakborða og
reyndi að finna bæinn sinn, Douglas-
ton á Long Island. Hann var að koma
frá sýningum í Wintergarten í Berlín
og tók sér far mcð „Hindenburg“ til
að komast i tæka tið tli að sýna sig
i Radio City Halh
ÍTARLEGAR VARÚÐARREGLUR.
Sænski iðjuliöldurinn Rolf von
Heidenstam var á stjórnborða. Hann
iangaði i glas og þrýsti á bjölluhnapp-
inn að reyksalnum. Howard Kubis
yfirþjónn svaraði með að þrýsta á
hnapp svo hurðin opnaðist og Heiden-
stam slapp inn og hurðin lokaðist
jafnharðan eftir honum. í reyksaln-
um sátu margir farþegar og voru að
ræða um síðustu atburði.
Þjóðverji nokkur var hreykinn að
tala um síðasta Íieimsmet „Graf
Zeppeiin". Loftfarið hafði siglt mörg
milljón kilómetra án þess að nokkurt
óliapp kæmi fyrir. — En „Ilinden-
burg“ er enn öruggari, sagði hann. —
Hann er öruggasta loftfarið, sem
nokkurn tíma hefir verið smíðað. Það
er ekki nema einn galli á honum:
Gashólfin sextán eru með yfir 7 mill-
jón rúmfetum af vatnsefnisgasi.
Um leið og farið var út fann Ferdi-
nand Belin jr. að því við yfirþjón-
inn, að hann fylgdi öryggisákvæðun-
um of ítarlega fram.
— Við Þjóðverjar leikum okkur
ckki að vetninu, sagði Kubis og brosti.
Fyllstu nákvæmni var gætt um
borð. Allar eldspýtur og kveikjarar
voru teknir af farþegunum þegar þeir
stigu um borð í Frankfurt. Þrír að-
algangarnir í loftskipinu voru klædd-
ir með gúmmí. í þröngu idiðargöng-
unum urðu menn að ganga á flóka-
skóm til að fyrirbyggja að neistar
mynduðust. Áhöfnin, sem varð að
fara milli vetnishólfanna var i asbest-
fötum, sem engir linappar eða málm-
hlutar voru í.
Dieselhreyflarnir fjórir, sem knúðu
ioftfarið áfram 135 km. á klukku-
stund, voru kveikjulausir. Hráolían
sem notuð var, var svo óeldfim að
ekki kviknaði í henni þó logandi eld-
spýtu væri kastað ofan i olíugeym-
inn. — Nei, það var óhætt að treysta
„Hindenburg".
LÖNG BIÐ I' LAKEHURST.
Á flugvellinum beið fjöldi af blaða-
mönnum, tjósmyndurum og kvik-
myndurum. Margir þeirra höfðu ver-
ið á ferli síðan kl. 5 um morguninn,
því að „Hindenburg" tiafði gert ráð
fyrir að koma klukkan átta.
Loksins kl. 1G hrópaði kvikmynd-
ari sem stóð upp á vörubílspalli með
tækin sín: — Þarna kcmur hann!
Charles Rosendahl kapteinn, flug-
stjórinn, sem átti að stjórna lend-
ingunni, fór sér hægt. Preuss kap-
teinn hafði nfl. tilkynnt honum að
sér þættu skúrirnar i kring iskyggi-
legar. Hann ætlaði þess vegna að
sveima þarna í kring til kl. 18.
Rosendahl fannst ekkert að athuga
við vcðrið, en liann vissi að Preuss
var gætinn maður.
Kurr varð i áhorfendahópnum er
það fréttist að lendingunni væri
frestað. Og til að gera iilt verra kom
ný hellidemba.
Eftir klukkutíma dró úr veðrinu
og stöðvarlúðurinn gaf niu merki:
Lendingarflokkurinn, 110 hermenn
og 138 aðrir, gekk út á völlinn. En
áður en mennirnir komust að mastr-
inu kom ný rigningarskúr, sem gerði
þá gegndrepa.
Kl. 18.12 var skýjaliæðin G0 metr-
ar og skyggni 8 kílómetrar, áltin
V-NV og vindhraðinn lítill. Óveðrið
hafði btásið burt. Rosendahl sendi
nýtt skeyti: Allt til reiðu. Við bíðum!
Willy Speck loftskeytamaður sendi
orðsendinguna úr klofa sinum aftur á
til Preuss. Loftskipið var komið
suður undir Delawarefljót en tók nú
stefnu til Lakehurst aftur.
Nokkrum sekúndum yfir kl. 19
stakk Rosendahl upp á að lent yrði
strax. „Ilindenburg" hafði kveikt á
tveimur fremstu kastljósunum og
kom nú úr suðri í þann mund er fór
að rökkva. Þegar hann fór yfir flug-
völlinn í 150 metra hæð, sá Preuss
að vallarmennirnir voru tilbúnir að
taka á móti.
Það rigndi ekki nema lítið núna
en hryðjuvindur blés á suðaustan.
Skýjahæðin var nær 800 metrar —-
öllu hagaði vel fyrir góða lendingu.
Kl. 19.20 var hægt að grilla í
nokkra menn á pallinum fremst á
loftskipinu. Kl. 19.21 snerti fyrsta
tjóðurreipið frá loftfarinu sandinn á
réttum stað. Það var yfir 120 metra
langt og 2 þuml. í þvermál. Næsti
kaðall kom að vörrnu spori. Vallar-
mennirnir gripu bakborðslínuna og
drógu hana að öðrum litla járnbraut-
arvagninum á hringsporinu. Þeir sem
„Hindenburg“ féll glóandi til jarðar og afturhlutinn lagðist saman. Það
gekk kraftaverki næst að nokkur skyldi komast1 lífs af úr loftfarinu.