Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1958, Side 8

Fálkinn - 07.03.1958, Side 8
8 FÁLKINN Giítnr pnðurkerlingu! Þau giftust i París. Hún sagöist elcki telja sig löglega gifta, ef þau væru ekki gefin saman í rússnesku kirkj- unni í París. Það var kirkjan, sem Mamma og Pabbi höföu gifst í, svo að Tómasi gat ekki verið alvara, að ætl- ast til að þau giftust í Englandi. Tómas andvarpaði. — Hvað finnst þér að Englandi? spurði hann. — Ekkert! Ekki neitt! En Mamma og Pabbi ... Hann lét undan. Fyrst vorn þau gefin saman borg- aralega, og síðan í rússnesku kirkj unni. Og Elena Dubois, sem var rúss- nesk að hálfu og frönsk að hálfu, varð frú Tómas Graham. Þau fóru í 'brúðkaupsferð til Suður- Frakkiands. Einn morguninn þegar hann vaknaði, sat hún í opnum glugganum. Sólin var að koma upp. Elena var að slafra í sig vínberjum, og horfði á sjómennina, sem voru að koma úr róðri. Hún tók eftir augnaráði hans og leit við og horfði á hann stórum gullinbrúnum augunum. — Ég var svo sæl að mér var ómögulegt að sofa, sagði hún. Hann settist upp i rúminu og teygði fram hendurnar til hennar. Hún fleygði sér í faðm hans og hjúfr- aði sig að honum eins og krakki. — Kysstu mig! skipaði hún. — Ég verð ekki alltaf tuttugu og eins. — Nei, liklega ekki. Hann brosti í laumi. — Ó, elskan min, sagði hún, — mér er ómögulegt að hugsa til þess að eiga að verða gömul. Þegar maður er orð- inn tuttugu og fimm er lífið búið. Er það ekki rétt? — Tja, ég fyrir mitt leyti varð nú tuttugu og firam fyrir þremur árum. Tómas teygði úr sér og geispaði værð- arlega, — og ég hefi aldrei verið sprækari en nú. Elena hristi hausinn óþolinmóð. — Það er annað mál með karlmennina, ættirðu að geta skilið. En kvenfólkið ... hún pirði augunum og lét sem hrollur færi um sig. — Ég þoli ekki að hugsa til þess að eiga að fá undir- höku, og lirukkur kringum augun. Ég vona að ég deyi áður en ég verð tutt- ugu og fimm! Tómas, sagði hún há- tíðlega og horfði á hann, — ég ætla að fyrirfara mér á afmælisdaginn minn, þegar ég verð tuttugu og fimm. — Já, það finnst mér að þú ættir að gera, sagði hann og lést vera al- varlegur. Hann vissi að hún bafði orðið tuttugu og fimm ára í síðast- liðnum október. Það stóð á vegabréf- inu hennar, en hún hafði gleymt að hún hafði látið hann sjá það. Hún hefði getað orðið leikinn lyga- laupur, hugsaði Tómas með sér, ef hún hefði ekki verið svona gleymin. En hún gat ekki gabbað tveggja ára barn, hvað þá meira. Og Beatrice systir hans mundi ekki láta leika á sig. Hann ætti kannske að stinga því að henna, að vara sig á Beatrice? Þó líklega væri það ekki vert. Hann þóttist heyra hverju 'hún mundi svara. Hvað áttu við, á ég að fara varlega? Ljúga? Hver lýgur? Ó, Tóm- as, þú ert hættur að elska mig, úr því að þú getur látið annað eins og þe'tta þér um munn fara. Nei, það var líklega best að þegja. Þetta fór eins og Tómas hafði bú- ist við. Beatrice var ekki væg í dóm- mn um Elenu. •— Tómas, sagði hún, er þau voru ein sáman dálitla stund, — það er ljótt að verða að segja það, en þessi rússneska kona þín cr sú þaulæfðasta ... ja, hvernig á maður að orða það? — Já, hvernig áttu að orða Jjað? sagði Tómas kersknislega og honum var skemmt. Hann hafði aldrei haft dálæti á systur sinni. — Hún er þaulæfður lygalaupur, það er hún! sagði Beatrice og var reið. Hann barði rólega öskuna úr pip- unni. — Henni hæUir til að láta hugann hlaupa í gönur, sagði hann. — Ég kalla það ekki að Ijúga. — En ég kalla það að Ijúga! Bea- trice, sem annars var stillingarljós, var orðin sótrauð í framan. — Það verður ekki áreynslulaust að vera giftur henni, það muntu sanna, Tóm- as minn. í þeim svifum var opnað og Elena kom inn. Ef hún hefði verið ensk mundi 'hún ekki haía látið á neinu bera, en það datt henni víst ekki í hug. — Er það ég, sem það er svona mikil áreynsla að búa við? spurði hún. Beatric roðnaði enn meira. — Jæja, svo þú stendur þá á hleri, sagði hún kuldalega. — Vitanlega, sagði Elena frökk, — það er eina leiðin til að kynna sér livað þið enska kvenfólkið meinið. Og nú skal ég segja þér, sagði hún og röddin varð skrækari, — hvað ég mcina um þig! Hún krosslagði fal- legu handleggina á 'brjóstið og sagði skýrt og greinilega: — Þú ert gömul rolla! Við sjáum liklega ekki mikið af Beatrice hér eftir, hugsaði Tómas þeg- ar liurðin skall á eftir systur hans, sem rauk út. ELENA átti sérstæðan þokka, og vin- ir Tómasar urðu mjög hrifnir af henni. Þegar þau voru i samkvæmum ver hún að jafnaði hrókur alls fagn- aðar. Það var alveg nýr blær yfir henni, eitthvað sem var öðruvísi en nienn áttu að venjast. Það var einu sinni í samkvæmi að hún hafði uppburði til að segja, svo að Tómas hlustaði áj: — Já, mér fellur vel við allt fólk hér í Englandi, nema þessa herfu, hana systur hans Tómasar. Og hún hefir andstyggð á mér líka, svo að það er kaup kaups. En Tómasi þótti vænt um hana. Þó að hann sæi vel gallana á henni, þótti honum vænna um hana með hverjum deginum. Því fór 'fjarri að hún væri nokkur tvo stóla ... fyrirmyndar eiginkona. í fyrsta lagi eyddi hún óhæfilega miklum pening- um i mat. Og lika var hún talsvert mislynd. Stundum greip hana óstjórn- leg heimþrá, svo að henni lá við sturlun. Þá talaði bún aðeins um Mömmu og París, og aðrir en Tómas mundu hafa liagt henni að fara norð- ur og niður fyrir löngu. En oftast var hún glöð og -kát, og maðurinn hennar var hálfgildings dýrlingur í hennar augum. Þegar Tómas hugsaði til einhleypingsár- anna, fannst honum þau sviplaus og leiðinleg. Að vísu gat það stundum verið dálítið erfitt að vera giftur El- enu, en það var aldrei leiðinlegt. Fyrstu sex hjúskaparmánuðirinr voru liðnir áður en hann vissi af. En svo varð fyrsti áreksturinn einn morguninn er þau sástu yfir morgun- matnum. Tómas var að lesa morgunblaðið. Þá tók hann allt í einu eftir að svo undarlega hljótt var við borðið. Hann leit til Elenu. Og hún leit kuldalega á hann til baka. Hún var eins og fal- legt málverk þarna sem hún sat í rós- óttum morgunkjól, sem fór svo vel við gullið hörundið og dökka hárið. En augun voru svört af heift. — Jæja, sagði hún ískrandi, — svo nú er það byrjað? Hann saup stóran kaffisopa. — Hvað er byrjað? — Við höfum ekki verið gift nema sex mánuði, og nú kærir þú þig ekki um að líta á mig. Blaðið er meira áriðandi. — Hvaða bull, góða mín, sagði Tómas og fór að lesa aftur. Hann var að leita að grein um Kimherton-áætl- unina nýju. Hann hafði lieyrt að efnt yrði til arkitektasamkeppni um mikl- ar byggingaframkvæmdir, og þeirri samkeppni langaði liann að taka þátt í. — Bull, góða mín. Já, góða mín. Nei, góða mín! Elena varð æstari og æstari. — Það skal hætt að tala sam- an við borðið, hér eftir, er það svo að skilja? Svo varð röddin lág og hættulega varfærin. — Þér er kannske farið að leiðast að vera með mér, Tómas? Þarna kom það: „Borgarstjórinn í Kimberton tilkynnti i gær . ..“ Hann las áfram án þess að heyra hvað kon- an hans, blessunin, var að segja. En hann gerði sér ljóst, að það stóð upp á hann að svara, og þess vegna sagði 'hann úti á þekju: — Já, góða min. Áður en orðinu lauk var blaðið þrifið af honum og þeytt á gólfið. — Sjáðu, sagði Elena froðufellandi, — nú traðka ég á blaðinu þinu. Ég hata bglvað blaðið! — Svona, svona, Elena, vertu ró- leg. Tómas stökk ekki upp á nef sér. — Þetta er nú full langt gengið! — Nei, ekki nærri nógu langt! Og svo kom kaffibolli fljúgandi. En hann beygði sig svo að bollinn fór yfir markið. — Jæja, þér er farið að leiðast i sambúðinni við mig, sagði hún aftur. Ég get sjálfsagt keypt mér annað blað á leiðinni i skrifstofuna, hugs- aði Tómas spekingslega, tók brauð- sneið i aðra höndina og hattinn i hina og hvarf út úr dyrunum. Þetta var alls ekki rétta stundin

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.