Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1958, Blaðsíða 13

Fálkinn - 07.03.1958, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 faðir minn, sem átti hlut að máii, fannst mér alltaf að ég mundi ekki verða hissa þó að ég frétti að hann hefði nokkuð teygjanlegar siðferðishugmyndir. Þegar stjúpa mín sagði mér hvers konar „viðskipti" hann ræki, varð ég í rauninni ekki sérlega forviða. Þetta var auðvitað hræðilegt áfall, en mér fannst það alls ekki ótrúlegt. Hann kinkaði kolli til að sýna að hann skildi hvað hún ætti við. — En þegar stjúpa mín sagði mér frá þér ... — Frá mér? — Já, það var hún sem sagði mér það. Þó að ég hefði ekki þekkt þig nema stutta stund, varð ég alveg agndofa. Ég gat ekki trúað því. — Og hvað sagði móðir þín þér um mig, sem þú gast ekki trúað? spurði hann for- vitinn. — Um að þú stundaðir sams konar ,,við- skipti“ getur maður líklega kallað það. Og að pabbi væri ekki nema smápeð í glæpsam- legum viðskiptum, en að þú væri eins konar ... glæpamannakóngur. Nú varð löng þögn. Loksins sagði hann ró- lega: — Og þú vildir ekki trúa að þetta væri satt? — Nei, ég gat ekki trúað því. — Komdu hingað, væna mín. Hann rétti fram höndina og hún stóð upp og gekk til hans. Hún tók í höndina á honum. Og nú tók hún fyrst eftir hve fallegar hendur hann hafði — Antonía, er móðir þín áreiðanleg og hefir hún ábyrgðartilfinningu, sem kall- að er? — Nei, alls ekki, svaraði hún án þess að hugsa sig um. — Ég hefi þvert á móti oft hugsað um, að það hljóti að vera hún, sem hefir táelt pabba út á villigötur. — Ég skil. Hann hallaði sér aftur án þess að sleppa hendinni á henni. — Þú vildir þá ekki trúa öllu því sem hún sagði þér? — Nei. — En þú trúðir því sem hún sagði um mig? — Já, auðvitað. Sérðu — það kom svo vel heim við það, sem ég vissi áður. Og svo var það þetta skjal í peningaskápnum þínum. Mamma vissi um það, og — og um að þú gast þvingað pabba til að gera hvað sem vera skyldi. Og þetta féll svo vel saman. — Jæja. Hann starði enn hugsandi á hana, en brosti um leið og hann sagði: — Hvað skyldir þú halda að standi í þessu bréfi? — Mamma sagði að þú hótaðir að nota það til að fá pabba til að gera — eitthvað annað. Annað sem var ennþá verra en það, sem hann hafði gert áður. Hún virtist vera Hver er liundur kerlingarinnar? hrædd við það, sem þú mundir neyðá hann til að gera. — Annars held ég að móðir þín sé yfirleitt ekki hrædd? — Nei. — Þetta virðist vera talsvert skrítin kona, Antonía. Ég hefði gaman af að kynnast henni. Hún horfði betur á hann. — Þú álítur að ég hefði ekki átt að trúa mömmu, þegar hún sagði mér þetta? Hann svaraði ekki strax. En svo rétti hann úr sér, hló snöggvast og klappaði á höndina á henni áður en hann sleppti henni. — Ég held að ég bíði þangað til á morg- un. Þá skaltu fá að sjá skjalið sjálf, og get- ur dregið þær ályktanir af því sem þér sýnist. — Er þér alvara að ég hafi gert mér rangar hugmyndir um þetta frá upphafi? — Já. Þú hefir líklega gert þér dálítið skakkar hugmyndir um það. En farð.u nú að hátta, sagði hann og brosti til hennar. EITTHVAÐ AÐ GERAST. Hana langaði mest til að sitja áfram og fá hann til að segja meira, en það var ekki hægðarleikur að óhlýðnast, þegar hann hafði tekið eitthvað í sig, svo að hún bauð góða nótt og myndaði sig til að fara. Þegar hann kom að dyrunum stöðvaði hann hana. — Antonía ... Hún leit við. — Það er best að þú verðir í herberginu mínu — það er til vinstri þegar þú kemur upp stigann. — Herberginu þínu? — Já. Það á að líta út sem þú hafir flúið í ofboði einhvern tima í kvöld, sagði hann og brosti þannig að hún roðnaði. — Ég er hrædd- ur um að herbergið þitt verði að líta út eins og það hafi ekki verið notað. — En hvað ætlarðu að gera við sjálfan þig? — Ég get sofið hérna niðri. — Verður það ekki óþægilegt. Fer ekki illa um þig? — Nei, mér líður ágætlega hérna fyrir framan arininn. Og ég skal vekja þig í tæka tíð. Þú verður að vera komin úr húsinu fyr- ir klukkan sex. — Já, það er sjálfsagt vissast. Góða nótt — og þakka þér fyrir. Antonía fór fyrst inn í herbergið, sem henni hafði verið ætlað í fyrstu, og sótti dótið, sem hún þurfti fyrir nóttina. Hinu dótinu stakk hún ofan í töskuna og færði ýmislegt þarna inni úr stað, til að láta sýnast að hún hefði farið í skyndi. Svo fór hún inn í herbergi Max með tösk- una í hendinni og náttkjólinn á handleggnum. Hún hafði séð herbergið áður, þegar þau gerðu sér ferð þarna út til að skoða húsið, en þá var það öðru vísi. Nú var svipur hans kominn á það. Meðan hún var að hátta hugsaði hún um allt það, sem gerst hafði um kvöldið. Henni hafði ekki skilist fyrr en nú, hve aðstaða hennar var gerbreytt. Nú var hún ekki leng- ur „hjónadjöfull" í frægu skilnaðarmáli. Hún var aftur orðin hún — gat lifað sínu lífi. Ógnin sem hafði vofað yfir henni síðustu vikurnar var smám saman að hverfa. Að vísu gat hún ekki enn hugsað til Martins án þess að hjarta hennar blæddi. En kannske mundi rætast úr þeim vanda líka. Hún lagðist fyrir i rúminu og varp öndinni. Hún lét ljósið loga á náttborðinu og lá dá- litla stund og var að hugsa um hina hlið málsins. Aðstaða föður hennar virtist jafnvel ekki eins hættuleg og áður. Hún vissi að það var að minnsta kosti engin yfirvofandi hætta. Þessa stundina fannst henni ótrúlegt, að Shardon mundi beita fantabrögðum við hann. Annars var dálítið í þessu, sem henni fannst ekki í samræmi. Móðir hennar gat ekki hafa sagt satt þegar hún talaði um að Shardon gæti neytt þau til hermdarverka. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastrœti 3, Reykjavik. Opin kl. 10—12 og 1 V-i—0. -— Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.: Svavar Hjaltested. — Síjni 12210. HERBERTSprent. ADAMSON Ævintýr handa börnum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.