Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1959, Síða 3

Fálkinn - 30.01.1959, Síða 3
FÁLKINN 3 »Delerium bubonis« -Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi í fyrri viku íslenskan gamanleik, „Delerium bubonis“'eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Árnasyni (frá Múla). Leikritið var upphaflega samið til flutnings í útvarpi, en þeir bræð- ur hafa síðan lagfært það og aukið með tilliti til sviðsflutnings. Leikurinn er nokkuð farsakenndur og minnir æði oft á revýu, en nær fyllilega tilgangi sinum sem léttur og skemmlilegur gamanleikur. í leiknum er deilt á og skopast að ýmsum þátt- um þjóðlífsins og persönunum, sem þar standa að baki. Fyrst og fremst eru það stórgróðamennirnir, sem not færa sér spillingu stjórnmálalífsins sér til framdráttar, er fá að finna til tevatnsins. í þeim herbúðum þróast alls konar lestir. Eiginhagsmuriir ráða öllum gerðum þings og forráða- manna þjóðarinnar og ættartengslum og mútum er óspart beitt. í kjölfar þessa siglir svo sýndar- mennska og hégómaskapur, sem ætíð hlýtur að vera aðhlátursefni bæði í gamanleik sem þessum og veruleik- anum. Þá er og ein manngerð enn, sem ekki sleppur, tískuskáldin, sem ganga um alskeggjuð, hrokafull og svo „gáf- uð“ að venjulegum almúgamanni stendur stuggur af. Söngvarnir eru snar þáttur í leikní um og hefir Jón Múli samið lögin, en Garl Billich bjó þau undir flutning. Má mikið vera ef sum þeirra eiga ekki eftir að skjóta upp kollinum sem vin- sæl dægurlög. Brynjólfur Jóliannesson fer með hlutverk Ægis Ó. Ægis, forstjórá, og er leikur hans bráðskemmtilegur sem vænta mátti. Takmark Ægis Ó. i líf- inu er að græða en ekki berast á .Við það notar hann hörku og kænsku- brögð, en er hinn ljúfasti þess á milli. Konu lians Pálínu leikur Sigríður Hagalin. Lýsir hún vel þeirri tildur- drós, sem er ekki nóg að lifa í alls- nægtum heldur verður að láta taka eftir sér og „deyr“ af smán yfir því að vera svo „púkaleg“ að aka í bíl með tveggja stafa númeri. Einn skal stafurinn vera. En hvað á að gera þegar sjálfum Gunnari á Hlíðarenda er að mæta, að visu Gunnari nútím- ans, fyrrverandi drykkjuræfli, sem liefir sér það eitt til ágætis í hennar augum að eiga bílnúmerið R-9. Átján börn skipta minna máli. Gunnar er í leiknum í öruggum höndum Árna Tryggvasonar. Guðrúnu dóttur þeirra hjóna, leikur Kristín Anna Þórarinsdóttir. Það er falleg stúlka, sem hefir tileinkað sér iistasnobb móður sinnar og hefir nú tekið þá ákvörðun að hún skuli lifa fyrir listina, fórna sér fyrir ballett- inn. Síðskeggjuðu skáldunum er ekki alls varnað (kannske hafa þau margt til að bera nema skáidskapargáfu) því að þau liafa vit á að notfæra sér liégómaskap þeirra mæðga svo að drjúgur skerfur af. fé Ægis Ó. rennur í þeirra vasa. Jafnvægismálaráðherrann, bróður frúarinnar, leikur Ivarl Sigurðsson. Útlitið er ágætt,' en leikur Karls á frumsýningunni var heldur óstyrkur. Líklegt er þó að hann eigi auðvelt með að hæta úr þeim galia. Jafnvægis- málaráðherranum er hvergi fisjað saman og er hann sínu slyngari kaup- sýslumaður en mágur hans. Fósturson lians, Leif Roberts, leik- ur Steindór Hjörleifsson. Það er frísk- legur náungi, tónskáld, sem virðist ekki hafa not fyrir skeggvöxtinn til Sigga vinnukona (Nína Sveinsdóttir) og Gunnar Hámundarson (Árni Tryggvason). Jafnvægismálaráðherrann (Karl Sigurðsson) og Ægir Ó. Ægis (Brynjólfur Jóhannesson). þess að vera listamaður, enda skopast hann óspart að atomskáldinu, Unn- dóri Andmar, sem Guðmundur Páls- son leikur, en afbrýðisemin er að sjálfsögðu snar þáttur í þeim fjand- skap, því að Andmar og ballettinn eru á góðri leið með að svipta hann unn- ustunni. Gísli Haildórsson leikur Einar í Einiberjarunni, nýríkan braskara, sem skýtur þeim gömlu og grónu ref fyrir rass, enda er bann ósvífnari. Leiktjöldin, sem Magnús Pálsson gerði, vöktu sérstaka athygli og furðu manna, hvað liægt er að gera á þessu litla sviði í Iðnó. Sérstaklega var skemmtilegt hvernig skrifstofa for- stjórans breyttist í stofu lieima hjá honum fyrir opnum tjöldum á ör- skammri stund. í leikslok voru höfundar, leikstjóri, Lárus Pálsson, og leikendur kallaðir fram hvað eftir annað og þökkuð góð skemmtun. Það verður mikið hlegið i Iðnó, þegar Delerium bubonis birt- ist þar á sviðinu. //Nnust" gefur gestum sínum kost n íslenskum mot. Veitingaliúsið „Naust“ býður gest- um sínum upp á ramm-íslenskan þorramat, eins og gert var í fyrra og vakti mikla ánægju almennings. T. d. má geta þess, að fólk kom lil þess að neyta liinna íslensku rétta úr ýmsum nágrannasveitum Reykjavíkur og virð- ist það benda til þess, að ramm-ís- lenskur matur sé nú orðinn fyrirbæri, sem fólk leggur sér aðeins til munns til hátiðabrigða. Eins og kunnugt er, byrjaði veit- ingahúsið „Naust“ að framreiða þessa rammislensku rétti á þorranum í fyrra og naut sá matur svo mikilla vinsælda, að veitingahúsið hafði varla undan eftirspurninni. Er ekki að efa, að svo verðúr einnig nú, enda kann almenningur enn að meta ramm-íslenskan mat. ÞORRINN 1959. Blaðamönnum var s.l. föstudag boð- ið að bragða liinn gómsæta mat Nausts og tóku sumir þar liraustlega lil mat- ar síns. Gestgjafinn, Halldór Gröndal, lét gestunum m. a. í té tvær vísur, er einn af ritstjórum mun hafa ort. Fara þær hér á eftir: „Þegar myrkrið málar tjöld mannlieims litnum svarta, er gott að eiga hin góðu kvöld og gleðjast í sínu hjarta. Og inni á Nausti aldrei þver ánægjunnar sjóður. Þorramaturinn þykir mér þjóðlegur og góður“. Jafnframt lét Halldór Gröndal ])ess getið, að íslenskur þorramatur væri framreiddur allan daginn í trogum og má hver maður borða eins mikið og hann getur fyrir 75 krónur. VERÐLAUNATROGIÐ. Loks var blaðamönnum sýnt verð- Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.