Fálkinn - 30.01.1959, Síða 4
4
FÁLKINN
Werner van Braun
- vill komast til mánans -
Wernher von Braun, maðurinn sem vill leggja undir
sig geiminn.
Maðurinn sem oftast er nefndur í
sambandi við tilraunir Bandaríkjanna
til þess að koma skeytum út i himin-
geyminn er Þjóðverji. Það var liann,
sem stóð bak við vágestinn mikla,
V-2, sem Þjóðverjar voru að senda
Lundúnabúum á stríðsárunum, frá
Pinemiinde.
Nú starfar hann í liópi visinda-
manna í Huntsvilie í Alabama, að þvi
að búa til rakettur, sem liægt sé að
senda með gervitungl út i geiminn.
Að svo stöddu eru Rússar lengra
komnir í þeim málum en vísinda-
mennirnir í Huntsville, Rússar hafa
fullkomnari rakettur og hafa sent upp
margfalt þyngri gervitungl. En nú
keppa Bandarikin að þvi að komast
fram úr þeim og smíða „rúmstöðvar“
skammt frá jörðinni, og frá þessum
stöðvum á svo að vera hægt að senda
gc-imför til annarra stjarna. Þeir
hjartsýnu segja, að ckki muni verða
langt þangað til sá draumur rætist.
En tilraunir Bandaríkjanna undan-
farið ár liafa sýnt, að sá draumur eigi
lengra í land en þeir spáðu.
Mesti sigur þeirra í Huntsville var
sá, að þeim tókst að skjóta „Explorer
1“ út í geiminn, með lítið gervitungl,
sem kallað er Alpha. Þá var meiri
\'
\'
\'
\'
\'
\r
\f
\'
\'
\'
\'
>'
\r
\'
\'
\'
\'
\'
\'
\'
V
fögnuður í Huntsville en dæmi eru
til áður og fólkið fór æpandi og syngj-
andi til „Sauerkraut Hill“, en svo
kallar það þann bæjarhluta sem þýsku
visindamennirnir eiga lieima i. Þessi
sigur var fyrst og fremst þakkaður
Wernher'von Braun, því að liann bjó
til fyrstu rakettuna með fljótandi
eldsneyti, sem verulegt gagn var i.
En þó lilýtur það að liafa dregið úr
gleðinni, að Rússar hafa fundið rak-
ettueldsneyti, sem tekur liinu fljót-
andi eldsneyti Brauns mikið fram.
Wernher von Braun býr með Maríu
konu sinni og tveimur dætrum í litlu
húsi við McClung Street. Húsið er eins
og hús flest en rósabeðin i garðinum
eru i þýskum stíl. Og von Braun unir
sér vel i USA, þótt hann hafi orðið
fyrir talsverðum andblæstri og tor-
tryggni þar, vegna þess að hann var
þýskur. Félagar hans frá þýsku stöð-
inni í Pinemunde fluttust margir með
honum vestur, svo að þarna í Hunts-
ville er talsverð þýsk nýlenda, og hún
er vinsæl í Huntsville.
Wernher von Braun er 185 cm. á
hæð og gildur að sama skapi. Hann
er hvatur í spori, og þegar hann talar
um rakettur, eða öllu heldur tilgang
sinn með þeim, verða bláu augun snör
og kvik. Það er ekki rakettan sjálf,
sem er aðal hugðarefni hans, heldur
uppgötvanir þær í liimingeimnum,
sem hægt sé að gera með lienni. Nú
kann svo að fara, að rakettur þær,
sem Braun hefir mest sýslað með,
verði alls ekki framtíðarlausnin á
„samgöngumálum himingeimsins" —
líklegra má þykja, að það verði kjarn-
orkan, en ekki hið fljótandi eldsneyti,
sem knýi áfram vélarnar, sem eiga
eftir að þjóta til annarra stjarna.
Wernher von Braun er af gamalli
austur-prússenskri ætt. Einn forfeðra
hans barðist við mongóla við Liegnitz
árið 1245, og ættin hlaut aðalstign
fyrir nokkur hundruð árum. Faðir
hans er fríherra Magnús von Braun,
sem var landbúnaðarráðherra í Þýska-
landi áður en Hitler komst til valda.
Hann er enn á lífi, kominn yfir átt-
rætt, og stundum segir hann, þótt
liann sé í aðra röndina hreykinn af
syni sínum: — Ekki skil ég hvaðan
hann hefir þetta.
Hann hefir þetta ekki frá föður sín-
um. En móðir Wernhers var mjög á-
hugasöm um stjörnufræði, og kenndi
strák sínum að taka eftir himin-
geimnum. Hún gaf honum lítinn
stjörnukíki i fermingargjöf, og taldi
það mikilsverðara en að gefa honum
síðbuxur eða úr. Wernher varð gjöf-
inni feginn. Sextán ára gamall komst
liann yfir smárit um rúmsiglingar og
teikningar af rakettuskipi, og þá fest-
ist sú hugmynd i honum, að meira
gaman væri að fara sjálfur til stjarn-
annan en horfa á þær í kíki. Mynd-
irnar voru úr bók eftir Hermann
Oberth, um möguleikana á því að
fljúga með rakettum út i geiminn. Þá
bók komst von Braun yfir. Hún hét:
„Rakettur í stjörnugeiminum".
En þegar von Braun fór að rýna
braðlega varð of pröngt um stoin-
í bókina reyndist hún full af alls kon-
ar stærðfræðiformúlum. En stærð-
fræði hafði liann alltaf verið ónýtur
i, meira að segja fallið á lienni við
próf. — En þegar mér skildist að
stærðfræðin væri eina leiðin til að
skilja rakettur og geimfarir, segir von
Braun, — afréð ég að læra hana.
Og nú kepptist hann við stærðfræð-
ina og varð svo vel ágengt að i veik-
indaforföllum kennarans var hann
látinn kenna sambekkingum sínum.
Hann sagði sjálfur siðar, að hann
hefði orðið jafn kunnugur „keplersku
brautunum" í stjörnufræðinni og göt-
unum í Berlín.
Á skólaárunum smíðaði hann sér
sjálfur nýjan stjörnukiki. Og á kvöld-
in sat hann og góndi á tunglið og
Mars, nálægustu plánetuna. — Þar
fann ég ævihlutverk mitt, segir hann.
— Ekki aðeins að sitja og horfa á
tunglið í kíki, heldur að finna tækið
til að geisa fram um himingeiminn,
heimsækja aðrar stjörnur, kanna hið
óendanlega, dularfulla rúm. Þá skildi
ég hvernig Columbusi muni hafa ver-
ið innanbrjósts.
Átján ára gekk hann í þýska félagið
„Verein fúr Raumschiffahrt" — geim-
siglingafélagið, skammstafað VFR.
Hafði það félag verið stofnað fyrir
þremur árum, 1927. Þá var von Braun
á tækniháskólanum í Berlín-Charlott-
enburg. Um þær mundir voru rakettur
á allra vörum í Þýskalandi. Verk-
fræðingurinn Max Valier smiðaði
rakettusleða og gerði tilraunir með
rskettuknúða vagna á brautarteinum.
Og bílakóngurinn Fritz von Opel
smiðaði rakettuknúna bila og nokkru
siðar svifflugu með rakettum.
En allar þær rakettur, sem notaðar