Fálkinn - 30.01.1959, Síða 7
FÁLKINN
7
veruna. Hún reyndi að koma þvi í
kring, að liún fengi hlutverkin sem
henni voru œtluS, til yfirlesturs, og
fengi sjálf að ráða hvort luin vildi
ieika þau eða ekki. En þar var við
erfiðleika að etja. Leikstjórinn taldi,
að lnin hefði engin skilyrði til að leika
alvarleg hlutverk. En meðan hún léki
létt hlutverk í skemmtimyndum, gæti
hún lieillað hvern einasta karlmann í
veröldinni. Lengri næði leikgáfa
hennar ekki, sögðu leikstjórarnir í
fyllstu alvöru. Það mátti ekki gleyma
því að liún liafði aldrei fengið neina
menntun, að lieitið gæti. Hún var nátt-
úrubarn sem ekkert kunni. Hún gat
ekki einu sinni sagt nokkra setningu
án ])ess að margæfa sig á henni áður.
Og af því að liún var orðin fræg var
hún lika orðin taugaveikluð og dutl-
ungafull. Hún lilýddi ekki hinum
ströngu reglum í kvikmyndaverinu,
og var alltaf að baka húsbændum sín-
um einhverjar áhyggjur.
En Marilyn átti líka verjendur. Einn
af leikstjórum hennar, Jean Negul-
esco, hrósaði lienni fyrir skapfjör og
áhuga. — Marilyn er engin bryðja,
sagði hann. — Það vcrður að sýna
henni nærgætni og reyna að haga
sér eftir þvi, sem einkennilegt er i
fari hennar, því að lnin er viðkvæm
sál.
Annar leikstjóri, Fritz Lang, kemst
hins vegar alltaf í illt skap þegar
hann minnist þeirra tíma, er þau unnu
saman. Hann þoldi ekki að sjá að
Natascha stóð alltaf fyrir utan sviðið
og gaf Marilyn bendingar, sem fóru
í þveröfuga átt við ])að, sem hann
sjálfur vildi.
HEItRA „BASEBALL".
Hvað Marilyn snertir er það ekki
fráleitt að tala um „halastjörnu-
frama“. Það er ekki langt siðan þeir
helstu í kvikmyndalífi Bandaríkjanna
héldu þvi fram, að þetta flækings-
barn frá Los Angeles gæti aldrei orð-
ið kvikmyndadís. En svo fór að hún
varð kauphærri en flest starfssyst-
kin hennar. Hún telur sig vera mcð
ríkustu kormm i heimi, og nafn henn-
ar tryggir að myndin verði sótt. Fólk
heimtar líka að fá að vita allt um
fortið hennar og mótlæti. Marilyn
liafði jafnan sagt sjálf, að hún væri
munaðarleysingi, en í þvi tilliti varð
einn blaðamaðurinn til þess að birta
óþægilega frétt. Hann sannaði nefni-
lega að þetta væri ósatt. Móðir henn-
ar væri á lífi, en liann gat þess ekki
að hún væri á geöveikrahæli og ó-
læknandi. En það varð sannað, að
Marilyn vissi ekki betur en að móðir
liennar væri dáin.
Fólk vill líka fá að vita hvers vegna
hún giftist ekki aftur, eftir fljótræð-
ishjónabandið í æsku. Félag hannar
f.uglýsti nefnilega að luin fengi 5000
giftingartilboð á viku, viðs vegar að
úr veröldinni. Var enginn maður til,
sem hún vildi bindast? Og með sama
dularfulla brosinu, sem hefir heillað
svo marga, svaraði hún létt: — Abra-
ham I.incoln er faðir minn. Og ég
þarf ekki meira. Ilún hefir afar mikl-
ar mætur á Lincoln. í svefnherberg-
inu hennar er mynd af honum og i
bókaskápnum hennar fjöldi af bók-
um um hann og eftir hann.
Einn daginn hringdi umboðsmaður
hennar, David March til hennar og
sagði: — Marilyn, það stendur í
Biblíunni, að það sé ekki gott að mað-
urinn sé einn.
— Hver er það sem þú hefir fund-
ið handa mér núna?
— Einn alúðlegasti maður sem ég
' V „
Úr nnnÁlum
hefi kynnst. Og hann langar afar mik-
ið að kynnast þér. Það er Joe Di-
Maggio.
Hvaða náungi er það nú eiginlega?
— Hvað er þetta, Marilyn! Hann
er einn af vinsælustu mönnum i
heimi.
— Leikari? ítali?
— Ég lield varla að þú sért með
öllum mjalla, telpa mín! Þetta má ekki
svo til ganga. Ertu laus um Tík leytið
annað kvöld?
— Það er i seinasta lagi. En látum
svo vera. Hvar eigum við að hittast?
— í Restaurant Chason. Ég verð
með lionum og skal kynna ykkur.
David Marcli og Joe DiMaggio höfðu
vaðið fyrir neðan sig og komu tíu
mínútum fyrir. Klukkan varð sjö. Og
hún varð átta. En kortér yfir átta kom
Marilyn vaðandi.
Joe DiMaggio var mjög móðgaður.
Það var ekki venja að láta annan eins
mann og hann biða tvo tíma, án þess
að gera afsökun. Jafnvel ekki þótt
viðkomandi hefði meiri tekjur en
Greta Garbo og Marlene Dietrich til
samans. En þegar hún settist á móti
honum hvarf reiðin eins og dögg fyr-
ir sólu. En áður en þeim vannst tími
til að panta matinn, kvaddi March
og fór. Hann vildi ekki trufla. En
skömmu síðar kom Mickey Rooney
inn. Hann heilsaði Marilyn stutt og
sneri sér svo að Joe og seltist. Þeir
töluðu ekki um annað en „baseball".
Marilyn var sígeispandi, og loks stóð
hún upp og ætlaði að fara. Joe grát-
bændi hana um að fá að aka henni
heim, og loks lofaði hún honum það,
náðarsamlegast. En kveðjurnar urðu
stuttar og fremur kuldalegar.
— Er hann ekki einstakur? spurði
March þegar Iiann hringdi til hennar
morguninn eftir. — Var ekki gaman
lijá ykkur. Það er framúrskarandi
gaman að lieyra Joe tala um „base-
ball“.
— Ég hefi aldrei séð „baseball", og
eftir þá reynslu, sem ég fékk af vini
þínum í gærkvöldi, geri ég ekki held-
ur ráð fyrir að sjá hann nokkurn
tima á ævinni.
Eftir dálitla stund liringdi siminn
aftur. Það var lierra Baseball. Hvort
liann gæti fengið að hitta ungfrú Mon-
roe aftur? Þvi miður — liún var önn-
um kafin næstu þrjár vikur.
Þremur dögum síðar hringdi herra
Baseball aftur. Svarið var enn: Nei!
Þelta endurtók sig kvöld eftir kvöld.
Hann lét sig ekki, og hún lét sig ekki
heldur. En eftir sautján hringingar
sættust þau. Hann sagði henni ævi-
sögu sína, um ættland sitt, Sikiley,
um bernskuheimilið í San Francisco
og um feril sinn sem baseballkappa.
Og áður en varði voru þau orðin ást-
fangin upp yfir eyru, hvort af öðru.
Þau voru alltaf saman. Þegar hún fót-
hrotnaði, er hún var að^ leika i
Kanada, fékk Joe samtal frá San
Francisco og sagðist ætla að koma
samstundis. Marilyn þótti vænt um
að verða svo mikillar samúðar að-
njótandi.
í maí 1953 drukknaði einn bróðir
Joe. Baseballkappinn var óliuggandi.
Og nú sýndi Marilyn að hún var full
samúðar og kona i ofanálag. Hún vissi
hvað sorg og örvænting var, og liún
vissi líka hvað huggaði best og sefaði
sorgina mest. Þegar Joe spurði liana
hvort hún vildi giftast sér svaraöi
Marilyn já. Á Ijósmynd, sem birt var
í blöðunum stóð skrifað með rithönd
Marilyn: Ég er þín að eilífu, Josey
Boy!
Framhald í næsta blaði.
SKIPTABRÉF BARNA LOPTS RÍKA.
Úr ritgerð Jóns Gizurarsonar á Núpi
í Dýrafirði.
Með því að ég finn af sumum skrif-
að, það Ólöf Loptsdóttir, sem átti
Björn ríka, hafi verið einbirni eptir
Lopt ríka Guttormsson, þá sönui með
sinu skrifi, ber ég tilhaka með sjálfu
skiptabréfinu, hvað þau börn sam-
borin fengu, sem ei höfðu áður út
tekið peninga af sjálfum Lopti, með-
an hann lifði (sínum föður), en þess-
ara er í skiptabréfinu getið sem eptir
fylgir.
SKIPTABRÉF LOPTS RÍKA: —
„Ollum mönnum, sem ])etta bréf sjá
eður lieyra, sendum vér Höskuldur
Runólfsson og Árni Einarsson kveðju
guðs og vora, kunnugt gjörandi, að
árum eptir guðs burð 1400 ár, á
Möðruvöllum í Eyjafirði, vorum vér
með fleirum öðrum til dóms nefndir
af Þorvarði Loptssyni og Ólöfu Lopts-
dóttur, að virða peninga og skipta á
m'illi þessara samborinna systkina:
Þorvarðs, Eireks, Ólöfu, Soffiu, eptir
Lopt Guttormsson og Ingibjörgu Páls-
dóttur; liandlögðu þau Þorvarður og
Ólöf, að halda þau lagaskipti, sem
vér fyrnefndir menn skiptum þeirra
á millum. Reiknuðust þær miklu fasta
eignir: að Þorvarður hlaut í sitt hlut-
skipti xij hundrað hundraða í fast-
eign; Eirekur bróðir lians annað
jafnmikiö í sinn lilut í jörðum og fast-
eignum; cn Ólöfu i sinn hlut v hundr-
uð luindraða og níutigir betur; einn-
ig Soffíu í sinn hlut annað jafnmikið
i jörðum og fasteigum. Svo mikið virð-
inga góz virtist á Möðruvöllum, í Hlíð
(þ. e. Lögmannshlíð), í Sjafarborg í
Skagafirði, á Mársstöðum í Vatnsdal;
að Þorvarður hlaut ij hundruð hundr-
aða og liálfan þriðja tug hundraða í
sitt hlutskipti, og Eirekur bróðir hans
annað jafnmikið í sinn lilut; en Ólöf
lilaut i sitt hlutskipti C lnindraða í
virðinga gózi og hálft seytjánda
liundrað; Soffía hlaut annað jafnmik-
ið í sinn lilut. Hlotnaðist þannig svo
mikið af smjöri, virt til kúgilda, XX
fjórðungar fyrir eitt hundrað: Þor-
varður hlaut þar af LX ((50) liundruÖ
og XVI (16) betur, Eirekur bróðir
hans annað jafn mikið i sinn hlut;
•en Ólöf hlaut XXX hundruÖ og VIII
betur, en Soffía annað jafnmikið i
sinn hlut. Til sanninda hér um setj-
um vér vor (nöfn og innsigli ...).
FRÍHEITABRÉF
EGGERT EGGERTSSONAR,
seni verið liefir lögmann í Víkingi
í Noregi. Þess copía er svo látandi
sem eptir fylgir, en höfuðbréfið ligg-
ur hjá erfingjum Ragnheiðar heitinn-
ar Eggertsdóttur:
„Wii Hans mz guds nade Danmarks
Norrige Venderss oc Gotes konning
vduald til Suerrigis rige. Hertug i
Sletzuig oc i Holsten Stormarren oc
Diitmarsken greffue i Oldenborrig
ech Delmenhorst g0re thz witerliclit
alle at fore troskab och willige tien-
iste Som thenne breffuiser Eggert
eggerds sön lagmann uti wigen oss
ocli wort Rige Norrigé her till gjort
haffuer och han oc hans rette echte
b0rn oi affkomme oss oc wore arff-
winge oc efftherkonnnere konninge
uti Norrige oc riget her effter trolige
g0re hewise mwe oc skulle Tha
haffue wii nw aff wor synderlige
gwunst oc nade vnt och giffue hanom
och hans rette echte b0rn oc aff-
komme frihet oc oc frelsse Som andre
worc Riddere oc swenne haffue uti
wort Rige Norrige till ewig tid mz
skjold oc hjelm Som er en halluff
liwid enh0rning uti eth bloth feíd
och en halluff hwid enhprning owen
upa helmen effter som heruti maleth
stander.
Rodeo er vinsæl skemmlun í Ame-
riku. Hún er í því fólgin, að menn
riða ótemjum, sem reyna að kasta
þeim af sér. Nú bar svo við að bóndi
fór með konu sina i kaupstaðinn til
að horfa á rodeo. Og þegar á leið
bauð liann sig fram til að sitja á ó-
temjunni, konu sinni til mikillar
skelfingar. En svo fór að hann sat
tryppið og fékk verðlaun.
Þegar hann kom aftur til konunn-
ar óskaði hún honum til hamingju
og sagði: „En hvað þú varst dug-
Iegur!“
— Duglegur! Þclta var ekkert á
móti þvi þegar þú hafðir kighóstann.
—O—
ÚRA-SAFN. — í Wupperthal í Þýska-
landi hefir nýlega verið opnað fyrsta
úra-safn landsins. Hafa einstaklingar
gengist fyrir stofnun þess, m. a. til
að draga ferðamenn að staðnum, og
safnað fjölda merkilegra úra, bæði í
Þýskalandi og erlendis. — Þetta úr
er frá 16. öld og er úr silfri og berg-
krystalli. Það er krossmyndað og bor-
ið í festi um hálsinn.