Fálkinn - 30.01.1959, Side 9
FÁLKINN
9
— Frændi var undir eins sammála
mér um að þú skyldir koma til okkar,
hélt Eva áfram, og Karen komst öll
á loft þegar hún heyrði það — ég
símaði til hennar í gær. Ég er viss
um að þér líður vel hjá okkur,
Knútur.
Ég svaraði engu. Eg sat og hengdi
liöfuðið, en þegar ég leit upp spurði
ég iágt:
— Veist þú að ég er trúlofaður
Önnu-Lísu Blom?
— Já, ég veit það.
Ég stóð hægt tipp. — Þakka þér
fyrir, Eva, sagði ég — ég hefi alltaf
vitað, að þú varst einn af bestu vin-
um mínum.
— Hvar ætlarðu að verða? spurði
hún er við gengum saman út úr hlið-
inu.
Og nú fyrst varð mér hugsað til þess
að ég átti ekkert athvarf í bænum.
Ibúðin, sem ég hafði verið í með syst-
ur minni, hafði verið leigð öðrum um
stundarsakir vegna jíess að Karen
hafði ráðist í stöðu norður i landi og
var ekki væntaiileg aftnr fyrr en með
haustinu. Ég liafði treyst því að úr
öllu mundi rætast er ég hitti Önnti-
Lísu, að ég hafði ekki hugsað fyrir
neinu.
— Lofðu mér að ltringja til unnust-
unnar minnar, sagði ég er okkur varð
gengið framhjá simaklefa. — Kannske
er hún veik.
Nei, Anna-Lisa var ekki veik. Hún
var farin í sumarleyfi, án þess að
gera mér aðvart um það.
Þegar ég kom út úr þröngum klef-
anum bogaði svitinn af andlitinu á
mér.
— Þú mátt ekki reyna mikið á þig,
sagði Eva móðurlegri umhyggju. —
Gleymdu ekki að þú hefir verið mikið
veikur.
— Nei, ég gleynii engu, Eva mín,
svaraði ég með beiskju, — ég gleymi
ekki að fólk forðast mig, og ekki held-
ur að ég er atvinnulaus og finnst ég
vera aumingi. En það er ekki ])að
versta. Það versta er ...
Ég þagnaði í miðri setningu, og svo
sagði ég biðjandi:
— Eva, lofaðu mér að koma með þér.
Eg er beinlínis hræddur við að vera
einn núna — ég finn að ég gæti það
ekki . ..
Tveimur tímum síðar sátum við í
járnbrautarlestinni.
Eftir fáeina daga fannst mér ég
vera orðinn eins og annar maður. Mér
fannst lífið hafa fengið annað við-
horf, það var ekki eingöngu til byrði.
Það var kannske ekki fyrst og
fremst skemmtilega andrúmsloftið á
bænum, sem þetta var að þakka, eða
hið hressandi skógarloft, heldur fyrst
og fremst nærvera Evu. Ilún lét ekki
fara mikið fyrir sér — en hún var
allsstaðar nálæg, hún hressti mig og
reyndi svo lítið bar á að reyna að
læltna ósýnilega sárið, sem ég liafði
fengið við liáttalag Önnu-Lísu. Hvern
ig gat hún rennt grun i allt það, sem
ég hafði orðið að líða? Einu sinni
sagði hún meðal annarra orða:
— Ileyrðu, Knútur, ég ... ég held
að fólk liafi rangt fyrir sér, þegar það
grunar þig um að eiga sök á slysinu.
Það lá nærri að spyrja: — Hvað
hefirðu fyrir þér í því? En ég spurði
ekki. í staðinn greip ég i höndina á
henni og fór að fitla við lítinn, ósjá-
tegan liring, scm liún var með á fingr-
inum.
— En hvað þetta er laglegur hring-
ur, þótt hann sé litill.
Ég varð hissa er ég sá að lnin roðn-
aði.
— Manstu ekki eftir honum? spurði
hún lágt. — Þú gafst mér hann þegar
ég var tól£ ára. Þú varst orðinn tvi-
tugur þá — og þegar þú dróst hann
á fingurinn á mér, sagðir þú ...
Hún þagnaði og leit undan.
En allt í einu sá ég allt þetta fyrir
mér. Litlu telpuna í hvíta kjólnum,
svo unga og sakleysislega, og sjálftun
fannst mér ég vera orðinn svo þrosk-
aður og fullorðinn. — Hérna, Eva
litla. hafði ég sagt, — nú set ég á þig
hring, og svo vona ég að þú munir
alltaf eftir mér þegar þú lítur á þenn-
GOÐ ÆSKUIVNAR
.'1
%
&
Það vakti athygli í sumar sem
leið, er kornung og óþekkt leik-
kona fékk Oscars-verðlaunin fyr-
ir besta leik ársins í kvenhlut-
verki. Stúlkan hét Joanne Wood-
ward og leikafrek sitt vann hún
i kvikmysd, sem heitir: „Þrjú
andtit Evu“.
Það er uppreisnarhugur í unga
fólkinu nú á dögum, og þess
vegna dáir það mest leikara eins
og James Dean, Marlon Brando,
Tony Perkins og Montgomery
Glift. Fyrsta kvendið í hópi þessa
unga og sjálfstæða fólks er Jo-
anne Woodward. Hún gerir það
sem henni dettur í hug, og henni
dettur líka margt skrítið i liug
og hún kemur ólíkt fyrir sjónir,
þvi sem fólk gerir flest.
Joanne er fædd 27. febrúar
1936 í Thomasville, Georgia. Hún
var snemma baldin og vildi láta
taka eftir sér. Hún var ekki nema
þriggja ára þegar hún var látin
lesa upp kvæði á barnaskemmt-
un, og líkaði svo vel þegar hún
heyrði lófaklappið, að hún las
kvæðið þrisvar áður en móðir
ur. Og svo ávarpar það þessa
leikara á götunni. Ég lék i stór-
um leik, sem allir töluðu um. Og
upplifði að bílstjóri, sem ók mér,
talaði um leikritið og sagði mér
hvað ég hefði sagt og gert i ieikn-
um — en hafði ekki hugmynd um
hver ég var!
V'
5
A
JOANNE WOODWARD
3
hennar gat stungið upp i hana.
Leiðbeinandi skólaleikfélagsin/
sá að Joanne hafði leikgáfu. Hún
lagði stund á leiklist i tvö ár og
komst svo í hinn fræga skóla
„Actors Studio“ í New York og
k-ynntist ýmsum ungum leikur-
um, þ. á. m. Paul Newman, sem
þá var giftur og átti börn. Hún
giftist Iionum í fyrrasumar, og
hafði þá leikið á móti honum í
kvikmyndinni „Blossandi sum-
ar“ gerðri eftir sögu Williams
Faulkner Nóbelsverðlaunamanns.
Joanne hafði leikið Shakespear-
eshlutverk þegar hún var niu ára,
en eftir skólanámið fór hún að
leika og koma fram i sjónvarpi
og var brátt tekið eftir benni,
þótt hún sé litil fyrir mann að
sjá, gangi með léttgreitt hárið og
í fötum, sem hún saumar sjálf.
Hún játar að hún hafi aldrei ver-
ið beðin um rithönd sína, vegna
þess að enginn þekki hana, þeg-
ar hún er á götunni eða manna-
mótum. Enda á hún mörg andlit
og breytir svip i hvert skipti sem
liún setur upp nýjan hatt. Og
þegar hún leikur týnist alveg
svipurinn, sem á henni er utan
leiksviðsins.
— Eitt af því sem leikurum
þykir gott við sjónvarpið er að
þeir verða kunnir er þeir liafa
sýnt sig fáeinum sinnum, segir
Joanne. — Fólk situr lieima í
stofunni sinni og horfir á okkur
og finnst að það þekki okkur aft-
Fox réð hana til sín og léði
hana íil að byrja mcð öðrum í
tvær myndir, sem heita: „Teldu
upp að þrem og biðstu svo fyrir“
og „Koss fyrir dauðann“. En svo
fór Fox að taka mynd, byggða á
sannri sögu, um konu með þrí-
klofið sálarlif. Margar kvikmynd-
ir eru til af tvíklofnu fólki, svo
sem „Dr. Jekyll og Mr. Hyde“,
en þetta var alveg nýtt. Aðal-
persónan, Eva, var i rauninni
þrjár ólíkar persónur, sem börð-
ust um yfirráðin í einum og sama
líkama. Þetta var tilkjörið hlut-
verk handa Joannc. Þarna var
„eðlilega Eva“, „blíða Eva“ og
„vonda Eva“, og leikkonan varð
að hakla þeim aðgreindum og
meira að segfa breyta málfæri
fyrir hverja persónuna. En ár-
angurinn varð sá, að aídrei hcfir
leikkona hlotið skjótari frama en
Joanne Woodward gerði i þessu
lilutverki.
Joanne táraðist er hún gekk
fram til að taka á móti Oscars-
myndinni sinni. En þá var hún
hún sjálf. •—- ,;Þetta hefir mig
dreymt um sfðan ég var tólf ára,“
sagði hún við blaðamennina.
Þessi leiksigur varð til ])ess að
Fbx fékk henni tvö stór híút-
verk, i „Engin afborgun“ og
„Blossandi sumar“. I síðari
myndinni lék hún á móti Paul
Newman, sem varð maðurinn
liennar 29. janúar í fyrra.
Næst: Pat Boone!
%
%
H
an hring á hendinni á þér.
Hún hafði kafroðnað í ])að skipti, cn
.iafnframt hafði hún litið svo fast og
alvarlega á mig, að á eftir fann ég
til blygðunar fyrir að hafa kannske
vakið einhverjar tilfinningar hjá
henni, sem gætu staðið þroska henn-
ar fyrir þrifum.
Ég skammaðist min líka núna. Og
til að leyna hinni snöggu geðshrær-
ingu sem ég komst í, tók ég um hönd
hennar og kyssti hana.
— Ó, Knútur, muldraði lnin. En
svo stóð hún hægt upp og við héldum
áfram þegjandi.
Það mun hafa verið kringum viku
síðar, sem ég sagði við hana:
— Mig langar afar mikið til að biðja
Önnu-Lisu um að koma hingað á
sunnudaginn. Má ég skrifa henni um
það?
— Já, alveg sjálfsagt, sagði Eva, en
röddin titraði ofurlitið.
Og Anna-Lisa kom. Hún var fal-
legri en nokkurn tíma áður er lnin
kom út úr lestinni og gekk til mín.
Skrefin voru löng og sveigja í hreyf-
ingunum.
— Komdu sæll, Knútur, sagði hún.
— En hvað þú ert orðinn frísklegur.
— Já, það er orðið langt siðan við
sáumst seinast ...
Svo gengum við hlið við hlið þenn-
an stutta spöl heim að bænum, og ég
fór með liana inn í stóra, bjarta dág-
stofuna. Eva sat þar inni. Hún heils-
aði Önnu-Lísu, en þegar hún sýndi á
sér snið til að fara út, sagði ég ein-
beittur:
— Nei, farðu ekki, við þurfum ekki
að tala nein launungarmál, hún Anna-
Lísa og ég. Ég vil að þú verðir hérna.
Eva roðnaði, en gerði sem ég bað
og settist aftur. Það komu hrukkur
á ennið á Önnu-Lísu, og munnvikin
kipruðust.
— Ég bað þig um að koma hingað,
af því að mér fannst ég ekki eiga
úttalað við ])ig, sagði ég. — Það er
spurningin um brúðkaupið — ég vil
ekki draga það lengur.
— Ég lofaði að giftast þegar þú
fengir góða stöðu, svaraði hún kulda-
lega, -— en það væri óvit að gift-
ast núna, meðan þú ert atvinnulaus.
— Jæja, þú kallar það óvit, að mað-
ur eins og ég skuli vera í giftingar-
hugleiðingum. Hvernig líst þér á,
Eva?
Eva var með tár í augunum og var-
irnar skulfu.
— Anna-Lisa meinar líklega ekki
það sem hún segir, svaraði hún lágt.
— Þetta hefir komið flatt upp á hana.
Ég hló, það var harður og beiskur
biátur.
— Nei, Eva mín, nú skjátlast þér,
sagði ég. — Þú þekkir hana ekki, en
það geri ég! Hún lofaði einu sinni
að verða í brúðkaupinu mínu, og ég
ætla ekki að láta hana sleppa. Manstu
ekki eftir því, Anna-Lisa?
Hún horfði á mig, og ég sá að hún
varð hrædd, hún skildi að hún hafði
liætt sér of langt lit á veikan ís.
— Ég ætla að lialda loforð mitt, ef
þér cr nmhugað um það, sagði hún
kuldalega.
Ég hló aftur, en nii var liláturinn
öðru vísi.
—- Það cr ágætt. Brúðkaupið verð-
ur eftir sex vikur . .. og ég þarf svara-
mann — og það ert þú, sem átt að
verða svaramaður minn.
— Svaramaður?
— .Tá, svaramaður, hvað hélst þú
að þú ættir að verða? Datt þér i hug
að ég vildi giftast manneskju eins og
Framhald á bls. 14.