Fálkinn - 30.01.1959, Síða 11
FÁLKINN
11
MILLUHJÓL OG TRAPES. — Hattur,
stór sem milluhjól, og trapeskjóllinn
er mjög fallegur klæðnaður. En þetta
er dýrt og nauðsynlegt að vita hvort
ekki má noía hattinn við önnur föt
sem maður á. Kjóllinn er frá Dyor,
hann er bundinn saman að framan
með hnýttu belti.
LITLA SAGAN.
RUZICKA :
„fierío það strax“
Mr. Corlde var í versta skapi þegar
hann fór af skrifstofunni í niðursuð-
unni sinni, til þess að borða jniðdeg-
isverð með Fred Miller vini sínum,
eins og h'ann var vanur ó mánudögum.
Allt, blátt áfram allt, liafði gengið
á afturfótunum hjá mr. Corkle í dag.
Ritarinn lians liafði komið allt of
seint með bréfið til undirskrifar, sem
átti að fara sem hraðbréf; fulltrúinn
hafði frestað fundi með skiptavini,
sem œtlaði að kaupa 40 þúsund dósir
af aspargus, og svo hafði þessi skipta-
vinur gert kaupin á öðrum stað, gjald-
kerinn hafði frestað að borga reikn-
ing þangað til i næstu viku, og mr.
Corkle liafði haft óþægindi af því,
og sendillinn liafði skilið eftir hlaða
af bréfum, sem áttu að sendast strax.
Þetta og margt fleira, sagði mr.
Corkle vini sínum yfir matnum og
lauk raunalestri sínum með þessum
orðum: „Geturðu ekki gefið mér gott
róð, Fred. Hvernig á ég að laga þetta
fólk?“
Fred Miller hleypti brúnum, það
TÍSKUMYNDIR
ÞESSI SJANTUNGS KJÓLL er tví-
skiptur, pilsið er þröngt og slétt en
blússan síð með stórum klaufum á
hliðunum og kraga sem framlengist
í tvo langa enda. Þægilegur kjóll og
gott að hafa hann með sér á ferðum.
STOKKÞRÖNGUR KJÓLL með fellt-
um dúk að neðan og utan. Efnið er
organdi með útsaumuðum rósum.
Þetta er snoturt og gaman að bregða
sér í það. Búið til rós úr sama efni
til þcss að festa í hárið.
(Frá Sagar dey).
GERÐUR SEM NÝR MEÐ SVUNT-
UNNI. — Gamall grænn bómullar-
kjóll, sem er farinn að ljókka getur
notið sín vel ef stór svunta úr smá-
rósuðu lérefti er notuð við hann. Hún
hylur að mestu kjólinn og er bundin
saman að aftan. Þetta er franskt, frá
Pierre Billet.
gerði hann alltaf þegar heilafrumurn-
ar fóru að starfa. Og eftir nokkrar
minútur kom það.
„Ég veit ráð við því. Þú kallar allt
fólkið á fund. Svo lieldur þú ræðu
yfir því, með kjörorðinu: Fresta því
aldrei til morguns, sem þú getur gert
i dag. Og svo setur þú upp skilti í
öllum skrifstofunum með orðunum:
„Það sem þú þarft að gera, skaltu
gera fljótt!“ eða eitthvað því likt. „Og
reyndu hvaða álirif þetta hefir.“
Morguninn eftir gerði mr. Corkle
tveimur málurum orð. Þeir máluðu
hundrað skilti af mikilli list: „Gerðu
það strax!“ Því að mr. Coi'kle vildi
hafa allt stutt og laggott. Skittin voru
hengd upp víðs vegar í niðursuðunni
samdægurs, og klukkutíma áður en
vinnutíminn var úti, héll mr. Coi'kle
hjartnæma ræðu til alls skrifstofu-
fólksins.
„Konur og menn! Ég liefi kvatt
ykkur á minn fund til að biðja ykkur
öll — frá fulltrúa til lyftudrengs, frá
gjaldkera til sendils — að skerpa af-
köstin og vinnuhraðann. Nú megið
þið ekki slá neinu á frest framar,
jafnvel þó að þið teljið það ekki árið-
andi. Hjá okkur er allt áriðandi og
lijá okur liggur öllu á. Það dugir
aldrei að slá neinu á frest. Takið
járnbrautirnar til fyrirmyndar, sem
bruna eftir teinunum á nákvæmlega
sama tíma dag eftir dag. Og minnist
þrýstiloftsflugvélanna, sem þjóta um
himingeiminn hraðar en hljóðið.
Gangið glöð til vinnnnnar. Fram-
kvæmið undir eins verkefnin, sem
fyrir liggja!
Flestir tóku þessum uppörfunar-
orðum mr. Corkles með löngum geisp-
um. En fulltrúinn, gjaldkerinn, einka-
ritarinn og sendillinn sperrtu eyrun.
Mr. Coi'kíe tók eftir því og taldi það
góðs vita.
Viku síðar hitti hann vin sinn Fred
Miller aftur á matsölustaðnum þeirra.
„Jæja, gekk þetta vel?“ voru fyrstu
orðin, sem Fred sagði. Hann var for-
vitinn, þvi að hann jiakkaði sér ár-
angurinn.
En mr. Corkle urraði: „Vel? Hvað
áttu við með vel?“
„Láttu ekki svona!“ gelti Miller
framan í hann. „Vitanlega á ég við
hvort fólkið hjá þér er orðið fljótara
á sér en áður.“
„Jú, þetta hafði áhrif,“ sagði mr.
Corkle. „En jjegar á allt er litið vildi
ég óska að ég liefði ekki gert þetta.
Sú fyrsta sem varð fyrir áhrifunum
var einkaritarinn minn. Hún lieimtaði
kauphækkun daginn eftir. Svo varð
sendillinn næstur, hann sagði upp
vistinni og fór til versta keppinauts
míns. Og svo rak hver plágan aðra.
Gjaldkerinn hvarf með 100.000 doll-
ara og fulltrúinn er strokinn með
konunni minni.“
Vitið þér
?
» » ■ e
að bílar þurfa að fara í gcgnum
mikla eldraun áður en þeir eru
sendir á markaðinn?
Þegar vagninn kemur fullgerður af
færibandinu er hann tekinn til
reynslu i sérstakri tilraunstofu. Ilann
er t. d. látinn vera í 50 stiga gaddi
og lileypt er á hann sandstormi. Á
einni klukkustund verður hann fyrir
meiri veðrabrigðum en líklegt er að
hann verði á meðan hann heitir bíll.
Ef einhvers staðar finnst galli eða
lát verður á einliverju, er skipt um
og billinn styrktur.