Fálkinn - 30.01.1959, Blaðsíða 12
12
FÁLKINN
Í5S55SÍÍ^ÍSS~ F R A M HA L D S S A G A fc^******
Á$TIR í feluleik
10.
>£Á*>£Á*>iA*>í)g& FRAMHALDSSAGA
Þegar inn kom heilsaði hún eina hvíta
manninum á staðnum, aðstoðarmanni Julians,
sem hún hafði hitt með Amy, og landshöfð-
ingjanum, sem hafði farið í litríkasta pilsið
sitt og í sportjakka með ensku sniði.
Eftir að hafa heilsað fólkinu settist Julian
við endann á langborðinu, sem stóð á miðju
gólfi. Höfðinginn sat á hægri hönd honum
og Englendingurinn til vinstri. Elisabeth sat í
hinum enda þingstofunnar og gat horft yfir
bæði dómarann og fólkið.
Höfðinginn var upp með sér af því að geta
talað ensku, og þó að Julian ætti ofurhægt
með að skilja malayisku mállýskuna, lét hann
höfðingjann gera grein fyrir málunum á bjag-
aðri ensku.
Julian hlustaði þolinmóður á hann. Maður
hafði barið konuna sína og var dæmdur til
þeirrar hegningar að vera án hennar í heilan
mánuð. Þjófur varð að skila aftur þýfi sínu
og borga heilan uxa í ofanálag. Kona, sem
hafði átt í iílindum við grannkonuna, var
dæmd til að búa til nýja grasmottu handa
þinghúsinu. I Bolani var ekkert fangelsi til,
aðeins kofi fyrir menn, sem voru grunaðir
um morð.
Þegar öll málin höfðu verið afgreidd kom
feiminn maður fram og bað bónar. Hann átti
son, sem var svo greindur að kennarinn á
trúboðsstöðinni gat ekki kennt honum meira.
Tuan yfirmaður mundi eflaust skilja, að það
væri óviturlegt að láta þennan unga dreng
verða áfram þarna í eyjunni. Væri sjálfsagt
að senda hann til Singapore og gera úr hon-
um málaflutningsmann eða lækni.
Julian hlýddi á manninn og hallaði sér fram
á borðið. — Láttu son þinn koma hingað,
sagði hann. — Mig langar til að tala við hann.
Drengurinn kom fram. Þetta var digur
strákur, kringum tólf ára, og hafði verið lát-
inn fara í kakíbuxur og hvíta skyrtu.
— Finnst þér gaman að læra? spurði Julian
á ensku.
— Já, Tuan. Ég vil helst vera alltaf í skóla.
— Hverju hefir þú mest gaman af?
— Það er gaman að læra ensku og reikna.
Julian reif blað úr bók og ýtti því til
drengsins. — Úr því að þú ert svona duglegur
geturðu kannske reiknað dæmi fyrir mig.
Stráksi var á báðum áttum. — Já, Tuan,
sagði hann auðsveipur.
Julian gaf honum einfalt dæmi og bað hann
að reikna. Var alger þögn í salnum meðan
drengurinn var að því. Elisabeth vonaði að
honum tækist að reikna dæmið rétt. Hún sá
að Julian efaðist um kunnáttu drengsins og
vonaði innilega að honum hefði skjátlast.
Drnegurinn var ekki sérlega gáfulegui- og
faðir hans horfði kvíðandi á hann, eins og
hann væri hræddur um að hann mundi ekki
standast prófið.
Loks rétti stráksi fram blaðið og höndin
skalf ofurlítið. — Ég er búinn, Tuan, en svar-
ið er ekki rétt. En ef Tuan vill gefa mér lengri
tíma ...
— Hann faðir þinn sagði, að kennarinn á
trúboðsskólanum hefði kennt þér allt sem
hann kann, sagði Julian rólega. — Heldur þú
það?
— Nei, Tuan ,sagði drengurinn angurvær.
— Hvers vegna baðstu foreldra þína að
koma þér til Singapore?
— Ég held að það sé best fyrir mig, Tuan.
Mér leiðist að vinna á ekrunum. Mig langar
til að verða ... stúdent.
— Stúdent er sá, sem aldrei verður leiður
á að læra, sagði Julian. — Og allir hafa gott
af að vinna á ekrunum. Þegar ég var strákur
hjálpaði ég honum pabba mínum við að skera
og flysja sykurreyrinn af ekrunum hans.
Drengurinn leit upp og starði á hann. —
Er það satt? Hefir Tuan nokkurn tíma unnið
á ekrum? Ég hefi ekkert á móti því að vinna
á akrinum, en ég er hræddur um að verða
eins og bræður mínir.
Elisabeth starði forvitin á hann. Drengur-
inn var greindur. Það skipti engu máli þótt
hann gæti ekki ráðið við dæmið. Hann hafði
séð bræður sína fara af trúboðsskólanum og
verða þrælar á ekrunum og þá hafði komið
í hann uppreisnarhugur gegn sömu örlögun-
um. Hann varð að skera sig úr öðrum vegna
þess að hann var öðruvísi.
— Þú skalt fara í trúboðsskólann og verða
þar eitt ár enn, sagði Julian. — Og jafnframt
skaltu vinna hjá honum föður þinum. Þegar
skólanum lýkur sendir kennarinn mér skýrslu
um þig, og ég heimta að þú komir til mín
með skál af rísgrjónum, sem þú hefir ræktað
sjálfur.
— Og svo, Tuan? spurði strákurinn ákafur.
— Og svo, svaraði Julian og tók plöggin
sín saman, — svo sé ég vonandi að þú hefir
verið duglegur nemandi og góður sonur, og
þá skal ég gefa þér meðmæli á skóla í Singa-
pore.
Nú klappaði allur söfnuðurinn og um stund
heyrðist ekki mannsins mál, en þegar Julian
stóð upp stóðu allir upp um leið og rýmdu
til fyrir honum svo að hann gæti komist út.
Elisabeth fékk kökk í hálsinn en skildi ekki
hvers vegna. Hún þorði ekki að líta á aðstoð-
armanninn, sem hafði verið sagt að fylgja
henni niður á bryggju og koma henni um
borð í vélbátinn.
HENNI varð rórra innanbrjósts er þau héldu
til hafs aftur. Annar hásetinn hafði hitað te
og opnaði blikkdós með kexi, og þegar Julian
hafði búið sig undir næstu landgöngu settist
hann hjá henni inn í klefanum og fór að tala
um kórallarifið, sem var umhverfis eyjuna
eins og löng keðja af skerjum undir sjó. Hún
kinkaði kolli en gerði engar athugasemdir og
hann gægðist spyrjandi á hana yfir tebollann.
— Þér virðist svo annars hugar. Ég held
að þér séuð að hugsa um eitthvað annað?
— Já, ég er að hugsa um drenginn, sem
langar til Singapore. Það er kannske flónska,
en mér fannst hann greindarlegur og ég var
svo hrædd um að þér munduð vísa honum
frá án þess að gefa honum nokkra von. Ég
varð svo glöð þegar ég heyrði að þér örfuðuð
hann.
— Nú, ekki annað? Hann yppti öxlum. —
Við svona mál dugir engin angurbliða. Hann
fær tækifæri, en undireins og einn fær kost
á framhaldsmenntun koma hundrað sem öf-
unda hann af því að hann hefir fengið styrk
hjá stjórninni. Þessir drengir sem vilja mennt-
ast verða ekki öfundsverðir af ævinni í fram-
tíðinni.
Margir þeirra koma aftur án þess að hafa
dugað til námsins, aðrir hverfa ummerkja-
laust, en aðeins fáir komast áfram.
— Eruð þér aldrei ... hræddur?
— Við hvað ætti ég að vera hræddur?
— Þetta hlýtur að vera mikill ábyrgðar-
hluti. Mér er nær að halda að .. . Hún þagn-
aði er hún sá hve alvarlega og rannsakandi
hann horfði á hana.
— Við hvað eigið þér? spurði hann kulda-
lega.
Hún hló afsakandi. — Ég veit það eiginlega
ekki. Sir Henry hefir verið landstjóri í ellefu
ár, er það ekki? Var hann ekki umboðsmaður
áður?
Hún tók eftir að hann varð einkennilega
hljóður. Hún rifjaði upp í ofboði hvert einasta
orð sem hún hafði sagt, en gat ekki séð neitt
varhugavert annað en það að hún hafði kall-
að landstjórann „sir Henry“.
Hafði hún snert viðkvæmasta blettinn á
persónu Julians — metnað hans, að vilja
komast í efsta sessinn? Skildi hann að hún
fyrirleát hann vegna þess að hann var metn-
aðargjarn.
— Jú, sagði hann stutt. — Sir Henry var
umboðsmaður áður en hann varð landstjóri.
Hann setti frá sér bollann og gekk út þegj-
andi.
Elisabeth gramdist við sjálfa sig. Hún gat
ekki sagt Julian að hana langaði til að vita
sem mest um hann, en það væri alveg óvið-
komandi því að hún væri landstjóradóttir.
Spurningin hefði verið ofur eðlileg, og ef það
fyki í hann út af því að hún sæi gegn um
hann ... jæja, ekki gat hún gert að því.
ELISABETH og Julian höfðu komið í fjögur
þorp áður en klukkan varð tólf og klukkan
hálfeitt borðuðu þau hádegisverð í fimmta
þorpinu ásamt einum af fulltrúum stjórnar-
innar, sem átti heima í næsta húsi við þing-
stofuna. Klukkan hálftvö héldu þau áfram og
tuttugu mínútum síðar komu þau á vinnu-
hæli og þar varð Julian að athuga langa skrá
um pöntun á ýmsum verkfærum.
Það var ekki fyrr en löngu eftir þessa ferð
sem Elisabeth skildist að þessi dagur hafði
markað tímamót hjá henni. Þá hafði runnið
upp örlagastundin, er hún byrjaði að verða
ástfangin af Julian Stanville. Á þeim degi
kynntist hún lyndiseinkunn hans. Hún sá að
hann gat verið óvæginn í dómum þegar
glæpamenn áttu í hlut, en líka samviskusam-
ur og réttlátur og stundum gjafmildur —
ávallt þolinmóður og kurteis, hvort heldur
hann talaði við höfðingjana, raja eða fiski-
menn í tötrum. Og þegar sólin gekk til viðar
var hún ekki í vafa um, að Julian þurfti ekki