Fálkinn - 30.01.1959, Page 13
FÁLKINN
13
að giftast Amy Penlan eða neinni annarri
landstjóradóttir til þess að komast í æðsta
sess. Hann mundi komast þangað hverri svo
sem hann giftist.
Það var farið að dimma þegar þau nálguðst
Mueng aftur. Julian var að taka saman skjöl-
in sín inni í klefanum.
— Þér hafið verið hetja í dag, sagði hann
brosandi. — Mér sýnist þér vera alveg eins
vel upplögð og þér voruð þegar þér komuð
um borð í morgun.
— Ég er dálítið þreytt, en það stafar víst
af sjávarloftinu.
— Þér iðrist ekki eftir að þér komuð með
mér?
— Nei, langt frá því. Þetta hefir verið afar
fróðlegt. Ég er þakklát yður fyrir að þér vild-
uð lofa mér með yður. Hún horfði á hann
og augun gljáðu.
Hann tók undir handlegginn á henni og þau
stóðu á þilfarinu og horfðu á Ijósin, sem voru
að kvikna í Mueng og á hæðirnar kringum
bæinn. Þetta var óendanlega friðsælt augna-
blik, og hún vissi að hún mundi alltaf minn-
ast þess með þrá.
STUTT „GÓÐA NÓTT“.
Vélbáturinn lagði að bryggjunni og Julian
hjálpaði henni í land. Þau gengu fjöruna upp
á veginn. Þegar þau komu að bílnum sáu þau
að bíll Mclvers læknis stóð þar hjá, með ljós-
in logandi.
— Gott kvöld, sagði hann. — Ég var í þann
veginn að skrifa yður bréf, sem ég ætlaði
að festa í bílgluggann yðar, Julian. Ég ætlaði
að biðja yður um að koma við hjá mér í leið-
inni.
— Er eitthvað að? flýtti Julian sér að
spyrja.
— Ékki neitt alvarlegt. Solai gamli hefir
loksins fallist á að láta skera sig við kviðslit-
inu ,en hann vill að þér skrifið staðfestingu
á því. Hann vill tryggja sér að hafa stjórn-
ina sín meginn áður en hann leggst undir
hnífinn hjá mér. En það er ekki hægt að á-
fellast karlfauskinn fyrir það. Hann hefir lif-
að í frumskógunum mestan hluta ævi sinnar.
— Hafið þér eyðublaðið með yður?
Læknirinn leitaði í jakkavasanum. —
Hérna er það. Mér þykir leitt að gera yður
þetta ónæði um leið og þér eruð að koma úr
ferðalagi, en ef þér gerið þetta ekki fljótt er
ég hræddur um að karlálfinum snúist hugur.
Hvernig hefir ykkur liðið í dag?
— Ágætlega, sagði Julian og skrifaði nafn-
ið sitt.
— Og yður, ungfrú Penlan? Það veitir ekki
af að halda á spöðunum þegar maður er með
Julian? Hann þarf manneskju eins og yður til
að halda aftur af sér og gera honum skiljan-
Hvar er markvörðurinn?
legt að það er sumt, sem lögin eiga ekki að
gilda.
Julian hló. — Þér talið langtum of mikið,
læknir.
— Það getur verið, en ég veit hvað ég tala
um. Hann sneri sér að Elisabeth. — Ef þér
hafið gaman af spenningi, skuluð þér gefa
yður að honum við og við og láta hjartað
í honum kippast við. Julian hefir alltaf vanist
að ráða öllu sem hann vill.
Elisabeth þótti vænt um að hvorugur þeirra
gat séð hve mikið hún roðnaði. — Ég skal
athuga það, sagði hún undirleit og muldraði
„góða nótt“. Julian opnaði bílinn og hún sett-
ist inn. En það varð nokkur bið á því að hann
kæmi. Þeir stóðu enn og voru að tala saman.
Hún sá að læknirinn yppti öxlum og heyrði
brot af því sem Julian svaraði: —.Hann átti
ekki skilið að sleppa svona vel við þetta. Hann
er einstök landeyða.
Hún fékk sviða fyrir hjartað. Þeir voru að
tala um Tim Cartney. Julian var að spyrja um
hvernig liði heima hjá Celiu.
— Ég er hræddur um að þér séuð þreytt,
sagði hann er hann kom og settist við hliðina
á henni. — Þér verðið að fara að hátta og
sofa vel út á morgun.
Þau óku þegjandi um Mueng. Þegar þau
komu að landstjórahúsinu, spurði Elisabeth:
— Viljið þér koma inn og fá yður glas?
— Já, þakka yður fyrir, en ég má ekki
standa lengi við. Hann gekk upp þrepin með
henni. — Ég hefi vinnu sem ég þarf að ljúka
í kvöld. Hann leit yfir garðinn og sagði svo:
— Þarna kemur unnustinn yðar síðan í
fyrra. Á ég að láta hann fara?
— Nei, gerið það ekki. Hún leit upp og sá
Peter nálgast húsið.
Julian hleypti brúnum. — Eruð þér virki-
lega í skapi til að fara að berjast við hann í
kvöld?
Hún rétti úr sér. — Það er alltaf notalegt
að hafa Peter nærri sér. Það er hvíld í því.
— Upphitaðar leifar eru nú stundum ekki
sem ljúffengastar.
Henni varð hugsað til Celiu og sagði létt:
— Það er ekkert upphitunarbragð að Peter.
Hann er afbragð.
Hann kom inn og heilsaði kurteislega. —
Gott kvöld. Ég hefi komið hingað tvívegis í
dag, Amy. Það er samkvæmi hjá Kelvey, og
mér datt í hug hvort þú vildir koma með mér
þangað?
— Ungfrú Penlan hefir átt erfiðan dag,
sagði Julian stutt.
Eilsabeth brosti alúðlega. — Ég vil gjarn-
an koma með þér, Peter. Komdu inn og fáðu
þér sæti meðan ég hefi fataskipti.
Julian reyndi ekki að malda í móinn frekar.
Hann horfði á Peter eins og þetta væri ein-
kennilegt en viðbjóðslegt skordýr, bauð Elisa-
beth góða nótt án þess að líta á hana og fór
sína leið.
Elisabeth fann vel, meðan hún var að hafa
fataskipti, að hún var þreyttari en svo að hún
gæti skemmt sér í samkvæminu. Hún var með
höfuðverk eftir sjávarloftið og sólskinið og
heilinn var þreyttur eftir öll áhrifin, sem hún
hafði orðið fyrir á stuttum tíma.
Peter hafði ekki útvegað sér bíl ennþá, og
Elisabeth kunni ekki við að senda eftir bíl-
stjóranum til þess að aka þessa stuttu leið
til Kelveys. Þau gengu gegnum garðinn og
héldu svo upp veginn.
Peter sagði henni að hann hefði verið á
bókasafninu með Sands fyrrihluta dagsins.
Síðdegis hafði hann verið í stjórnarskrifstof-
unum og reynt að kynna sér starf sitt. Honum
virtist starfið hjá sir Henry mundi verða létt-
ara en það sem hann hafði haft i Singapore,
en miklu ábyrgðarmeira og virðulegra. Hann
sagðist vera mjög ánægður með að hafa feng-
ið þessa stöðu.
Amy var að vanda miðdepillinn í samkvæm-
in'u — í sægrænum silkikjól — með Cran-
wood kaptein við hliðina á sér. Þegar hún
kom auga á Elisabeth spurði hún kesknislega:
— Hvers vegna ertu farin að draga þig eftir
honum Peter, gullið mitt? Er það endurkast
eftir samveruna með Julian?
FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af-
greiÖsla: Bankastrceti 3, Reykjavik. Opin kl. 10—12
og 1 V-i—(i. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.:
Svavar Hjaltested. ■— Sími 12210.
HERBERTSprent.
ADAMSON
ANDARTAK!