Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 06.03.1959, Blaðsíða 3
FÁLKINN Skíðaskáli KR — glæsilegt íjallaheimili Síðastliðinn sunnudag var glæsileg- asti skiðaskáli landsins, skáli KR í Skálafelli vígður með viðhöfn i sam- bandi við 00 ára afmæli félagsins. Voru þar komnir fjölmargir KR- ingar svo og gestir. Einar Sæmunds- son, formaður KR stjórnaði hófinu en Georg Lúðvíksson, formaður bygging- arnefndarinnar og einn ósérhlífnasti sjálfboðaliSinn, sem unnið hefir að þessari skálabyggingu af dugnaði og elju, flutti vígsluræðuna. Georg kvað upphaf Skíðadeildar KR þaS er sjö menn voru skipaðir í ferðanefnd 1934. Gekkst hún fyrir fjölmörgum skíða- fcrðum. í páskaferð á Kjöl 1930 lenti hópurinn í vondu vcðri og hélt til Esju. Er yfir Skálafell var farið fundu ferðalangarnir hinar ákjósanlegustu brekkur og þar var besta veður. í þeirri för lagði Stefán Gislason grundvöllinn að skíðadeildinni, en þótt hann félli ungur i valinn búa KR-ingar enn að brautryðjandastarfi hans. Fyrsti skáli KR i Skálafelli var 0x8 metrar að flatarmáli byggður 1930. Hann var siðan tvívegis stækk- aður og varð 200 fermetrar að gólf- fleti (á 3 hæðum). Var bygging þess skála miklum erfiðleikum bundin, sem sjá má á því, að bera þurfti allt byggingarefnið 5 km. leið í nær 500 m. hæð upp í fellið. Sá skáli brann til ösku 1955. Litlu síðar var braggi, er KR-ingar höfðu i Hveradölum, eldi að bráð. í júlí 1950 var grunnur grafinn að þessum nýja skála og sex vikum sið- ar var kjallarinn steyptur. Haldið var íí^p^ áfram og 23. september um haustið var reisugildi haldið. í október varð skálinn fokheldur, og i júní næsta ár hófust innréttingar. í mars 1958 kom rafmagn frá Sogslínunni að skálanum og það vor fóru tvö mót fram við skálann. Frá því í september s.l. haust hcfir verið unnið sleitulaust að því að fullgera skálann og siðustu vik- urnar oft lögð nótt með degi. Skálinn er 130 fermetrar að flat- armáli en um 950 rúmmetrar. SkíSa- geymsla er í kjallara, tvö gistiher- S- bergi, snyrtiherbergi, miðstöSvarher- bergi, miðstöSvarkerfi, böð og gufu- bað. Á fyrstu hæð eru rúmgóSar setu- stofur, tvö gistiherbergi, rúmgott eld- hús, snyrtiherbergi og forstofa. í risi eru kojur fyrir 35 manns, auk svefn- lofts, sem nota má, þegar fleiri þurfa gistingar. Alls getur skálinn rúmaS yfir 100 manns. Við byggingu skálans unnu alls 115 sjálfboðaliðar 1130 dagsverk. Einar Sæmundsson, formaður KR, þakkaði byggingarnefndinni frábært starf og þó einkum formanni hennar, G-eorg LúSvíkssyni, Þóri Jónssyni, formanni skíSadeildarinnar og Gísla Halldórssyni, arkitekt, sem teiknaði skálann og bæ og ríki fyrir stuSning við bygginguna. Meðal annarra ræðumanna, sem þökkuðu KR-ingum þetta framtak og árnuSu heilla voru Gunnar Thorodd sem borgarstjóri, Eysteinn Jónsson, fyrrv. ráSherra og Renedikt G. Waage, forseti ISÍ. _0— 99 inVIIRACIjKKlN .. Barnaleikrit Haraldur Björnsson og Helgi Skúlason. ÞjóSleikhúsiS hefi.r nýlega hafiS sýningar á islensku barnaleikriti, er nefnist „Undraglerin" og er eftir Óskar Kjartansson, afkastamikinn og efnilegan leikritahöfund, sem dó ung- ur aS árum. Leikrit þetta er eins og önnur verk höfundarins ævintýri, er segir frá ungum og fátækum farandsöngvara, sem ferSast um með gítarinn sinn oft- ast þreyttur og 'svangur. Þá var það eitt sinn aS hann kom til aðstoðar gömlum manni, sem orSiS hafði fyrir árás óþokkapilta. Gamli maðurinn, sem raunar var enginn annar en Gyð- ir.gurinn gangandi, launaði farand- söngvaranum hjálpina með þvi að gefa honum tvo töfragripi, undragler, og eina ósk að auki. Óskina notaði hann til þess að liverfa langt aftur í tímann, og áður en hann vissi af blasti við honum nýtt umhverfi, — sjálft ævintýrið er hafið með vondum kóng- um, fagurri kóngsdóttur og skemmti- legum og góðhjörtuSum náungum. Helgi Skúlason fer meS hlutverk farandsalans, frjálsmannlegur og d.jarfur, en gleymir þó ckki skopinu. Og þá er það hann Tobías hænsna- hirðir, sem „stelur" í rauninni sýning- unni, svo er Bessa Bjarnasyni fyrir að þakka eða um að kenna. Sá skringi- legi náungi þarf ekki nema að sýna sig til þess aS allt ætli um koll aS keyra. Valdimar Helgason leikur Orsinó kóng og Ævar Kvaran Gremió kóng. Þeir eru bræður og- vondir kóngar. Framhald á bls. 14. Sigurður Bjarnason, bifreiðastjóri hjá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur, varð 50 ára laugardaginn 21. febr. s. 1. NAUTILUS-SIGLINGIN. Þriðji kafli hinnar merkilegu ferða- sögu kafbátsins undir norðurísa birt- ist á bls. 6—7 í þessu blaði. Grein- arnar sem komnar eru hafa vakið af- ar. mikla athygli og margir spyrjast fyrir um framhaldið. Aðeins ein grein enn birtist hér í blaðinu. en von- sviknum lesendum til huggunar skal þess getið, að bókin kemur út í heild á komandi hausti á forlag Olivers Steins í Hafnarfirði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.