Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 06.03.1959, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN EIMIJ SIMMI VAR - drottning í ríki sínu Kóngur og En þau urðu að skilja — ekki vegna ósamkomulags, heldur af því að drottningin gat ekki átt barn. Sagan gerist í fyrra. Sagan segir að Persa-sjah hafi ver- ið aðvaraður þegar hann tók gríðar- stóran bláan demant úr gimsteina- skrínimi'sínu til að gefa 17 ára konu- efninu sinu, Sorayu, í trúlofunargjöf. Þessi indverski steinn hafði einu sinni verið eign ógæfusamrar drottn- ingar, Marie Antoinette, sem tekin var af lífi í stjórnarbyltingunni miklu i Frakklandi. En sjahinn hló og sagði, að álög steinsins mundu gufa upp undireins og Soraya snerti hann. Þegar Gronchi ítalaforseti hélt upp á 70 ára afmæli sitt í Teheran ekki alls fyrir löngu, har Soraya steininn í hring á baugfingri vinstri handar, og bros liennar Jjómaði ekki síður en ljósbrotið i steininum og glys- kennd dýrðin í hinni gömlu persnesku höll „Golestan“ — en það þýðir blómagarðurinn. Sjahinn og kona hans bjuggu hvorki í Golestan eða í Marmarahöllinni, sem er hinn opinberi konungsbústaður. Heimili þeirra heitir „Echtessasisi“ og var kallað „loftvarnarþyrgið“, ]>vi að þar var allt svo einfalt og íburð- arlítið. Þar var stór slagharpa, brúð- kaupsgjöf frá Vinarborg, sex hundar og safn nútíma bókmennta, sem bar með sér hvers konar bækur kon- ungshjónin höfðu mest gaman af að lesa. Þar er liringmyndaður vetrar- garður með fiskasöfnum og alls kon- ar sjaldgæfum fuglum, eins og tíðk- aðist hjá fornum Persakonungum. í Marmarahöllinni eru skrifstofur sjahsins, og það var ])aðan sem hann símaði til konunnar sinnar hinn ör- Hér sést sjahinn í pílagrímsferð til grafar Imam Reza. Hann leggur fing- urna á silfurnetið, sem er umhverfis legstaðinn. Þar getur hann borið fram ósk liggi honum eitthvað sérstakt á hjarta. Skyldi honum vera hugsað til sonar? lagaríka febrúardag, er Mossadec rak ltonungshjónin í útlegð forðum. Þarna vinnur sjahinn dags daglega að því að koma sem bestu lagi á olíuvinnsl- una i Persíu. Fyrir skemmstu gátu jarðfræðingarnir tilkynnt honum að eitt af olíusvæðunum í Quam væri 70x12 km. stórt og 350 metra djúpt. Persía er eitt af mestu olíulöndum heimsins, og þar eru lika önnur ó- notuð auðævi í jörðu: kol, járn, nikk- el og mangan. Persar liafa eignast allmikið af vélum til olíuvinnslu og hreinsunar, en þá vantar tilfinnan- lega verkfræðinga og æfða verkstjóra og verkamenn. Mohammed Reza sjah verður að sætta sig við að vera kallaður „keisari af náð USA“ eftir að Bandaríkin fóru að dæla dollurum inn í landið um leið og liann kom aftur heim úr skammvinnri útlegð. Nú dreymir hann um að Persia geti staðið á eigin fótum i framtíðinni og að þar búi menntuð lýðræðisþjóð, sem sjálf geti gert sér peninga úr hinum stórkost- legu náttúruauðæfum sínuin. Sjahinn, sem hefir erft hið remb- ingslega viðurnefni „konungur kon- unganna“ eftir Kyros, Darios og Xerxes, er tæplega jafn mikið karl- menni og faðir hans var, einræðis- herrann Reza hinn mikli. En hann fetar í fótspor hans að því er fram- sóknarstefnuna snertir, eins hratt og liann þykist sjá sér fært. Rússar liafa verið reknir út úr íran og sviptir olíu- leyfum sínum, og þeir fá ekki framar að veiða styrju í sunnanverðu Kaspía- hafi og gera sér mat úr persneskum hrognum. Og þó hefir sjahinum tek- ist að lifa í friðsamlegri sambúð við Sovjet-Rússland. Hann hefir gert þrjá mikilsverða samninga við hinn vold- uga granna sinn: um siglingar, versl- un og vöruflutninga um landið. -— Englendingar og Ameríkumenn kaupa ölíu í íran fyrir nær 1400 milljón dollara á ári. „National Iranian Company“ hefir undirritað samning við ítalska félagið „Agip Mineralia", sem gerir Persum kleift að komast hjá ensk-amerískri einokun og bæta af- köstin í oliuvinnslunni. Fávísi og fá- tækt þjóðarinnar hefir frá fyrstu tíð v(erið hrópandi .andstæða íburðar- iiis og óhófsins í höllum sjahsins og höfðingjaklíkunnar. Þó að Mohammed Reza hafi helgað líf sitt þeirri hug- sjón að gera lýðræðisþjóð úr Persum — hlutverk sem virðist einkennilegt fyrir nær einvaldan keisara — og bæta kjör almennings, er hann þó austur- landakeisari i húð og hár þegar hann heldur veislur í höllunum sínum. Risnukostnaður hans er vafalaust miklu meiri en lijá nokkrum þjóð- höfðingja í Evrópu. Og drottningar hans fegurri og prúðbúnari en nokk- ur drottning eða forsetafrú vestur- landa. Fyrri drottning hans var Fawsia dóttir Fuads Egyptakonungs og systir Farúks. Með henni eignaðist hann dóttur, sem nefnd var Shanaz (auga- sleinn sjahsins), en engan son. Þess vegna var Fawsia að skilja við sjah- inn fyrir tíu árum. Tveim árum síðar festi sjahinn sér aðra konu, Sorayu, sem þá var 17 ára, og nú hefir orðið að stíga sömu þungu sporin og Faw- sia að skilja við manninn, því að hún gat ekki heldur alið honum hinn lang- þráða rikiserfingja. Sjahinn unni konu sinni mjög og tók sér nærri að oiga að reka hana frá sér, en stjórnin setti honum tvo kosti — að eignast son eða segja af sér. Æðstu embættis- menn hirðarinnar eru fyrir löngu farnir að svipast um eftir nýrri konu handa honum. Undir eins og skilnað- urinn var genginn um garð, fóru þeir að skrásetja ný konuefni, sem ekki Afmælisveisluborð Gronchi forseta. Fremst á myndinni er Soraya, til v. við hana frú Gronihi og til h. forsetinn Gronchi og næst honum Shanaz, stjúpdóttur Sorayu. Hún er 18 ára og nýgift Ardeshir Zaheei verkfræð- ingi, syni adjútants sjahsins. > „Haf af ljósi“ — persneska kórónan með páfuglafjöðrunum, sem geymd er í Colestanhöllinni. máttu vera af Qajar-ættinni. Og úr þessum konuefnum átti sjahinn svo að kjósa sér þriðju drottninguna, eftir a@ læknisskoðun hefði farið fram á öllum konuefnunum. En þegar forseti ítala heimsótti Teheran var Soraya enn drottning sjahsins, og þá stóð veisla þrjá daga í röð með viðhafnarsamsæti í Marm- arahöllinni og afmælisgildi í Golestan. Þegar sjahinn og fylgdarlið hans beið forsetans á flugvellinum við Mehra- bad, varð einum blaðamanninum það á að kveikja í vindlingi. Honum var strax, svo lítið bar á, bent á að slökkva. í Persíu er óleyfilegt að reykja þegar sjahinn er nærstaddur. Það dimmir fljótt í Teheran. Fyrsta hátíðarkvöldið brunnu þúsundir ljósa í garði Marmarahallarinnar en þar var veislan haldin við gríðarstórt skeifumyndað borð. Vatnið í gos- brunnunum var gegnumlýst með tóp- asgulum ljósum frá 42 stjökum úr bæheimsgleri, og á borðunum voru kertaljós i dýrum stjökum. Meðan á borðhaldinu stóð urðu tveir hershöfðingjar og tveir aðmír- álar að standa teinréttir bak við stól húsbóndans, konungs konunganna, Mohammed Reza Paglavi. Þjónar í tópasgulum tr.eyjum báru fram kjöt- seyði, bleikju, dilkakjöt og ís, hnetur og piparmyntur. En bak við ilmandi limgirðingu lék hljómsveit valsa eftir Lehar og lög úr Carmen. En i allri þessari dýrð ráfaði maður milli borðanna, sótsvartur af óhrein- indum, með úfið skeggstrý og klædd- ur í tölra. Þetta var hinn keisaralegi „kertasleikir", sem átti að líta eftir þeim 392 kertum, sem voru á horð- unum og kveikja á þeim, sem kannske slokknaði á i kvöldgólunni. Þar var mynd af Teheran núlímans! Tveimur dögum síðar var afmæli Gronchis forseta haldið hátíðlegt með veislu í Golestanhöllinni, sem var enn íburðarmeiri. Golestan er fegursta Iiöll sjahsins, og er aðeins notuð við hájtíðlegustu tækifæri. En að öðru leyli er hún safn. Þessi liöll, með grönnum súlnagöng-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.