Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 06.03.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. KUZICKA Zónlisl í hátalaranum MaSurinn á kaffihúsinu leit ólund- arlega í allar áttir. ÞaS var auðséS að hann var að gá að einhverju. Loks kom hann auga á gestgjafann. — Getið þér ekki losað mig við þenn- an bölvaðan hávaða? sagði hann ergilegur. — Útvarpið? — Já. — Það er Mozart, herra minn! sagði gestgjafinn. — Einmitt þess vegna. Mozart! Mozart! Og áður var það Haydn! Kallið þér það tónlist. Hefði það ver- ið Wagner eða Riohard Strauss! ESa herhljómsveit, virkilega stór og spilaS gjallandi marsa! En Mozart! Er hægt aS kalla það tónlist? Gestgjafinn brosti vorkunnsamlega. — Smekkurinn er misjafn, sagSi hann oí! yppti öxlum. En hann gerði reikn- ing án gests. — Hér er ekki um smekk að rœða, heldur tónlist! hrópaSi gesturinn. Þessa veinandi kattatónlist. Hver haldiS þér aS þoli slíkt? Þessi tón- list ætti aS vera bönnuS meS lögum! Hún gerir aSeins tjón. Ég gæti sagt ySur ýmislegt, herra minn, i sam- bandi við tónlist Haydns ... — Já, blessaSir gerið þér það! — Fyrir nokkrum árum var ég .staddur í litlum bæ, og þar kom ég i hús með garði í kring, rétt fyrir utan bæinn; það voru ung hjón, sem áttu heima þar. Þau hlustuðu á út- varpið frá þvi á morgnana og fram á kvöld. Hátalarinn þagði ekki augna- blik. Og þaS drundi í honum eins og í ... ja, ef hátalari gæti orSið hás af að espa sig um xof, mundi þessi fyrir löngu vera orðinn eins og hrafn í málinu! Ungu hjónin voru alls ekki heyrnarsljóg, en þau héldu því fram að tónlist væri ekki tónlist ef hún væri ekki sterk. Þau sögðu að hátal- arinn héti hátalari af því aS hann ætti að tala hátt. Jæja, það voru rök fyrir sig! Eitt kvöldið sátu ungu hjónin við borðið í stofunni og hátal- arinn öskraði svo, að ekki heyrðist mannsins mál. Það glamraði í rúðunni undan vögguvísu Schumanns. Þennan hávaSa hafSi innbrotsþjófur notað sér og hafði brölt inn í svefnherberg- ið, viS hliSina á stofunni. Útvarpseig- endur og einkum ákafir útvarpshlust- cndur eru manna bestir til að stela frá, því að hver heyrir hvað gerist í næsta herbergi, þegar hann er að hlusta á þaS, sem gerist 500 kilómetra i burtu? — Alveg rétt, sagði gestgjafinn. Gesturinn hélt áfram: — MeSan þjófurinn var að athafna sig heyrSist allt í einu skilnaðarsinfónían eftir Haydn, þetta fræga verk, þar sem hljóðfæraleikararnir hætta hver eftir annan, slökkva á kertinu sínu og fara úr salnum, af þvi að fólk getur ekki borgað þeim kaupiS. Sinfónían byrjar mjög venjulega — með trumbuslætti og básúnurokum, en verður smám saman veikari og veikari uns loks heyrast aSeins fjögur hljóðfæri. Svo fer klarinettistinn, síðan III. fiðlar- COCKTAILKJÓLL FRÁ LANVIN CASTILLO. Svart silkisatín með vírofnum fiðr- ildum, blómum og blöðum er efnið í þessum kjól. Bolurinn er hnepptur í hálsinn að aftan og að mitti en um núfllið /bundið með frynsuborða. Skórnir eru úr sama efni og kjóllinn. Fjaðurskúfur á hattinum. TLsku.myn.dir >s£*XA*>MÍ*>aA*>ítíi arinn, II. fiSlarinn og nú er ein fiSla eftir. En ein fiSla er engin hljóm- sveit, hversu háft sem hátalarinn er skrúfaður. Innbrotsþjófurinn hafði gert ráð fyrir að þessi sinfónia væri eins og allar aðrar sinfóníur, hann hafði ekki búist við þessari kyrrð — og hvað svo: hjónin hcyrðu til hans, fóru inn í herbergið og maðurinn fékk tveggja ára tukthús. — Já, þetta var einkennilegt, sagSi gestgjafinn. — Þarna sjáiS þér'. Ef Haydn hefði ekki verið i útvarpinu heldur Tann- háuser forleikurinn eftir Wagner eSa „Ugluspil" eftir Richard Strauss, hefði innbrotsþjófurinn ekki veriS tekinn. Nú skildi gestgjafinn ekki vel sam- hengiS. — FyrirgefiS þér — ySur hlýtur að þykja vænt um aS innbrotsþjófur- inn var tekinn? — Mér. Hvers vegna? — Ég meina, úr þvi aS þér voruS vinur hjónanna. Gesturinn hló. — Vinur hjónanna, ég? Innhrots- þjófurinn var égl HVERS VEGNA KEMUR ÞU EKKI? Framhald af bls. 9. — Hefir eitthvað sérstakt komið fyrir, Vivece? spurSi Rolf. — Já, þaS er alveg sérstakt, og þú verSur aS lofa mér aS koma strax. Ég skal segja þér erindiS þegar ég kem. Aldrei hélt ég að sá dagur mundi koma að ég bæði mér pilts og fengi hryggbrot, sagði Vivece nokkru síSar, er hún stóð andspænis Rolf i herberg- inu hans. — En skilurSu ekki, Vivece, hvílík fjarstæSa þetta væri. Ég get ekkert veitt þér af þeim þægindum, sem þú ert vön. — Og sem þú heldur aS ég geti ekki lifaS án? En þér skjátlast, Rolf. Eg get lifað án mikilla þæginda, en án ástarinnar get ég ekki lifað. Og ég get aldrei elskað neinn annan en þig. — Þetta er fásinna, Vivece. Þú iðr- ast elíir þetta. — Ég ætla að hætta á það, sagði Vivece brosandi. Jæja, hverju ætlar þú að svara bónorðinu? Rolf faðmaði hana aS sér og varir þeirra mættust í kossi, sem varS svo langur að hún stóð á öndinni. ÞaS var svariS hans — og svariS, sem hún hafSi vonast eftir. >i^*>s^*>i£m>i£*>í£ VitiS þér...? HATTAR. — Nýju hattarnir eru látn- ir ná niður um eyrun en kollurinn veitir aftur. Þeir eru flestir kollháir. Derhúfan frá Dior fer ungum stúlk- um mjög vel. Fallegir leopardshatt- urinn frá Monsien Svend er látinn hallast á höfðinu og Bartes hatturinn er líklegur til að öðlast' hylli. að ef bókum þeim, sem koma út á hverju ári, væri skipt jafnt milli allra jarðarbúa, mundu koma tvær bækur á mann? En ef þessi útbýting færi fram mundu vafalaust margur verSa fyrir vonbrigðum. Þvi að önnur bókin yrði kennslubók. að meira en þriðjungur mann- kynsins borðar eingöngu með fingrunum? Það eru, nánar tiltekið 37 af hverj- um hundrað, sem nota þessa einföldu og handhægu aðferð i stað þess að vera að burðast meS hníf og gaffal. En rúmlega fjórSi hver borgari ver- aldar, eSa 26 af hverjum hundraS ét- ur meS prjónum, en aðeins 16 af hundraSi notar hníf, skeiS og gaffal. — Afgangurinn — 21 af hundraSi not- ar einhvern áSurnefndra borSsiSa aS meira eSa minna leyti. að í amerískum sjúkrahúsum er starfsfólkið tvöfalt fleira en sjúkl- ingarnir? Framfarir læknalistarinnar og um- önnunar sjúkra hefir eigi aðeins haft í för með sér fjölgun sjúkrarúma held- ur líka miklu hetri Tijíikrun en áður gerðist. — Fyrir tiu árum var fjöldi starfsfólks fyrir hverja 100 sjúklinga orSinn 153, þar sem best var, en nú er hann orSinn 213. Drekk&> COLA /Spur\ Z>xy/CAC

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.