Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 15.05.1959, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN SAULT STE. MARIE .^íW, V^vv j MAINE jju,sA fe.\ ,, i- \ . IͧÍIÍ I í gijp ..... E ONTARlÓI""’- tS' : NOVA SCQTIAj THE ST. LAWRENCE SEAWAY MONTREAL TO LIVERPOOL «—> 2760 MILES Uppdrátturinn sýnir aila siglingaleiðina, frá Vötnunura og austur í Atlantshaf, en hún er nær 2300 mílna löng. uppdráttinn. iln sigla hafskíp á vðtnin miklu ÞAÐ er langt síðan farið var að bollaleggja það mikla áform — að gera skipgengan skurð, svo djúpan að hann væri fær stórum hafskip- um, frá Montreal og til vatnanna miklu á landamærum Bandaríkj- anna og Canada. Umræður um þetta stóðu áratugi, en loks náðist samvinna milli landeigendanna norðan vatnaleiðarinnar og sunnan árið 1954 og þá var þegar tekið til óspiltra málanna. Og nú er þessu stórvirki lokið og .stóru hafskipin farin að sigla frá Montreal alla leið vestur í vötnin. Siglingaleið hefur verið þarna áður, fyrir smá skip, sem ekki ristu nema 14 fet. Á þeirri leið voru 22 flóðgáttir til að lyfta skipunum eða lækka þau. Á nýju siglingaleið- inni eru aðeins sjö flóðgáttir, en miklu hærri og rammbyggilegri en þær gömlu, og minnsta dýpi í nýju skipaskurðunum er 27 fet, en það þýðir, að 20,000 smálesta skip geta siglt um skurðinn. Skipaleiðin frá Atlantshafi ligg- ur að miklu meiru leyti um Canada en um Bandaríkin, enda hafa Can- adamenn borið mikinn meiri hluta kostnaðarins, þó þeir séu tífalt minni þjóð en Bandaríkin. Til dæm- is hafa þeir byggt 5 af hmum sjö stóru flóðgáttum. En Canada á líka landið beggja vegna við St. Lawr- encefljótið austanvert, langt vestur fyrir Montreal. Frá Atlantsarfi og til Montreal er. um 100 enskra mílna skipgeng leið eftir Lawrencefljóti, en sá er galli á þeirri gjöf Njarðar, að erfitt er að halda leiðinni opinni að vetr- inum vegna frosta. Til Montreal komst hinn frægi franski siglinga- garpur Cartier, í rannsóknarferð sinni inn í meginland Norður- Ameríku, en þar fyrir ofan tóku við strengir og hávaðar, svo að ófært var skipum. Við Montreal eru neðstu flóðgáttirnar í St. Lawrence- fljótinu, ofan og neðan við borg- ina, en hún stendur á eyju í fljót- inu. Og skömmú ofar kemur þriðja flóðgáttin, Iroquois Lock, ein af þeim stærstu, enda hækkar hún svo vatnsborðið í fljótinu fyrir vestan, að það er skipgengt alla leið upp í Ontariovatn. En í haftinu milli þess og Erievatns eru Nigarafossarnir, svo sem kunnugt er, og hæðarmun- ur þess vegna talsvert mikill. En áður en skipaleið sú, sem hér verð- ur sagt frá var gerð, var kominn myndarlegur skipaskurður milli þessara vatna, Willand-skurðurinn. Viðleitninni á að gera skipgengt fljótið frá Montreal og vestur í vötn má skipta í þrjú tímabil, um hálfar aldar löng hvert. Fyrsta tímabilið nær frá 1800 til 1848. Þá var graf- inn skipaskurður, sem var 9 feta djúpur. En um aldamótin var búið að gera þessa skipaleið 14 feta djúpa. En í dag er skipaleiðin orðin nær helmingi dýpri, eða 27 fet. Árið 1913 byrjuðu Canadamenn á að grafa Wellandskurðmn, milli Ontariovatns og Erievatns. Verkið tafðist stórum vegna fyrri heims- styrjaldarinnar, en árið 1932 var því lokið. Kostaði þessi skurður 132 milljón dollara og þótti hið mesta stórvirki. Hann var 25 feta djúpur og hæðarmunurinn á vötn- unum, sem hann tengir saman er 326 fet. Með þessum skurði var lokið fyrsta og einna erfiðasta kafla siglingaleiðarinnar. Nú hefur skurð- ur þessi verið dýpkaður um 2 fet. En á St. Lawrencefljóti, frá hafi til Montreal er minnsta dýpi 35 fet. — Austan frá hafi og til Montreal er um 100 mílna sigling, en frá Liverpool til Montreal 2760 mílur. Leiðin inn fljótið er því meiri en þriðjungur af allri leiðinni frá Eng- landi, eða fljótaleiðin samsvarar meiru en hálfri leiðinni yfir At- lantshafið. En nú bætist enginn smáspölur við siglingaleiðina í vesturátt, því að frá Montreal til vestustu hafna við Lake Superior (Efravatn) eða til syðstu hafna Michiganvatns (svo sem Chicago eða bílasmiðjuborg- anna vestan vatnsins) eru kringum 1300 mílur! Og að þessari nýju sigl- ingaleið liggja mestu kornræktar- héruð Canada að norðan, Manitoba, Saskatchewan og Alberta. Lang fólkflestu fylkin í Canada, Quebec og Ontario liggja norðan og sunn- an (Quebec) að St. Lawrencefljóti, og þessi gamla samgönguæð hefur verið sú lífæð, sem velmegun þess- ara fylkja byggðist fyrst og fremst á. Langt inni í landi í Quebec er t. d. stærsta aluminiumbræðsla veraldar (í Arvida) og námugröftur er gífurlega mikill í Quebecfylki, að ógleymdum öllum skóginum, sem frá öndverðu hefur verið ein bezta tekjulind Canada. Með opnum sigl- ingaleiðarinnar vestur í vötn fá hin Allar 7 flóðgáttirnar eru markaðar á —-------- . „Gullni draumurinn“, sem Canadamenn kalla, hefur ræst. En bað var draumurinn um að gera skipgenga stórskipaleið frá Montreal alla leið inn í Vötnin miklu: Ontario-, Erie-, Huron-, Superior- og Michiganvatn. — Umferð um skipaskurðinn mikla er hegar hafin, en hann verður vígður af Elizabeth Bretadrottn- ingu og Eisenhower forseta 26. júní. ■■________________________________» vestari fylki Canada, alla leið vest- ur að Klettafjöllum, aðstöðu til að njóta ódýrari flutninga fyrir fram- leiðslu sína en áður var, og þess vegna þarf ekki að draga í efa að opnun hinnar nýju siglingaleiðar verður til þess að auka stórlega hagsæld miðvesturfylkjanna í Can- ada. Til dæmis má nefna, að síðan olía fór að finnast víða í Saskat- chewan og Alberta, hafa olíuleiðsl- ur verið lagðar alla leið frá nám- unum austur að höfninni í Sarnia við Efravatn, og verður nú hægt að senda olíuna með stórum tank- skipum þaðan og hvert á land sem vill. Þá verður skipaleiðin afar mikilsverð fyrir námugröft vestur- fylkjanna, en hann er afar marg- víslegur, en flutningur á málm- grýti er aýr, nema hægt sé að nota skip. Stóru skipin, sem nota nýju sigl- ingaleiðina verða miklu fljótari í ferðum, en skipin sem fóru hina gömlu 14 feta djúpu skurði og urðu að fara gegnum 22 flóðgáttir. Til dæmis um muninn má nefna, að á síðasta ári, eftir að aðeins þrjár af flóðgáttunum sjö höfðu verið teknar í notkun styttist farartími skip- anna urn 12—18 tíma. í framtíðinni geta 20.000 lesta skip siglt óhindrað frá Montreal til vatnanna miklu. Áður varð að nota smáskip á ýmsum köflum þessarar leiðar og umhlaða vöruna. Vitanlega er flutningaþörf Banda- ríkjafylkjanna, sem að vötnunum liggja, mikil líka. En þó teljast Canadamenn hafa meira gagn af þessu mikla mannvirki en Banda- ríkjamenn, enda hefur Canada bor- ið meirihluta kostnaðarins. Það hefur borgað 330 milljón dollara fyrir samgöngubótina en Banda- ríkin ekki nema 120 milljónir. Og frá öndverðu hafa það verið Can- adamenn, sem höfðu forustu í mál- inu og hafa knúið það fram. — En þessum peningum hefur ekki verið fleygt í sjóinn, því að þeir hafa opnað leiðina að auðlindum stórs hluta þjóðarinnar. Og skattgreið- endurnir borga þá ekki heldur og þurfa ekki að mögla undan því að þeir hafi verið píndir og kreistir. Því að St Lawrence-leiðin á að Þetta er eitt af vatnaskipunum, sem halda uppi áætlunarferðum á Vötnunum miklu. Bæði Svíar og Norðmcnn hafa gert mikið að sigling- um þar. Nú má búast við að dagar bessara skipa séu taldir, er stór hafskip fara að ganga um vötnin.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.