Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 15.05.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 BÚDDAPRESTUR HJÁ PÁFANUM. — ÞaS þótti tíðindum^sæta í vor að Chimed Ragdzin gekk fyrir páfann í Róm. Ekkert vitnaði þó af fundi þeirra annað en það, að presturinn hefði verið í kurteisis- heimsókn hjá hinum heilaga föður. Voru þrír kaþólskir Indverjar í för með prestinum og túlkuðu það, sem þeirra fór á milli. — Hér sjást þeir Jóhannes páfi og Chimed Ragdzin í byrjun viðtalsins. ☆ ☆☆ LITLA SAGAN ☆☆☆ SEX GÖT ....... Á KiÍLIWI ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ HANKY HIGGINS, eigandi Trav- ellers Rest, sem var eina kráin í Linger Falls, var hugkvæmur gróðamaður. Hann greip hvert tækifæri, sem gaf eitthvað í aðra hönd. Síðast hafði hann fundið upp á því að gera sér skotfimina að gróðalind, og margur ferðamaður- inn varð að skilja eftir álitlega fúlgu eftir að hafa keppt í skot- fimi við Hanky Higgins. Ég upplifaði þetta sjálfur er ég kom í krána. Hanky var fyrir inn- an borðið eins og hann var vanur, og hellti á glösin af mikilli leikni. Þarna var fremur fátt manna, þrír eða fjórir þorpsbúar hengu hver yfir sínu glasi, og kafið af ódýrum virginiareyk stóð út úr þeim, eins og taðreykur úr eldhússtrompi. Svö hringsnerist vindhurðin og aðkomumaður kom inn. Stór Colt- skammbyssa hékk við belti hans og af fatnaði hans mátti ráða, að hann hefði peninga eins og sand. Hann bað um glas við borðið og Hanky mældi hann með augunum meðan hann dró tappann úr flösk- unni. Svo deplaði hann augunum til Buddy, vikapiltsins síns, hengil- mænu um tvítugt. „Gott kvöld, gestur!“ sagði Hanky við nýja viðskiftavininn og ýtti glas- inu að honum, „lagleg skammbyssa, sem þér hafið þarna.“ Gesturinn kippti byssunni úr slíðrunum. ,,Og ég kann að halda á henni líka,“ sagði hann. Hanky ræskti sig. „Þó ég segi sjálfur frá, hef ég fengist talsvert við að handleika byssu líka,“ sagði hann. Brúnin hækkaði á gestinum. Hann lagði byssuna á borðið. „Jæja,“ sagði hann. „Það væri gaman að sjá hvað þér getið.“ Hanky bandaði höndinni. „Ég held aldrei neinar skotsýnirigar hérna, ef þér haldið það,“ sagði hann. Gesturinn tók 5-centa pening úr vasanum, kastaði honum upp í loft og greip skammbyssuna. Stofu- kytran nötraði þegar skotið reið af. 5-centin flugu út í vegg og skotið hélt áfram. Hanky tókst meistaralega að dylja hve hrifinn hann var. „Alls ekki sem verst,“ sagði hann. „En samt held ég að ég geri það betur.“ Hann tók skammbyssuna sína ofan af hillu og athugaði skothólfið. Sex skot voru í því. „Buddy,“ sagði hann við vika- piltinn. „Opnaði dyrnar.“ Buddy slangraði út að dyrunum og opnaði. Hank sneri sér að gestinum. — „Sjáið þér flaggstöngina þarna?“ Gesturinn kinkaði kolli og brosti vorkunnsamlega. „Sjáið þér trékúluna efst á stöng- inni,“ hélt Hanky áfram. „Viljið þér borga mér hundrað dollara, ef ég hitti hana með 6 skotunum?“ „Verið þér ekki að gera að gamni yðar,“ sagði gesturinn. „Ég þykist kunna að halda á byssu, og ég hlyti að vera flón ef mér dytti í hug að hægt væri að hitta kúl- una með skammbyssu á hundrað og fimmtíu metra færi.“ „Borgið þér mér hundrað doll- ara, þá skulu öll skotin sitja í kúl- unni,“ sagði Hanky. „Og þér borgið mér hundrað, ef þau hitta ekki,“ sagði gestur. „Ég geng að því,“ sagði Hanky. „Ég man ekki til að ég hafi VORBLÍÐA f DANMÓRKU. — Það þótti tíðindum sæta, að síð- asta daginn í febrúar komst hitinn í Danmörku upp í 15 stig. Var mán- uðurinn allur óvenjulilýr, svo að blóm voru farinn að springa út í görðum. nokkurntíma verið jafn viss um að vinna hundrað dollara,“ sagði gest- urinn um leið og hann drakk glasið í botn, „Farið þér nú að skjóta!“ Hanky lyfti skammbyssunni í mjaðmar hæð og hleypti öllum skotunum af. „Þér hittuð ekki með einu ein- asta,“ sagði gesturinn. „Þau lentu þar sem þau áttu að lenda, öll sex,“ sagði Hanky og blés reyknum úr byssuhlaupinu. „Buddy,“ sagði hann við vika- piltinn, „viltu ekki skreppa til hans Wilding póstmeistara og spyrja hvort þú megir ekki fá að láni kúl- una af flaggstönginni hans sem snöggvast. Þú ert svo dugiegur að klifra, að þú getur eflaust náð i hana.“ Buddy tautaði eitthvað í hljóði og dragnaðist letilega burt. „Það er eins gott að þér borgið mér strax,“ sagði gesturinn, „jafn- vel ég sjálfur hefði ekki getað hitt kúluna á þessu færi.“ Nú sást til Buddy uppi á póst- húsþakinu og hann klifraði upp flaggstöngina. Hanky og gesturinn fylgdu honum með augunum. — Buddy tók á kúlunni og náði henni af og renndi sér svo niður stöngina. Svo kom hann hlaupandi yfir torgið, glaður í bragði. „Þér tókst það, húsbóndi," sagði hann, „Vitanlega,“ sagði Hanky, eins og það væri sjálfsagt að hann hefði hitt. Gesturinn varð mállaus af undr- un. Hann tók kúluna og skoðaði Vítið þér ...? VO 31 *X AÐ verslun við löndin austan járntjalds fer sívaxandi? Árið 1956 óx utanríkisverslun járntjaldslandanna um 7% og var það meiri vöxtur en í verslun vest- rænu landanna innbyrðis. Það ár nam verslun austurlandanna 5 milljarð dollurum, en það er þó ekki nema 3% af heimsversluninni allri. AÐ vonir standa til að lömun- arveikinni verði útrýmt? Bóluefnið sem dr. Jonas Salk fann gegn lömunarveikinni (polio- myelit) hefur gefist mæta vel í bar- áttunni við þennan skaðlega sjúk- dóm. Nýjasta bóluefnið er gert úr lifandi vírusum og telja sérfræð- ingar að það geti gert fólk ónæmt fyrir lömunarveikinni æfilangt. hana vandlega. Taldi sex götin á henni hvað eftir annað. „Dæmalaust!“ sagði hann loks og lagði kúluna á borðið. „Weli,“ sagði Hanky. „Það verða hundrað dollara, gestur. Og var- aðu þig á að þreyta skotkeppni við Hanky Higgins oftar.“ Hann stakk seðlunum tíu, sem gesturinn rétti honum, ofan í skúffu. Óheppni gesturinn lét hatt- inn slúta og fór þegjandi út. „Jæja, Buddy,“ sagði Hanky við vikapiltinn, „nú verðurðu að koma kúlunni á sinn stað aftur.“ „Hve marga dollara hefurðu grætt á þessu?“ spurði einn gesturinn. Hanky klóraði sér bak við eyrað. „Látum okkur nú sjá,“ sagði hann. „Síðan hann Buddy boraði götin á kúluna fyrra föstudag, hef ég haft fjögur hundruð dollara upp úr henni. Safnast þegar saman kemur, lasm.“ ★ Símastjórnin í Philadelphia hef- ur sett upp sérstakan símaklefa, sem eingöngu eru ætlaðir kvenfólki. Þar eru engin takmörk á samtals- lengdinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.