Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 15.05.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN *|? *J* ^ ijþ ddramhaldnaya rÞ 2 GRAFIN LIFANDI? ddaqa af ló. aga af bofa o<f a oq bUn. dri dit 4* 4* 4* 4* ^ Framh. Frú Snow lagði heyrnartækið á kvíslina og sneri sér að Bruce. Það var svo að sjá sem hann hefði jafnað sig. Nú virtist hann ekki hræddur lengur. Hann virtist öllu fremur reiður og tals- vert illmannlegur. — Ég held að þú ættir að hugsa þig um tvisv- ar áður en þú framkvæmir það, sem þú sagðir, Addy frænka. Nú hef ég aðvarað þig. — Hefur þú aðvarað mig? Þú talar eins og bjáni — og ert talsvert ósvífinn um leið. Nú fauk í frú Snow. — Lorna er úti á firði að sigla, svo að það er bezt að ég tali við málaflutnings- manninn minn áður en ég næ tali af henni. Hún fór í símann aftur, en mundi þá allt i einu eftir því að Sampson & Gibbs höfðu flutt á nýjan stað fyrir skemmstu. Nýja heimilis- fangið stóð á bréfi, sem hún hafði fengið fyrir nokkrum dögum. Og bréfið var í steypta ör- yggisklefanum. Hún lagði frá sér vindlinginn, gekk að þungri stálhurðinni, stillti stafalásinn- á réttan stað. Þunga hurðin opnaðist. Hún kveikti á lampa og fór inn i klefann. Bréfaraðarinn stóð innst inni með annarri hliðinni, hjá loftrásarhólknum, én á hillunni beint á móti voru allir siglingabik- arar mannsins hennar nýfægðir og gljáandi. Um leið og hún sneri sér að bréfaraðaranum heyrði hún ofurlítinn smell bak við sig. Hún leit við .... og sá stálhurðina falla að stöfum. Hún hljóðaði — af gremju og hræðslu í senn. Fjaðrirnar í dyraumbúnaðinum í dyraumbún- aðinum höfðu bilað fyrir nokkrum vikum, en Bruce og Joe höfðu fullvissað hana um, að þeir hefðu lagfært hann aftur. Hún steig þessi fáu skref út að hurðinni og barði fast. — Bruce! kallaði hún. — Opnaðu, Bruce! Bruce stóð við skrifborðið í stofunni. Hann heyrði hjartað í sér slá. Aldrei hafði hann grun- að að gamla konan mundi komast að þessu með ávísanirnar. Þetta hafði komið yfir hann eins og reiðarslag og jafnvel eftir að hann hafði stungið umslaginu frá bankanum í vasann, vissi hann ekki hvað gera skyldi. Það eitt gerði hann sér ljóst, að honum væri gagn að því að hafa komizt yfir ávísanirnar. Og svo hafði hún far- ið inn í klefann. Allt i einu hafði honum gef- izt tækifæri til að bjarga sér ... og án þess að hugsa málið til þrautar hafði hann skellt hurð- inni í lás. í sömu svifum sem hann gerði þetta hafði honum skilist, að þarna hafði ágæt hugdetta orðið honum að liði. Joe vissi, að hann hafði ætlað sér að fara undireins eftir hádegsiverð og vera hjá Emmettshjónunnum hvítasunnudag- ana með Lornu. Joe gat líka vottað að læsing- in að innanverðu hafði verið í ólagi. Eftir að frú Snow var orðin ein í húsinu hafði hún farið inn í öryggisklefann til að sækja eithvað .... og svo hafði hurðin 'lokast og .... Bruce Mendham, sem alla ævi sína hafði beitt þokka sínum til að komast í eina tilveruna ann- arri betri var alls ekki hugmyndaríkur maðui'. í augum hans var frú Snow ekki annað en leið- indakerling, sem allt í einu hafði tekið það í sig að eitra fyrir honum lífið. Þegar hann hugs- aði til hennar þarna inni í klefanum hafði hann ekki meiri meðlíðan með henni en þó hún hefði verið einhver af síamskettlingunum, sem hún átti. — Það voru eingöngu bjargráðin hans sjálfs, sem hnnn hafði í huga. Nú voru fjórir dagar, föstudagur, laugardag- ur, hvítasurmudagu.r og annar í hvítasunnu .... þangað til virkur dagur kæmi aftur. Það var óhugsandi, að hún gæti lifað svo lengi í þessum loftlausa klefa. Og hann hafði hættulegu ávís- anirnar í vasanum, og þegar frú Snow væri úr leik gat enginn vitnað mót honum. Og Lorna mundi erfa aleigu frú Snow. Hvers vegna hafði hann nokkurn tíma efast um meðfædda slembilukku sína? — Bruce! Hann heyrði rödd frú Snow, hún var loðin eins og í síma, þegar sambandið er ekki gott. Æsingin og sjálfsánægjan fór um Bruce eins og titringur. Joe var farinn og Maggi, stofu- stúlkan, var veik heima. Eldakonan, sem líka átti heima úti í bæ, átti að koma klukkan tólf. Enginn vandi að fást við hana. Og hann skyldi „fást við“ Lornu líka. Það var hægðarleikur að gefa skýringu á þessu samtali frú Snow við Sylvíu Emmett og skilaboðunum um að Lorna yrði að koma heim undir eins. Honum hafði aldrei reynzt erfitt að sannfæra Lornu um hvað sem var. Bruce Mendham tók umslagið frá bankanum upp úr vasanum og dró út úr því ávísanirnar þrjár. Hann hnyklaði brúnirnar og varð gram- ur er hann sá orðið FÖLSUÐ skrifað á ská yfir eina þeirra. — Bruce! Bruce! Opnaðu fyrir mér, segi ég! Bruce lét ávísanirnar þhjár í umslagið og stakk því í vasann. Hann leit rólega og ánægjulega kringum sig í stofunni og gekk svo út og niður stigann. Síamskettir frú Snow möluðu makinda- lega í glugganum, en yfir þá að sjá var gott útsýni yfir East River. Bruce tók litla minnis- bók með símanúmerum upp úr vasa sínum, þetta var mesti nákvæmnismaður í öllu dagfari. Þarna í litla kverinu voru öll símanúmer og heimilisföng, sem hann þurfti á að halda. Hann fann númer eldakonunnar og hringdi. — Halló .... Arlene? — Já, það er hún. — Sælar, Arlene, þetta er Mendham. Ég er með skilaboð til yðar frá frú Snow. Hún afréð á síðustu stundu að fara burt um hvítasunnuna, þrátt fyrir allt, svo að þér þurfið ekki að koma fyrr en á þriðjudaginn. — Æ, er það satt? Það mátti heyra, að hin djúpa rödd Arlene sauð af gleði. — En hvað þetta var gott, herra Mendham. Þá fæ ég bein- línis dálítið vorfrí. En . . . nú varð röddin dá- lítið hikandi, — eruð þér viss um að frúin þurfi ekki á mér að halda? Þarf ég ekki að hugsa um kettina hennar? — Nei, þökk fyrir, Arlene, það hefur verið séð fyrir því. Jæja, við sjáumst þá aftur á þriðju- daginn, Arigne. Gleðilega hátíð. — Þökk fyrir, sömuleiðis, herra Mendham. Bruce sleit sambandinu og fór upp á loft, gekk framhjá stofunni hennar frú Snow og inn í svefnherbergi sitt og Lornu. Lorna hafði lagt dótið hans í ferðatöskunan hans daginn áður en hún fór til Sylvíu Emmett. Hann tók skjala- töskuna sína, sem lá á rúminu, og stakk gula umslaginu ofan í hana, ásamt bréfunum, sem komið höfðu til Lornu um morguninn, og sem hann ætlaði að færa henni. Svo datt honum í hug safírhringurinn. Þegar hann hafði hnuplað honum niðri í stofunni fyrir tveimur dögum, hafði það vakað .fyrir honum að veðsetja hann, til þess að fá tækifæri til að geta tekið þátt í hestaveðmálum á ný. Nú var svo komið að hann þurfti ekki að freista gæfunnar í veðmálum fram- ar, en hringurinn gæti samt orðið honum til gagns — einhvern veginn. Hann tók hann upp úr buxnavasanunm og lét hann detta ofan í skjala- töskuna. Hann heyrði hringla í honum þegar hann rakst í skammbyssuna, sem hann hafði keypt vikunni áður, þegar honum fannst öll sund vera lokuð til þess að verða sér úti um peninga í tæka tíð. Hann læsti skjalatöskunni og leit á klukkuna. Kortér yfir tíu. Nægur tími til að komast til East Hampton áður en Lorna kæmi í land úr siglingunni. Hann leit í spegilinn. Það sem hann sá var jafn áferðarfallegt og óaðfinnanlegt og vant var. Einhvers staðar í undirmeðvitundinni var eitthvað í áttina til hræðslu, en hann lét það ekki hafa nein áhrif á sig. Hann var nærri því búinn að gleyma, að fyrir tæpum hálftíma hafði svitinn sprottið út á honum — af hræðslu við að lenda í fangelsi og armóð. Stundum gat maður lent í slæmri klípu, svona var lífið. En þá skipti mestu að beita skynsem- inni og bjarga sér úr klípunni aftur. Þegar hann rölti útúr forstofudyrunum var glaða sólskin, og hann gekk þvert yfir Sutton Place, þangað sem bílastæðið var. Er hann ók þaðan stakk hann einum dollar í lófann á af- greiðslumanninum. — Gleðilega hvítasunnun, herra Mendham. — Þökk fyrir, sömuleiðis, Nicky. — Opnaðu fyrir mér, Bruce! Frú Snow lamdi einu sinni enn á gljáfægða stálhurðina á klefanum, en ekkert handfang var á þeirri hurð. Skelfingartilhugsunin — að vera læst inni í klefa, sem hún hafði þekkt alla sína ævi, fór smátt og smátt að teygja úr sér, eins og naðra, sem vakin er af værum svefni. Og saman við þá tilhugsun blandaðist annar kvíði, sem var byggður á skynsamlegri athugun. Bruce þekkti bókstafalásinn. Hvers vegna hafði hann ekki .... Hún píndi sig til að hugsa, til þess að vera viss um að angistin hlypi ekki með hana í gön- ur. „Claustrofobían“ — hræðslan við að vera lokuð inni, var eins og hver annar veikleiki, en það var hægt að láta viljann vinna bug á honum. Sjálfsagi. — Róleg! sagði hún við Sjjálfa sig. — Bara róleg! Á hillunni við hliðina á henni gljáði á silf- urbikarana — siglingaverðlaun mannsins henn- ar sáluga — í birtunni frá lampanum í loftinu. ' Meðan Gordon lifði hafði hann varið mörgum mánuðum á ári hverju í kappsiglingar, hann hafði víðasthvar verið á hnettinum og hún með honum. Oft hafði hún komizt í hann krappann — en alltaf bjargað sér. Tilhugsunin um hafið, vítt sólblikandi hafið, sem þandist um takmarkalausar víðáttur undir hárri hvelfingu himinsins, barg henni frá þeirri hræðilegu kennd að hún væri læst inni, svo að hún hafði nægilegt sálarþrek til að horfast í Gamla árið er á flótta. Eii hvar er það nýja?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.