Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1959, Blaðsíða 15

Fálkinn - 15.05.1959, Blaðsíða 15
FALKINN 15 Tandur þvottalögur er mildur og ilmandi, fer vel með hendurnar. TANDUR léttir og flýtir uppþvottmum, og skilar leir og borðbúnaði fitulausum. TANDUR þvær Nælon og önnur gerfiefni, UIl og öll við- kvæm efni sérstaklega vel. TANDUR er tilvalið til gólfþvotta og hreingerninga, fer vel með málningu, lakk og aðrar viðkvæma fleti. Tandur gerir tandurhreint tSkögurinii brennur - Framh. af bls. 14. hún til hans og tók um sótsvartar hendurnar á honum. — Þetta er ekkert hættulegt, sagði hann. — Það er bara löppin. .... Hann reyndi að brosa. Árni stóð skammt frá þeim. Hann sá ekki Hannes. Hann hafði gleymt brunanum. Hann sá aðeins augnaráð Maríu. Þar sá hann eitthvað viðkvæmt endurspeglast, eitthvað sem sagði honum að hún væri ekki hrædd um líf Hannesar, ekki eins hrædd um það eins og dálítið annað, sém hún væri að missa. María leit til Árna. Hún sagði ekkert, en augun töl- uðu sínu máli. Þau þökkuðu og báðu. Sögðu að hún og Hannes ættu flökkuþrána saman. Hannes reis upp við dogg og horfði á eftir Árna þegar hann fór. Hann gekk álútur, en þó svo ein- kennilega fi-jálsmannlegur. ★ LITLI LISTAMAÐURINN. — Kínverski pilturinn Lee Man Sung, sem er 18 ára og kínverskur og heyrnarlaus frá fæðingu, hefur unnið fyrstu verðlaun í sínum ald- urflokki á alþjóðlegri listsýningu daufdumbra í London. Tóku yfir 1000 börn og unglingar þátt í henni. Lee Man Sung, sem ferðaðist alla leið frá Hongkong til að taka á móti verðlaununum, sést hér með formanni Royal Society of Arts, ★ Samkvæmt nýjustu athugunum er meðalhæð ameríkanskra kvenna 168 sentimetrar. Meðalþyngdin er 59 kíló. Hún eyðir 4.5% af ævinni á snyrtistofum, talar við vinkonur sínar í 2584 klukkutíma og sér sam- tals 3027 kvikmyndir. * Danir eru allra þjóða mestir dýra- verndarar. Nú hefur danska dýra- verndunarfélagið fengið nýtt við- fangsefni. Villiköttum fjölgar stór- kostlega í Danmörku og mikið drepst af kettlingunum í vetrarhörk- unum. Þess vegna þarf að draga úr kattafjölguninni. Og nú hefur dýra- verndunarfélagið fengið dýralækn- irinn E. C. Skodvin til að framleiða hormóna, sem gera kettina ófrjóari en áður. Verða þessir hormónar settir í æti, sem lagt verður út fyrir villikettina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.