Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 15.05.1959, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 þeirra á víxl. Fram til þessa hafði hún alltaf gefið piltunum einhverja von. Og nú kröfðust þeir lokasvars, þarna á hennar eigin heimili. Það var sanngjarnt, en það mátti ekki ske. Þeir urðu að sýna henni nærgætni — hún var kona. Allt í einu varð svo mikill 'oði yfir ásunum. Þetta gat ekki verið sólin eingöngu. Hún hallaði sér út um gluggann. Hún sá eitthvað eld- rautt þarna í skóginum. Eins og rauður blossaveggur stæði upp úr trjánum. Og svartan reyk lagði með jörðunni. — Drottinn minn! hrópaði hún. — Skógurinn brennur! Árni og Hannes hlupu að hinum glugganum. Skógurinn var orðinn alelda. Blossana lagði hátt yfir bæinn á Sveinsstöðum. Þeir sáu fólkið þar á hlaupum á hlaðinu. Nú heyrðist hringingar í kirkjuklukkunum. Hópar af mönn- um komu hlaupandi upp veginn í brekkunni. Nú kom hreyfing á Hannes. Árni, þú ferð vestur eftir og nærð í menn. Eins marga og þú getur. Takið þið axir og skóflur með ykkur. Við verðum að stöðva eldinn áður en hann kemst í skóg- arteiningana í miðsveitinni. Fjandskapurinn var gleymdur á einu augnabliki. Árni hljóp út og þau sáu að hann hljóp beina leið upp Þöngulbakkatúnið fyrir hand- an ána. Fólkið á Þöngulbakka hafði séð eldinn og var ferðbúið. Árni þekkti skóginn vel og þáð var gott að hafa samfylgd hans. Hannes leit við og starði á Maríu. Hún stóð við gluggann og starði á móti. — Þ-þið ættuð .... Hún þagn- aði og hneig niður á stól. Hannes fór. Það lá við að hann rækist á Sveinsstaðabóndann í hliðinu. — Við verðum að ná í axir og komast inn í stórskóginn áður en eldurinn breiðist meira út! Þurra grenið er að mestu leyti brunnið! Marteinn í Stóradal, faðir Maríu, kom út úr hlöðunni með fangið fullt af amboðum. Fleiri og fleiri söfnuðust kringum hann meðan hann var að útbýta verkfærunum. Margir höfðu haft áhöld með sér, og stórar vatnsfötur. Fyrir handan ána sáu þeir hersingu af mönnum. Árna hafði gengið vel að safna liði. Eftir stundarfjórðung yrði hægt að taka til starfa. Telpurnar á Sveinsstöðum sátu við brunninn og héldu svuntunum fyrir andlitið. Rauðum neistum rigndi yfir húsið og brælan var ó- þolandi. ívar faðir þeirra stóð með garðdæluna og dældi vatni á hús- þilin. Hallvarður sonur hans stóð uppi á þaki og dældi vatni þar. Húsið var ekki langt frá brenn- andi skóginum, og hitinn var mik- ill. Um að gera að verja húsið. Eldurinn hafði læst sig í heylanir úti á túninu. Á öllum bæjum í námunda við skóginn var allt á ferð og flugi. Hróp og köll og fyrirskipanir. Úr allri sveitinni kom fólk til að hjálpa. Því að öll sveitin var bein- línis eða óbeinlínis í veði. Smámsaman kom hjálparliðið úr vestursveitinni upp að Stóradal. Nokkrir piltar höfðu hlaupið hálfa sveitina á enda, til þess að sjá hve umfangsmikill eldurinn væri. Þeir gátu ekki betur séð en hann næði yfir marga kílómetra, og eldurinn át sig hægt og hægt niður austur- hlíðina, en þar var allstaðar hey á hesjum. Að vestanverðu náði skóg- urinn niður í miðja byggð, niður að Kambi. Bóndinn á Kambi var fá- tækur og átti sjö börn. Hann mátti ekkert missa. Reyndar var svo um flesta, að þeir máttu ekkert missa. Hannes hljóp á undan með reipi og öxi. Og með skóflu í hinni hend- jnni. — við verðum að höggva okk- ur í gegn, austan frá og vestur yf- ir, gera breiða geil í 'skóginn. Helmingurinn heggur geil fyrir of- an Litlafell, upp að efri byggðinni. Við verðum að stöðva eldinn á þremur stöðum. Látið kvenfólkið flytja burt heyið, þar sem eldhætt- an er mest. Fólkið skifti sér og svo var tekið til starfa. Árni var ekki langt frá Hannesi. Hann sætti sig þegjandi við að Hannes tæki forustuna. Og Hannes fyrir sitt leyti talaði rólega og vin- gjarnlega við hann, eins og þeir hefðu aldrei barist um sömu stúlk- una. Hann vissi vel að Árni var þaulkunnugur í skóginum, og að hann var sá eini sem vissi hvar best var að höggva til þess að bjarga vesturskákunum. Það var þar, sem mest hættan stafaði af eldinum. Þeir hægðu á sér síðustu metr- ana að eldinum. Skógurinn var svartur og kolaður þar sem eld- urinn hafði geysað. Hvít aska rann af trjábolunum. Mosinn var gló- andi. Manni varð erfitt um andar- dráttinn þarna. Hitinn læstist gegnum fötin og svitinn bogaði af öllum. Karlmennirnir röðuðu sér í beina línu, þar sem geilin átti að koma. Svartir í framan og krímóttir komust þeir að sjálfum eldinum. Hann hafði étið sig langt áfram að vestanverðu, enda lagði vindinn í þá áttina. Reykurinn lá eins og voð yfir dalnum, svo að sólariagið sást ekki. Eldurinn hamaðist og það brast og brakaði í öllu. Blossarnir átu sig niður í skógarsvörðinn og átu í sig barr og sprek og kvisti. Trjá- topparnir féllu logandi til jarðar eins og örvar úr eldi og neistaregn- ið gaus af þeim er þeir rákust í jörðina. Hannes hafði dýft vasaklútnum sínum í vatnsfötu og bundið hann fyrir andlitið á sér. Og aðrir tóku sama ráðið. Hannes tók lang- öxina og fór að högga, eftir því sem Árni benti honum til. Allir sveifluðu öxunum og kepptust við að höggva geilina, sem átti að stöðva eldinn. Nú var farið að kvölda og komin talsverð gola. Log- arnir dönsuðu hátt uppi í trjákrón- unum, það var eins og þeir misstu taks og hyrfu, en svo komu þeir aftur og náðu betra taki og brenndu og sviðu. Árni datt á hrammana og stundi. Hannes kallaði til mannsins sem stóð fyrir aftan hann og flýtti sér til Árna. Hann var með höfuðið niðri í kjarri. Breið rauð rák var á hnakkanum á honum. Hannes dró hann út úr kjarrinu en í sama bili læsti eldurinn sig í það. Hann dró Árna í rjóður rétt hjá, gaf honum vatn að drekka og þurrkaði óhreinindin framan úr honum. — Geturðu haldið áfram? hróp- aði hann inn í eyrað á Árna. Hvæs- ið i eldinum var svo mikið, að varla heyrðist mannsins mál. Árni stóð upp og kinkaði kolli, en hann riðaði. Hann þreifaði á brunasárinu á hnakkanum á sér. Trjátoppur hafði dottið ofan á hann og slegið honum flötum. Þeir héldu áfram að höggva. Ýmsir af karlmönnunum íengu sár á hendurnar og áttu erfitt með að draga andann. En ef þeim tækist að högga geil alla leið að Litlafelli mundu þeir geta stöðvað eldinn. Eftir fjögra tíma strit voru þeir komnir inn í stórskóginn, þar sem eldurinn var magnaðastur. Fimmt- án manna hópur fór inn í skóginn til að högga geil. Þeir notuðu líka handsagir og stórviðarsagir. Öllu var tjaldað til að vinna bug á eld- inum. Trén féllu, með dunum og dynkjum. Þeir ruddu þeim frá og hjuggu ný. Yfir toppunum sáu þeir eldinn eins og rautt klæði. Þeir breikkuðu geilina. En þetta gekk svo seint. Aldrei höfðu höggvar- arnir lagt svona mikið að sér. Um áttaleytið um kvöldið komu boð frá mönnunum að austanverðu að þeir hefðu stöðvað eldinn þar. Eldur hafði komist í eitt húsið, en verið slökktur áður en hann gerði tjón að marki. Árni og Hannes höfðu enn for- ustuna. Árni beit á jaxlinn. Hann hafði kvalir i sárinu í hnakkanum. Hann sagði fátt. Ekkert annað en þegar hann skipaði mönnum bak við sig fyrir verkum. Hægt og hægt mjökuðust þeir nær fellinu inni í skóginum. Skóglendið mjókkaði og hvarf niður í gilin. Hundrað metr- um fyrir neðan beljaði Norðurá í gljúfrinu, og þar mundi eldurinn stöðvast af sjálfu sér. En það gat kviknað í skóginum fyrir handan gilið, af öllum þessum feikna hita. Um að gera að höggva niður það, sem næst var gilinu. Þar var bratt og tæpt þar, og eldurinn ekki marga metra undan. Árni og Hannes stóðu í brattanum að norðanverðu og hjuggu kvisti og létu hann detta ofan í gljúfrið, því að það var kvisturinn, sem helst mundi kvikna í. Þegar eldurinn náði í kjarrið og þurran undirgróðurinn blossaði hann alltaf upp og sótti í sig veðrið. Þykk svört reykjarský bárust með golunni ofan í gljúfrið. Það var erfitt að anda að sér þarna. Og hendurnar voru sárar og með bera kviku, en samt var haldið áfram. Þeir kvistuðu lengra og lengra nið- ur á brúnina. Nú voru þeir rétt hjá eldinum. Þeir urðu að forða sér sem skjótast yfir á hina brúnina. Þá heyrðu þeir það! Dunurnar í stóru grenitré, sem rambaði og féll og sáði eldi, neistum og eimyrju. Hún kom niður rétt bak við Hann- es. Glóðarkögglar flugu um eyrun á þeim. Árni fann til sviða í and- litinu og það var kominn eldur í buxnaskálmina hans. Hann strauk glóðina burt með axarskaftinu og kastaði sér fram, en í sama bili fór Hannes að renna. Þegar grenitréð féll hafði hann borið höndina fyrir augun. En það var ótraust undir fótunum á honum og áður en Árni gat náð til hans rann hann niður í botn á gljúfrinu. Hann sópaði með sér mold og grjóti í fallinu, en neistum og sprekum rigndi niður í gljúfrið. Árni greip í smábjörk og hallaði sér fram af brúninni. Þarna Framh. á bls. 14. ☆ Stjörnulestur ☆ Framh. af bls. 7. í þinginu og sprenging gæti átt sér stað í opinberri byggingu. ÍSLAND. 7. húsi. — Nýja tunglið í húsi þessu. — Utanríkismálin mjög á dagskrá og viðureignin við Eng- lendinga. Þófið heldur áfram um ófyrirsjáanlegan tíma. 1. hús. — Neptún í húsi þessu. — Hefur góða afstöðu. Líklegt að dul- fræðaáhugi aukist nokkuð og að- staða almennings batni. 2. hús. — Júpíter í húsi þessu. — Dugnaður mun koma í ljós í við- leitni til þess að lagfæra efnahags- málin. Þó er líklegt hömlur nokkrar komi í ljós. 3. hús. — Satúrn í húsi þessu. — Tafir eru sýnilegar í rekstri sam- gangna og flutninga, fréttaþjónustu, útvarps, blaða og bókaútgáfu. Gæti örðug gjaldeyrisaðstaða átt þátt í því. 4. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. — Örðugleikar meðal bænda vegna kulda og slæmrar sprettu sumstaðar. Þá er hlaupið í ríkið, því Satúrn situr í Steingeit, merki 10. húsi og stjórnarvalda. 5. hús. — Júpíter ræður húsi þessu. — Framtak ætti að vera sæmilegt og barnafjölgun ætti að koma til greina og giftingum fjölg- ar. 6. hús. — Merkur í húsi þessu. — Taugaveiklun ætti að verða áber- andi vegna veikindafaraldar og hitasótta. 8. hús. — Venus ræður húsi þessu. — Kunn listakona gæti lát- ist. Ríkið gæti eignast arf. 9. hús. — Mars í húsi þessu. — Urgur meðal manna á kaupskipa- flotanum og jafnvel verkföll. Eldur kemur upp í flutningaskipi. 10. hús. — Sól ræður húsi þessu. Friðsælt ætti að vera í kringum stjórnina. Plutó í húsi þessu. Und- angröftur gæti komið í ljós gegn henni. 11. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Tafir nokkrar gæti átt sér stað í framkvæmd laga og blaða- ummæli í því sambandi. 12. hús. — Engin pláneta í húsi þessu og því mun áhrif þess að miklu mun minna áberandi. Ritað 21. apríl 1959. * — Úrsmiðurinn, sem seldi klukk- una sagði, að nú á dögum væri sjálfsagt að nota armbandsúr.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.