Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1959, Page 3

Fálkinn - 22.05.1959, Page 3
FÁLKINN 3 IMorræn leikaravika í Reykjavík Nýlega er lokið hér í Reykjavík norrænni leikaraviku, þar sem Fé- lag íslenzkra leikara bauð heim ein- um fulltrúa frá hinum Norðurlönd- unum (nema Færeyjum) svo þeir gætu kynnzt íslenzkum starfsbræðr- um sínum og íslenzkum leikhúsmál- um. Myndin hér að ofan er tekin við komu leikaranna. Erlendu gestirnir eru: Christina Paischeff frá Finn- landi, Herman Ahlsell og frú frá Svíþjóð, Wilbrand Kesby hóteleig- andi og frú frá Danmörku og Stig Egede-Nissen frá Noregi. Á mynd- inni eru enn fremur Valur Gísla- son, formaður FÍL, og Klemenz Jónsson, ritari félagsins. — Þetta er í fyrsta skipti, sem norræn leik- aravika er haldin hér, en íslenzk- um leikurum hefur verið boðið til þeirra ytra. BÆTT UMFERÐARMEHNING ÞAÐ ER ekki nema eðlilegt að íslendingar standi öðrum þjóðum að baki í umferðarmálum, þar sem segja má að allir vegir hér á landi séu gerðir á síðustu 30—40 árum og stórborg er hér engin. Engu að síður eru umferðarvandamálin orð- in slik, sérstaklega þó í Reykjavík, að taka verður þau föstum tökum. Ef ekki verður að gert mun ætíð síga meira á ógæfuhliðina. Hér verð- ur að skapa umferðarmenningu, þar Þau sem sigruðu í ritgerðarsamkeppni umferðarnefndar voru tveir nem- endur úr Laugarnesskólanum, Ólafía Sveinsdóttir Breiðagerði 7 og Pétur Björn Pétursson Rauðalœk 52. Eru þau á myndinni ásamt formanni um- ferðarnefndar, sem afhenti verðlaunin, formanni fræðsluráðs og frœðslu- málastjóra. sem hver kemur fram við annan í umferðinni eins og hann vill að komið sé fram við sig, en þjösnast ekki áfram eins og jarðvöðull. Núna á allra síðustu árum hefur verið lögð mikil vinna í það og fé að bæta umferðina í Reykjavík og er enn unnið kappsamlega að þeim málum. Árangurinn er þegar kom- inn í ljós á mörgum sviðum, en bet- ur má ef duga skal. Það er auð- velt að setja reglur, sem jafnvel allir viðurkenna að séu til bóta og sjálfsagðar, en erfiðleikum getur verið bundið að fá menn til þess að fara eftir þeim, bæði gangandi og þá, sem ökutækjum stjórna. Sá, sem leggur það á sig að fylgjast með bílaumferðinni, kemur fljótlega auga á að svo virðist sem „hnefa- rétturinn", ef svo má að orði kom- ast, ráði þar miklu. Ýmsir þéirra, sem stjórna stærri bílum, t. d. flutn- ingabílum, aka eins og þeir „eigi“ götuna og taka hiklaust rétt af þeim smærri, trúlega í þeirri full- vissu, að smábílaeigandinn komi í veg fyrir árekstur þar sem það er hans bíll, sem skemmist, en iitlar líkur til að sjáist á hinum. Allmikið kapp hefur verið lagt á það að undanförnu að kenna skóla- æskunni umferðarreglurnar og hvernig skuli haga sér í umferðinni. Það er rétta leiðin, ef það mætti verða til þess að leggja grundvöll- inn að umferðarmenningu, sem hægt væri að kalla því nafni. En það hlýtur að lenda í hlut lögregl- unnar að kenna hinum „gömlu“, sem komnir voru af skólabekk, þeg- ar þessi kennsla hófst. Það er ekki sjaldgæf sjón að sjá „gætinn“ öku- mann þverbrjóta nýju umferðar- reglurnar, sýnilega sannfærðan um, að hann gerði rétt. Slíkt skap- ar oft ekki minni slysahættu en þjösnaskapur ökugikkanna. En svo aftur sé snúið að fræðsi- unni þá efndi umferðarnefnd Reykjavíkur nýlega til ritgerðar- samkeppni í 12 ára bekkjum barna- skólanna um efnið „Börnin og um- ferðin“ og veitti reiðhjól í verðlaun fyrir beztu ritgerð stúlkna og pilta. Tilgangurinn með reirri ritgerðar- samkeppni var að sjálfsögðu sá að leggja áherzlu á þýðingu umferðar- kennslunnar og glæða áhuga barn- anna og aðstandenda þeirra á um- ferðarmálunum. Fræðslustjórn bæj- arins, skólastjórar og margir kenn- arar komu nefndinni til aðstoðar og lögðu sumir mikla vinnu í undir- búning samkeppninnar, lestur rit- gerðanna og mat á þeim. Komu margar greinargóðar ritgerðir þarna fram. Gunnar Gunnarsson sjötugur Gunnar Gunnarsson rithöfundur varð sjötugur s.l. mánudag 18. maí. Gunnar er Austfirðingur að ætt, sonur Gunnars Gunnarssonar bónda að Ljótsstöðum í Vopnafirði. Gunn- ar hóf skáldaferil sinn með því að gefa út tvær ljóðabækur, þegar hann var 17 ára, en hélt síðan til Danmerkur og komst þar í hóp fremstu rithöfunda Norðurlanda. — Árið 1939 flutti hann aftur heim til íslands og reisti bú að Skriðu- klaustri. Síðustu árin hefur hann átt heima í Reykjavík.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.