Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1959, Qupperneq 6

Fálkinn - 22.05.1959, Qupperneq 6
6 FÁLKINN £amleiku?im upt *• Narriman Egyptalandsdrottningu Það fer mörgum sögum um hvernig Faruk Egyptalands- konungur hafi komist yfir Narriman, og enn fleiri af því, hversvegna hann hafi skilið við hana. En hér segir föður- bróðir hennar söguna, og hon- um er ætlandi, að kunna hana rétta. Mustafa el Sadek hefur orðið: Ég reyndi að hindra trúlofunina. Hussein Sadek bróðir minn og Assila kona hans elskuðu Narriman meira en allt annað í veröldinni. Ég minnist þess ekki að hann hafi nokkurn tíma neitað dóttur sinni um nokkurn hlut eða að hann hafi nokkurn tíma refsað henni. Hún var tvímælalaust eftirlætisbarn. Foreldrar hennar höfðu líka á- stæðu til að gleðjast þegar hún fædd- ist. Móðir hennar hafði leyst höfn níu sinnum og í örvæntingu sinni hafði hún leitað frægustu lækna. Þegar hún varð ólétt í tíunda skipt- ið, var hún undir nákvæmu læknis- eftirliti — og Narriman fæddist lif- andi og fullburða. Þegar Narriman varð 16 ára — það er giftingaraldur í Egyptalandi 1— skaut biðlinum fljótt upp, það var ungur og efnilegur lögfræðing- ur, dr. Zaki Hashem. Hann var í góðri stöðu hjá UNO í New York. Persónulega var ég ekki hlynntur þessum ráðahag. Ég var um þær mundir þjálfari í kgl. egyptska flug- hernum og sveitarstjóri — „wing commander'1. Yfirboðari minn, Sha- rawi hershöfðingi, var af gamla skól- anum, talsvert ruddalegur og þess vegna óttuðust hann allir, sem und- ir hann voru gefnir. Mér var mik- ils virði að koma mér innundir hjá honum, og ef satt skal segja, var það þessvegna, sem ég reyndi að hindra trúlofun Narriman og dr. Zaki Hashem. Hershöfðinginn átti nefnilega son, ungan og glæsilegan liðsforingja, Salah Sharawi, sem var í lífverði Farúks konungs, og mig langaði til að koma þeim saman, honum og fallegu frænkunni minni, því að það mundi hafa greitt götu mína. Um þær mundir grunaði mig ekki, að ég yrði orðinn föðurbróðir drottningu eftir nokkra mánuði. Þessvegna fór ég heim til bróður míns og talaði við þau hjónin og benti á að háskólapróf í lögfræði væri enginn lykill að gulli og græn- um skógum í tilverunni, og að það væri mikill munur á Salah Sharawi kapteini og dr. Zaki Hashem. Sá fyrri væri ungur og þreklegur, sá síðari lítill og pervisalegur og liti út eins og krypplingur. En Assali andmælti mér eindregið og sagðist mundi verja Zaki til síðustu stundar. Samt gafst ég ekki upp. Ég gat skotið máli mínu til Narriman sjálfr- ar, hún var aðalpersónan í málinu. Ég fór til hennar og talaði lengi við hana um Salah Sharawi. Hún var tæplega 16 ára, fávís og saklaus. Það reyndist enginn vandi, að fá hana á þá skoðun, að betra væri að giftast hraustlegum og fallegum manni en einhverjum bókabéusi. Og Salah Sharawi var orðinn ást- fanginn af Narriman. Hann hafði staðið í felum og horft á hana þeg- ar hún var að ganga heim til sín úr skólanum. Heila viku var hann á gægjum, en aldrei þorði hann að ávarpa hana. En svo bað hann föð- ur sinn að fara til föður hennar og gera honum hjúskapartilboð. Nýi biðillihn. Bróðir minn tók því fjarri. Taldi sér ómögulegt að gera tvo tengda- syni úr einni dóttur, og að Narri- man væri þegar lofuð. Samt hélt ég því fram, að hann gæti þó að minnsta kosti talað við Sharawi- feðgana, og loks féllst hann á það. Bróðir minn tók þeim mjög kurt- eislega, en bjargaði sér í það skipt- ið með því að segja hershöfðingjan- um, að hann væri lasinn, en kvaðst mundu tala við hann síðar. 1 sömu svifum kom Narriman inn í stofuna, eins og siður er hjá okk- ur. Ég sá, hvernig augun í henni ljómuðu, er hún sá Salah. Það var auðséð, að henni leist betur á hann en doktorinn. Hún brosti, þegar hún sá mig, og veifaði til mín hendinin. Skömmu síðar hvíslaði hún að mér: ,,Þú hefur rétt fyrir þér, frændi, hann er miklu laglegri og karlmannlegri! Ég veit í rauninni ekki gjörla hvað gerðist eftir að Salah bað Narriman. Það eina sem ég vissi var að móðir hennar var kuldaleg, þegar ég kom til að hitta bróður minn. Ég skildi síðar, að Narriman hafði ekki farið dult með að sér litist betur á síðari biðilinn. Hún fór ekki í launkofa með það við foreldra sína, að hún væri ástfang- in af Salah Sharawi. Móðir hennar var hrædd um að maður hennar mundi láta undan óskum dóttur þeirra, eins og hann var vanur, og talaði nú við dr. Zaki Hashem. Hún bað hann um að gera ráðstafanir til að birta fregnina um trúlofun hans og Narriman sem fyrst. Þetta kom flatt upp á mig. Hvern- ig átti ég að skýra þetta fyrir Sha- rawi hershöfðingja? Hann mun hafa skilið, hve erfið aðstaða mín var, því að eitt sinn er hann mætti mér, sagði hann: — Mustafa, þetta eru forlögin, þú skalt ekki taka þér það nærri. Ég forðaðist heimili bróður míns þangað til ég fékk boðsbréfið í brúð- kaup Narriman og dr. Zaki Hashem. En einmitt þegar ég ætlaði að fara að kaupa brúðkaupsgjöfina, gerðust óvænt tíðindi: Farúk konungur var kominn í leikinn. Gullsmiður útvegar drottningu. Það var alveg óviðkomandi per- sóna, sem gerbreytti lífsferli Narri- man. Ahmed Naguib Elgwahiry heit- ir hann. Það er þessum manni að kenna, að Narriman varð Egypta- drottning. Ahmed átti stærstu og völdustu gullsmiðaverzlunin í Cairo, og hann var í beinu sambandi við konunginn. Narriman og dr. Zaki unnusti hennar, fóru í þessa verzlun til að Narriman með Mustaf E1 Sadek föðurbróður sínum, sem er höfund- ur að raunasögu Narriman, sem hér er birt. kaupa sér trúlofunarhringana. Er Ahmed hafði litið á Narriman, hvarf hann sem snöggvast inn í skrifstof- una sína. Þaðan símaði hann til Farúks og sagði: — Ég hef fundið -stúlkuna, sem yðar hátign hefur dreymt um! Farúk hafði sem sé beðið Ahmed Elgwahiry um að hafa augastað á konuefni handa sér, og sagt honum hvaða kröfur hann gerði: Hún mátti ekki vera eldri en 16 ára, einbirni, og hún varð að vera lík Fatma Tuo- son prinsessu, sem Faruk hafði beð- ið einhvern tíma, en hún hryggbrot- ið hann og gifst brasilíönskum greifa. Þessa óvirðingu tók Farúk sér svo nærri, að hann gat aldrei gleymt því. Ég man vel, hvað hann sagði, eftir að hann var giftur Narri- man: — Aðeins tvær konur eru til í meðvitund minni — Fatma Tuo- son og Narriman. Faridu, fyrstu konu sína, minntist hann ekki á. Það var að sjá sem Narriman upp- fyllti þær kröfur, sem Farúk setti: hún var talsvert lík Fatma Tuoson og hún var einbirni. Og réttra 16 ára! Gullsmiðurinn sá þegar, að þarna var einmitt stúlkan, sem Farúk girntist, og til þess að gefa kongi tækifæri til að sjá hana, bað hann þau hjónaefnin að koma aftur eftir þrjá daga — þá skyldi hann hafa til hring sem henni hæfði. Ahmed-símaði aftur til Farúks og lýsti’nú Narriman nánar. Og svo lögðu þeir á ráðin um, hvernig Far- úk ætti að sjá stúlkuna í laumi. Hann átti að vera við gluggann í íbúð gullsmiðsins, sem var beint á móti búðargluggunum hans. Farúk kom á tilsettum tíma, en varð að bíða klukkutíma við glugg- ann áður en Narriman lét sjá sig. Nú var faðir hennar, Hussein Sadek með henni. Gullsmiðurinn bauð þau velkomin og sýndi þeim stórt úrval af demöntum: Allt í einu tók hann upp demant og sagði: — í þessum er ofurlítill brestur, sem aðeins er hægt að sjá í dagsbirtu. Viljið þið gera svo vel að koma með mér út á götuna og þá skal ég sýna ykkur gallann á honum. Narriman fór með honum og stóð í dyrunum dálitla stund, og Farúk fékk tækifæri til að athuga meyj- una. Hann varð hrifinn, iðaði í skinninu og hljóp niður stigann og út, til að sjá hana betur og tala við hana. Hussein bróðir minn varð vitan- Narriman Sade, 16 ára. Hún var dóttir Hussein Sadek, stjórnarráðsfull- trúa í Cairo, og trú- lofúð dr. Zaki Has- hem lögfræðingi, sem vann hjá UNO í New York. En þá kom Farúk ..........

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.