Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 22.05.1959, Blaðsíða 8
8 FALKINN Jennifer &icki Mýi nágranninn Þegar ég kom út á svalirnar aftur sat hún þar og mændi augunum á Tony. Ég man vel hvaða dag Fairdale klúbburinn tók til starfa, því að það var sama daginn sem netta kven-sportvörubúðin var opnuð í Aðalstræti. „Rilla“ stóð yfir dyrun- um, með eldrauðum bókstöfum. Ég tók eftir þessari nýju búð er ég var úti í snatti þenna sama morgun, og mér datt í hug, að það væri einmitt rétti tíminn núna, til þess að opna svona verslun. Fairdale-bæ vantaði einmitt eitthvað í þessum stíl, núna þegar þessi margumtalaði klúbbur var að fæðast. Tony kom venju seinna heim þetta kvöld. — Ég brá mér til að skoða þenn- an nýja klúbb, sagði hann. Það er sannarlega þörf á honum í þessum bæ. Þar er allt — veitingasalur, sundlaug með kaffiveitingum og sólsegli, tennisbrautir og bogaskot- völlur. Kunnið þér að skjóta af boga, frú Lucas? Ég hló honum til samlætis. Ég var engin sundhetja, hafði ekki snert á tennisspaða í átta ár, og því síður kunni ég að handleika ör og boga. Allur minn tími hafði farið í húsverkin og tveggja barna upp- eldi — ekki svo að skilja að mig iðraði, hugsaði ég með mér er ég horfði á sólbakað andlitið á Tony og úfið, ljóst hárið lafandi niður á enni. Þetta höfðu verið spennandi, yndisleg ár. Framan af höfðum við átt erfitt, fjárhagslega, en efnahag- urinn fór síbatnandi. Nú gátum við leyft okkur hvíldarstund við og við. Við höfðum efni á að hafa bíl og gátum hugsað okkur að sjá Dinu og Jeremy fyrir góðri menntun þegar þau stækkuðu. Og það fór ágætlega um okkur þarna í litla húsinu úti í bæjarjaðri í Fairdale. — Dina er sofnuð, sagði ég. — Og Jeremy bíður eftir því að þú komir og bjóðir honum góða nótt. Þau hafa verið úti í garði í allan dag — finnst þér veðrið ekki yndis- legt? — Ekki inni í bænum. Þar er maður steiktur lifandi. — En nú geturðu hvílt þig, Tony. Og það er öl í kæliskápnum og við fáum kalt svínslæri og salat í kvöld- mat. Hann stansaði í dyrunum úti í eldhúsið. — Ég hitti Harry Bell- man í klúbbnum, Jane. Hann var með nýja nágrannanum okkar — Rillu Matthews. Hún á nýju versl- unina í Aðalstræti. — Nýja nágrannanum? Gegnum opinn eldhúsgluggann sá ég hvíta nýtískuhúsið inni á milli trjánna fyrir ofan grasflötina. Það höfðu staðið flutningabílar þar fyrir utan í allan dag, en ég hafði þurft að sinna börnunum og ekki gefið mér tíma til að athuga það nánar. — Er það hún, sem keypt hefur nýja húsið þarna? — Já, einmitt. Það var eins og augu hans störðu út í fjarska. — Ég bauð henni að líta inn og heilsa upp á þig í kvöld. Það var ekkert við rödd hans, sem gat búið mig undir þessa sam- fundi við Rillu Matthews. Hún kom meðan við vorum að drekka kaffið úti á svölunum, og stóð með hönd- ina á lásnum í hliðinu, fullviss um að sér yrði tekið opnura örmum. — Gott kvöld! sagði hún lágt. Lagleg, hugsaði ég með mér — grönn og lappalöng, ferskjuhörund og þétt, rauðgullið hár. Það þurfti djarfa konu til þess að vera í app- elsínugulum kjól við þetta hár. Augu hennar voru kuldaleg, og eins handabandið. Hún leit þegj- andalega á mig meðan Tony var að kynna okkur, en brosti innilega til hans. Tony starði á hana eins og bergnuminn. Ég flýði inn í eldhúsið til að ná í bolla í viðbót. Það var hlægilegt að óttast að hún gæti orðið hættu- leg, þó hún brosti svona hlýlega til Tonys, sagði ég við sjálfa mig. Rilla Matthews var ný og spennandi — það var allt og sumt. Þegar ég kom út á svalirnar aftur var hún sest og horfði á Tony. —Hvað hafið þér eiginlega fyrir stafni? spurði hún hann. — Ég fæst við auglýsingastarf- semi. Sé um auglýsingar fyrir nokkur af stærri fyrirtækjunum hérna í bænum. Hún glennti upp augun. — Þá eruð þér einmitt maðurinn, sem ég þarf að ná í. Við verðum að hafa samvinnu um þetta. Ég er að opna verslun með sportfatnað, og þarf auglýsingar til að koma öllu af stað. Hvaða ráð getið þér gefið mér? — Hverskonar ráða óskið þér? spurði hann ertandi. — Tískusýn- ingu kringum sundlaugina? Sýn- ingu í tennisbrautinni — stúlkur í sportkjólum frá „Rillu“? — Það er ágæt hugmynd. Við getum gert eitthvað úr þessu. Harry Bellman vinur yðar er ritstjóri blaðsins hérna, er ekki svo? Eftir hverju ætum við að bíða? Hún er slyng, hugsaði ég með mér. Hún veit hvað hún vill. Ég hugsaði til veslings frú Marjorie Bellman, sem var mesta dugnaðar kona á fimmtugsaldri, og fór að brjóta heilann um hvar Rilla hefði kynnst Harry. Ég rétti Rillu kaffibollann og sagði: — Hvernig datt yður í hug að byrja á sporttískuverslun, ung- frú Matthews? — Ég var orðin leið á að vera sýnistúlka, sagði hún létt. — Það er of erlisamt. Þetta á miklu betur við mig. — En þér eruð ekkert íþróttaleg stúlka, sagði Tony með aðdáunar- svip. — Jæja, ég kann þó að synda, sagði hún ofur hógvær. — Og ég spila tennis líka. Og ég hef gaman af að skjóta af boga og spila golf. Þetta er alltof gott til að vera satt, hugsaði eg með mér. Engin stúlka sem leit út eins og Rilla Matthews gat gert allt þetta. — Við Jane spiluðum oft tennis áður en við giftumst, sagði Tony. — Og hún hafði gaman af að gösla á grynningunum þegar við vorum við sjóinn í sumarleyfunum okkar, er það ekki rétt, elskan mín? En hún vill helst ekki synda. — Helst ekki synda? Hvað er að heyra þetta. Þér ættuð fyrir alla muni að hafa holla hreyfingu, eftir að þér hafið staðið í eldhúsinu all- an daginn. — Ég not alla mína orku í eld- húsinu og til þess að fást við börn- in mín, sagði ég stutt. — Ég hef lít- inn tíma haft til annars síðustu átta árin. Rödd hennar var hunangsblíð og sefjandi: — En það er ekki holt fyrir kvenfólk að vera um of bund- ið við húsverkin. Mig. langaði til að berja hana. Hún gerði mig eins og kaldan graut — hversdaglega húsmóður, önn- um kafna við búsáhyggjurnar, sem forsómaði manninn sinn og gat ekki hugsað um annað en börnin og eld- húsið. Þetta var skrípamyndin sem hún gerði af mér handa Tony, hugs- aði ég með mér og gat ekki annað en gramist. Sólin hvarf bak við trén, og þarna sat hún enn með rauðgullna hárið eins og loga í rökrinu. Mér létti þegar hún loksins stóð upp og myndaði sig til að fara. — Ég skal fylgja yður, sagði Tony uppveðraður. ÉG ætlaði honum tuttugu mín- útur, en þegar heill klukkutími var liðinn fór ég að hátta og reyndi að vera ekki með neinn þóttasvip þegar hann loksins kom heim. Ég varð svona lengi vegna þess að ég varð að gera við rafmagns- tengil í eldhúsinu hjá Rillu, sagði hann án þess ég spyrði. — Hún er stúlka sem segir sex, finnst þér það ekki, Jane? Lagleg, og útsjón- arsöm. Finnst þér ekki hún hafa hressandi áhrif á mann? — Jú, mjög, sagði ég reið. Hann hlustaði ekki á mig. Hann stóð við spegilinn og leysti háls- bindið með ánægjusvip. Við skul- um fara í klúbbinn síðdegis á laug- ardaginn, sagði hann. Kauptu þér ný baðföt, gullið mitt. Krakkarnir geta baðað sig í grynnri endanum á lauginni. — Kemur þessi Rilla þangað líka? — Já, svaraði hann sakleysis- lega. — Hún lokar búðinni klukkan tólf á laugardögum. Flestir úr klík- unni koma sjálfsagt þangað líka, og þá get ég kynnt hana fyrir því fólki. Ágætt, sagði ég. — Fyrir alla muni sjáðu um að henni leiðist ekki. Fjöldi fólks var kringum sund- laugina er við komum út úr fata-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.