Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 22.05.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 ☆ ☆☆ LITLA SAGAN ☆☆☆ RUZICKA ForvStni á skökkum stað ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ EITT skiftið er Georg sat hjá tannlækninum sínum, tók hann eftir að stór grammófónn stóð í lækningastofunni. Meðan læknirinn tók sér hvíld frá boruninni spurði Georg forvitinn, hvort tannlækn- irinn notaði tónlist til að gera sjúklingana rólegri eða jafnvel til að svæfa þá. — Nei, sjúklingarnir mundu varla telja tónlistina mína róandi! svaraði tannlæknirinn og smeygði sér að Georg eins og Indíáni og fór að klóra í tanntaug í honum. Þegar hann hætti að bora næst, spurði Georg, sem alltaf var að hugsa um grammófóninn. — En hvers vegna stendur þessi spiladós þá þarna? Eins og gleymd- ur blómapottur án blóma. Þetta er varla íbúðarstofa líka? Þessi grammófónn er ein besta aðstoð mín, svaraði tannlæknirinn. — Hann er mér sama sem fílsterk- ur dyravörður er veitingastað. — Kæri tannlæknir, þér kveljið mig ekki aðeins með bornum yðar, heldur æsið þér líka forvitnina í mér, sagði Georg. — Hvers vegna í ósköpunum stendur þessi glym- skratti þarna? Tannlæknirinn sneri sér brosandi að aðstoðarstúlkunni. — Eigum við að leika svolítið fyrir þepnan forvitna mann, ung- frú Hansen? Ungfrú Hansen kinkaði kolli. Tannlæknirinn sagði við Georg: — Það kemur oft fyrir, einkum þegar ég er þreyttur og iangar til að fá hvíld eftir dagsins erfiði, að hingað koma sjúklingar, sem í rauninni vel geta biðið til morg- uns, en sem ímynda sér að þeir verði að fá aðgerð strax. Hvernig förum við þá að, ungfrú Hansen? Aðstoðarstúlkan fer fram í bið- stofuna, kemur strax inn aftur og segir: — Herra tannlæknir, það situr margt fólk frammi og bíður ennþá, og sérstaklega er þarna ein kona, sem vill komast að strax. Hún seg- ist ekki þola við! — Jæja, setjið þér þá grammó- fóninn í gang. Og lokið hurðinni ekki alveg, svo að betur heyrist fram í biðstofuna. Ungfrú Hansen hafði farið að grammófóninum. Eftir tvær—þrjár sekúndur heyrðist kvalaóp úr grammófóninum, sárari óp en Georg hafði nokkurntíma heyrt, jafnvel ekki í vertsu glæpakvikmynd. Og jafnframt heyrðist hávaðinn í tíu eða tólf steinborum. Svitinn spratt fram af enninu á Georg. Þetta var eins og að heyra óp þúsund for- dæmdra manna. — Æ, ég þola þetta ekki! æpti hann og spratt upp úr stólnum og reyndi að komast út. — Nei, stopp! hrópaði tannlækn- irinn og stöðvaði grammófóninn. — Ég er ekki búinn með yður enn- þá! Það kostaði erfiðismuni að koma Georg í stólinn aftur. — Við erum bráðum búnir, sagði hann hlæjandi. — Já, ég hef látið gera þessa plötu handa sjálfum mér. Skiljið þér nú, að fólk verður að flýja biðstofuna, jafnvel þó að það hafi slæma tannpínu? Að maður ekki tali um þá, sem hafa ímyndaða tannpínu. — Já, þetta getur gert djörfustu hetjur að kvikindi. — Nú er biðstofan tóm, sagði ungfrú Hansen, sem hafði litið út um dyrnar. Fyrir styrjöldina rak frú Killich ofurlítið verkstæði í útjaðri Lund- úna og gerði við úr og ýmis nákvæm mælitæki. Þegar stríðið hófst fékk hún góða atvinnu við að smíða hluta í útvarpstæki fyrir herinn. En á kvöldin er hún sat heima hjá manni og börnum var það hennar mesta yndi að hlusta á grammófón- inn. Hún hafði miklar mætur á klassiskri tónlist — Bach, Chopin, Beethoven, en sárnaði þegar urg heyrðist í plötunni. Datt henni þá í hug að nota nál með safír í oddin- um og við það bötnuðu tónarnir stórlega. Eftir stríðið komu „long-playing- plöturnar til sögunnar. En hvernig fór þá með grammófónnálarnar? Þær urðu að vera svo hárfínar að þær þyldu að notast hálftíma í einni lotu, án þess að platan skemmdist. Nú sá frú Killich sér leik á borði. Safir-nálin hennar leysti úr þessum vanda. Hún fékk einkaleyfi á upp- götvun sinni og þóttist nú svo viss um gull og græna skóga að hún keypti sér fallegt hús, bíl og skart- gripi. Grammófónfélögin ríku voru blátt áfram farin að framleiða þess- ar nálar sjálf, og seldu þær miklu ódýi'ar en hún gat gert. Áður en ár- ið var liðið varð frú Killich að loka verksmiðjunni sinni og selja bílinn og húsið. Eitt grammófónfélagið bauð henni þá 50 þúsund pund, ef hún vildi afsala sér einkaleyfisrétti sínum. Nú stóð frú Killich ein uppi, mað- ur hennar hafði dáið meðan allt lék í lyndi. Hún hafnaði samt tilboðinu og fór til dómstólanna með skaða- bótakröfu sína. Málaflutningsmaður hennar og nánustu vinir höfðu ráð- lagt henni að taka 50 þús. punda tilboðinu, því að það væri vonlaust að etja kappi við hin voldugu grammófónfélög. Það blés ekki byrlega fyrir frúnni og börnum hennar. í tíu ár varð hún að hrekjast úr einu hús- næði í annað. Alltaf í lakari ibúð. Hún varð að veðsetja allt fémætt sem hún átti. Loks hraktist hún frá London í kjallaraholu í Brigh- ton. Þar veiktist yngsti drengurinn af kulda og sagga. Elzta dóttirin fékk atvinnu sem afgreiðslustúlka á bjórknæpu. Það var hún sem bjargaði fjölskyldunni frá að svelta í hel. ★ En eftir tíu ára baráttu og auð- mýkingu er nú loks fallinn dómur í málinu. Grammófónfélögin voru dæmd til að greiða frú Killich 5 — Það var ágætt, sagði tann- læknirinn og sneri sér aftur að Georg. Þá þarf ég ekki að hugsa um aðra en yður. Þá tökum við hinar tennurnar núna lika. Það er engrar stundar verk! Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er það forvitn- in í yður, sem hefur flæmt hina sjúklingana burt. Og ekki á ég að bera tjónið af þessari ótímabæru forvitni yðar. Og svo boraði hann og boraði, og Georg fannst 97.000 púkar væla í eyrum á sér. milljón sterlingspund í skaðabætur. Frú Killich fékk fyrstu afborgun- ina, 1.5 milljón pund, greidda rétt fyrir jólin. Og nú getur hún fengið góða íbúð handa sér og börnum sínum og lát- ið þau fá nóg að borða á hverjum degi. Athurðurinn var haldinn hátíð- legur í bezta gildaskálanum í Brigh- ton og þangað var boðið ættingjum og öllum vinunum, sem höfðu trúað á málstað frúarinnar og hjálpað henni. Þetta var ríkmannleg veizla og ekki drukkið annað en kampa- vín. Það var kannske því að kenna að yngsta dóttirin sofnaði fram á borðið og dreymdi fyrsta milljóna- mæringsdrauminn sinn — um fal- lega kjóla, bangsa og stórt hús úr eintómu súkkulaði og brjóstsykri. ______^ _________ Rafknúið armbandsúr er nú að koma á markaðinn er það hugvits- maður í Stuttgart, sem hefur varið átta árum af ævi sinni til að smíða fyrirmyndina. Þetta úr lítur út eins og venjulegt armbandsúr, en inni í því er engin fjöður, akkeri, órói eða þess háttar. Segulmagn hreyfir vís- ana, og rafmagnsbatteríið er lít- ið stærra en títuprjónshaus og end- ist þó 13—16 mánuði. Nýu úrin verða smíðuð í Stuttgart og hugvits- maðurinn heitir Helmut Epperlein. ítalinn Alfonso Magliocco birti í haust áskorun til allra lækna í heimi um að hjálpa séb. Hann hef- ur ekki sofið í 17 ár. Engin svefn- lyf hafa getað látið hann gleyma at- burði sem gerðist í maí 1941 i húsi skammt frá Addis Abeba. Þá dróu þrír brezkir dátar hann út úr rúm- inu í húsi, sem hann hafði falið sig í. Hermennirnir misþyrmdu honum ekki en þeir fangelsuðu hann. En hann getur ekki gleymt þessu síð- an. Á hverju kvöldi upplifir hann þennan sama atburð, þegar hann er lagstur fyrir, og þá er úti um svefninn. Magliocco þrammar fram og aftur um gólfið og hlustar á út- varp, og nú er hann orðinn aum- ingi. Margrét Bretaprinsessa kom ekki tómhent úr ferðalagi sínu til Can- ada í haust. Það var ausið yfir hana gjöfum, sem að verðmæti nema 250 þúsund dollurum. Meðal gjafanna voru fimm brillianta-skartgripir, dýrgripaskrín alsett demöntum, nertskápa, chinchilla-herðaskjól, vindlingamunnstykki úr gulli og — tveir totem-straurar. -x £itt aff kiJerju * Vitið þér ...? AÐ bílasmiðjur Evrópu auka framleiðsluna ár frá ári? Efnahagur fólks í Vestur-Evrópu er nú orðinn það góður, að hann leyfir fleirum að eignast bíl en áð- ur var. Stefnir því í sömu áttina þar og gerði í Bandaríkjunum á veldisdögum Fords, að hver fjöl- skylda eigi sinn bíl. Ennfremur eru bílasmiðjur í Evrópu farnar að keppa með framleiðslu sína í landi Fordanna og verður vel ágengt. * AÐ Holland er þéttbýlasta landið í heimi? Þar lifa 330 sálir á hverjum fer- kílómetra, en næst koma Belgía með 291 og Japan með 240 á ferk. — Hinsvegar býr aðeins 1.6 íslend- ingur á ferkílómetranum en í Libyu 1.3. Þó má það heita þéttbýli á móts við Grænland. -K LANGUR REIÐTÚR. — Norman Jones, fyrrv. foringi í enska flug- hernum, ætlar sér að fara ríðandi frá Englandi til Nýja Sjálands (þó mun hann tæplega ætla sér að sundríða Indlandshaf?) Myndin er tekin þegar hann var kominn til Ítalíu. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.