Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1959, Síða 12

Fálkinn - 22.05.1959, Síða 12
12 FÁLKINN 3$ *§* fjp 4* 4? Jra,nULa9a *$* *|? 3 GRAFIN LIFANDI? % V$* vjþ i%L 4* Sa^a «/ /o/« Itlndn dd i|4 i|6 a|* ^ | ^ --^ ■ —-----.. ■=■ ~~ '■ ■ - Framh. Arlene dinglaði löppunum fram af rúmstokkn- um, smeygði séf í laglegan morgunkjól og fór í mjög kvenlega inniskó. Hún hvarf inn í bað- klefann og kom aftur eins og nýsleginn túskild- ingur og fór að klæða sig. Hún fór í fallegasta svarta kjólinn sinn, því að hún ætlaði til Saks á eftir. Mágur hennar var í stofunni. Hann sat við gluggann og var að lesa dagblað, með lappirn- ar uppi í gluggakistunni. — Nú þykir mér týra á skarinu. Ætlarðu svona prúðbúin í vinnuna? — Nei, ég fékk frí. Herra Mendham símaði og sagði að frúin ætlaði úr borginni um hvíta- sunnuna. Ég ætla bara að skreppa til hennar og sækja kaupið mitt, síðan ætla ég inn í borgina og kaupa mér treyju. — Eina treyjuna enn! Hvað ætlarðu að gera við allar þessar treyjur? Heyrðu, það er heitt á könnunni frammi í eldhúsi. — Má ekki vera að því að drekka kaffi! Heils- aðu henni Rósu. Bless! Arlene veifaði til Willys og fór. Þegar kom út á götuna smokraði hún sér varlega milli org- andi krakkanna og stefndi að næsta götuhorni. Það yrði fljótlegast að nota neðanjarðarbraut— ina. En þetta yndislega veður — eiginlega ætti maður að fara í sjó í dag. Hún gæti símað til Rosalie, þegar hún hefði fengið peningana, og svo gætu þær .... Hár maður í vel sniðnum fötum og með mjúk- an hatt kom beint á móti henni á gangstéttinni. Arlene rétti úr sér og reigði sig þegar hún sá hann, en ungi maðurinn varð allur eitt bros. — Þarna ertu þá gullið mitt, .... ég var á leiðinni til þín. — Svo-o? Það var misráðið. Ég á annríkt og er á leiðinni inn í borgina. — Áttu að vinna um hvítasunnuna? — Nei, í rauninni ekki, en . .. — Það var ljómandi gott. Mikil hundaheppni var þetta. Bíllinn minn stendur þarna fyrir handan hornið. Skjóstu heim og náðu í það, sem þú þarft, og svo ökum við suður með sgó. — Mér er það ómögulegt, Leroy. Ég þai-f að fara og ná í kaupið mitt. — Hvað ætli þú hafir við kaupið að gera. Ég hef næga peninga handa okkur báðum. Arlene .... hann strauk mjúklega uppeftir handleggj- unum á henni. — Arlene, þú ert vonandi ekki reið mér enn þá útaf þessu þarna um daginn? Þú ert skynsamari en svo. Þú veizt að allir karl- menn taka sér stundum meira neðan í því en þeir hafa gott af. Arlene .... gullið mitt .... Arlene hitnaði um hjartaræturnar og ætlaði að springa af gleði. — Já-en Leroy, þú mátt ekki .... ekki hérna úti á miðri götu, æ, Leroy .... — Ég er svo bálskotinn í þér, Ai’lene. Engin stúlka er til í veröldinni nema þú, og verður heldur ekki framvegis! Arlene, heyrir þú það, elskan mín, þú mátt ekki vera reið mér lengur. — Ég er heldur ekki reið, en ég . . .. — Ekki neitt en! Leroy gaf henni olnboga- skot í gamni. — hlauptu nú heim og náðu í bað- fötin þín, ég næ í bílinn á meðan. — Mig langar svo til að fara og ná í kaupið mitt fyrir .... Svo sneri hún allt í einu við blaðinu og brosti út undir eyru. Tók í eyrna- snepilinn á honum og sagði: — Æ, Leroy, þú ger- ir útaf við mig áður en lýkur, en látum það gossa. Ég verð að hafa fataskipti og taka smádót með mér, geturðu ekki blásið fyrir utan dyrnar hjá mér? Frú Snow stóð við hurðina og reyndi að hlusta, hvort hún heyrði ekki neitt hljóð, sem benti til þess að Arlene væri komin í húsið. Henni var ómögulegt að gizka á hve framorðið væri, en klukkan hlaut að vera orðin tólf. Arlene var alltaf stundvís. Hún var vön að koma inn eld- húsmegin. Venjulega byrjaði hún á uppþvottin- um undireins, og kom svo á eftir upp í vinnu- stofuna til frú Snow til að spyrja hana hvað hún ætti að kaupa í matinn. Vinnustofan var á efi’i hæðinni og þaðan var ekki hægt að heyra þegar Arlene stingi lyklinum í skráargatið. En ef Bruce hefði skilið dyrnar eftir opnar þegar hann fór, ætti hún að geta heyrt glamrið 1 boll- um og diskum. Frú Snow þóttist heyra ógreinilegt hljóð. Skjálfandi frá hvirfli til ilja þrýsti hún sér upp að stálhurðinni. En í sömu svifum heyrðist skip blása úti á East River og þegar blástrinum lauk, var dauðaþögn í húsinu. Hana sveið í fæturna af þi’eytu. Það hafði verið áreynsla að standa svona í sömu stelling- um allan þennan tíma, en samt hafði hún gert það. Hún hafði ekki gert neina tilgangslausa tilraun til að sleppa úr þessari loftþéttu gildru, sem hún hafði lent í. Hún hafði ekki liðið sjálfri sér að hugsa um Bruce, ekki leyft sér að hugsa til þessara fjögurra ömurlegu veggja sem ógn- uðu henni. Hún hafði með öðrum orðum haft ör- uggt taumhald á hugsunum sínum. Siglingabikarinn hafði verið henni góð stoð. Hún hafði haldið á honum í hendinni og lifað upp í endurminningunni alla dvölina í Marble- head, klukkustund eftir klukkustund, út í æsar. Hún hafði rifjað upp hvern hún hafði fyrir sessunaut í þessari og þessari veizlunni, hvað hún hét, einkennilega konan frá Chile og ... vitanlega, allar þær stundir, sem hún hafði verð ein með Gordon. Loftið var kæfandi... og nú fyrst kom henni í hug, að þarna var engin loftrás. Hún varð óstyrk í hnjáliðunum. — Arlene! Þér verðið að fara að koma, Arlene! Þessi eins augnabliks veikleiki nægði til að lama mótstöðuafl hennar. Hún fann æðið streyma um sig eins og eitraða holskeflu. Bara að hún vissi hvað klukkan væri. Bara að hún hefði haft gleraugun sín. Frú Snow steig fáein skref frá hurðinni, svo að hún stóð beint undir lampanum, og lyfti svo hendinni þannig að ljósið félli beint á úrið fyr- ir neðan augu hennar. Svo lokaði hún augunum augnablik og opnaði þau aftur. Sem snöggvast varð úrskífan svo greinileg að hún gat séð vís- irana. Klukkuna vantaði kortér í eitt. Hún hafði rekið upp lágt óp áður en sjálfa hana varði. Ómur hennar eigin raddar kom eins og bergmál frá veggnum, og nú missti hún alla stjórn á sínum eigin hugsunum. Arlene hafði aldrei verið svona óstundvís í níu ár. Hún mundi ekki koma. Þá hlaut Bruce að hafa símað til hennar og sagt henni að hún þyrfti ekki að koma. Og það þýddi að . . . . að .... Þú neyðist til að horfast í augu við þetta, Ade- laide Snow, þú verður að horfast í augu við það. Bruce hefur læst þig hér inni viljandi. Það varst þú sem gazt rangt. Hann er meiri glæpamaður en þú hélzt, og óheimskari. Hann læsti þið hérna inni til að láta þig deyja, svo að þú fengir ekki tækifæri til að ljósta upp þessum lúalegu fjár- svikum hans. Já einmitt .... til þess að þú skyldir deyja. Frú Snow riðaði að hillunni með siglingavei’ð- laununum og varð að halda sér dauðahaldi til að detta ekki. Stutta stund var ekki annað en myrk- ur og skelfing kringum hana. Súrefnið þai’na í klefanum mundi eyðast á stuttri stund og svo mundi þorstinn fara að kvelja hana. Hún sá sijálfa sig í huganum sitjandi þarna dag eftir dag emjandi og berjandi stálhurðina með blóð- ugum hnúunum. Hönd hennar kom við einn bikarinn og það var þessi snerting sem bjargaði henni. Það var líkast því sem eitthvert dularafl streymdi frá bikarnum gegnum hana og gæfi henni þrek... frá Gordon. Hún beit fast á jaxlinn, eins og óvinur hennar, æðishræðslan, væri milli tannanna á henni. En Lorna? Hún hafði sagt Sylvíu að Lorna yrði að síma til hennar undir eins og hún kæmi úr skemmtisiglingunni. Og hún hafði meira að segja sagt, að Lorna yrði að koma heim undir eins. Lorna vissi vel að frú Snow var ekki móð- ursjúk æðibuna. Hún mundi eflaust síma, og fengi hún ekki svar mundi hún tafarlaust koma heim. 'Já, þetta var í rauninni í fyrsta skiptið, sem frú Snow hafði gert svona skilyi’ðislausa ki’öfu til frænku sinnar. Lorna mundi vafalaust koma heim, ef .. . . Bruce væri ekki þegar á leiðinni til East Hampton með einhverja trúlega lyga- sögu. Frú Snow stöðvaði þennan hugsanaferil með valdi. Hún hafði ekki efni á að láta hugann fara með sig í gönur. Hún neyddist til að halda dauða- haldi í hvert vonarstrá er hún gat náð til. Lorna mundi áreiðanlega koma. Og kæmi hún ekki þá hafði Joe sagt, að hann mundi koma og sækja bónvélina, var það ekki? Jú, hann sagði það á- reiðanlega. Þá var um bæði Lornu og Joe að gera. Engin ástæða til að vei’a órólegur. Frú Snow tókst hægt og hægt að safna kröft- um til að horfast í augu við veruleikann. Hún hoi’fði kringum sig þarna í klefanum, sem nú var fangelsi hennar. Bert sementsgólfið var nógu langt til þess að hún gæti legið á því endi- löng, hún gæti sofið á því ef þörf gerðist. Hún gat setið á gólfinu líka. Það var alls ekki frá- leitt að setjast og spara fæturna. Hún sneri sér aftur að hillunni og eftir að hafa hugsað sig um nokkra stund tók hún einn bikarinn í hönd sér og settist með hann í fanginu og studdi bakinu upp að veggnum. Árið 1935 . . . . þá hafði verið heiðskírt og dásamlegt veður á Karibskahafi. Hún mundi það svo greinilega . . . HESTASÝNING. Þó vagnhestum fækki óðum í London halda öku- menn fast við gömlu venjuna, að mæta með fallega hesta á hesta- sýningunni einu sinni á áii, í Reg- ent Park. Fjögra ára snáði var mjög hreykinn af að fá að leiða þennan fallega hest franx fyrir á- horfendurna á sýningunni.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.