Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1959, Page 13

Fálkinn - 22.05.1959, Page 13
FÁLKINN 13 TISKA lY ER EITTHVAÐ AÐ MITTINU? Sé maður grannur en gremjist að mittismálið sé 5 sentimetrum meira en gott cr, væri rétt að reyna matrósakjólinn með lausu blússunni. Hann er úr grænbláu ullarefni með hvítum organdi-kraga, og hattur og hanskar með sama lit. Þetta er gullfallegur úti- kjóll, frá tískuhúsinu DIOR. SÁ DROPÓTTI. Útgáfa NINU RICCI af smádropnótta silkikjóln- um, sem kemur fram á hverju ári, er óvenjulega falleg í ár. Hann er mik- ið fleginn í hálsinn og ermarnar ná niður að olnboga, kraginn breiður og tvöfaldur með bund- inni slaufu. Þessi kjóll er nothæfur allan ársins hring, til leikhúsferða og í samkvæmi. sjálfa kappsiglinguna, og bráðum fannst henni hafgolan leika um hárið á sér . . . blátt haf var kringum hana á alla vegu. Beggja vegna hafn- arinnar teygðu pálmarnir granna stofna sína, méð laufið eins og fjaðraskúfa yfir. silfurglitr- andi fjörunni. Gordon leit um öxl sér og brosti til hennar, andlitið var eirrautt af sólbruna. Já, það var meira að segja sjávarselta í hárinu á honum. Larry Emmett var að ganga frá bátnum sín- um, sem hann hafði bundið við bryggjuna, en Lorna lá endilöng á bakið fremst á bryggjunni og lét sólina baka sig. Hún pírði augunum á- nægjuleg á svipinn og horfði á himinblámann. Þetta hafði verið unaðsleg sjóferð í morgungol- unni, máfarnir svifu hljóðlaust yfir þeim, þeir voru svo ótrúlega fallegir. Og nú mundi Bruce koma bráðum, og það var þó allra bezt. Lorna ki;osslagði lappirnar í bláum strigabuxunum og teygði upp beran fótinn. Hún var svo ótrúlega sæl. Og þetta var alls ekkert nýtt . . . . í hálft ann- að ár hafði hún lifað í eins konar ævintýra- heimi. Hún skildi ekki enn, að ástin gæti gert mann svona hamingjusaman. Áður fyrr hafði alltaf eithvað verið til, sem ástæða var til að kvíða fyrir, hún hafði aldrei verið fyllilega ör- ugg, hvorki um útlitið á sér eða hvort fólk hefði samúð með henni — stundum fannst henni líf- ið blátt áfram óraunverulegt. En svo hafði Bruce komið til sögunnar. Kannske var hún orðin dálítið sljó og kæru- laus af eintómri hamingju. Því að lífið var nú ekki eins fagurt í raun og veru og hún vildi vera láta. Addy frænka var afbrýðisöm gagn- vart Bruce, þó hún reyndi að láta sem minnst á því bera. Hún hafði alltaf svo margt út á Bruce að setja, og Bruce kom ekki vel saman við Addy heldur, þó hann væri svo nærgætinn og elsku- legur að hann vildi ekki játa það. Vitanlega var það hann, sem hafði rétt fyrir sér. Það var mis- ráðið, að þau skyldu eiga heima hjá Addy frænku og vera háð henni. Það var ekki laust við að Addy frænka væri dálítið ráðrík. Hún hafði gaman af að skipa fyrir og ráða bæði stóru og smáu. Ef Lorna hefði verið dálítið fram- kvæmdasamari mundu þau hafa flutt burt fyrir mörgum mánuðum. En Lorna var of sæl til þess að geta verið athafnasöm. Aumingja Addy frænka, hún átti enga til að elska aðra en Lornu, síðan Gordon frændi dó. Því ekki að gera henni það til ánægju að búa hjá henni, nokkra stund enn, að minnsta kosti? Hamingja Lornu var nógu mikil til þess að lofa Addy að njóta hennar líka. En það veitti ekkert af að taka ofurlítið í hnakkadrambið á Addy. Bruce hafði alveg rétt fyrir sér í því. Hún varð að læra að skilja að þó að það væri hún, sem átti peningana, mátti hún ekki ráða annarra manna gerðum. Ekki alltaf. Lorna velti sér á magann. Plankarnir í bryggj- unni voru hrjúfir og heitir og sjávar-, þangs- og tjörulyktin af þeim svo ilmandi. Sylvia Emmett kom hlaupandi við fót niður brekkuna í svörtum langbrókum og hvítri peysu. Lorna nennti ekki að standa upp, en veifaði leti- lega til hennar. — Sæl-nú! sagði hún, er hún sá öklana á Sylviu rétt hjá sér. — Lorna, hún frænka þín hringdi. Þú áttir að síma til hennar undir eins og þú kæmir í land. Hún sagði að það væri mjög áríðandi. Hún vildi að þú kæmir heim undir eins. Lornu fannst bryggjan fara að rugga ónota- lega undir sér. Hún spratt upp. — Er eitthvað að? Það hefur vonandi ekki komið neitt fyrir Bruce? — Hún minntist ekkert á hvað að væri. — Er Bruce kominn? — Ekki ennþá. Lorna hljóp heim á leið. Nú fann hún að sælu- tifinning hennar hafði aðeins verið fyrirboði ógæfu. Eitthvað voðalegt hafði komið fyrir Bruce. Hvers vegna varð hún nú að fara á undan með Sylviu hingað og láta þessa morgunsiglingu freista sín .... æ, hvers vegna hafði hún gert það. Þetta var í fyrsta skipti síðan þau giftust, að hún hafði verið nótt burtu frá honum. Hvern- ig gat henni dottið önnur eins vitleysa í hug? Þetta var allt henni að kenna. Hún hljóp upp frá bryggjunni og gegnum garðinn að húsdyrunum, og þegar hún kom þangað lafmóð, sá hún græna sportbílinn, sem Bruce átti, sveigja heim að húsinu. Hjartað í henni hoppaði af kæti. Hún hljóp að bílnum og kom að honum í sömu svifum og Bruce opnaði hurðina. Hún fleygði sér um háls- inn á honum og hann hringsneri henni í loftinu áður en hann kyssti hana. — Þetta voru meiri móttökux-nar! — Það gengur vonandi ekkert að þér, Bruce? — Nei. Hvað ætti svo sem að ganga að mér? — Ég veit ekki .... en Addy frænka hringdi. Hún sagði að erindið væri mjög áríðandi og ég verði að koma heim undir eins .... svo að ég hélt að eitthvað hefði komið fyrir þig. — Nú .... ekki annað. Bruce setti hana niður á veginn aftur. Hann Það var eitthvað sérstakt við bros Bruce, það var svo glaðlegt. Þegar Bruce brosti var ekki hægt að hugsa sér, að nokkur maður í heimi gæti verið einmana og ógæfusamur. — Hvað vildi Addy frænka mér, Bruce? — Æ, það var ekki annað en eitt af þessum venjulegu köstum hennar. — Köstum? — Já, meðan við vorum að fara gegnum póst- inn í morgun fór hún að klifa á þessum safír- hring rétt einu sinni. Hún sagði að honum hlyti að hafa verð stolið, og kannske væri búið a'3 stela fleiri dýrgripum frá sér. Svo fór hún inn í öryggisklefann og athugaði skrínið með skart- gripunum — og sleppti sér alveg. Smaragðaim- ir voru horfnir. Bruce teygði höndina að aftui'sætinu og tók möppuna sína. — Þú getur ímyndað þér hvernig hún lét. Hún kom æðandi út úr klefanum og öskraði: „Það hefur vei'ið stolið frá mér. Hér hafa verið þjóf- ar og ræningjar!“ Hún afréð að síma til lögreglunnar og til þín. Þú áttir að koma heim tafarlaust. Ég fékk hana til að síma til þín fyrst, og það var gott, því að — nú skellti Bruce upp úr og Lorna smitaðist og fór að skellihlæja líka. — Hvers vegna var það gott, Bruce? — Ætli þú getir ekki gizkað á það .... við fundum auðvitað smai'agðana í snyrtiborðsskúff- unni í svefnherberginu hennar. Hún hafði not- að þá hjá Silionsfólkinu fyrir nokkrum dögum. Og ekki þar með búið. Safírhi’ingurinn .... — Þú segir ekki, að hún hafi fundið hann líka? — Jú, hún fann hann í sófanum í stofunni, milli baksins og sætisins. • Nú hlógu þau hjartanlega bæði tvö. — Þetta var svei mér gott, sagði Lorna. — Og skrítnast finnst mér að ég leitaði sjálf marga klukkutíma í sófanum. Og svo hefur hi'ingur- inn legið þar allan tímann. Hún er orðin hálfbrengluð, blessuð frænkan. Enda er hún farin að eldast og minnið ekki eins gott og það var. — Blessuð væna, góða Addy frænka, sagði Lorna og færði sig spölkorn frá manninum sín- um. — Ég held nú að ég verði að hringja til hennar samt. — Nei. .. nei, gerðu það ekki, hún hefur sjálfsagt jafnað sig eftir þetta og er oi'ðin ró- leg aftur. Bi'uce var allt í einu orðinn alvarleg- ur. — Ja, heyrðu annars, auðvitað skaltu síma ef þú villt, Lorna mín, Þú þekkir mig og veizt að ekki vil ég taka af þér ráðin. En .. . heldurðu að það sé hyggilegt? Ég á við — heldurðu að það sé hyggilegt að láta hana finna að hún geti vafið okkur um fingur sér eins og hana lystir? Framh. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og lVz—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.: Svavar Hjaltested. — Sími 12210. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.