Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1959, Qupperneq 14

Fálkinn - 22.05.1959, Qupperneq 14
14 FÁLKINN Nýi tláífJM'tiMtM* MMMMM — Framh. af bls. 9. — Harry ætlar að senda ljósmynd- ara frá blaðinu til að taka nokkrar myndir af Rillu í dag. Við gætum kannske farið og horft á það? Þegar við komum að sundlaug- inni stóð Rilla þar og hafði sett sig í stellingarnar, í ljómandi fallegum sólfötum og með ilskó. Þegar hún kom auga á Tony borsti hún og veifaði til hans. — Mig langar til að fá þig til að vera á einni myndinni með mér, Tony! Hún rétti fram höndina, skipandi: — Farðu í stuttbuxur! Hann fór inn í fataklefann. Dina stóð með rauðu plastöndina undir hendinni og horfði á eftir honum. — Hvers vegna vill hann ekki vera með okkur, mamma? Mér er illa við hana. Hvers vegna förum við ekki að baða okkur? — Af því að það er verið að taka myndir, góða mín. Dina setti öndina frá sér á laug- arbarminn, þegjandaleg. Tony kom aftur og Rilla sneri sér að ljósmyndaranum. — Við tök- um eina á stökkpallinum, sagði hún. — Og eina af Tony, þar sem hann stendur í stiganum og horfir upp til mín. Hún gekk fram laugarbarminn og leit um öxl og brosti til Tonys. Ef hún hefði litið niður fyrir fæt- urna á sér mundi hún hafa séð plastöndina áður en það var of seint. En nú rak hún tána í hana, hrasaði og datt í laugina. Ég heyrði mikið skvamp og svo hlátursrokurnar í áhorfendunum. Og þeir höfðu ekki hlegið sig ánægða þegar henni skaut upp aft- ur. Andlitið á henni var afmyndað af reiði, og nýgreidda hárið hékk í flyksum niður á axlirnar. Hún lét sem hún sæi ekki útrétta hönd Tónys þegar hún brölti upp úr lauginni. — Hver setti þessa önd þarna? hrópaði hún fokreið. — Það er öndin mín! Dina hljóp fram til að ná í hana. — Þetta verður afbragðs mynd, sagði blaðaljósmyndarinn. Ég náði henni á sama augnabliki sem þér duttuð. Það var eitrað augnaráð sem hún sendi honum, og þegar Dina beygði sig til að taka upp öndina sína, lét Rilla reiði sína bitna á henni. — Þú gerðir þetta viljandi! öskr- aði hún. — Afstyrmið þitt! Hvað ert þú að flækjast hérna. Hypjaðu þig út! Hún reiddi höndina og gaf Dinu roknalöðrung. En nú heyrðist þruma í Tony við hliðina á okkur: — Hvað gengur að þér, Rilla? Það er ósæmilegt að missa svona á sér stjórnina. Ég tók utan um Dinu, sem var farin að gráta, og nú setti ég ekk- ert fyrir mig hvað ég sagði, eða hvort aðrir heyrðu það: — Ef þér hefði ekki verið svona umhugað um að brosa til Tony, munduð þér hafa gætt betur að fótunum á yður, sagði ég kuldalega. — En þér eigið líklega erfitt með til stilla yður um að brosa til manna annarra kvenna, er ekki svo? Það hefði einhver átt að dýfa yður í fyrir löngu, þá hefðu þér kannske ekki tekið yður alveg svona hátíðlega! Ég held að það sé kominn tími til að fara heim, sagði Tony bak við mig. — Eigum við að koma út á ána og róa, dálitla stund, Dina mín? Og svo getum við borðað kvöldmat í Báthúsinu og við Jeremy getum reynt að veiða. — En þú ætlaðir að sjá sýning- una? sagði ég. Hann tók handleggnum um axl- irnar á mér. — Nei, ég er hættur við það. En mig hefði langað til að dýfa Rillu í aftur. Að haga sér svona við börn — fyrr má nú líka vera! Ég sagði ekkert. Ég veit hvenær Lárétt skýring: 1 sonur Nóa, 4. Grýla, 10. takmark afreksmanna, 13. austurlenzkt skáld, 15. holar steininn, 16. leikur, 17. ílát, 19. bindiefni úr dýraríkinu, 21. gera fossar, 22. verður að plöntu, 24. salt- fiskur, 26. baðstaður, 28. hitunar- tæki, 30. hreyfast, 31. ílát, 33. tveir eins, 34. skjól, 36. trylla, 38. tónn, 39. negraríki, 40. sjálfsagt, 41. skáta- höfðingi, 42. gerfimál, 44. félagasam- tök, 45. litur, 46. forsetning (sam- sett), 48. fyrir utan, 50. úr sögunni, 51. ævintýramaður, 54. nugguðu, 55. fljót, 56. opnað ginið, 58. betur á veg, 60. heppnast, 62. öskra, 63. dunda, 66. fífl, 67. kol, 68. stjórnar- form, 69. skákmeistari. Lóðrétt skýring' 1. drykkur, 2. síðasta orðið, 3. meiddur, 5. brodd, 6. félagsskapur, 7. stássmær, 8. málari, 9. Guð, 11. mannsnafn, 12. næði, 14. skipa, 16. nafnverð (útlent orð), 18. íþrótta- svæði, 20. skemmtiatriði, 22. þrír í röð, 23. gælunafn, 25. bygging við gatnamót, 27. tala, 29. glæsilegt, 32. leiðar í skapi, 34. upphrópun, 35. höfuðborg, 36. hljóða, 37. austur- lenzkt nafn, 43. þjóðfræg sjóhetja, 47. að verki, 48. beita, 49. skella, 50. mistakast, 52. marra, 53. skafa hár, HrcMaáta 'JálkahA ég á að þegja. Og auk þess var handleggurinn á Tony eitthvað svo notalegur, þegar við gengum saman frá lauginni. SNÍGLAVeisIa. í San Giovanni- hverfinu í Róm halda þcir snígla- veislu einu sinni á ári, og dúka veisluborðið fyrir framan kirkju- dyrnar. Það eru mörg þúsund snigl- ar sem hverfa ofan í ginið á fólkinu í svona veislu og mikið af landvíni skolast með. Hér sést einn þátttak- andinn vera að mata krókinn. 54. keisara, 57. kvendýr, 58. glund- roði, 59. tamning, 60. eldsneyti, 61. viðbúinn, 64. verzlunarmál, 65. hreppi. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt ráðning: 1. íma, 4. klastra, 10. læk, 13. sefa, 15. aukna, 16. gera, 17. sinnep, 19. Kvásir, 21. sess, 22. egg, 24. ef- ar, 26. Mikligarður, 28. aka, 30. raf, 31. ist, 33. Se, 34. ofn 36. err, 38. KR, 39. trefjar, 40. umsegja, 41. ar, 42. töm, 44. stó 45. óm, 46. lak, 48. ups, 50. Ulm, 51. orðagjálfur, 54. iðju, 55. gat, 56. arma, 58. Arnóra, 60. Ing- unn, 62. spað, 63. skinn, 66. alda, 67. kar, 68. stúrinn, 69. lag. Lóðrétt ráðning: 1. íss, 2. meis, 3. afnema, 5. lap, 6. au, 7. skuggar, 8. tn, 9. rak, 10. lesari, 11. ærir, 12. kar, 14. ansi, 16. gáfu, 18. Eskifjörður, 20. veðurstof- an, 22. eir, 23. gaf, 25. kastali, 27. strammi, 29. kerra, 32. skjól, 34. oft, 35. nam, 36. Ems, 37. Reó, 43. spjar- ir, 47. koðnar, 48. ugg, 49. sát, 50. urmull, 52. rjóð 53. urga, 54. Irpa, 57. anda, 58. ask, 59. ast, 60. inn. 61. nag, 64. kú, 65. Ni.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.