Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 26.06.1959, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Þessar tíu stúlkur tóku þátt í fegurðarsamkeppninni í Tívalí. Var það almannaróniur að' þetta væri jafnglæsi- legasti hópur íslenzkra stúlkna er þótt tæki í fegurðarsamkeppni. (Ljósm.: Ingim. Magnússon). SIGHÍflUH GEIHSDÚTTIH ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ -AL vec^ HISSA Hús Johns Murreys er á sjálfum landamærum Eire og Norður-ír- lands og hefur leikið vafi á því til þessa í hvoru landinu hann ætti kosningarrétt. Bæði löndin hafa hann á kjörskrá. Loks hefur kjör- stjórnin í Darrylin kveðið upp dóm í málinu. Það hefur komið á dag- inn, við ítarlega rannsókn, að landa- mærin liggja um svefnherbergið hans, og rúmið stendur þannig, að John liggur alltaf með höfuðið í Norður-írlandi. Og með því að menn nota hausinn þegar þeir kjósa, skal Murray eiga kosningarrétt í Norð- ur-írlandi. Nú hefur Murray fengið fjölda áskorana frá Eire um að snúa höfðalaginu við. ★ Hljóðfæraverzlun í Stokkhólmi fékk bréf utan úr sveit, um að fá á- kveðið sönglag, er Alice Babs hafði sungið á plötu. „En mig langar til að vita hvað er aftan á henni Babs,“ I Trench Town á Jamaica var 102 ára gamall maður að gifta sig í haust. Konan er sextug og hefur verið gift tvívegis áður, en sá gamli hefur aldrei kvænzt fyrr en nú. kosin „Fegurðardrottning Ragnheiður Jónasdóttir varð önnur Islands 1959“ Stúlkurnar sem tóku þátt í úrslitakeppni fegurðarkeppninnar. Talið fró vinstri: Sigríður Geirsdóttir „Fegurðardrottning íslands 1959“. Þuríður Guðmundsdóttir, Edda Jónsdóttir, Sigurbjörg Sveinsdóttir, Ragnheiður Jónasdóttir og Sigríður Jósteinsdóttir. (Ljósm.: Ingim. Magnússon). Fegurðarsamkeppnin 1959 fór fram í Tívolí dagana 14. og 16. júní s.l. Fyrra kvöldið komu fram tíu stúlkur og skyldu áhorfendur velja fimm stúlkur úr hópi þeirra, til að koma fram í úrslitakeppninni. Það leikur varla vafi á, að hópur sá er stóð í Tívolísviðinu þetta kvöld er jafnglæsilegasti hópur stúlkna er þar hafa komið fram til þátttöku í fegurðarkeppni Það vakti athygli, að meðal keppenda var Ragnheiður Jónasdóttir, sem hlaut sigur í fegurðarkeppni á Ítalíu á síðastliðnu sumri um titil- inn „Miss Adria“. Héldu margir áhorfenda í Tívolí, að Ragnheiði yrði sigurinn vís, en annað átti eftir að koma í ljós þegar til úrslitanna kom að kvöldi hins 16. þ.m. Úrslitakeppnin fór fram í köldu og hrissingslegu veðri, en samt var mikill fjöldi áhorfenda í Tivoli. — Sex stúlkur komu fram i úrslita- keppninni, í stað fimm eins og fyr- irhugað hafði verið. Komu stúlk- urnar nú fram í sundbolum, en fyrra kvöldið höfðu þær komið fram í kjólum. Keppnin var einkar svifa- sein í framkvæmd og það var ekki fyrr en klukkan var farin að nálg- ast eitt eftir miðnætti að úrslit voru tilkynnt og fegurðardrottningin krýnd. Sigurvegari varð Sigríður Geirsdóttir, sem er 21 árs að aldri, nemandi í Háskólanum. Er hún dóttir hjónanna Birnu Hjaltested og Geirs Stefánssonar forstjóra, Mýr- arhúsum, Seltjarnarnesi. Mun Sig- ríður taka þátt í „Miss Universe“- keppninni sem fulltrúi íslands næsta ár. Keppni þessi fer eins og kunnugt er fram á Long Beach -í Kaliforníu. Önnur varð Ragnheiður Kristín Jónasdóttir, Bergstaðastræti 67 og hlaut hún flugferð til Italíu og rétt til þátttöku í „Miss Evrópu“- keppninni þar. Þriðju verðlaun hlaut Edda Jónsdóttir, Laugavegi 24, en þau eru ferð til Tyrklands og' þátttaka í fegurðarsamkeppni þar. Fjórða var Sigurbjörg Sveinsdóttir, Hæðargarði 28, sem hlýtur ferð til London og' rétt til þátttöku í „Miss World“-keppninni þar. Sú fimmta var Þuríður Guðmundsdóttir, Brá- vallagötu 40, sem fær í verðlaun flugferð til Engiands. Sjótta var Sigríður Jósteinsdóttir, Tjarnargötu 3, sem fær flugfar til Kaupmanna- hafnar. ☆ — Hver er þessi með rauðanefið, sem situr þarna neðst við borðið? — Það er Lúðvík fjórtándi. — Hvað segurðu — Lúðvík fjórt- ándi? — Já, hann heitir Lúðvík, og hann er alltaf boðinn í samkvæmí þegar þarf að afstyra því að þrettán séu til borðs.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.