Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 26.06.1959, Blaðsíða 6
6 FALKTNN ^ 4. grein ^amleikutim um Narriman Egyptalandsdrottningu Alvara eða ekki? Fáeinum dögum síðar, er ég af tilviljun skrúfaði frá útvarpinu, frétti ég síðustu tíðindi: Farúk kon- ungur var trúlofaður Narriman! Ég hringdi strax til að óska henni til hamingju. Hún hló og var sæl, og ég gat heyrt að einhver í stofunni spurði, hvern hún væri að tala við. — Það er Mustafa frændi, sagði hún. — Viltu biðja hann um að koma hingað, heyrði ég röddina segja. Ég þóttist vita, að þetta væri kon- ungurinn. Ég fór heim til Narriman og þar var fullt af fólki, sem var að óska henni til hamingju. Allir iéku á als oddi, ekki sízt Narriman. Konungurinn heilsaði mér og sagði: — Þarna sjáið þér, Mustafa. Ég var ekki að leika mér að ykkur. Ég held alltaf loforð mín. Ég ætlaði að fara að svara, en hann hélt áfram: — Fólk uppá- stendur að ég hafi ekki þurft nema fimm mínútur til að ákveða að ég giftist Narriman, og það er satt. Ég hef nefnilega erft tvo mikilsverða eiginleika frá forfeðrum mínum, — gott vit á tóbaki og kvenfólki .. . Mér fannst skrítið að segja þetta við svona tækifæri, og var í vafa um hverju ég ætti að svara. En þá kom Narriman og þrýsti sér að handleggnum á honum. Fáeinum dögum fyrir bi'úðkaup- ið flaug sú saga, að Farúk hefði heimsótt fyrri konu sína, Faridu. Og sagan sagði, að Farúk ætlaði að rjúfa heit sitt við Narriman og gift- ast Faridu aftur. Narriman frétti þetta og leið hræðilega. Hún var hrædd um að þetta væri satt og bað mig um að spyrja Ahmed gullsmið hvort nokk- uð væri til í þessu. Ahmed sagði, að það væri helber uppspuni, en Narriman lét ekki sannfærast. Hann grét eins og barn: — Við verður aldrei örugg, frændi. Ég finn á mér, að honum getur snúizt hugur, þegar minnst varir. Þegar ég hélt áfram að sann- færa hana um að þetta væri upp- spuni og ekkert annað, tók Assila fram í: — Mér finnst þú ekki líta alvarlega á þetta mál. Og ég get ekki fundið, að þú styðjir málstað okkar, því að þú trúir öllu, sem konungurinn segir. Ég hafði tekið eftir ýmsum breyt- ingum á Assilu upp á síðkastið, eft- ir að trúlofunin var opinberuð. Hún var orðin snobbuð og tilgerð og' reyndi að leika „drottningarmóð- ir“, jafnvel gagnvart mér. Mér mis- líkaði stórum hvernig hún hagaði sér. Á brúðkaupsdaginn fór Narriman að heiman í brúðarskartinu ásamt Fawisu prinsessu, systur Farúks. Þær óku í einum konungsbílnum, og halarófa af bílum á eftir. Var ekið lafhægt að Kubbeh-höllinni, en þar átti brúðkaupið að fara fram. Göturnar voru trcðfullar af fólki, sem vildi sjá Narriman, en ekki var neina hrifningu að sjá á mann- fjöldanum. Þjóðin var á bandi Far- idu drottningar. Ég var áhorfandi á götunni þann daginn og heyrði hljóðið í fólkinu. Farida hafði verið afar vinsæl, og eðlilegt að fólk hugsaði til hennar við þetta tæki- færi. Boðið í brúðkaupsferð. Á sömu stundu og Farúk og Narriman voru gefin saman var ég orðin föðurbróður drottningar. Æfi mín breyttist, en ekki eingöngu til bóta. Ég var enn sveitarstjóri í flug- hernum og þegar ég hvarf aftur að starfi mínu voru æðri foringj- arnir alúðlegir og brosandi, en áð- ur höfðu þeir verið afundnir. Þeir báðu mig jafnvel um að tala máli sínu við konunginn. Einn daginn kvartaði Assila við mig undan gylltu brúðkaupsskrín- unum, sem venjulega geyma ó- væntar gjafir til gestanna. — Við höfum verið göbbuð, sagði hún, — sum skrínin eru úr silfri, með gyll- ingu, en sum úr ódýrum málmi. Ég hélt að þau ættu að vera úr skýru gulli. Farúk og Narriman voru farin til Capri í brúðkaupsferð, og við Assila héldum að nú lilði hún sæl- ustu daga æfi sinnar með konung- inum. Narriman minntist aldrei á nein hjúskaparvandræði í bréfun- um, sem hún sendi okkur. Farúk las nefnilega bréf hennar og hélt til baka þeim, sem honum líkaði ekki. Einn daginn fékk ég bréf frá hirð- inni um að konungur óskaði að ég kæmi til Capri. Ég átti að vera í venjulegum fötum og hafa sem minnst af farangri með mér. Ég fékk sérstakt vegabréf og átti að fara undir eins daginn eftir. Mér datt í hug að konungurinn hefði fyrirhugað mér eitthvert sér- stakt verkefni, úr því að hann gerði boð eftir mér. Ég símaði til Assilu og spurði hvort ég ætti að taka eitthvað með mér frá henni til dóttur hennar, en það fyrsta sem hún sagði var: — Ertu viss um að konungurinn hafi ekki boðið mér að koma líka? Þegar ég svaraði neit- andi varð hún svo gröm að hún sleit sambandinu. Undarlegar viðtökur. Ég flaug til Róm og hélt áfram þaðan til Capri. Farúk bjó með fylgdarliði sínu í Hótel Agosto. Ég kom að honum þar sem hann sat við borð ásamt Egypta. Þeir voru að spila. Narriman sat þögul við hliðina á honum og horfði á. Konungurinn var allur í spilunum og tók ekki eftir að ég kom. Þegar ég hafði staðið við borðið um stund og ekkert gerðist, tók ég mig til að heilsa honum. Hann leit aðeins upp og sagði kuldalega: — Eruð það þér, Mustafa. Svo bað hann einhvern viðstaddan að vísa mér til herbergis míns. Narriman var líka fálát þegar hún heilsaði mér. Þegar ég kom inn í herbergið mitt settist ég í stól og fannst að einhver hætta vofði yfir mér. Hversvegna hafði konungurinn ver- ið svona ónotalegur? Það kom flatt upp á mig. Á leiðinni til Capri hafði ég verið að útmála fyrir mér að ég ætti einhverja upphefð í vændum. Ég hélt að ég ætti að verða handgenginn konungi í fram- tíðinni, trúnaðarmaður hans, og var að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera til að vinna hylli hans. Hvílík vonbrigði. Allar mínar skýja- borgir höfðu hrunið við þessar viðtökur. Ég var eins og væng- brotin séður. Þá opnuðust dyrnar allt í einu og Narriman kom kjökrandi inn. Hún fleygði sér í fangið á mér með krampagráti. Veslings barnið, hugs- aði ég með mér, hún var í þann veginn að sleppa sér. Nú fyrst skildi ég að hún var óhamingjusöm í hjónabandinu. Von hennar um hamingjusama sambúð við Farúk hafði slokknað í byrjun brúðkaups- ferðarinnar. Hún stamaði fram afsökun á því að hún hefði tekið mér svo kulda- lega. Hún sagði að hún hefði orðið að láta sem sig gilti einu þó ég kæmi, því að annars hefði Farúk orðið gramur. Einhver af hirðdöm- unum hafði ráðlagt henni að láta sem hún sæi ekki neitt nema kon- unginn. — Fyrirgefðu mér frændi, en ég hélt að það væri hyggilegt að fara að þessum ráðum. Ef ég hefði látið sjást að ég glte&áist af að sjá þig, hefði hann kannske sent þig aftur til Cairo. Hún sagði mér frá öllum sínum vanda, og kvartaði undan hegðun konungsins. Hún sagði að hann léti hana oft sitja eina inni á kvöldin en færi sjálfur út á svall og kæmi ekki heim fyrr en með morgninum. Hún gat aldrei sofnað fyrr en hann var kominn heim, og grátbændi hann um að lofa sér að fara út með honum á kvöldin, en það var ekki við það komandi. Narriman kvaldist. Hún var í rauninni barn og gat ekki skilið hve erfitt Farúk átti með að venja sig af sínu fyrra líferni. Af því að hún vildi alltaf fara með honum þegar hann fór út, hafði brúðkaups- ferðin orðið samhangandi ónot og rifrildi. Á reikning hans hátignar! Nú skildi ég hversvegna konung- urinn hafði gert boð eftir mér. Ég átti að vera með Narriman þegar hann færi sjálfur í náttklúbba og Narriman sem drottning, við móttöku í Abdimhöllinni í Cairo í maí 1952. T. v. stendur spánska sendiherrafrúin í Cairo, og til hægri dóttir Francos, greifynjan af Villaverde.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.