Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 26.06.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN *$* 4* rlr ddramkaídiia^a *$? *$(* *$* % 6 GRAFIN LIFANDI? 4* «/ llindri dit *$* 4* 4* 4* Framh. En kannske var það einmitt þess vegna, að hann reyndi alltaf að þykjast mikill maður, þegar hann var að tala við Emmettshjónin. Vitanlega var það flónska af honum, þetta í gær, að vera að státa af öllu þessu fræga fólki, sem hann hefði kynnst við Rivierunni. En gátu Larry og Sylvia ekki fyrirgefið honum það og skilið hvers vegna hann gerði það? Voru þau ekki svo mikl- ir mannþekkjarar að þau sæi, að Bruce var gæða- blóð og einstaklega tillitssamur maður — auk þess sem hann hafði heillandi útlit? Nei, þau urðu strax tortryggin, aðeins af því að hann var ekki af þeirra sauðahúsi. Sylvia masaði í sífellu um forngripina, sem hún hafði haft heim með sér frá Ítalíu og allt í einu skammaðist Lorna sín fyrir að vera 1 svona slæmu skapi. Flónska að taka sér þetta svona nærri. Emmettshjónin mundu með tímanum læra að meta Bruce að verðleikum. Vitanlega mundu þau gera það. Og svo einbeitti hún sér að því að taka eftir hvað Sylvia var að segja. .... — en það hefur farið slysalega með þetta veneziaskrifborð. Það var í fullu lagi þegar við keyptum það 1 Milanó, en nú er framhliðin á einni skúffunni brotin. Þessir afgreiðslumenn eru klaufar. Og nú er ómögulegt að ná í góðan húsgagnasmið. Við höfum reynt það — en árang- urslaust. — Addy frænka hefur reglulega gamaldags smið. — Er það satt? Sylvia hallaði sér áköf fram á borðið. — Hvað heitir hann? — Það man eg nú ekki. — Vildir þú ekki gera svo vel að síma til henn- ar frænku þinnar núna strax, Lorna? Ég skal falla á kné fyrir þessum smið og biðja hann um að koma hingað í næstu viku. — Það er ekki nema sjálfsagt að ég sími til Addy frænku. Lorna fann allt í einu að henni þótti vænt um að fá átyllu til að hringja til frænku sinnar. Hún var auðvitað sammála Bruce um, að þægilegast væri að hafa frænku í hæfilegri fjarlægð. En eigi að síður var hún með samvizkubit síðan 1 gær. Þó Addy frænka væri stundum dálítið erfið, var ástæðulaust að fara með hana eins og óþægan krakka. Þegar hún stóð upp og gekk fram svalirnar sá hún Bruce í dyrunum. Það sópaði að honum í hvítu brókunum með hárauðan silkiklút bund- inn um hálsinn yfir silkiskyrtunni. Lorna tók öndina á lofti er hún sá hann — eins og hún var vön. En um leið kom önnur mynd fram í huga hennar um leið — af Larry. Larry, sem var að taka til í bátnum í gömlum bláum strigabuxum og bómullarpeysu. Eina sekúndu sá hún Bruce með augum Sylviu, en svo blöskraði henni við sjálfa sig og hljóp til hans. Hann faðmaði hana að sér og kyssti hana. — Góðan daginn aftur, elskan! Hvert ertu að fara? — Ég ætla inn og síma til Addy frænku. Sylviu langar til að vita nafnið á húsgagnasmiðnum hennar. Allt í einu þrýsti hann henni svo fast að sér að hana langaði til að hljóða. Svo sagði hann rólega: — Veiztu símanúmerið hennar frá Lind- say, þá? — Frú Lindsay? Nú hélt hann eðlilega utanum hana og strauk hnakkann á henni með annarri hendinni. — Já, . . . heitir hún það ekki gamla vinkonan hennar, sem átti heima í Kaupmannahöfn, eða hvar það nú var? — Já, en hvað kemur frú Lindsay þessu máli við? Hann hélt henni frá sér brosandi og horfði á hana: — Heyrðu, væna mín, þú ert víst ekki vöknuð ennþá? — Hvað ertu að tala um, Bruce? — Sagði ég þér það ekki í gær? Ég er viss um að ég gerði það. Frú Lindsay símaði í gær, ein- mitt þegar allt uppistandið var útaf smarögð- unum. Hún er komin hingað aftur og hefur sezt að í Connecticut. Hún bauð Addy til sín um helgina, og hún fór með síðdegislestinni. Lorna starði forviða á hann. Hún hafði ekki haft hugmynd um að frú Lindsay ætlaði að koma aftur til Ameríku. Og hún var handviss um að Bruce hafði ekki minnzt á þetta einu orði í gær. Hann hlaut að hafa gleymt því vegna umhugs- unarinnar um Addy frænku og hringinn. — Hvar í Connecticut á frú Lindsay heima, Bruce? — Addy frænka sagði mér það, en nú hef ég gleymt því. Hét það Lichfield? Eða Redding? — Það kemur í sama stað niður, Lorna, heyrð- ist Sylvia segja bak við hana, því að ég get ekki náð í smiðinn fyrr en á þriðjudaginn hvort sem er. — Nei, vitanlega ekki, sagði Lorna. En þetta var einkennilegt. Frú Lindsay hefði áreiðanlega skrifað Addy frænku um fyrirætlun sína, að koma til baka, og þá hefði Addy minnzt á það. Og svo hafði Bruce verið eitthvað skrít- inn, rétt í svip. Var hugsanlegt að hann hefði búið þetta til, af því að hann vildi ekki að hún símaði til Addy. En kynni ekki við að segja það berum orðum? Lornu blöskraði að hún skyldi láta sér detta þetta í hug, og svo vaknaði gremjan til Larrys og Sylviu aftur. Þetta var allt Sylviu að kenna. Ef henni hefði ekki verið til að dreifa mundi Lorna aldrei hafa látið sér detta þetta i hug, um Bruce. Auðvitað var Addy frænka hjá frú Lindsay. — Þú verður að flýta þér að borða, Bruce, sagði Sylvia. — Larry er tilbúinn með bátinn. Frú Snow sat enn á gólfinu hjá loftrásarhólkn- um, sem hún hafði náð sundur, en nú var henni horfin öll von og vænting. Hún hafði kallað á Joe með ákveðnu millibili, hún hafði meira að segja kallað á kettina, sem höfðu svarað henni með eymdarlegu mjálmi. Hún hafði skrifað á miða líka: „Joe, Bruce hefur lokað mig inni í öryggisklefanum11. Hún vissi að vindauga vr við endann á lofthólknum, kannske miðinn hennar lenti innanvert við grindina fyrir því og hver veit nema Joe tæki eftir blaðinu? Hún hafði ver- ið orðin svo vongóð, taldi sig næstum úr hættu. En svo hafði þetta breyzt aftur. Það var ekki nóg að hún fengi loft. Eftir því sem lengur leið án þess að Joe kæmi var líkast og hillurnar kæmu skríðandi að henni með öll kappsiglinga- verðlaunin. Og þorstinn kvaldi hana ógurlega, tungan varð eins og þykkildi í munninum á henni i og varirnar skrælþurrar og hún fékk svima.. . Röddin, sem kallaði „Joe“, var ekki annað en veik örvæntingarstuna. Hún hætti að kalla en fór að berja í hólkinn aftur. Henni veitti ekki af kröftunum ef hún ætti að sigrast á örvænting- unni. Þó að hún héldi áfram að berja var hún í raun- inni orðin úrkula vonar um Joe. Hún gerði sér ljóst, að hætulegast af öllu, eins og á stóð, var að gera sér tálvonir. Nú hugsaði hún aðeins um Hilary Prynne. Það var þó alltaf víst að hann kæmi. Og hann kom stundvíslega klukkan hálf- eitt. Hann kom aldrei mínútu of seint eða snemma, þegar hann var að sækja hana í þenn- an vikulega mat. Klukkan hálfeitt mundi hún heyra dyrabjöllunni hringt. Fyrir stuttri stundu hafði hún dregist fram á mitt gólfið til að sjá hvað klukkan var. Hún var kortér yfir tólf. Nú hlaut hún að fara að verða hálfeitt. Hún var stirð í hnjáliðunum af að sitja í keng við lofthólkinn, en hún tók varla eftir því. Hún hélt dauðahaldi í hólkinn og beið tækifærisins. Allt í einu kom það — hljóðið í dyrabjöllunni, það glumdi í kjallaranum og ómurinn barst gegnum lofthólkinn. Og nú tók hún á því, sem hún átti til og fór að æpa: — Hilary! Hjálp! Henni fannst röddin berast eins og þrumuhljóð niður hólkinn og upp til hennar aftur. Hilary hlaut að heyra þetta út á götu. Bjallan hringdi aftur — Hjálp! Hjálp .... æ„ hjálp! Henni fannst röddin gnæfa yfir allt, og henni fannst hún vera lifandi. Það var líkast og hún héldi áfram að gjalla löngu eftir að hún hafði lokað munninum. En svo athugaði hún þetta betur. Það var alls ekki rödd hennar sjálfrar, það var kveinandi svar kattanna í kjallaranum, sem hún heyrði. Rödd hennar sjálfrar var lítið meira en hást hvísl, sem drukknaði í kattamjálminu. Hilary Prynne stóð við forstofudyrnar hjá frú Snow. Hann var snyrtilega klæddur að vanda. í hendinni hélt hann á lítilli öskju frá blómaverzl- un, og í öskjunni var hvít orkidea. Adelaide elsk- aði hvít blóm. Skæra sólina lagði á fyrirmannlegt, frísklegt andlitið. Hann var í sérlega góðu skapi, hann hresstist ávallt við tilhugsunina um að eiga að vera dálitla stund með Adelaide. Þau áttu að snæða saman á Plaza, eins og venjulega. Og á eftir gat Adelaide ef til vill hugsað sér að aka með honum um stund í skemmtigarðinum. Þau gátu verið saman til klukkan fimm, því að lest- in, sem hann ætlaði til Hartford í, fór ekki fyrr en sex. Og hann hafði þegar komið farangrinum sínum á brautarstöðina. Um leið og hann hringdi datt honum nokkuð djarft í hug: Var ekki dagurinn í dag vel til þess fallinn að spyrja Adelaide hvort hún vildi gift- ast honum? Nú voru liðin fimm ár síðan Gordon vinur hans dó. Hilary hafði yndi af tilhugsun- inni um að eiga að fá að verða með Adelaide. Að vísu mundi það kannske verða erfitt að venjast af piparsveinstiktúrunum. En hvað fengi hann í staðinn? Sambúðina við Adelaide, ráðdeildar- semi hennar og þann mikla kost hennar að vera fljót að taka ákvörðun. Hann hætti allt í einu að hugsa um þetta. Hvað gekk að Maggie? Hún var alltaf vön að koma og opna að vörmu spori. Hann þrýsti fingrinum á hnappinn einu sinni enn, og um leið og hann gerði það heyrði hann undarlegt hljóð innan úr húsinu. Honum varð órótt — þetta var líkast því að einhver væri að gráta. Hann laut fram og lagði eyrað að hurðinni. Nú heyrði hann sama hljóðið aftur. Æ, það voru þá Hvar er ræðarinn?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.