Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1959, Blaðsíða 14

Fálkinn - 26.06.1959, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Bíona Japansheisara — Frh. af bls. 5. gætt uppeldi og menntun, svo sem ríkismannsdóttur sæmdi, svo að eng- inn efast um að hún sómi sér vel í drottningarstöðunni. En hún er alls- endis ólík því, sem Akihito sagði að konan sín ætti að vera, þegar hann var 15 ára. Þá gerði hann þessar kröfur til konuefnisins: 1) Hún verður að vera lægri en ég. (Hann er 158 cm.). 2) Hún verð- ur að vera mjóleit, eins og hún móð- ir mín, sem er fegursta konan, sem ég veit um. 3) Hún verður að vera að minnsta kosti fimm árum yngri en ég. 4) Hún verður að vera mjög músikölsk. 5) Hún verður að vera fær í íþróttum og hafa gaman af hestum. Michiko uppfyllir alls ekki þess- ar kröfur. Hún er aðeins rúmu hálfu ári yngri en Akihito. Hún er kringlu- leit og miklu þreknari en japansk- ar stúlkur yfirleitt. Hún hefur ekk- ert gaman af tónlist. En hins vegar er hún dugleg í íþróttum, sérstak- lega sundi og tennis, og mesti reið- fantur. GIFTIST í LÁNSKJÓL. Þann 13. janúar vár trúlofunin hátíðlega tilkynnt í Tokio og var þegar farið að gera ráðstafanir viðvíkjandi brúðkaupinu. Há-aðallinn fitjaði upp á trýnið — í laumi — þegar fregnin kom, en almenningur fagn- aði og vinsældir Akihitos urðu enn meiri en áður, en hann er vinsæl- asti maðurinn í Japan, samkvæmt því, sem Gallup-könnun hefur sýnt. Brúðkaupið fer fram samkvæmt æfa gömlum siðum, en verður miklu í- burðarminna en venja var til, því að Hirohito keisari vill ganga á undan með góðu eftirdæmi og láta sjá, að hann sé sparnaðarmaður, enda missti keisaraættin meiri hluta auðæfa sinna á stríðsárunum. Michiko fær t. d. ekki nýjan brúð- arkjól heldur verður hún gift í kjól af einni af systrum Akihitos, en það er ljómandi fallegur silkikjóll með gullívafi. Hins vegar gleymast ekki „seri- moníurnar" í sambandi við trúlof- unina og brúðkaupið. Daginn sem opinberunin fór fram, 13. janúar, fóru t. d. sendimenn frá keisaran- um heim til Michiko og lýstu yfir því, að þeir kæmu með „gjafir frá krónprinsinum til að staðfesta trú- lofunina“. Og síðan afhentu þeir hinar táknrænu gjafir, til að minna á heimilið, sem ætti að stofna: — tuttu af rísgrjónavíni, fimm klæðis- stranga og nýveiddan fisk! — og settu á þröskuldinn hjá Micholo Shoda. ~K SMÁHESTUR var sendur sem póstböggull frá Quorn til Wood- hause Eaves ' Englandi 9. septem- ber 1957, með 6 shillinga frímerki á lendinni. LUDWIG SCHWANTHALER myndhöggvari í Múnchen var feng- inn til að gera 5 bronsmyndir í austurríkisgosbrunninn í Wien. — Datt lionum það snjallræði í hug að fylla bronsmyndirnar með vindlum, til þess að koma þeim tollfrjálsum til Austurríkis. En Sshwanthaler dó áður en myndirnar komust á leið- arenda. Þegar myndirnar voru sett- ar upp í Wien, 1846, fundust allir vindlarnir. ★ „Eitursmyglara“ kallar dagblað eitt í Moskva stúdentana, sem selja á laun rokk-rollplötur, sem gerðar eru í leynilegum verksmiðjum í Rússlandi. Lárétt skýring: 1. Lengdarmál, 5. Undiralda, 10. mánuður, 11. fuglinn, 13. samhljóð- ar, 14. dýrs, 16. knattspyrnufél., 17. Einkennisstafir, 19. Biblíunfn,21. þakbrún, 22. hæðir, 23. höfði, 26. plæja, 27. Eftirstöðvar, 28. Vöru- skipti, 30. sama og 27. lárétt, 31. þátt, 32. gælunafn, 33. fangamark, 34. samhljóðar, 36. káts, 38. ofsa- fengið, 41. stafur, 43. iðnaðarmenn, 45. von, 47. kvæði, 48. letur, 49. afl, 50. ungbarn, 53. náttúrufar, 54. fangamark,55. Hærri, 57. tala í svefni, 60. hljóðst., 61. kvenheiti, 63. þrekvirki, 65. gagga, 66. hvutti. Lóðrétt skýring: 1. fangamark, 2. stafur, 3. ófús, 4. sker, 6. haf, 7. Austurlandaríki, 8. samliggjandi, 9. tveir eins, 10. jagast, 12. kuldi, 13. múgur, 15. nízka, 16. guð, 18. kæra, 20. ráða- brugg, 21. ílskuhljóð, 23. vesaling- ar, 24. fangamark, 25. spyrnir 28. fiskar, 29. Staðaratviksorð, 35. hús- dýr, 36. eimyrja, 37. karlmanns- nafn, 38. timabilinu, 39. hjara, 40. fiskur, 42. glugga, 44. fangamark, 46. uppspuni, 51. í hálsi, 52. dýra, 55. samtenging, 56. þrír eins, 58. UrcMcjáta 'JálkanA * Þrír drengir, 8, 9 og 10 ára stálu 125 dollurum í skólanum sínum í Escanaba í Michigan. Nokkrum klukkutimum seinna komu þeir auðmjúkir og skiluðu 120 dollurum. Þeir höfðu farið í bíó og séð „Tíu boðorð“ og iðruðust þá eftir þjófn- aðinn. ☆ Enska blaðið „Picture Post“ sagði nýlega svo frá veiðiför erlendra sendiherra í London: „Sendiherr- arnir drápu alls 469 villidýr, þar í ekki meðtalinn sendiherrann frá Thailandi og Leslie Bing ríkisritari, sem komu of seint á veiðarnar.“ ☆ Ung stúlka í Hermúlheim við Köln varð að leggjast á sjúkrahús tveimur dögum áður en hún átti að giftast. Læknirinn leyfði að henni væri ekið í sjúkravagni til fógetans og tveir burðarmenn báru hana inn og voru svaramenn um leið. Síðan var stúlkan, eða frúin, sem nú var orðin, flutt í sjúkrahúsið aftur. Hvers vegna lá henni svona á? Jú, hún varð að vera komin í hjóna- band fyrir 1. september til að losna við að borga skatt. ambátt, 59. nátúrufar, 62. fanga- mark, 64. hljóðst. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU. Lárétt ráðning: 1. Smolt, 5. Krukk, 10. Kraki, 11. Ónóga, 13. KR, 14. naut, 16. Krap, 17. UB, 19. Rót, 21. Æði, 22. Agat, 23. Sörla, 26. Egnt, 27. Mar, 28. Skrifli, 30. IAu, 31. Fatan, 32. Agnes, 34. An, 36. Hagar, 38. Óð- inn, 41. Ker, 43. Gleiður, 45. Óli, 47. Aron, 48. Dýrar, 49. Stam, 50. Ris, 53. Inu, 54. NL, 55. Dula, 57. Auli, 60. Gr, 61. Ljóri, 63. Ponta, 65. Staup, 66. Ostar. Lóðrétt ráðning: 1. SR, 2. Man, 3. Okar, 4. LIU, 6. Rór, 7. Unað, 8. Kóp, 9. KG, 10. Króga, 12. Auðna, 13. Kramt, 15. Tjörn, 16. Kylfa, 18. Bitur, 20. Tarf, 21. Ægis, 23. Skafald, 24. RI, 25. Algáður, 28. Stegg, 29. Innir, 35. Skarn, 36. Hrós, 37. Reyra, 38. Óð- ara, 39. Nóti, 40. Fimur, 42. Erill, 44. IR, 46. Langa, 51. Fura, 52. Flot, 55. Dót, 56. LIU, 58. Ups, 59. Ina, 62. JS, 64. TR.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.