Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 26.06.1959, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 vissi hvað til síns friðar heyrði og var fljótur að velja sér brúði. Þó ekki af hinum „fimm útvöldu aðals- ættum“, sem þykjast eiga heimtingu á að leggja þjóðinni til drottningu, heldur af hinni gömlu aðalsætt Kumi. Þetta val var samþykkt að „ráði hinna tíu elztu“ við hirðina. Það var ástin, sem réð vali Hiro- hitos, þó sú útvalda væri aðalsmær. Og víst er talið, að ástin hafi einnig ráðið vali Akihitos sonar hans. Inn- an hirðarinnar komst allt í uppnám, er það kvisaðist að Akihito ætlaði að ganga framhjá aðlinum við konu- valið, en hins vegar féllust keisara- hjónin þegar á val Akihitos og það reið baggamuninn. Þau hafa kann- ske verið orðin smeyk um, að dreng- urinn gæti ekki ákveðið sig fyrir „töfradaginn“ — 25 ára afmælisdag- inn. Árum saman hefur fólk leitt get- um að því, hver yrði næsta drottn- ing Japana. Og vitanlega hafa aldrei verið nefndar aðrar en aðalsmeyjar. Fyrst og fremst Hatsuko Kitashira- kawa — ein úr „hinum fimm út- völdu aðalsættum“. En sú ætt hefur orðið fyrir ýmsum dularfullum á- föllum, svo að almenningur heldur að álög hvíli á henni, og amaðist við að hún yrði drottning. Langa- langafi hennar var myrtur af hausa- veiðurum á Formósa, föðurfaðir hennar fórst í bílslysi í París og faðir hennar fórst í stríðinu í Kína. FALLEGA MALARADÓTTIRIN. Hverra manna er drottningarefnið? mun nú margur spyrja. Faðir henn- ar rekur fjórar kornmyllur og er auk þess formaður í 5—6 hlutafé- lögum, sem reka myllur. Hann er formaður í atvinnurekendafélaginu í Japan og var mikill íþróttamaður. Og Akihito og Michiko kynntust á tennisvellinum skammt frá Karus- iwa, um 150 km. fyrir norðan Tokio, en þar á Shoda malari sveitasetur. Shoda er forríkur og dóttir hans hef- ur gert hann enn ríkari, því að und- ir eins og það spurðist, að hún væri trúlofuð krónprinsinum hækkuðu öll hlutabréf Shoda gamla stórlega í verði. Krónprinsinn dáði Michiko fyrst fyrir það, að hún var dugleg íþrótta- kona. Fyrir þrem árum hafði hann orðið bráðskotinn í amerískri of- urstadóttur, Evelyne Haighes, en faðir hennar var nokkur ár í setu- liði MacArthurs. Var sú ást talin svo heit, að haft var á orði, að Aki- hito mundi fara að dæmi hertogans af Windsor og afsala sér ríkiserfð- um til að geta gifzt þeirri amerík- önsku. Því vitanlega kom það ekki til mála, að tilvonandi Japanskeis- ari væri giftur útlendri konu. En svo kæfði hollustan við hefðina og erfðirnar ástina hjá Akihito og nú minnist enginn á Evelyne. Michico var komin á þann aldur, sem stúlkur í Japan eru taldar farn- ar að pipra; þær eiga helzt að gift- ast ekki eldri en tvítugar, en Mic- hiko er orðin 24 ára og 5 mánuð- um betur. ÖMURLEGT UPPELDI. Sam- kvæmt japanskri hefð má elzti son- ur keisarans ekki fá uppeldi eins og önnur börn. Fimm ára var Akihito settur í sérstakt hús í hallargarðin- um og ólst þar iipp undir umsjá gamals kammerherra og innan um eintómt stjanandi hirðfólk. Hann fékk aldrei að leika sér við önnur börn. Sama var að segja um systur hans. Það er talið víst, að þær þrjár þeirra, sem giftar eru, hafi heimtað að fá að giftast borgarastéttarmönn- um til þess að losna við kreddur hirðarinnar og háaðalsins. Sú elzta þeirra, Yori, er gift óðalsbónda. — Teru er gift bankastarfsmanni og Taka járnbrautarstarfsmanni. Michiko drottningarefni fékk á- Framh. á bls. 14. 53 MAÐURINN, SEM — stjórnaði stærstu hljómsveit í heimi 1) Árið 1848 kom Pat Gilmore frá írlandi til Ameríku með lúðurinn sinn. Hann hafði heyrt að Berlioz hefði stjórnað 500 manna hljómsveit í París, og nú langaði hann til að koma upp enn stærri hljómsveit. Konan hans latti hann ekki en sagði: „Þú ert Orfeus hinn írski, Pat. Þegar þú ert dauður muntu stjórna hljómsveit hinna himnesku herskara.“ 2) Pat langaði til að reist yrði hljómleikahöll fyrir 50.000 áheyrendur. Og þar vildi hann stjórna 2000 hljóðfæra- leikurum og 10.000 söngvurum. Hann gat komið þessu fyrir- tæki á skrið og pantaði orgel, með pípum sem sumar voru eins og stórir reykháfar. Þann 15. júní 1869 var hið risavaxna tónlistarmusteri vígt í Boston. Ole Bull var konsertmeistari og stjórnaði 200 1. fiðlum, en madame Parepa söng. Ein trumban var svo stór að sex menn þurfti til að bera hana. 3) Meðan Pat Gilmorae var í hljómleikaferð í Evrópu fauk tónlistarhöllin mikla. En hann lét byggja aðra og enn stærri, og 1872 stjórnaði hann 3000 manna hljómsveit og 20.000 söngmönnum. Hundrað rauðklæddir brunaliðsmenn létu hamra dynja á 50 steðjum í „steðjasöng“ Verdis úr „II Trovatore“. Áhorfendur voru 100.000 og æptu og grétu af hrifningu. 4) Á heimssýningunni í St. Lous 1892 stjórnaði Pat Gil- more hljómsveitinni. Eitt kvöldið er hann var að byrja á forleiknum að „Wilhelm Tell“ hneig hann niður. Hafði feng- ið hjartaslag. Þegar Harrison þáverandi Bandaríkjaforseti heyrði fregnina sagði hann: „Ég get ekki trúað þessu. Pat Gilmore getur ekki dáið!“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.